Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 13
12 DAGBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. Iþróttír Iþróttir Iþróttir Iþróttí DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. 13 Iþróttir Iþróttir Tvískipt 2. deild! Hinn mikli ferðakostnaður sem fylgir þátttöku i 2. deild hefur valdið forráðamönnum félaga höfuðverk undanfarin ár, ekki sí/t eftir að tvö Austfjarðalið komust upp i 2. deiid. Ég vil hér með koma á framfæri hugmynd minni um breytt fyrirkomulag á deildakeppn- inni sem ætti að minnka ferðakostnað og gæti aukiði áhuga. Hún er á þá leið að skipta 2. deild i tvennt með 10 liðum i hvorum hluta; lið frá Suður- og Vesturlandi annars vegar og lið frá Norður- og Austurlandi hins vegar. Sigurvegari i hvorri deild flyttist siðan upp í fyrstu deild, eða þá að i lokin færi íram úrslitakeppni 4 liða, þar sem 2 efstu lið frá hvoru svæði tækju þátt, um tvö lausu sætin f 1. deild. Tvö neðstu lið á hvoru svæði féllu |iá niður i 3. deild. Tvö lið af S/V-svæðinu og tvö lið af N/A-svæðinu kæmust þá upp i 2. deild ár hvert. ViðirSigurðsson. HALLUR SIMONARSONL Hamburger gegn Dynamo i 2. umferð f Evrópubikarnum i knattspyrnu, keppni meistaraliða, leika þessi lið saman. Nottm. For., England, — Pitesti, Rúmenfu. Celtic-Skotlandi, — Dundalk, trlandi Ajax, Hollandi, — Omonia, Kýpur. Dynamo Berlfn, AÞ, — Servette Genf, Sviss. Dukla Prag, Tékk. — Strasbourg, Frakklandi. Hamburger SV — Dynamo Tblisi, Sovét. Porto-Portúgal, — Real Madrid, Spáni. Vejle, Danmörku, — Hadjuk, Júgóslaviu. Yfirleitt hafa sterk lið dregizt gegn liðum frá minni þjóðunum í þessari umferð og ma þar nefna Evrópu- meistara Forest, Celtic, Ajax Amsterdam og Hadjuk Split. Langmesta athygli munu viðureignir Hamburger SV og Dynamo vekja. Hamborg sigraði Val í 1. umferð- inni en sovézka liðið gerði sér lftið fyrir og sló Englands- meistara Liverpool út. Þá verður hörð keppni milli meistaraliðanna af Pyrenea-skaganum, Porto og Real Madrid. Meiri likur eru þó a aðf i-.mskaliðið fræga, sem unnið hefur Evrópubikarinn oftar en nokkurt annað félag, komist i 3. umferðina. Leikirnir f 2. umferð verða f marz á næsta ári. Asgeir Sigurvinsson — 25. landsleikur- inn Árni Sveinson — 25. landsleikurinn. Það verður ekkert gefiðeftirídag" —sagði Helgi DaníeSsson, formadur landsliðsnefndar, ísamtali við DB í morgun. Evrópuleikur Póllands og íslands hefst kl. 16,45 ídagíKrakow „Það er mikil og góð stemmning í landsliðshópnum — það verður ekkert gefið eftir f dag í Evrópuleiknum við Pólverja hér i Krakow, sem hefst kl. 16.45 að fslenzkum tfma. Við búum hér á frábæru hóteli, Holiday Inn, og það hefur farið vel um piltana. Að visu urðu tveir íslenzku atvinnumannanna fyrir áföllum i leikjum sinum i Belgfu á sunnudag. Kari Þórðarson meiddist það illa i leik La Louviere að hann kom ekki hingað til Póllands — og Óiafur Sigurvinsson meiddist einnig. Hann kom þó en meiðsli hans reyndust það slæm að engar likur eru á að hann geti tekið þátt i leíknum," sagði Helgi Daníelsson, aðalfararstjóri islenzka landsliðsins, þegar DB ræddi við hann i morgun. „Það