Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 11
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. Útgefandi Framkvœmdastjórf: Syeinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. RitstjórnarfuHtrúi: Haukúr Helgason. Fróttastjóri: ómar VakJknarsson. Skrífstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: HaHur Simonarson. Menning: Aóabteinn IngóHsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrfmur Pótseon. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi, Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Svorrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjarnlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Svoinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríetfsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreif- ingarstjórí: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöabími blaösins er 27022 (10) Knur). Setning og umbrot: Dagblaöið hf., Slöumúla 12. Mynda- og plötugerö: HUmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skpifunni 10. - - — /skríftarverö á mánuði kr. 4000. V«áö í laátasöki kr. 200 einta^ið.' Landstjórinn er vaknaöur Guðfaðir ríkisstjórnarinnar, Guð- mundur J. Guðmundsson, er stundum kallaður landstjórinn vegna þeirrar áráttu hans að vilja ráða því, hvaða ríl&sstjórnir hafi vinnufrið. í framkvæmd byggist áhugi land- stjórans á kjarabótum verkamanna eingöngu á því^ hvort Alþýðubandalagið er í ríkisstjórn eða ekki. I hans augum eru kjarabætur ómerkari en flokkurinn. Þegar Guðmundur kom á fót þeirri ríkisstjórn, sem nú er að syngja sitt síðasta, var kaupmátturinn 119 stig. Hann er núna kominn niður í 109 stig og fer í næsta mánuði niður í 105 stig. Samtals eru þetta 12% rýrnun lífskjara almennings á hálfu öðru ári. Slík rýrnun á svo skömmum tíma er auðvitað mjög tilfinnanleg, einkum þeim, sem ekki höfðu af neinum lúxus að taka. Allan þennan tíma hefur landstjórinn haft mjög hægt um sig. Hann hefur mildilegast fallizt á, að kjara- samningar séu ekki í heiðri hafðir. Þessu hefur fólk orðið að fórna fyrir stjórnarsetu Alþýðubandalagsins. Nú eru nokkrar horfur á, að Alþýðubandalagið verði utan stjórnar næstu misseri. Þess vegna má búast við, að Guðmundur fái nú aftur feiknarlegan áhuga á, að gamlir samningar verði í gildi. Á þriðjudag sagði landstjórinn einmitt, að fólk þyrfti ekki að óttast svartnætti, þótt hægri sinnaðri stjórn tæki við. Hann mundi gæta sinna. Guðmundur hefur engan áhuga á því lýðræði, sem felst í því, er kjósendur ákveða í kosningum, hvernig völd færist milli stjórnmálaflokka. Hans hlutverk er bara að gæta hagsmuna Alþýðubandalagsins. í því tafli landstjórans er verkafólk aðeins peð, er skiptir litlu sem engu máli. Felldi Bolle stjómina? Ekki hefur enn fundizt nein verulega sannfærandi skýring á tímanum, sem Benedikt Gröndal valdi til að láta undan kröfum þingmanna Alþýðuflokksins um slit stjórnarsamstarfs. Föstudaginn í síðustu viku, þegar Benedikt féllst á sjónarmið þingflokksins, var Alþýðuflokkurinn ekkert verr settur í ríkisstjórninni en endranær. í rúmt ár hefur Alþýðuflokkurinn verið illa leikinn í stjórnarsamstarfinu og jafnan