Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 10. OKTOBER 1979. EINN FYRIR VETURINN Drif á öllum. — Sparneytinn. —Útvarp —* SEGULBAND: Toppgrind — sumar- og vetrardekk. Litur rauður. Upplýsingar í síma 53004, eftir kl. 17.00. TILKYNNING til söluskatlsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir septembermánuð er 15. október. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti., Fjármálaráðuneytið 8. okt6ber 1979. STYRKIR til náms í Svíþjóð Sænsk stjórmóld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönn- um tit að stunda nám í Sviþjóð námsárið 1980-81. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru einkum ætlaoir námsmðnnum sem ekki eiga kost á fjárhagsaðstoð frá heimalandi sinu og ekki hyggjast setjast að i Sviþjóð að námi loknu. Styrkfjárhæðin er 2.040 sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Umsðknir um styrki þessa skulu sendar til Svenska institutct, box 7434, S-103 91 Stockholm, Svcrige, fyrir 1. desember 1979 og lætur sú stofnun í té tilskilin umsðknarcyðublöð. Menntamálaráðuneytið 4. október 1979. Jarðýta — Jarðýta Til sölu jarðýta Intcrnational TD 20 C árg. '72 USA. Í mjoR goftu lagi, keyrð 5—6 þúsund vinnustundir, ný bclti, cndurnýjuð Bíla- og Vélasalan Ás. Höfðatúni 2, sími 24860. SKYNPI- MYNDIR fc Við framköllum og stækkum svart- hvítarfilmur. Templarasundi 3. Saab 99 G. I.. Supcr árj>. '78. Volvo 144 árg. '74. Bc/.ta fjárfestingin Dökkbrúnn. I'.ill i scrflokki, 2 dckkja- á ðlgutimum. Tryggið ykkur Volvo gangar á felgum, höfuðpúðar, þoku- áður cn hækkanir dynja yfir, mjög luktir og hjðlhýsaspeglar, dráttar- gðður bíll, litað gler hringinn, útvarp, krðkur, áklæði á sætum. segulband. Allur yfirfarinn. Datsun 220 disil árg. '76. 2 dckkja- Toyota M II árg. '74. Vinsæll endur- gangar. Toppgrind, dráttarkúla, sölubill, gulur, gott lakk. Til sýnis á liiíimi. Dísilbílar eru eftirsðttir í dag. staðnum. Bein sala, ckki skipti. Kr. 4.200 þús. BÍLAKAUP Þingrof og kosningar eru vel hugsandi —spumingín er hvenær. Aðrar leíðír koma þó til greína SKEIFAN 5. R SÍMAR 86010 - 86030 Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa beðizt lausnar og sett fram kröfu um þingrof og nýjar kosningar, eins og fram kemur í viðtali við Kjartan Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra í frétt i DB í dag. í frétt í DB í gær er það haft eftir framkvæmdastjómarmanni i Fram- sóknarflokknum að forsætisráðherra, Ölafur Jóhannesson, muni ekki rjúfa þing, hvorki sem forsætisráðherra i núverandi stjórn né sem starfandi for- sætisráðherra í bráðabirgðastjórn. Sé þettá rétt vaknar spurning um það hvað sé næst fyrir hendi að gera. Hugsanlegt er að forsætisráðherra biðji forseta að veita sér og ráðuneyti sínu lausn þar sem það njóti ekki lengur stuðnings meirihluta Alþingis. Væri þá eðlilegt að forseti bæði stjórnina að sitja um sinn, meðan kannaður verði möguleikar á myndun nýrrar stjórnar með meirihlutastyrk á bak við sig. Alþýðuflokks- ráðherrunum einum veitt lausn Fræðilegur möguleiki er að forsætis- ráðherra gerði tillögu til forseta um að hann veitti ráðherrum Alþýðuflokksins einum lausn. Ef svo færi og forseti yrði við tilmælum hans, lægi næst fyrir að ráðstafa lausum ráðherrastólum. Til greina kæmi að aðrir ráðherrar núver- andi stjórnar skiptu þeim með sér. Jafnframt gæti þá forseti hafið við- ræður við formenn stjórnmálaflokk- anna um myndun nýrrar stjórnar. Sú spurning kynni þá ef til vill að vakna hvort mynduð yrði stjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks i þeim tilgangi einum að knýja fram þingrof ef ekki stæðu málefni til annars. Utanþings- eða minnihlutastjórn Ef stjómarmyndun tækist ekki á Kjartan Jóhannsson ásamt l.ioi Guðnasyni eftir flokksstjórnarfund- inn i fyrradag: Kngar getsakir um klæki annarra. DB-myndBj.Bj. Ráðherrar Alþýðuf lokksins hafa beðizt lausnar— krafizt þingrofs og kosninga — segir Kjartan Jóhannsson „Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa þegar beðizt lausnar og hafa jafnframt borið fram kröfu um þingrof og nýjar kosningar," sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í