er búið að velja liðið — við gerðum það seint í gærkvöld, en islenzku leikmennirnir hafa þó ekki fengið að vita hvernig liðsskipan verður. Það verður gert núna á eftir, þegar við höfum fengið okkur morgun- mat. Þetta er siðasti leikur íslands í riðla- keppni Evrópukeppni landsliða að þessu sinni og þessir leikmenn hefja leikinn. Þorsteinn Bjarnason, La Louviere, Örn Óskarsson, Vestmannaeyjum, Trausti Haraldsson, Fram, Dýri Guðmundsson, Val, Jóhannes Eðvaldsson, Celtic, fyrirliði, Marteinn Geirsson, Fram Ásgeir Sigurvinsson, Standard, Árni Sveinsson, Akranesi, Atli Eðvaldsson, Val, Teitur Þórðar- son, Öster og Pétur Pétursson, Feye- noord. Varamenn eru þvi Ársæll Sveinsson, Vestmannaeyjum, Sigurlás Þorleifsson, Víkingi, og Sigurður Halldórsson, Akranesi — en eins og áður segir getur Ólafur Sigurvinsson ekki leikið," sagði Helgi ennfremur. Pólverjar hafa valið sitt lið og það er skipað þessum leikmönnum. Zygmunt Kukla, Stal Mielec, Marek Dziuba, Lodz, Pawel Janas, Legia Varsjá, Antoni Szmanowski, Gwardia Varsjá, Wojoiech Rudy, Sosonowiec, Adam Nawalka, Wisla Krakow, Zbigniew Boniek, Lodz, Leszek Lipka, Wisla, Roman Ogaza, Bytom, Stanislaw Terlecki, Lodz, og Grezgorz Lato, Stal. Sterkt lið en þó varla eins sterkt og pólsku landsliðin hafa verið undan- farin ár. Margir af þekktustu leik- mönnum Póllands síðustu árin komnir til ára sinna og hafa verið að „detta út" síðustu manuðina. Teitur kom síöar „Landsliðshópurinn kom saman í Kaupmannahöfn á sunnudag — og þaðan var haldið til Póllands síðdegis á mánudag. Teitur Þórðarson missti þó af okkur í Kaupmannahöfn. Hann kom ekki hingað til Krakow fyrr en síð- degis í gær, þriðjudag, rétt fyrir lands- liðsæfmguna. Það á enginn hér við meiðsli að stríða nema Ólafur Sigur- vinsson. Við æfðum á mánudagskvöld og aftur í gær og höfum kynnt okkur leikvanginn hér í Krakow. Hann er prýðilegur — rúmar um 25 þúsund áhorfendur og reikna Pólverjar með að leikvangurinn verði þéttsetinn áhorf- endum. Veður er hér prýðilegt — um 20 stiga hiti og állar aðstæður fyrir leik- inn er eins og bezt verður á kosið," sagði Helgi Daníelsson ennfremur. Leikurinn hefst klukkan 17.45 að pólskum tíma eða 16.45 að íslenzkum og verða flóðljós sennilega á frá byrjun. Hermann Gunnarsson, frétta- maður, er með landsliðinu og mun lýsa síðari hálfleiknum beint. Lýsing hans hefstkl. 17.30 ídag. „Eftir því, sem maður hefur heyrt, leggja Pólverjar mikla áherzlu á þennan leik. Þeir hafa veriö með leik- menn sína í sérstökum æfingabúðum síðustu vikuna — og þeir verða áfram saman eftir leikinn í dag, því síðasti leikur Póllands í riðlinum verður við Hollendinga næsta miðvikudag. Þá leika þeir í Hollandi. Á laugardag leika Austur-Þjóðverjar við Sviss í riðlinum og verður sá leikur í Austur-Þýzka- landi. Staðan í riðlinum er nú sú að Holland hefur 10 stig, Austur-Þýzka- land og Pólland níu stig. öll löndin hafa leikið sex leiki í riðlinum. Við sjáum engin dagblöð hér á hótelinu en Pólverjarnir, sem eru hér með okkur, hafa sagt okkur, að pólska liðið muni leika stífan sóknarleik gegn okkur í dag. Markamunur