kveinað sáran. Ef eitt- hvað er, þá hefur misþyrmingunum heldur linnt. Ólafslög síðasta vors voru heldur nær sjónarmiðum Alþýðuflokksins en Alþýðubandalagsins. Og hið nýja fjárlagafrumvarp Tómasar Árnasonar er einnig heldur nær sjónarmiðum Alþýðuflokksins. Af hverju valdi Benedikt þá síðasta föstudag til að gera kröfur þingflokksins að sínum? Ekki sást þá neinn nýr örlagavaldur í efnahagsmálunum. Hin opinbera skýring er auðvitað sú, að betra sé seint en aldrei. En það getur líka verið, að skýring- arinnar sé að leita í útlöndum, í samskiptum íslenzkra og norskra jafnaðarmanna. Frétzt hafði, að hinn harði samningamaður norskra þrýstihópa í sjávarútvegi, Bolle, hefði öllum á óvart endurheimt stöðu sína sem sjávarútvegsráðherra norsku stjórnarinnar. Benedikt hefur í sumar og haust sætt hörðu ámæli fyrir slæma útreið í viðræðum við hinn norska flokks- bróður. Utanríkisráðherra kemst ekki lengur hjá því að taka tillit til þjóðarviljans. Hugsanlega hefur Benedikt hreinlega ekki treyst sér til að gæta íslenzkra hagsmuna við Jan Mayen nógu vel andspænis hörðum samningamönnum, norskum flokksbræðrum, velgerðarmönnum Alþýðuflokksins. : Dogblaöiö hf. BIAÐIB Sovétmenn reið- ir vegna nýrra NATO-eldfiauga Viðbrögð Sovétríkjanna vegna fyrirætlana um að setja sex hundruð kjarnorkueldflaugar af meðalstærð upp í Vestur-Evrópu verða stöðugt harðari. Ætlunin er að þessar eld- Andstaða gegn kjarnorkueldflaug- unum er einnig mjög mikil á Vestur- löndum. Andstæðingar þeirra eru heldur ekki eingöngu meðal þeirra sem eru andvígir herbúnaði yfirleitt Brésnef forseti Sovétríkjanna býður að tuttugu þúsund hermenn og eltt þúsund sovézkir skriðdrekar verði dregnir frá Austur-Þýzkalandi. flaugar af Pershing II gerð og einnig eldfiaugar, sem skotið er af jörðu niðri, beinist að sjálfsögðu gegn skot- mörkum í Sovétrikjunum. Nýverið birtist grein í sovézka blaðinu Isvestia, þar sem varað var við að gera alvöru úr niðursetningu eldflauganna með kjarnorkuhleðsl- unum. Slíkt mundi rugla mjög því jafnvægi sem greinarhöfundur sagði að tekizt hefði að ná í vígbúnaði Sovétríkjanna og Vesturveldanna. heldur einnig hermálasérfræðingar í Vestur-Evrópu. Rökin gegn kjarn- orkueldflaugunum eru meðal annars þau að kjarnorkuvopn sem sett verði upp i Vestur-Evrópu minnki í raun varnargildi slíkra vopna. Ef slík vopn verði staðsett þar muni það nefnilega óhjákvæmilega leiða til þess að ríkin þar verði mjög treg til að grípa til þeirra vegna þeirra gjöreyðingarafia sem þá yrðu leyst úr læðingi. Einnig mundu slíkar eldflaugar, að mati gagnrýnenda þessara hugmynda, verða til þess að Sovétríkin munu setja upp sams konar kjarnorkueld- fiaugar til varnar og til hugsanlegra árása á V-Evrópu. Staðan verði þá sú sama og áður hvað varðar jafnvægi um vopnabúnað. f Isvestia segir að með því að slíkt ástand skapist muni þau ríki Vestur- Evrópu sem eru í Atlantshafsbanda- laginu alls ekki finna sig á neinn hátt öruggari en áður heldur þvert á móti. Einkum mun það vera þrýstingur frá bandarísku stjórninni sem veldur hugmyndum um að setja hinar meðaldrægu kjarnorkueldfiaugar upp í Vestur-Evrópu. Rök aðila vestra eru