Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. 23 Utvarp Sjónvarp Watergate-hneykslið í stað Listmunahússins Enginn nýr þátlur kemur í stað Sumarstúlkunnar á miðvikudögum þar sem sá þáttur var ætlaður sem unglingaefni og kom í stað barnaefnis á miðvikudagseftirmiðdögum. List- munahúsið er á þrotum því næstsíðasti þátturþesser í kvöld. I stað Listmunahússins fáum við að nafnið Washington behind the close sjá nýjan bandarískan myndaflokk í sex þáttum sem fjallar um Watergate- hneykslið i' Bandarikjunum. Mynda- flokkurinn er gerður eftir bók Johns Ehrlichman sem nefnist The Company. Myndafbkkurinn ber hins vegar door. Hver þáttur er m.iög iangur eða einn og hálfur tími að lengd. Eflaust munu margir bíða þessa myndaflokks með ofvæni en hann er sagður mjög góður. -ELA. Ihrlkhmon Höfuðpaurar Watergate-hneykslisins sem seint mun liða úr minni manna. VAKA-sjónvarpkl. 21,05: Islenzk kvikmyndagerd Svarfdælir sem léku kirkjugesti og söngfólk i kirkjukór myndunin fór fram i Tjarnarkirkju í Svarfaðardal. Landi og sonum er fram fór jarðarför Olafs á Gilsbakka. Kvik- DB-mvnð ARH. Fyrsti þáttur Vöku á þessu hausti er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 21.05. Árni Þórarinsson ritstjóri er um- sjónarmaður hansen Þráinn Bertelsson annaðist dagskrárgerð. Árni ætlar að fjalla um grósku i islenzkri kvikmyndagerð í þættinum. Verður þá aðallega fjallað um þrjár íslenzkar kvikmyndir, Land og syni, Óðal feðranna og Veiðiferð. Kvikmyndin Land og synir var tekin upp í Svarfaðardal og voru Svarfdælir i meiriháttar hlutverkum i myndinni. Auk þess var örlítið kvikmyndað á Hialteyri við Eyjafjörð. Það voru þeir Indriði G. Þorsteinsson, Ágúst Guðmundsson og Jón Hermannsson sem stóðu að gerð þeirrar myndar sem frumsýnd verður í janúar. Myndin Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson var að mestu eða öllu leyti tekin í Borgarfirði og voru all- margir Borgfirðingar sem fóru með hlutverk i þeirri mynd. Að Veiðiferð stóðu þeir Andrés Indriðason, Snorri Þórisson og Jón Þór Hannesson. Sú mynd er aðeins 20 mín. að lengd og verður því væntanlega tekin til sýningar í sjónvarpi. Hinar tvær eru i fullri lengd og eru þær gerðar fyrir kvikmyndahús. Auk þess að kynna þessar þrjár myndir ætlar Arhi að ræða við. menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, um kvikmyndir á íslandi í framtíðinni. Vaka er hálfrar klukkustundar löng. -ELÁ. Röski drengurinn á Lennard-eyju sem býr þar ásamt foreldrum sinum og uig bröður. LÍFIÐ Á LENNARDEYJU - sjónvarp ki. 18,30: VITAVARDAR- S0NURINN RÖSKI „Þessi mynd er um strák, svona II —12áragamlan sem segir frálífinuá Lennard-eyju. Lennard-eyja er pínulítil eyja eða hólmi undan strönd Vancouvereyju sem er vestan við borgina Vancouver í Kanada," sagði Björn Baldursson en hann er þýðandi myndarinnar Lífið á Lennard-eyju sem sýnd verður í sjónvarpi í dag kl. 18.30. ,,Á þessum litla hólma býr fjölskylda, vitavörður, kona hans og tveir synir. Drengirnir vinna mikið við vitann og í tómstundum fara þeir oft í könnunarleiðangra um skóginn á Lennard-eyju. Sýnt er í myndinni hvernig líf þessara drengja er að mörgu leyti frábrugðið lífi drengja í stór- borg," sagði Björn. Myndin er kanadísk fræðslumynd, skemmtileg að sögn Björns, og e: hún tuttugu og fimm mín. löng. Þulur er Birgir Ármannsson. -ELA. t-------:----------------------* SUMARSTULKAN -sjónvarp kl. 20,35: RÁNH) UPPLÝSIST —síðasti þáttur Sumarstúlkunnar Sjötti og síðasti þáttur Sumarstúlk- unnar verður sýndur í sjónvarpi í kvöld kl. 20.35. í þættinum upplýsist hver rændi gamla manninn, frænda lanna og ætti mörgum að koma á óvart 'hvernig sá leikur fer. í síðasta þætti gerðist það helzt að þau Evy og Janni eru grunuð um að hafa rænt gamla manninn, frænda Janna. Lögreglan ber að dyrum heima hjá sumarforeldrum Evy en Bror segir ,Evy hafa verið heima nóttina, sem ránið var framið. Eftir að lögreglan er farin spyrja þau hana í þaula hvar hún hafi verið þessa nótt og hún segir þeim sannleikann að hún og Janni hafi verið saman. Þau vilja trúa sakleysi hennar en eru samt efins. Janni er horfinn og Evy fer út og leitar hans. Hún finnur hann að lokum úti í eyju. Þýðandi myndaflokksins er Jóhanna Jóhannsdóttir og með aðalhlutverk fara Carolína Pliiss, Lars Göran, Ingela Sahlin og Per Jonsson. -ELA. Janni og Evy ræða málið sin á milli er þau hittust á eyjunni I siðasta þætti. Haraldur Magnússon, vioskiptafræðingur. TIL SÖLU m.a.: 2ja herb. íbúðir við Eiriksgötu, Asparfell og i miðbænum. 3ja herb. íbúðir við Bergþórugötu, Klapparstig, Bjargarstíg, í Foss- vogi og víðar. 4ra og 5 herb. ibúðir í Fossvogi, Mosfellssveit, og við Kaplaskjólsveg. Nýlegt einbýlishús i Grundarfirði. Einbýlishús í Garðabæ, Blesugróf og Mosfellssveit. Iðnaðarhúsnæði í Kópavogi og Hafnarfirði. 6 tonna góður fiskibátur. Vantar fasteignir á söluskrá, fjársterkir kaupendur. Erum viðlátnir á skrifstofunni til 9 á kvöldin. Uppl. í síma 17374, heimasími 31593.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.