þeirra er miklu lakari en Hollands og ef Pólland á að hafa einhverja möguleika á þvi að komast í efsta sætið i riðlinum, verða leikmenn þeirra að reyna að laga markatöluna í leiknum í dag. Dagskipunin hjá þeim er því að skora eins mikið af mörkum og mögu- legt er. Það verður keyrt á fullu allan leikinn. Þetta er auðvitað staðreynd, sem við vissum um fyrirfram — og íslenzku strákarnir eru ákveðnir í að gefa ekkert eftir. Við erum með sterkt lið og það getur verið hættulegt fyrir þá pólsku að leggja ofurkapp á sókn- ina. Þeir Teitur Þórðarson og Pétur Pétursson eru skæðir sóknarmenn og miklir markaskorarar — og við gerum okkur vissulega von um að skora mark eða mörk í Evrópuleiknum í dag," sagði Helgi. Leikurinn í dag verður merkisleikur Marteinn Geirsson — jafnar lands- leikjamet Matthfasar Hallgrfmssonar. Leikurinn sinn 45. landsleik i dag. fyrir Martein Geirsson. Fram. Hann leikur þá sinn 45. landsleik og jafnar1 þar með landsleikjamet Matthíasar Hallgrimssonar, Akranesj. Þá leika þeir Arni Sveinsson og Ásgeir Sigur-í vinsson í 25. sinn hvor í íslenzka lands-' liðinu. Þeir fá því gullúr KSÍ. „Það er ekki alveg vitað hvernig heimferðinni verður háttað — einhverjar breytingar frá þvi sem upp- haflega var ákveðið. Ég veit ekki annað en að við leggjum af stað snemma í fyrramálið — og verður flogið til London. Ef allt gengur að óskum ættum við að verða komnir heim til íslands rétt fyrir miðnætti á fimmtu- dag," sagði Helgi Daníelsson að lokum og var hress og kátur að vanda. -hsim. AUSTFJARÐAANNALLIKNATTSPYRNU1979 Austfirðingar hafa undanfarin tvö ár átt tvö lið í 2. deild i knattspyrnu, lio Þróttar Neskaupstað og Austra Eskifirði, og héldu þau bæði sinum hlut á nýloknu keppnis- tímabilí. Það þurfti þó vítaspyrnukeppni norður á Sauðárkróki til að sæti Austra væri tryggt. Sumarið 1978 kom Austri mjög á óvart sem nýliðar í 2. deild, koll- vörpuðu ölluin hrakspám og höfnuðu um miðbik deildarinnar. Þegar nýafstaðið keppnistimabil var hálfnað blasti 3. deildin við Eskfirðingum sem þá höfðu einungis hlotið 3 stig úr 9 fyrstu leikjunum. Aftur komu Austramenn á óvart. Þeir hlutu 12 stig úr seinni umferðinni og héldu sæti sinu, naumlega þó, eins og að ofan greinir. Lið Austra þótti leika betri knattspyrnu en i fyrra en slæma byrjun í sumur má vafa- lítið rekja til hinna miklu mannaskipta sem áttu sér stað frá því að keppnistimabilinu 1978 lauk. Hvað um það, félagið horfir nú fram til síns þriðja árs í 2. deild, árangur sem fæstir bjuggust við þegar Austri vann sig upp úr 3. deild haustið 1977. Beztí árangur Þróttar Þróttur N. náði í sumar sinum bezta ár- angri í deildakeppninni. Þegar upp var staðið voru þeir í 4. sæti 3. deildar, þrátt fyrir að fallhætta hafi verið fyrir hendi lengi vel. Samt skoruðu Þróttarar fæst mörk allra liða í deildinni og voru furðu- lega mistækir i leikjum sínum. Nægir þar að nefna jafntefli við UBK i Kópavogi, 0— 6 tap fyrir austan gegn ÍBÍ (sem tapaði 9— 0 fyrir UBK) og sigur gegn FH, cn FH og UBK unnu sér einmitt sæti í 1. deild Þróttur byggði minna á aðkomumönnum i sumar en oft