þau meðal annars að brýna nauðsyn beri til að færa vopnabúnað Vestur-Evrópuherja í nútimahorf. Þar sem tiltölulega litlar breytingar hafi orðið á herjum Atlantshafsríkj- anna þar á undanförnum árum séu hernaðaryfirburðir Sovétríkjanna orðnir verulegir í þessum heimshluta. Svo furðulegt sem það má teljast eftir allt fjaðrafokið sem verið hefur vegnaSalt II samkomulags Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna, þá ná fyrir- hugaðar meðaldrægar kjarnorkueld- fiaugar ekki til efnis þess samnings. Hann er þó einkum ætlaður til að draga úr kjarnorkuvígbúnaðar- kapphlaupi risaveldanna tveggja. Herfræðingar í Bandaríkjunum og þeir sem eru á þeirri skoðun benda á að Sovétríkin séu nú í óðaönn að endurnýja kjarnorkuvopn sin, sem nota megi gegn Vestur-Evrópu. Ekki DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. Carter Bandaríkjaforseti telur nauó- synlegt að endurnýja vopnabúnað herja Atlantshafsbandalagsins i Vestur-Evrðpu. sé því um annað að ræða en koma upp nútímavopnum sem unnið geti gegn hinum nýju vopnum Sovétríkj- anna. Gagnrýnendur stefnu Bandaríkj- anna halda því margir fram að þrýst- ingur sem beitt er núna til að fá ríki V- Evrópu til að taka við þessum kjarna- eldfiaugum sýni aðeins veikleika stjórnar Jimmy Carters Bandaríkja- forseta. Vilji hann með þessu sýna fram á styrkleika sinn og með því eiga frekar tækifæri á að koma full- gildingu Salt II samningsins i gegnum öldungadeild þingsins í Washington. Þetta geri Bandaríkjaforseti þrátt fyrir að uppsetning meðaldrægu eld- flauganna gangi þvert á hugmyndir Salt II samkomulagsins. Bandarikjaforseti hefur bent á að Sovétríkin séu nú að auka kjarnorku- eldfiaugastyrk sinn sem beinist að Vestur-Evrópu. Þess vegna sé ekki annað hægt en grípa til sams konar aðgerða. Siðan megi ræða við Sovét- ríkin um jafnhliða samdrátt á eld- fiaugunum i viðræðum sem þegar er farið að undirbúa og eiga að hefjast um leið og Salt II samkomulagið er gengið formlega í gildi. Síðastnefnda atriðið kom fram er Jimmy Carter var spurður um af- stöðu sína til tilboðs Brésnefs forseta Sovétríkjanna um samdrátt í vígbún- aði rikis hans í Evrópu. Sagðist Brésnef vilja draga 20 þúsund sovézka hermenn frá Austur-Þýzka- landi auk eitt þúsund skriðdreka. Einnig mundu Sovétríkin láta hjá líða að endurnýja þær kjarnorkueldflaug- ar sem beina mætti að Vestur-Evrópu gegn því að Atlantshafsbandalagið hætti við fyrirætlanir um að staðsetja meðaldrægar kjarnorkueldflaugar i Vestur-Evrópu. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti sagði þó að tilboð Sovétrikjanna mundi verða athugað vandlega af hernaðarsérfræðingum vestra. JARÐARFÖR VERÐBÓLGUNNAR Flestum myndi bregða nokkuð, ef skýrt væri frá, að verðbólga væri úr sögunni. Tilkynningin gæti verið svo- hljóðandi: Verðbólgan er látin og hefur jarðarförin farið fram. Við- staddir útförina voru nokkrir nánir aðstandendur og vinir svo sem ríkis- -.jórn, þingmenn, verkalýðsfor- ingjar, stjórn Seðlabanka, auk nokk- urra skuldakónga. Auðvitað er þetta sett fram hér í gamni, en samt fylgir þessu alvara. Verðbólgan er óþörf í þeim mæli, sem við látum hana blómstra