Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. Sjálfstæðisflokkun Opið prófkjör íReykjavík umaðrahelgi Prófkjör Sjálfstæðisflokksisn í Reykjavík verður haldið annan fimmtudag eða um aðra helgi, 27 og 28. október. Fulltrúaráð flokksins kaus eftirtalda menn í kjörnefnd á sunnudag, auk þeirra sem sjálfstæðisfélögin í Reykjavik tilnefndu (atvkæði í sviga) Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son frkvstj. SÁÁ (228), Valgarð Briem, hrl. (204), Markús Örn Antonsson, ritstj. Frjálsrar verzlunar (204), Hannes Þ. Sig- urðsson deildarstj. Sjóvá (204), Bessí Jóhannsdóttir, kennari (184), Anders Hansen blaðam. (Mbl.) (151), Þorvaldur Mawby l'rkvstj. Byggung (144), Gutt- ormur Einarsson kaupm. Ámunni (137). Hinir 13, sem stungið var upp á fengu færri at- kvæði. -BS. Alþýðuflokkur: Prófkjörín verða síðustu helgi október Alþýðuflokkurinn stefnir að því að hafa öll prófkjör sín helgina 27. og 28. október. Til þess að svo geti orðið þarf að til- kynna þá sem gefa kost á sér i prófkjör ekki síðar en hinn 21. október. Frambjóðendur í prófkjöri verða að hafa 25 flokksbundna meðmælendur hið fæsta, nema í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi. Þar þarf 50 flokks- bundnameðmælendur. -BS. ÆOÍI „Oráðinn enn” — segjrÁmiGrétar Finnsson ,,Ég hefi ekki gert upp hug minn um það hvort ég fer í slaginn eða ekki,” sagði Árni Grétar Finnsson, hrl., er DB spurði hann um það efni. „Þetta „túristagos” kratanna bar óvænt aö og bráðar en menn hugðu,” sagði Árni Grétar. „í þessu máli eru ýmsir hlutir óráðnir hjá mér, auk þess sem ekki er enn ákveðið hvort prófkjör verða í Reykjaneskjördæmi hjá Sjálf- stæðisflokknum.” -BS. Prófkjörín framundan: ÞEIR ERU KALLAÐIR en veröa tæplega allir útvaldir Birgir ísleifur í próf kjörid? „EKKIENN GERT UPP HUG MINN” Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrum borgarstjóri mun gefa kost á sér í próf- kjöri til alþingiskosninga í Reykjavik samkvæmt heimildum, sem DB telur áreiðanlegar. „Ég hef ekki gert upp hug minn um þetta enn,” sagði Birgir Isleifur er fréttamaður DB átti við hann tal í gær.' Hann kvað framboð sitt óneitanlega hafa komið til tals og umhugsunar fyrir sig. „Það er óneitanlega skammur tími til umhugsunar,” sagði Birgir ísleifur, „og ég hefi ekki enn tekið endanlega á- kvörðun.” -BS. Jón Armann Héðinsson: íPRÓFKJÖR KRATA Á NORDURLANM EYSTRA „Ég stefni ákveðið í prófkjör Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra,” sagði Jón Ármann Héðinsson, fyrrum alþingismaður í viðtali við DR Hann kvaðsl ekki á þessu stigi lufa meira um framboðsmál aðsegja. Eftir því sem næst verður komizt hefur ekki enn verið ákveðið hvort prófkjör verður haldið með alþýðu- flokksfólki á Norðurlandi eystra. Ljóst er þó að ef það verður háð lætur Jón Ármann það til sin taka. Jón Ármann er fæddur og uppalinn á Hú.savíkog á þar talsverðan frænd- garð Ekki er annað vitað en Árni Gunnarsson alþingismaður gefi kost á sér i þessu kjördæmi. Hann situr nú á þingi sem einn þeirra ungu krata sem nokkuð óvænt hrepptu uppbótarþing- sæti. Bragi Sigurjónsson landbúnaðar og iðnaðarráðherra verður þarna i fram- boðiáfram. -BS. „EKKIGERT UPP HUG MINN” — segir Ólaf ur B. Thors „Ég hefi enn ekki gert upp hug minn um framboð í prófkjöri,” sagði Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi sjálf- stæðismanna, er DB spurði hann um fyrirætlun hans í framboðsmálum. Hann kvað sér vel ljóst að ekki yrði lengi dregið að taka ákvörðun, hann hefði samt ekki gert það enn. Það er því alls ekki útilokað í stöðunni að Ólafur B. Thors gefi kost á sér við prófkjör sjálfstæðismanna umaðrahelgi. jj§ Eiríkur Alexandersson: „Hef hugsað mér í prófkjör” „Já,” sagði Eiríkur Alexandersson bæjarstjóri í Grindavík er hann var spurður að því hvort hann hygðist bjóða sig fram i prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi ef af yrði. „Það er ekki búið að ákveða hvort haldið