áður, reyndar léku aðeins tveir með liðinu að þjálfara meðtöldum. Félagið hefur oftast haft nokkra „útlend- inga" innan sinna vébanda en nú sýndi Þróttur að lið að austan nær eingöngu skipað heimamönnum getur staðið fyrir sinu í 2. deild. Þess má geta að 3. flokkur Þróttar komst í úrslit íslandsmótsins í ár svo nægur efniviður virðist vera fyrir hendi og Þróttarar áforma að senda 2. flokk til leiks eftir 2 ár. Mjög athyglisvert þar sem Þróttur þarf að standa itraum af meiri ferðakostnaði vegna þátttöku mfl. en flest ef ekki öll önnur íslenzk lið. Verði af þessu verður það í fyrsta sinn sem austfirzkt lið sendir 2. flokk í Íslandsmót. Fjörugt í F-riðli Austfjarðariðill 3. deildar, F-riðill, var hinn fjörugasti í sumar eins og lesendur íþróttasíðu DB hafa án efa tekið eftir. Markaskorun var töluverð og að flestra dómi er knattspyrnan á svæðinu á uppleið. í heildina voru liðin í F-riðli fremur jöfn að 1 2 3 4 5 6 7 stig 1. Einherji • 3—1 0—1 3—2 4—2 3—0 13—4 20 Vopnafirði 2-1 0—0 1—1 3—0 3—0 2-1 2. Leiknir 1—3 • 1—0 4—0 0—1 0—0 9—1 14 Fáskrúðsfirði 1—2 1-2 3—1 2—2 2—0 4—1 3. Sindri 0—0 2—1 • 8—1 1—1 0—0 2 14 Hornafirði 1—0 0—1 0—1 1—2 1—1 2—1 4. Hrafnkell 1—1 1—3 1-0 • 2—1 3—1 10—0 14 Breiðdal 2—3 0—4 1—8 2—2 2—0 3—2 5. Huginn 0—3 2—2 2—1 2—2 • 3—0 11—1 12 Seyðisfirði 2—4 1—0 1—1 1—2 1—2 1—1 6. Síilan 0—3 0—2 1-1 0—2 2—1 • 7—1 9 Stöðvarfirði 0—3 0—0 0-0 1—3 0—3 3—2 7. Valur 1—2 1—4 t —2 2—3 1—1 2—3 Otu 1 Reyðarfirði 4—13 1—9 (: 1—10 1—11 1—7 W styrkleika og enginn leikur var unninn fyrirfram. Greinitega var lögð ríkari áherzla á að leika góða knattspyrnu en oft áður og æ meiri rækt lögð við yngri flokk- ana. í ljós hefur komið að munurinn á 2. og 3. deildarliðum hefur minnkað verulega og breiddin innan svæðisins hefur aukizt mjög, Einherji Vopnafirði, sigurvegari riðilsins, var hársbreidd frá sæti í 2. deild annað árið í röð og þó var síður búizt við afrekum af þeirra hálfu í úrslitunum í ár en í fyrra þegar flestir höfðu bókað þá upp í 2. deild. Það er ekki ætlun mín að varpa rýrð á frammistöðu Einherja, sem sennilega höfðuá aðskipajafnsterkastaliði riðilsins, en samt vil ég benda á að Vopnfirðingar högnuðust mjög á að þurfa hvorki að sækja Leikni né Hrafnkel heim; bæði þessi lið þurftu að leika báða leiki sína gegn Ein- herjaá Vopnafirði. Markakóngur íslands Leiknir Fáskrúðsfirði hafnaði í 2. sæti riðilsins. Rétt eins og i fyrra kom slæm byrjun í mótinu í veg fyrir frekari árangur. í upphafi stefndi allt í glötun, aðeins 4 stig áunnust i fyrstu 7 leikjunum. Þá tóku flestir leikmanna upp á því að draga veru- lega úr æfingasókn með þeim afieiðingum að þeir 5 leikir sem eftir voru unnust allir og 2. sætið varð staðreynd enda þótt á tímabili væri naumast fræðilegur mögu- leiki á að svo gæti orðið. Enda varð einum Leiknismanni að orði í vertíðarlok: „Við hefðum unnið riðilinn ef við hefðum æft minna." Leiknir státar af markakóngi íslandsmótsins 1979. Það er 18 ára piltur, Ólafur Ólafsson, sem skoraði 16 af 28 mörkumliðsins i 3. deild, enn athyglisverð- ara þar sem hann lék í fyrsta sinn í franr- línu í sumar. Þegar