hér hjá okkur á íslandi og koma þarf á sam- komulagi allra stjórnmálaflokka um að draga úr henni, þótt seint verði nú sigrazt svo á henni, að tala megi um að hún hafi verið jörðuð fyrir fullt og allt. Vinir verðbólgunnar Ég nefndi hér að framan vini verð- bólgunnar. Þótt það sé nú að ein- hverju leyti ofmælt að stimpla einn frekar en annan vin verðbólgunnar, myndi hún ekki vaxa árum saman með auknum hraða, ef allir væru í raun og veru andvígir henni. Hún á marga vini. Þeir eru fáir eða engir í orði, en þeim mun fieiri leggja henni lið á borði með einum eða öðrum hætti. Gervikaup- hækkanir Ég sá það í blöðunum að bráðum fáum við kannski gervigras á Laugar- dalsvöll. Þetta á vel við á öld gervi- efna og gervimennsku. En það sprett- ur fieira en gervigras. Stærsta blekk- ingin í verðbólgukapphlaupinu eru kauphækkanir, sem svo eru kallaðar, en eru í raun og veru gervi- kauphækkanir. Lítið skeður annað en það, að krónan okkar verður minni og minni, en allir standa í sömu sporum með kjör sín. Þau batnalitið. Enginn má skilja orð min þannig, að ég sé á móti kjarabótum. Ég er með þeim. Ég vil raunverulegar kjarabætur, en ekki gervikauphækk- anir og gervikjarabætur. Verð vfnar- brauðsins Á árunum fyrir síðasta stríð kostaði vínarbrauðið 10 aura. í dag kostar þetta sama vínarbrauð kr. 120,00. Það kostar því 1200 sinnum meira. Nú hefur vínarbrauðið lítið breytzt. Við höfum ekki enn fundið upp gervivínarbrauð. Sumir segja, að vínarbrauðið sé orðið verra en áður og auk þess hafi það minnkað. Þetta mun nú nokkuð fara eftir því, hver bakar og selur. í heild hefur vínar- brauðið verið einsí síðustu 40 ár. Ef vínarbrauðið kostar nú 1200 sinnum meira en áður er það augljóst mál, að það er einungis krónan sem hefur fallið og orðið minni, en vínar- brauðið stendur i stað. Ef ný króna verður 1200 sinnum stærri, kostar vínarbrauðið aftur 10 aura og allt er orðið eins og fyrir 40 árum. Lrfskjarasjóður í staðinn fyrir gervikjarabætur og gervikauphækkanir þurfa að koma kjarabætur úr sjóði, sem ég vil kalla lífskjarasjóð. Þar væri um kjarabæt- ur án verðbólgu að ræða óg einnig væru þetta ekki gervikjarabætur. Úr þessum sjóði vil ég greiða öllum jafnt, bæði háum og lágum. En hvar á að fá tekjur í lífskjara- sjóðinn? Fátt verður til úr engu og tekjur þurfa fyrst að koma í slíkan sjóð, áður en úr honum er hægt að greiða. í stórum dráttum vil ég afla tekna með því að koma á aukinni arðsemi i einni eða annarri atvinnugrein. Með því kæmi fram fjármagn sem Ieggja mætti í lífskjarasjóð og skipta milli allra fslendinga. Dæmi úr sjávarútvegi Við vitum að arðsemi sjávarútvegs máauka með ýmsu móti. Talað hefur verið um fækkun skipa til að stækka sem fyrst þá fiskistofna, sem eru • „! staöinn fyrir gervikjarabætur og gervi- kauphækkanir þurfa að koma kjarabæt- ur úr sjóði, sem ég vil kalla lífskjarasjóð.” N Kjallarinn Lúðvík Gizurarson ofveiddir. Þá gefa þeir fljótt meiri arð. Ekki er lagður dómur á slíkar ráð- stafanir, en tækni í stjórnun hefur aukizt og með notkun á tölvum má ná markmiðum, sem voru áður fjar- læg og óviðráðanleg. Við ættum að geta verið sammála um það íslend- ingar, að