viðtali við DB. ,,Við getum auðvitað ekki umfram þetta haft áhrif á aðra flokka," sagði Kjartan, ,,en ég hefi ekki uppi neinar getsakir um klæki annarra í þessu máli. Það liggur alveg ljóst fyrir." -BS Ráðherrar koma af ríkisstjörnarfundi í gær — Svavar þungbrýnn og stciiigrimur fas- mikill. DB-mynd Hörður. málefnalegum grunni með þingmeiri- hluta að baki verður ekki alveg lokað fyrir möguleikann á utanþingsstjórn, eða loks á minnihlutastjórn sem varin yrði falli með samkomulagi tveggja flokkaeða fleiri. Slík stjórn yrði væntanlega ekki nema til skamms tima. Hún hefði fyrst og fremst það hlutverk að halda í horf- inu. Þingið þyrfti meðal annars að staðfesta bráðabirgðalög sem sett hafa verið i stjórnartíð núverandi stjórnar síðan Alþingi var slitið. Henni yrði þá ef til vill nauðsynlegt að taka afstöðu til kjarasamninga sem lausir eru eða verða það innan tiðar. Naumast stæði hún að gerð nýrra samninga. Til greina kæmi að fram- lengja þá með lagasetningu ef stuðn- ingur fengist viðþað. Fyrst og l'remst virðist hún þó ciga að koma á nýjum alþingiskosningum svo fljótt sem aðstæður leyfa með eðlilegu tillitit til lýðræðislegraaðferða. Kosningar innan tveggja mánaða Rétt er að hafa í huga með tilliti til þingrofs að skylt er þá að stofna til kosninga innan tveggja mánaða frá gildistöku þingrofs. Talið myndi vera stofnað til kosninga ef þær væru ákveðnar og dagsettar. Þetta þýðir því ekki nauðsynlega að kosningarnar sjálfar færu fram innan tveggja mánaða frá þingrofi heldur gætu þær verið dagsettar síðar. Ekkert liggur þó i raun fyrir um það hvort forsætisráðherra verður við kröfunni um þingrof eða ekki. -BS Vérkfræðingar hafa tærnar þar sem lögreglu- menn hafa hælana — að því er varðar innheimtu f élagsgjalria í síðustu viku munu hafa verið dómtekin mál er höfðuð voru út af ógreiddum félagsgjöldum í Lögreglu- mannafélagi Suðurnesja. Munu nokkrir félagsmenn eiga þarna hlut að máli. Innheimtan varðar félags- gjöld sem í gjalddaga féllu í apríl i vor og er dómtaka málanna til marks um aukna hörku í innheimtu félags- gjalda. Fyrir stuttu sagði DB frá þvi ¦ að í Verkfræðingafélagi íslands væri nú notuð heimild i lögum til að taka dráttarvexti af ógreiddum félags- gjöldum en verkfræðingafélagið hefur tærnar þar sem l.ögreglu- mannafélag Suðurnesja hefur hælana i þessum efnum. Það mun hafa verið samþykkt í febrúar sl. i Lögreglumannafélagi Suðurnesja að láta ógreidd gjöld ganga til lögfræðilegrar innheimtu. Þrír félagsmenn á'ttu ógreidd gjöld sín til félagsins, um 20 þúsund kr. hver. Frá gjalddaga hafa verið reiknuð á hin ógreiddu gjöld hæstu leyfilegir dráttarvextir en samkvæmt heimild í lögum eða reglugerð félags- ins má biðja um lögfræðilega inn- heimtu 4 mánuðum eftir gjalddaga. Þrjú mál hafa á þessum forsendum verið dómtekin á Suðurnesjum. Menn spyrja af hverju slík félags- gjöld séu ekki dregin l'rá launum manna. Svarið er að Landssamband lögreglumanna er samningsaðili við ríkið. Samkvæmt samningum eru gjöld til Landssambandsins og gjöld til BSRB tekin af launum manna en ckki einstök stéttarfélagsgjöld, í þessu tilfelli gjöld til Lögreglumanna- f'élags Suðurnesja. Að sögn er jafnvel búizt við þvi að málum þessum verði visað l'rá því einhver vafi leikur á um hvort gjald' keri hafi reiknað skuldarupphafð félagsmanna rétt út þá er málin voru undirbúin. -A.St. Höf uðkúpubrotinn eftir bif hjólaakstur Sextán ára gamall piltur úr Garðin- um slasaðist illa í umferðarslysi á mótum ' Sunnubrautar og Faxa- brautar i Keflavík kl. 16.15 í fyrra- dag. Pilturinn fékk lánað létt bifhjól kunningja síns og fór einn sprett á hjólinu. Ók hann af Sunnubraut inn á Faxabraut en þar á hann að sinna biðskyldu. En framan á stórum vöru- bil ienti hann og slasaðist illa. Er lalið að hann sé höfuðkúpubrotinn auk annarra meiðsla og skráma. Mildi er talin að ekki fór þó enn verr þvi pilturinn var t.d. hjálmlaus. Vörubíllinn var á mjög hægri ferð, nýbúinn að losa hlass við fjölbrauta- skólann, og var að taka af stað. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.