leikmenn Leiknis hafa lært að taka vítaspyrnur er aldrei að vita hvað framtiðin ber i skauti sínu. Þegar upp var staðið var Sindri Horna- firði í 3. sæti. Lítið bar þó á þeim og fram- línunni sem skoraði að meðaltali 3 mörk í leik sumarið áður. Fyrir síðasta leikinn gegn Hrafnkeli hafði hún aðeins skorað 8 mörk í deildinni en í þeim leik bætti hún 8 við og bjargaði andlitinu. Vörnin stóð sig betur og fékk aðeins 9 mörk á sig. Sindri tók 3 stig af Einherja og er eina liðið i 3. deild sem farið hefur með 2 stig frá Vopna- firði sl. 2 sumur. Ekki þurfa Hornfirðingar að kvíða framtíðinni því mikið og gott starf er unnið með yngri flokka félagsins sem eru að verða þeir allra sterkustu á Austurlandi. Vonandi fá hinir efnilegu piltar veglegri völl til að leika á en þann sem notazt er við nú. í 4. sæti kom Hrafnkell úr Breiðdal. Liðið kom mjög á óvart í upphafi móts og hafði forystu framan af en sprakk siðan og fékk slæma skelli i siðustu leikjunum gegn leikni og Sindra. Nokkrir aðkomumenn léku með liðinu enda erfitt fyrir jafnfá- mennt bygðarlag og Breiðdalsvik að halda uppi liði, sérstaklega eftir að Stöðfirðingar sviku þá í tryggðum. Reyndar fór álíka fyrir Breiðdælingum nú og árið 1977. Þá byrjuðu þeir með miklum látum en síðan datt botninn úr þegar liða tók á mótið. Ærið umhugsunarefni fyrir félagið þetta. f 5. sæti var hið seinheppna lið Hugins Seyðisfirði. Huginsmenn eru af mörgum taldir hafa haft bezta liðinu á að skipa en óheppni og mannamissir komu í veg fyrir umtalsverðan árangur. Þeir hafa yfir miklum mannskap að ráða og eru bjart- Víðir Sigurðsson — DB-mynd Hörður. sýnir á komandi ár. Seyðfirðingar eru stór- huga og í sumar gerðu þeir stóran auglýs- ignasamning við GROHE svo sem áður hefur verið greint frá í DB. Einnig komu þeir upp öflugu hátalarakerfi við völl sinn og kynna nú leikmenn liðanna fyrir leiki og þá skiptir ekki máli hvort meistaraflokkur' eða 5. flokkur er að leika. Skemmtileg nýj- ung og ég hvet þá til að gera enn betur og róa hina kjaftforu aðdáendur sína. Þeir setja því miður svartan blett á hið blóm- legastarf félagsins. í 6. sæti var Súlan Stöðvarfirði. Þetta var frumraun þeirra í 3. deild eftir aðskiln- aðinn við Breiðdælinga og þó að lengra yrði ekki náð að þessu sinni mega Stöð- firðingar vera ánægðir með frammistöðu sinna manna á leikvellinum. Þeir léku oft á tíðum ágætis knattspyrnu undir stjórn Gunnlaugs Kristfinnssonar og voru langt frá því að vera auðveld bráð. Með betri nýtingu marktækifæra gæti liðið náð mun lengra. Þess má geta að Stöðfirðingar eru fullir áhuga og nú æfir hluti liðsins saman á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst kom lið Vals frá Reyðarfirði, einstakur kapituli í 3. deild í ár. Nægir því til rökstuðnings að bera saman úrslit heima- og útileikja Vals- manna. Heima: 2—3, 2—3, 1—2, 1—2, 1 — 1, 1—4, meira að segja forysta í hálf- tíma gegn Einherja. Úti: 1 —II, 1—9, 0— 10, 1—7,4—13 ogeinn leikur gefinn. Vals- menn tóku lífinu létt og virtust ekki hafa miklar áhyggjur þótt illa gengi. Alla vega þótti sumum leikmanna liðsins drepfyndið