taka höndum saman um ráðstafanir sem auka arðsemi, ef tekjur af slíkum ráðstöfunum kæmu til skipta jafnt milli allra íslendinga án verðbólgu. Landhelgin Aukin arðsemi í sjávarútvegi kemur fljótt til vegna stækkunar landhelgi einnar, þótt ýmsar hliðar- ráðstafanir gætu fiýtt þar fyrir, svo sem getið hefur verið. Ef kerfið er óbreytt, hækka laun í sjávarútvegi með auknum arði. Á eftir koma svo aðrir og verðbólgu- kapphlaupið fær endurnýjaðan kraft. Með skattlagningu þessarar auknu arðsemi og greiðslum á slikum skatti í lífskjarasjóð, sem kæmi til skipta til allra landsmanna jafnt, má forða slíku. Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður. NIDURINAUST1NU Húsmóðirin Jóna Jónsdóttir náði í strætisvagn rétt utan við húsið. Það var langt síðan Jóna hafði notað strætisvagnana. Fjölskyldan átti litla mjólkurpútu, sem allir notuðu í snattið. En í kvöld ætlaði Jóna ekki að nota bílinn. Hún hafði aðrar ráðagerðir í huga. Síminn á torginu Meðan uppgjör um pólitíkina, sem ég nefndi í fyrri grein í DB, fór fram við furuborðið í eldhúsinu, sló ein- hverju niður í huga Jónu. Hún gerði sér ekki alveg ljóst hvað var að ger- ast. En uppsteytur dótturinnar Gunnu á heimili hennar vakti hjá henni einhverjar kenndir sem hún gat ekkiáttaðsigá. Þó að Jóna væri róleg á yfirborð- inu, var hún núna dálítið rugluð. Þegar hún sat i strætisvagninum vissi hún varla hvert hún var að fara. Þó hafði hún hugsað sér að nota almenn- ingssímann á torginu. Þegar hún kom í símaklefann varð ekki úr því að hún hringdi, heldur leitaði hún aðeins að heimilisfangi Pálínu. ,,Ég fer bara til hennar upp á von og óvon,” hugsaði Jóna. Síðan gekk hún út úr símaklefanum og yfir á bilastöðina handan götunnar. Við skulum drrfa okkur Pálína kom til dyra. Hún horfði á Jónu svolitla stund án þess að þekkja hana. Allt í einu rann upp fyrir henni ljós. Svipurinn varð að samblandi undrunar og gleði. Báðar konurnar virtust vera orðlausar. Allt í einu sagði Pálina: „Hvað ert þú að gerahér?” „Það kom dálítið fyrir heima,” sagði Jóna. Þær höfðu ekki sést í 15 ár eða meira. Þegar Jóna gifti sig hvarf hún eins og ungt fólk gerði á þeim tíma. Fyrst varð að byggja og svo fóru börnin að fæðast. Þegar rofaði til voru hlutirnir ekki eins og áður. Margir reyndu að taka upp þráðinn Seinni hluti aftur en þá var komið nýtt fólk og allt hafði breyst. Núna sátu þær Jóna og Pálína í eldhúsinu hennar Pálínu og drukku kaffi. Þeim var í fyrstu svolítið stirt um málið. Þetta var eins og gömul vél sem ekki hefur verið smurð lengi. „Þetta dugar ekki,” sagði Jóna allt í einu. ,,Við skulum drífa okkur niður i Naust.” Þjónninn hváði Þær voru að afhenda kápurnar sínar i fatageymslunni í horninu. Það heyrðist kliður að ofan og matarlykt lagði neðan úr salnum. Jónu fannst eitthvað streyma um sig, niður eftir bakinu og út um hand- leggina. í höfði hennar þyrluðust skipulagslausar hugsanir sem hún réð ekki við. Þegar hún stóð neðan við stigann sagði hún allt í einu ósjálfrátt og stundarhátt: ,,Hve fagurt var þá liðnu daga. Lífið.” „Þetta er Ehren- burg,” hugsaði hún upphátt, en þjónninn sem kom upp úr salnum hélt að hún