Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 24
Sumir fyrrverandi ráðherrar tapa 720 þús. af mánaðarhýrunni 1300 ÞÚSUND í LAUNA- UMSLÖ6UM RÁÐHERRA —Ólaf ur á einn rétt á biðlaunum Að missa heil 720.000 af mánaðarhýrunni verður að teljast dálagleg kjaraskerðing. Þetta verða fallnir ráðherrar að þola. Ráðherrakaup er rúmlega 720 þús. kr. á mánuði, auk þess sem ráðherrar fá greiddar 606 þús. krónur í þingfararkaup. Af þessu greiðast 4% í lifeyrissjóð. Eftir í launa- umslaginu eru „aðeins” um ein milljón og þrjú hundruð þúsund krónur. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra er sá eini í fráfarandi ríkis- stjóm sem á að baki meira en tveggja ára ráðherraferil. Hann á því rétt á biðlaunum í 6 mánuði. Biðlaunin em 75% af ráðherralaunum. AUir hinir ráðherrarnir í ráðuneyti Ólafs hafa setið skemur en 2 ár og fá engin biðlaun. Alþýðuflokksráðherrarnir Benedikt, Kjartan og Magnús eru auðvitað á grænni grein. Þeir losna enn um sinn við kjaraskerðinguna miklu og halda öUu sínu. VUmundur, Bragi og Sighvatur, hinir nýju ráðherrar í stjóm Benedikts Gröndals, fá nú lífvænlegri laun en áður. Ráðherrar þurfa að hafa setið í minnst ftmm ár til að öðlast eftir- launaréttindi. Ólafur Jóhannesson er sá eini af fráfarandi ráðherrum, sem uppfyllir þau skilyrði. Hann hefur gegnt ráðherrastarfi síðan 1971. Hlunnindi ráðherra og allra þing- manna eru svo greiðsla alls síma- kostnaðar. Þá er enn í gildi heimild fyrir ráðherra að kaupa bíla án toUa til ríkissjóðs. Tómas Árnason, fyrrum fjármálaráðherra, flutti frumvarp um afnám þessarar heimildar í fyrra. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu og heimildin er því enn nýtanleg þeim er þess óska. Ráðherrar Alþýðuflokksins í frá- farandi stjórn lýstu yfir strax í fyrra að þeir myndu ekki notfæra sér vild- arkjörin til bílakaupa. Ólíklegt er að nýju ráðherrarnir noti sér heimildina. -ARH. Leó Löve, settur bæjarfógeti f Kópavogi, býður upp eignir Breiðholts hf. f gxr. Lög mennirnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Jón G. Zoega og Jón Ingólfsson fylgjast ábúðarmiklir með. DB-mynd Ragnar Th. Eignir Breiðholts hf. seldar á uppboði: STEYPUSTOÐIN F0RA 32,5 MIUJÓNIR KRÓNA Jón Steinar Gunnlaugsson hdl. var hæstbjóðandi i Steypustöð Breiðholts hf. er annað og síðasta uppboð á eign-, um fyrirtækisins var haldið í gær. Keypti Jón Steinar stöðina á 32,5 milljónir. Hann bauð í steypustöðina sem handhafi bréfs er hvUir á eigninni og í öllum sínum boðum gerði hann ráð fyrir að hann væri að hluta til að kaupa með eigin bréfum. Einnig var seldur á uppboðinu land- skiki upp á 1,3 ha. úr eigu fyrirtækisins og fór hann á 8,8 milljónir. Ljóst er að eignir fyrirtækisins hafa selzt á mun minni upphæð en nemur kröfum á hendur fyrirtækinu. Þannig mun Gjaldheimtan ein vera með lögtak uppá 60milljÖnir. Eftir mun þó að selja ýmislegt lausa- fé fyrirtækisins. DB hafði samband við Jón Steinar Gunnlaugsson 1 morgun en hann vildi ekki ræða máUð við blaðamenn. -GAJ Beint útvarp frá þingrofi Gert er ráð fyrir, að Benedikt Gröndal forsætisráðherra rjúfi þing í dag og boði tU kosninga 2. og 3. desember. Umræða um máUð hefst á Álþingi klukkan fjórtán og verð- ur útvarpað tU kl. 18.00. Fyrstur mun taka til máls Bene- dikt Gröndal forsætisráðherra. Síðan munu fulltrúar