að fá á sig 9. markið í einum leiknum. Ekki slæmur „mórall" það. En vonandi gefast Valsmenn ekki upp þótt móti blási og gera bara betur næst, dýrmæt reynsla hefur fengizt. Ég vil að Iokum þakka öllum þeim sem ég hef haft samskipti við vegna fréttaöfi- unar fyrir DB 2 sl. ár og vona að hin góða samvinna haldist þegar mætt verður til leiksaðnýju. - VíðirSigurðsson. Meistarar Liveri II I jöf n- uðu 10 mín. fyrir leikslok — Dýrlingarnir léku sér að Crystal Palace, sem þar með tapaði sínum fyrsta leik í 1. deildinni ensku íhaust Englandsmeistarar Llverpool lentu enn i hinu mesta basli i 1. dcildinni ensku i gærkvöld. Þá var leikinn nær heil umferð i ensku deildakeppninni — nokkrir leikir verða i kvöld — og leikmenn Liverpool héldu hina örstuttu leið til Bolton. Bæði liöin í Lancashire. Bolton tók stig af Liverpool í fyrstu umferðinni i ágúst, markalaust jafntefli á Anfield i Liverpool, en í gær leit lengi vel út fyrir að Liverpool mundi ekki einu sinni hljóta stig. Neil Whatmore náði forustu fyrir Bolton og það var ekki fyrr en tfu mínútum fyrir leikslok að Kenny Dalglish tókst að jafna fyrir meistarana. Lundúnalið"ið Crystal Palace, sem komst upp úr 2. deild í vor, tapaði sínum fyrsta leik á leiktimabilinu. Það lék þá gegh Dýrlingunum í Southampton. Phil Boyer reyndist leik- mönnum Palace mjög erfiður. Skoraði þrennu í leiknum og það er í annað skipti í röð, sem hann skorar þrennu í heimaleikjum Southampton. Þá átti Boyer og allan heiður af fjórða marki Southampton, sem Nick Holmes skoraði. Eina mark Palace í íeiknum skoraði Paul Hinshelwood. Við tapið missti Crystal Palace af möguleikanum að komast á ný í efsta sætið í 1. deild — efsta sætið, sem liðið missti síðastliðinn laugardag. Boyer, Southampton — þrenna. Arsenal— Magdeburg í2. umferð í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa i knattspyrnu leika þessi lið saman. Arsenal, Englandi, -Magdeburg, Austur-Þýzkalandi, Aris Bonnevoie, Luxemborg, -Barcelona, Spáni. Panei- mios Aþenu, Grikklandi, -Gautaborg, Svfþjóð, Lokomotiva Kosice, Tékkó- slóvakfu, -Rijeka, Júgóslavíu, Nantes, Frakklandi, -Steua, Búkarest, Rúmeniu, Dinamo Moskvu, Sovétrikj- unum, -Boavista Porto, Portúgal, Stara Zagora, Búlgaríu, -Juventus, ítaliu, Valencia, Spáni, -Glasgow Ranges, Skotlandi. Einn leikur var í enska deilda- l.deild bikarnum í gær. Everton og Aston Bolton-Liverpool 1 — 1 Villa léku og sigraði Everton 4—1. Bob Bristol City-Coventry 1—0 Latchford lék á ný með Everton og Ipswich-Arsenal 1—2 skoraði tvö af mörkum liðsins. Þeir Southampton-C. Palace 4—1 Andy King og Brian Kidd skoruðu hin Wolves-Derby 0—0 mörkin fyrir Everton. Þetta er fyrsti 2. deild leikur Latchford á leiktímabilinu — Birmingham-Sunderland 1—0 hann hefur átt í deilu við fram- Charlton-Burnley 3-3 kvæmdastjórann. Vill . komast frá Luton-Bristol Rov. 3—1 Everton og þá heizt til einhvers liðs í Notts Co.-Shrewsbury 5—2 Niðurlöndum. Orient-Fulham 1—0 QPR-Cardiff 3—0 Swansea-Watford 1—0 1 4. umferð deildabikarsins leika þessi lið saman 3.deild Brighton-Arsenal Barnsley-Chesterfield 0—1 Bristol City-Nottm. Forest Grimsby-Chester 0—2 Grimsby-Everton Hull-Sheff. Wed. 1-1 Liverpool-Exeter Plymouth-Millwall 1 — 1 QPR-Wolves Sheff. Utd.