væri að tala við sig og hváði. En Jóna sá ekki þjóninn sem leit á klukkuna og tautaði: ,,Að fólk skuli koma svona drukkið, og klukk- an ekki nema níu.” Veggirnir tala ,,Við förum upp,” sagði Pálína. Þær fóru ekki á barinn, sem er rétt fyrir ofan stigann. Þær gengu þegj- andi inn í hornið og fundu þar sæti. Þær höfðu ætlað að tala en nú þögðu báðar. Gamlar minningar var ekki hægt að klæða í fátækleg orð. En veggirnir og borðin töluðu á hljóðlát- an hátt. Og í höfði þeirra Jónu og Pálínu söng sama orðið: „Manstu, manstu.” Fullorðinn þjónn kom til að sækja tóm glös. Þjónninn leit á þær stall- systur og það var eins og eitthvað væri að brjótast um í svip hans. Allt í Kjallarinn Hrafn Sæmundsson einu rann upp Ijós fyrir honum. Hann hneigði sig og sagði: ,,Ef ég man rétt, drekka þessar dömur aðeinsgosdrykk.” Skálaferðirnar enduðu oft í Naust- inu og þá var „menningin” ekki á hærra stigi en það að unga fólkið drakk aðeins gosdrykk. Áfengi var bannað í ferðalögum og sú kynslóð sem kom í Naust eftir ferðalag út í bláinn ætlaði að frelsa heiminn. Undir súð í Naustinu speglast hluti mannlífs- ins. Uppi undir súðinni safnast fólk saman. Þetta er að stórum hluta ein- mana fólk. Sömu andlitin sáust eftir tuttuguár. En það var líka komið þarna ungt fólk á gallabuxum sem sat á barnum og drakk. Kannski var þetta unga fólk líka einmana þó að það væri ungt og ætti lífið framundan. Kann- ski átti það ekki til mikla trú á þetta líf sem það var að hefja. Og það voru einnig útlendingar í Naustinu. Líklega komu þeir þarna af því að undir súðinni er andrúms- loft þeirrar kráarmenningar sem alls staðar er hægt að ganga að á megin- landinu. íslendingar hafa þróast burt frá þessari menningu. Á íslandi eru flestir hlutir gljábónaðir og umgerð skemmtanalífsins er ópersónuleg og kynlaus. Líklega er Naustið eini staöurinn þar sem fólk getur talað saman vegna hávaða og setið í næði yfir glasi sínu. Á danskri tungu Nokkrir Sviar sátu við borð. Þeir voru með drykk i glösum. Útlend- ingar sitja gjarnan með sama drykk- inn allt kvöldið. fslenskur rithöfundur settist hjá Sviunum og byrjaði að skýra frá ýms- um staðreyndum á danskri tungu. Þetta voru dálítið grófar staðreyndir og Svíarnir tæmdu fljótlega glösin sín og yfirgáfu staðinn. Snarlegur maður reis allt i einu úr sæti sínu og hélt ræðu: ,,Þegar Guð- jónsen kemur til helvitis, þá segir andskotinn: Nú er ég farinn.” Eng- inn hló. Líklega höfðu menn heyrt brandarann áður. Lítill neisti Og þannig leið kvöldið. Pálína og Jóna sátu lengst af þegj- andi. Þær fengu að vera óáreittar, nema þegar miðaldra menn sem komnir voru í stuð vildu ræða málin nánar og fullorðnir herrar könnuðu þessi glæsilegu mið. Allt í einu sagði Jóna: „Getum við ekki byrjað aftur?” „Ég held það,” sagði Pálina. „En við verðum að taka málið upp á öðrum vettvangi. Gömlu dagarnir komaekkiaftur.” „En við erum ungar. Við erum enn mjög ungar,” sagði Jóna. Á þessu kvöldi hafði eitthvað gerst. Kannski var það meira en sýndist á einföldu yfirborðinu. Kann- ski hafði lítill neisti kveikt í gömlu púðri. Hrafn Sæmundsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.