verður prófkjör en fari svo hef ég fullan hug á að bjóða mig fram,” sagði Eiríkur. Samkvæmt nýjum reglum, sem miðstjórn Sjálf- stæðisflokks hefur sett um prófkjör í landinu bjóða menn sig ekki fram til á- .kveðins sætis heldur númera þeir sem kjósa menn eftir óskaröð. -DS. Guðmundur G. Þórarinsson: „Stef ni að fyrsta sæti í Reykjavík” „Já, já, ég er ákveðinn í því að fara fram,” sagði Guðmundur G. Þórarins- son, sem skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokksins i Reykjavík fyrir síðustu alþingiskosningar. „Það er ekki endanlega ákveðið með prófkjör hjá Framsóknarflokkn- um i Reykjavík en uppstillingarnefnd tekur endanlega ákvörðun um það. Ég á þó ekki von á prófkjöri hjá okkur í Reykjavik og raunar er tíminn til kosninga það naumur að ég á ekki von á prófkjörum hjá Framsóknarflokkn- um í neinu kjördæmi nú. Almennt er ég þó inni á prófkjörsleiðinni. Ég stefni að fyrsta sæti listans i Reykjavík,” sagði Guðmundur, en hann sat á Alþingi í fyrra í forföllum Einars Ágústssonar, sem skipaði fyrsta sæti listans í fyrra. Einar fer hins vegar ekki í framboð nú þar sem hann verður sendiherra í Kaupmannahöfn. -JH. EiríkurTómasson: „Ég hef ekki áhuga” — en framboð þó ekki alveg útilokað „Ég hef ekki áhuga,” sagði Eirikur Tómasson, fráfarandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, er DB bar það undir hann hvort hann ætlaði í fram- boð fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjaneskjördæmi. „Ef hins vegar verður farið fram á þetta við mig af hópi manna mun ég athuga málið. En það er ekki spennandi fyrir mig að fara út í kosningabaráttu núna þar sem ég stend uppi atvinnulaus. Sú framtíð er ekki nógu traust fyrir mann sem á fyrir fjöl- skyldu að sjá. Þetta hefur sem sagt ekki komið til tals af neinni alvöru og hef ekki hug á þvi en það er ekki útilokað. Ég er hins vegar framsóknarmaður og mun taka (þátt í kosningabaráttunni sem slíkur og sem forystumaður í SUF, en ekki öðruvísi.” -JH. Guðmundur H. Garðarsson fer í prófkjör í Reykjavík Stof nar félag um frjálst útvarpogsjónvarp „Það er rétt að til tals hefur komið að stofna félag sem síðan stæði að stofnun fyrirtækis um rekstur frjáls út- varps og sjónvarps á íslandi,” sagði Guðmundur H. Garðarsson i viðtali við DB. Hann kvað verulegan hóp manna hafa áhuga á þessu málefni. Hefðu hann og fleiri haft samráð. Væru nú allar horfur á stofnun félags um mál- efnið. „Mér er þetta áhugamál og ég hef ekki farið í launkofa með það á þingi,” sagði Guðmundur þegar fréttamaður spurði hann hvort þetta væri kosninga- mál hans. „Endurskoðun á lögum og reglum um lífeyrissjóðina hefur verið mesta áhugamál mitt og nú á min skoðun í þessum málum miklu fylgi að fagna. Slík mál verða ekki til lykta leidd nema á Alþingi. Til þess að vinna þeim fylgi, meðal annars fyrir þau launþegasam- tök sem ég hef unnið fyrir, hef ég reynt að ná kjöri á þing,” sagði Guðmundur H. Garðarsson. Hann kvaðst ekki neita því að hann gæfi kost á sér í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavik, sem nú fer fram um aðra helgi. -BS. Stjómmálaflokkurínn: Reikna frekar með f ramboði „Við vorum seinast á fundi í gær og við erum komnir með skrifstofu. Ég geri frekar ráð fyrir því að við verðum með framboð,” sagði Ólafur Einars- son, formaður Stjórnmálaflokksins, er DB hafði samband við hann. „Annars kemur þetta svo flatt upp á mann. Við reiknuðum ekki með að þetta yrði fyrr en í vor. Ef af framboði okkar verður þá munum við a.m.k. bjóða fram bæði í Reykjavík og á Reykjanesi. Ég hef ástæðu til að ætla að betut muni takast til nú en síðast. Þá spilaði inn í að okkar fólk linaðist vegna falls Reykjavíkur í borgarstjórnar- kosningunum skömmu áður. Sveiflurnar eru líka svo miklar. Höfuðmál okkar verður sem fyrr aðskilnaður löggjafar- og fram- kvæmdavalds og að forsetinn verði virkur i stjórninni,” sagði Ólafur. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.