-Colchester 1—2 Sunderland-West Ham Wimbledon-Exeter 2—2 WBA-Norwich 4. deild Wimbledon-Swindon Darlington-York 2—1 Doncaster-Halifax 2—1 Leikirnir fara fram 30. og 31. Hartlepool-Scunthorpe 3—2 október næstkomandi og þau lið, sem Huddersfield-Wigan 4—0 sigra komast áfram í 5. umferð. Ekki Newport-Aldershot 4—2 léíkið heima og að heiman eins og í Rochdale-Stockport 0—1 tjí'eimur fyrstu umferðunum. En við Walsall-Bournemouth 0—0 skulum þá líta á úrslitin í deilda- keppninni i gær. Úlfarnir sóttu nær stanzlaust leikn- um við Derby County en tókst ekki að skora. Dave Thomas, sem keyptur var í síðustu viku frá Everton, lék með Úlfunum. Átti mjög góðan leik þó ekki nægði þaðlil sigurs. Arsenal vann góðan sigur í Ipswich. Þeir Alan Sunderland og Graham Rix skoruðu fyrir Lundúnaliðið í sitt hvorum hálfleiknum en Alan Brazil eina mark Ipswich mínútu fyrir ieiks- iok. í 2. deild komst Luton Town í efsta sætið eftir góðan sigur á Bristol Rovers. Efsta liðið í 3. deild — Sheffield United — tapaði óvænt á heimavelli og í 4. deild tapaði Halifax, liðGeorgeKirby. Enski landsliðseinvaldurinn, Ron Greenwood, valdi í gær enska lands- liðið, sem leikur gegn Norður-írlandi i 1. riðli Evrópukeppninnar næsta miðvikudag. Laurie Cunningham, Real Madrid, áður West Bromwich Albion, sem nú er aðalskorari spánska liösins, er í hópnum. Einnig Kevan Keegan, Hamburger SV. Af öðrum leik- mönnum má nefna Clemence, Neal, McDermott og Thompson, Liverpool, Wilkins og Coppeli, Man. Utd., Francis, Nott. For., Barnes, WBA, Kenny Sansom, Crystal Palace, og Trevor Brooking, West Ham. -hsím. , Jil stórskaða fyrir körf uboltann að binda hann við Hagaskplann" —sagði Stefán Ingólfsson, formaður KKÍ við DB í gær í gær boðaði stjórn Körfuknattleiks- sambands íslands til blaðamannafund- ar í tilefni þess að körfuknattleiksdeild- ir Vals og KR eru ekki sáttar við þann fjölda leikkvölda sem þeim var út- hlutað í Laugardalshöllinni í vetur. Munu Valsmenn hafa farið fram á 9 leikkvöld í Höllinni en KR-ingar 8. Félögin fengu hins vegar aðeins úthlutað 4 leikkvöldum hvort og vildu ekki una við þá lausn inála og töldu sér freklegamisboðið. Það varð því að ráði að KR og Valur sneru sér til Körfuknattleikssambands- ins, sem síðan skrifaði forseta borgar- stjórnar hr. Sigurjóni Péturssyni, bréf. í bréfinu var farið fram á leiðréttingu mála og rök færð fyrir óskum félaganna um flutning leikja sinnaúr Hagaskóla yfir í Laugardalshöllina. Bréfið fer hér á eftir. Reykjavík4. október 1979. Tvö af stærstu íþróttafélögum Reykjavíkur, Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Knattspyrnufélagið Valur, hafa snúið sér til Körfuknatt- leikssambands íslands vegna úthlut- unar keppnistíma í iþróttahúsum borgarinnar fyrir komandi Islandsmót. Telja félögin að við úthlutun leik- kvölda í íþróttahöllinni í Laugardal hafi þeim verið freklega mismunað á kostnað annarra íþróttagreina. J5nn- fremur telja þau sig ekki fá leiðréttingu