þingflokk- anna taka til máls hver af öðrum. Farnar verða tvær umferðir. Dag- skrá útvarpsins mun því breytast sem því nemur. - ELA Rjúpnaskyttu saknað á fyrsta degi veiðitímans —fór síðan frá fjallinu án þess að vita að leit var hafin Að kvöldi fyrsta dags rjúpnaveiði- tímans hófst leit að fyrstu „týndu” rjúpnaskyttunni á þessu hausti. Um 20—30 skyttur mættu á afrétt- inn við TröUakirkju á Holtavörðu- heiði í gær og þó lögreglumenn úr Borgamesi reyndu að stöðva veið- amar að beiðni bænda skorti þá laga- heimild tU að stöðva för skyttna á af- réttinn. Ein skyttan kom svo ekki niður er dimma tók. BUl hans stóð á veginum neðan háheiðarinnar. Var hér um 36 ára Akurnesing að ræða. Um kl. 10 i gærkvöldi voru tvær björgunarsveitir kallaðar á vettvang og ráðstafanir til leitar með nýjum sveitum, flugvél, sporhundi o.fl. gerðarmeðbirtingu. Tveir menn fóru fyrst á fjallið að huga að hinum týnda og veittu þeir því athygU kl. langt gengin í eUefu að bUl mannsins var horfinn. Fór skytt- an á brott án þess að láta af sér vita en skUaboð bárost frá eiginkonu hans aðaUtværiílagi. Eiginkona hins týnda taldi að ekki þyrfti að óttast um mann hennar, hann væri vanur á þessum slóðum. Bróðir hans hins vegar heimtaði ieit og hringdi vítt um slóðir með þá kröfugerð sína. Var orðið við þeirri beiðni. -A.St. frjálst, nháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR16. OKT. 1979. Alþýðuflokkurá Norðurlandi eystra Ámi vill 1. sætið Árni Gunnarsson alþingismaður mun berjast fyrir 1. sætinu á fram- boðslista Alþýðuflokksins i Norður- landi eystra, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DB. Þar mun hann reyna að velta Braga Sigurjónssyni ráðherra úrsæti. Jón Ármann Héðinsson, fyrrum þingmaður, mun einnig sækjast eftir þessu sæti, eins og segir frá í frétt á bls. 8. -HH. HaustmótTR: Bimi nægir jafntefli Biðskákir voru tefldar á Haustmóti TR í gærkvöldi. Þá gerðu Björn Þor- steinsson og Sævar Bjarnason jafntefli. Af öðrum úrslitum má nefna að gamla kempan Guðmundur Ágústsson nældi sér í 2 vinninga með því að leggja að velli þá Þóri Ólafsson og Jóhann Þóri Jónsson. Þegar einni umferð er ólokið er staðan þessi í A-flokki: 1. Björn Þor- steinsson, 8,5 v. 2.-3. Stefán Briem og Sævar Bjarnason 7,5 v. 4. Ásgeir Þ. Árnason 6,5 v. 5.-6. Björn Sigurjóns- son og Þorsteinn Þorsteinsson 6 v. í síðustu umferð sem tefld verður á morgun teflir Björn Þorsteinsson við Björn Sigurjónsson og nægir þeim fyrr- nefnda jafntefli til sigurs í mótinu. í B-flokki er efstur Róbert Harðar- son (8), í C-flokki Eiríkur Björnsson (7) og I D-flokki þeir Lárus Jóhannes- son og Birgir ö. Steingrímsson (8). -GAJ- Alls ekki pólitískur flóttamaður — segirSvava Jakobsdóttir „Ekki má líta á mig sem pólitískan flóttamann, þótt ég fari á þessa ráð- stefnu í Osló á morgun,” sagði Svava Jakobsdóttir alþingismaður 1 viðtali við DB í gær. „Ég hafði þekkzt þetta boð svo löngu áður en Alþýðuflokkurinn gaus að engu slíku er til að dreifa,” sagði Svava. i Meðal viðfangsefna ráðstefnu nor- rænna rithöfunda er hvemig stækka megi markaðinn á bókum norrænna höfunda. Meðal annars á hvaða máli eigi helzt að bjóða Norðurlandalesend- um bækur og hvernig verði dregið úr milliliðakostnaði vegna sölu bóka milli Norðurlandanna. - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.