Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR16. OKTÓBER 1979 - 227. TBL. RITSTJÓRN SJÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Ólafur Jóhannesson á einn rétt á biðlaunum ráðherra: í 130 01 ■ HÍ ■ ÍSI Jl Nl D í u UJ IN IA- l IM5 »L( )C ÍUI M II \k\ )H IEI Rl RA ■ í" '5 J, m r m i kr. af mánaðarhýrunni —sjábak . Það er ekki annað að sjá en vel fari á með hinum nýja dómsmálaráðherra Vilmundi Gylfasyni og ráðuneytisstjóranum Baldri Möller. Möppudýrin eru látin liggja á milli hluta þessa stundina. DB-mynd Hörður. VUmundur GyKason dómsmálaráðherra: Haukur verður ekki náðaður —mál Sólness vandlega kannað Brotin rúöa I verzlun Hans Peterseh I nótt. DB-mynd Sv. Þorm. Þýfið fannst í garði við Bankastræti — enþjófamirágangi á Grettisgötu Kl. 2.53 glumdi við rúöubrot í Bankastræti og vaknaði íbúi í Skóla- stræti og kallaði á lögreglu. Stór rúða i verzlun Hans Petersen haföi verið brotin. Var þetta rúða, 260 x 200 cm að stærð, tvöföld, úr 8 mm þykku gieri. Lögreglumenn sáu þegar að brot úr gangstéttarhellu hafði verið notaö tii innbrotsins og.greinilegt var að Ijós- myndavörur höfðu horfið úr glugg- anum. Hófst nú mikil leit margra manna. í garði við Bankastræti 3 fannst kvikmyndavél vandlega faiin i þéttu grasi i hornskoti og þekkti starfsfólk verzlunarinnar vélina úr glugganum þar komna. Litlu síðar fundust tveir menn á Grettisgötu. Voru þeir óhreinir og annar blóðugur á hendi eftir glerbrot. Salli úr heilu var á skóm þeirra og buxum og Ijóst þótti að þarna væru gjörningsmenn fundnir. Þeir voru vistaðir i fangageymslu vegna ölv- unar en máliðafhent RLR í morgun. _____________________- ASt. Alþýðubandalag með prófkjör íReykjavík „Alþýðubandalagið mun nokkuð áreiðanlega hafa prófkjör i Reykja- vik og á Reykjanesi og líklega á Suðurlandl og Vesturlandi,” sagði einn af forystumönnum flokksins i morgun. Hann sagði, að prófkjör ætti að fara fram, i Reykjavik samkvæmt flokkslögum og ekkert benti til að frá þeim yrði vikið, þótt skammur tími væri til stefnu. -HH ,,Nei, ég mun ckki náða Hauk Guð- mundsson fyrrum rannsóknarlögreglu- mann.” — Af hverju ekki? — ,,Ég er fylgjandi þrískiptingu valdsins, það er dómsvalds, framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds. Þá skiptingu vil ég efla og þar af leiðandi mun ég ekki sem dóms- málaráðherra gripa fram fyrir hend- urnar á valdi dómstóla.” Þetta sagði Vilmundur Gylfason alþingismaður og nýorðinn dómsmálaráðherra i viðtali við DB i morgun. — Hefur þú ákveðið nokkuð um að- gerðir þínar sem ráðherra eða dóms- málaráðuneytisins í máli því sem spunnizt hefur vegna athugasemda um símakostnað Jóns G. Sólnes alþingis- manns og formanns Kröflunefndar? — „Það mál verður kannað vandlega,” svaraði Vilmundur Gylfason. — Kom þér á óvart að Steingrímur Hermannsson fráfarandi dómsmála- ráðherra „afhenti” þér ekki embættið eins og aðrir ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn gerðu? — „Nei!” — Hinn nýi dómsmálaráðherra svaraði ekki frekari spurningum um þetta mál. Vilmundur Gylfason kom gangandi frá menntamálaráðuneytinu þar sem Ragnar Arnalds fráfarandi ráðherra tók á móti honum. Frá því ráðuneyti sem er að Hverfisgötu 5 og áð Arnar- hvoli gengu þeir saman frakkalausir í rigningarsuddanum Vilmundur og Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri þar. „Mér vitanlega hafa ekki verið lyklar að þessum dyrum,” sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu og benti á dyrnar að skrif- stofu ráðherrans. Síðan kynnti hann nýja dómsmálaráðherrann fyrir starfs- fólki, sem væntanlega hefur kvatt Steingrím Hermannsson fráfarandi dómsmálaráðherra sem yfirgaf Arnar- hvol rúmum hálftíma áður en Vil- mundur kom þar klukkan rétt fyrir hálftiu í morgun. - ÓG 16ára i fangelsi fyrir morð Sextán ára fangelsisdómur hefur verið kveðinn upp yfir Þráni Hleinari Kristjánssyni sem í ákæru var gefið að sök að hafa orðið Svavari Sigurðs- syni strætisvagnstjóra aö bana 1. april sl. á heimili Svavars að Hverfis- götu 34. Þráinn Hleinar viðurkenndi af- brot sitt þegar við yfirheyrslur eftir verknaðinn. Miklir hnífsáverkar voru álikinu. Auk fangelsisdómsins var ákærði dæmdur til aö greiða málskostnað, Halldór Þorbjðrnsson yfirsaka- dómari kvað upp dóminn. Sækjandi ákæruvaldsins var Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari en verjandi örn Clausen. Dóminum hefur verið áfrýj- að samkvæmt lögum. -A.St. Framsókn á Reykjanesi Tillaga um prófkjör var felld á fundi kjördæmissambands Fram- sóknarflokksins á Reykjanesi, sem lauk um miðnættið, með 12 at- kvæðumgegn4. Samþykkt var að hafa stórt kjör- dæmisþing til að ákveða framboðin. Meðai þeirra sem hafa verið sterk- lega nefndir'sem líklegir menn í fram- boði Framsóknarflokksins i Reykja- neskjördæmi eru Jóhann Einvarðs- son bæjarstjóri í Keflavík, Guð- mundur Bjamason bankastjóri Sam- vinnubankans í Keflavík og Guðjón Stefánsson skrifstofustjóri í Kaup- félagiSuðurnesja. -HH/BS Björgvin í prófkjörið Sennilegt var talið í morgun aö Björgvin Guðmundsson borgarfull- trúi gæfi kost á sér í einhver efstu sætin i prófkjöri Alþýðuflokksins fyrir þingkosningarnar i Reykjavlk. -HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.