mála sinna eftir venjulegum leiðum. Fyrir komandi íslandsmót sóttu áðurnefnd f élög um 20 leikkvöld fyrir heimaleiki sina i íþróttahöllinni. Önnur íþróttafélög hafa ekki sótt um keppnis- tíma í höllinni fyrir körfuknattleiki i íslandsmótinu en alls verða leiknir tæp- lega 100 leikir í meistaraflokki karla og kvennaí Reykjavik. Félögin tvö fengú úthlutað 8-átta — leikkvöldum í höllinni en öðrum leikj- um var vísað í íþróttahús Hagaskóla. Körfuknattleikssamband íslands vill í þessu tilefni vekja athygli á eftirfar- andi: 1. Iþróttahús Hagaskóla rúmar um 300 áhorfendur með góðu móti þó koma megi hátt í 400 manns í húsið ef vel er troðið. 2. Meðalaðsókn á alla leiki Úrvals- deildar í fyrra var um 300 áhorf- endur. Áðurnefnd félög nutu mestra vinsælda og áhorfehdur að leikjum þeirra voru því talsvcrt fleiri. 3. Yfirstandandi Reykjavikurmót er mun betur sótt en mót síðasta árs. Þetta bendir til enn vaxandi áhuga á körfuknattleik í borginni. 4. Meðalsókn að leikjum Úrvals- deildar í körfuknattleik og 1. deild í handknattleik var áþekk síðasta keppnistímabil en allir leikir í meistaraflokki í þeirri íþrótt fara fram í höllinni auk þess að félögin æfaí höllinni. 5. Sjónvarpið hefur nýverið tilkynnt KKÍ að þar sem upptökuaðstaða og lýsing í íþróttahúsi Hagaskóla sé ófullnægjandi muni ekki unnt að sýna leiki þaðan framvegis. Með hliðsjón af framansögðu verður stjórn Körfuknattleikssambands íslands að taka undir kvartanir fyrr- nefndra íþróttafélaga. Stjórn sambandsins vill þvi beina þeim eindregnu tilmælum til hinnar háttvirtu borgarstjórnar Reykjavíkur að hún hlutist til um að körfuknatt- leiksmenn í höfuðborg íslands njóti jafnréttis á við aðrar íþróttagreinar og sé ekki búin lakari aðstaða en í öðrum sveitarfélögum. Virðingarfyllst F. h. stjórnar Körfuknatt- leikssambands íslands Stefán Ingólfsson, formaður. Á fundinum í gær tjáði Stefán lngólfsson, formaður KKÍ, blaða- mönnum að sambandið hefði kosið að ræða ekki við ÍBR um lausn á málinu þar sem reynsla knattspymufélaga í svipaðri deilu í sumar hefði sýnt að það bæri ekki mikinn árangur. Því var sú leið farin að skrifa forseta borgar- stjórnar beint og vonaðist Stefán til að félögin fengju leiðréttingu mála. „Staðreyndin er sú," sagði Stefán „að smæð Hagaskólans er farin að fæla áhorfendur frá okkur og það verður körfuknattleikiium til stórskaða að binda hann við Hagaskólann! Vissu- lega orð að sönnu hjá Stefáni og undar- legt hvernig greinum er mismunað í Laugardalshöllinni. í fyrra sottu að staðaldri fleiri áhorfendur leiki í körfuknattleiknum en í handknattleik og því varla stætt á því að neita körfuknattleiksmönnum um leikkvöld í vetur. Fleiri félög en Valur og KR hafa ekki farið þess á Ieit við KKÍ að sam- bandið beiti áhrifum sínum til að fá fleiri leikkvöld í Höllinni en ÍR og Fram bíða átekta eftir niðurstöðu í máli Vals og KR. -SSv. ÞJALFARAR Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar eftir að ráða þjálfara fyrir alla yngri flokka deildarinnar nassta keppnistímabil. Uppl. í síma 44577.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.