Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. 15 Hilmar Jónsson m a m mt jaa.1** Raunverulegur atburður í herstöö eins og Vellinum „Leikritið gerist i og í kringum her- stöð eins og þá sem er hérna á Kefla- víkurvelli. Það styðst við raunverulega atburði og lýsir samskiptum íslending- anna og hermannanna,” sagði Hilmar Jónsson bókavörður um leikrit sitt, Útkall í Klúbbinn, sem frumsýnt verður í Keflavík núna á næstu dögum. Á ferð okkar um Keflavík á dögunum litum við inn til Hilmars og spjölluðum við hann í önnum dagsins. ,,Ég hef verið tengdur leikfélaginu í Keflavík í ein þrjú ár og er formaður þess núna. Mjög mikill áhugi er á leik- starfsemi hér i Keflavík en ekki eiga allir svo auðvelt að vinna að þessum málum eins og þeir helzt kysu. Því er það svo að það er oft skipt alveg um leikhóp á milli ára og sífellt þarf að vera að þjálfa upp nýtt fólk. En áhug- inn er það mikill að við höfum getað leyft okkur að taka upp verk sem eru mjög erfið viðureignar. Þannig höfum við sýntTobaccoRoad og i fyrra sýnd- um við Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson. Það er, held ég, erfiðasta verk sem við höfum sýnt en jafnframt var ákaflega skemmtilegt að vinna að því. ” Kaninn smeykur „Þegar við fórum að tala um þetta verk mitt komst það einhvern veginn til Ameríkananna hér á Vellinum að fara ætti að gera grín að þeim. Þeir voru dauðhræddir um að við myndum mála þá í dekkri litum en ástæða væri til. En þegar fulltrúar þeirra kynntu sér verkið sögðu þeir að það væru fremur íslend- ingar en Ameríkanar sem hefðu ástæðu til þess að taka verkið til sín. Ég hafði hugsað mér í fyrstu að leik- stýra verkinu sjálfur en Eyvindur Erlendsson ráðlagði mér eindregið að fá utanaðkomandi mann, höfundur ætti aldrei að leikstýra verki sínu. Og ég sé núna að það er rétt. Við fengum hingað Gunnar Eyjólfsson, sem fæddur er hér á Suðurnesjum. Hann hefur gert nokkrar breytingartillögur við verkið, sem allar hafa verið í þá átt að skerpa þá gagnrýni sem fram i því kemur. Jafnframt hafa leikararnir gert tillögur um einstaka setningar og hefur þeim öllum verið vel tekið. Ég hef verið viðstaddur allar æfingar og tel ég að það hafl verið mér mjög til góðs með það í huga að semja fleiri leikritTfram- tiðinni. Ég er með annað leikrit i huganum og er búinn að hafa lengi en það fer eftir viðtökum á þessu hvort það leikrit fer nokkurn tímann á pappír. Ef þessu verður vel tekið er liklegt að það verði sýnt eitthvað utan Keflavikur, að minnsta kosti hér á Suðurnesjum,” sagði Hilmar Jónsson. -DS. DB-mynd Árni Páll. Hilmar Jónsson við starfa sinn á bókasafninu i Keflavík. 1X21X2 1X2 8. leikvika — leikir 13. okt. 1979 Vinningsröð: XXX — X12 — 12X — 111 1. vinningur: 11 réttir — kr. 528.000.- 428(Akureyri) 2877(1/10)+ 6144<Reykjavik) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 13.000.- 414 2828 5883 + 7468 31879(2/10) 429 3013 6318 7541 31899 40591 57568 439 3014 6483 8444 32688 40726 59055 735 3046 + 7017+ 10088 + 40096 40730+ 1336 3118+ 7027 30352 40280 40827(2/10) + 2065 3676 7141 30438(2/10) 40961 2153 3724 7461 30559 40516 41365 2757 4982(2/10) + 31680 40527 42060 Kærufrestur er til 5. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim- ilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. Galdrakallinn á Akureyri GALDRAKARUNN í OZ HLUTVERK: Dórótsa: Sólveig Halldórsdóttir Hinrik frœndi: Bjami Steingrímsson Emma frœnka: SvanhHdur Jóhannesdóttir Maria vinnukona: Sunna Borg Tómas vinnumaöur: Þráinn Karisson Pótur vinnumaður: Viöar Eggartsson Leó vinnumaöur: Theodór Júlkisson Ungfrú Vestan: Sigurvaig Jónsdóttir Vestanncm, vond nom: Sigurveig Jónsdóttir Noröannorn, góö nom: Svanhildur Jóhannesdóttir Fuglahrœöan: Práinn Karisson Pjáturkariinn: Viöar Eggertsson Ljóniö: Theodór Júlfusson Dyravöröur: Bjami Staingrímsson Galdrakariinn f Oz: Bjami Steingrfmsson Tótó: Hnoddi Leikstjóri: Gestur E. Jónasson LEIKSVID: Ljósameistari: Ingvar B. Bjömsson Sýningastjóri: Theodór Júlfusson Loikhljóð: Gestur E. Jónasson Hvfslari: Sunna Borg Smföi leikmyndar: Hallmundur Kristinsson, Ingvar B. Björnsson, Ragnar Lóro.fl. Hljóöfœraleikarar: Kari Jónatansson, Hannos Arason, Ingimar Eydal. Útsetning tóniistar: Kari Jónatansson. Það hlaut að koma að fyrstu frum- sýningu L.A. þetta áriðeins og önnur undanfarin 60. Að þessu sinni var það barnasýning (í tilefni barnaárs, nema hvað) og var galdrakarlinn í Oz fenginn til að sjá um að þetta væri i lagi. Aldrei hafði ég nú séð þetta fyrirbæri áður, ekki einu sinni kvik- myndina með Judy heitinni Garland, sem hlýtur raunar að hafa verið skemmtileg, eins oft og er til hennar vitnað. Satt að segja man ég ekki eftir neinum barnastykkjum frá því að ég var ungur. Barnabækur voru þá líka svo leiðinlegar, að engum krakka með viti datt í hug að líta í þær (þær eru það enn), og ef ekki hefðu verið Gög og Gokke og Marxbræður, hefði maður aldrei farið á bíó. Jú, ég man líka eftir nokkrum hörkugóðum cowboymyndum, með leikurum sem mér finnst allir hafa heitið John Ford, en seinna hef ég þó lesið ein- hversstaðar að sá var fyrst og fremst leikstjóri. En Galdrakallinn í Oz og svoleiðis fór ekki að sjást fyrr en maður var kominn alvarlega út á gal- eiðuna, og alls ekki orðið sjálfsagðir hlutir fyrr en maður var kominn þó nokkuð áleiðis á afaaldurinn. Ekki held ég að mikils hafi verið misst, þó Galdrakallinn sem slikur sé alls ekki ósniðugt ævintýri. Þar eru vissulega möguleikar á að sprella (slappstikka, eins og Flosi segir) svo allt leikur á reiðiskjálfi og jafnvel dauðir menn fara að hugsa ráð sitt í alvöru. En þetta stendur og fellur með nægilegu glysi og glaumi og markvissum hreyfingum, að ekki sé talað um söng og dans, sem virðist vera tabu á íslensku leiksviði (þó ekki í Alþýðuleikhúsinu segja þeir, hvað veit ég). Því miður voru L.A.ingar svo óheppnir að láta viðvaninga bæði sjá um leikstjórn og leiktjöld, og af öll- um þeim hrapallegu skyssum sem það ágæta félag hefur gert í seinni tíð, er þessi einna átakanlegust, Leikhópur- inn, sem samanstendur af átta leikur- um, Sólveigu Halldórsdóttur, Bjarna Steingrímssyni, Svanhildi Jóhannes- dóttur, Sunnu Borg, Þráni Karlssyni, Viðari Eggertssyni, Theodóri Júlíus- syni, Sigurveigu Jónsdóttur plús hundinum Hnodda, er sannarlega ekkert slor, og nær enda að halda uppi fjörinu í einn og hálfan tíma, með algjörlega stjórnlausri leikgleði og viljakrafti. Hitt er annað mál að menn verða að gera sér grein fyrir að svona vinnubrögð eru atvinnuleik- húsi ekki samboðin og raunar lífs- hættuleg, og þó börn séu mestu leik- húsvinir í heimi, má ekki svindla á þeim fyrir það. En mér sýnist æ ofan í æ sé gengið á það lagið, ekki bara á Akureyri heldur líka í „stórleikhús- unum” í Reykjavík, og enn víðar. Mál að þessu linni. Með ástar- kveðju, Leifur >. Leiklist LEIFUR ÞÓRARINSSON ATH.: Á getraunaseðli nr. 9 — leikir 20. október — er síð- asti leikurinn — Wrexham — Birmingham — ógildur. Leikur þessi hefur þegar farið fram og gilda því aðeins 11 leikirnir úr 1. deild eða efstu 11 leikirnir. Getraunir íþróttamiðstöðinni - Reykjavík. ELO OÐALI IELECTRIC LIGHT ORCESTRA nýr konsert á breiótjaldi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.