Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. 5 Breytingar á kosningalögunum: „FYRIRSLÁTTUR AD FRAMSÓKN SÉ Á MÓTI „Ég hef ekki heyrt annað en já- kvæðar undirtektir framsóknar- manna gagnvart breytingum á kosningalögum til þess að leiðrétta misrétti milli kjördæmanna,” sagði Guðmundur G. Þórarinsson sem skipaði annað sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavik fyrir síðustu alþingiskosningar. í DB í gær sagði Matthías Mathiesen alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi að kosningalögum yrði ekki breytt fyrir kosningar vegna þess að samstaða væri ekki fyrir hendi á Alþingi. Framsókn og hluti Alþýðubandalagsins hefðu lýst yfir andstöðu. Það gæti því tekið 2—3 vikur að ná fram samþykkinu. ,,Ét veit ekki til þess að þing- flokkur Framsóknarflokksins hafi tekið afstöðu til þessa máls og ég hef enga trú á því að Fram- sóknarflokkurinn myndi setja sig á —segir GuðmundurG Þórarinsson 7J ritarí flokksins móti þessari breytingu. Þetta er aðeins fyrirsláttur hjá sjálfstæðis- mönnum. Framsóknarmenn i Reykjavík eru mjög inni á þessari breytingu,” sagði Guðmundur. -JH. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, og kona hans, frú Halldóra Eldjárn, fóru í morgun í opinbera heimsókn til Belgíu. Heimsóknin stendur fram á fimmtudag. Forsetahjónin munu búa í konungs- höllinni í Brussel og þar snæddu þau hádegisverð í dag. Síðdegis verður mót- taka í ráðhúsi Brusseiborgar og síðan verður skoðuð myndlistarsýning. I kvöld halda konungshjónin veizlu til heiðurs íslenzku forsetahjónunum. Á morgun heimsækja forsetahjónin borgina Doornik í suðurhluta landsins þar sem eru merkar minjar og annað kvöld sitja þau veizlu belgísku ríkis- stjórnarinnar. Á fimmtudagsmorgun heimsækir forsetinn Joseph Luns framkvæmda- stjóra Nato og síðan verður farið til borgarinnar Tongern og skoðaðar minjar frá dögum Rómverja. Um kvöldið halda forsetahjónin konungs- hjónunum veizlu í St. Anne, höll í út- jaðri Brussel, að undangengnum Fursctahjónin, dr. Kristján og frú Halldóra.nið þingselningu i sióuslu viku. l)B-m>nd: RagnarTh. tónleikum strengjakvartetts undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur. Með forseta í förinni verða Hörður Helgason ráðuneytisstjóri í utanrikis- ráðuneytinu, Birgir Möller forsetaritari og eiginkonur þeirra. -ÓV. FORSETAHJÓNIN í BELGÍU Rotaði vininn og stal veski hans Þrír menn skemmtu sér saman í Óðali í hádegisbartímanum á föstudaginn. Kunningsskapurinn og vináttan varði milli þeirra þar til þeir komu út fyrir dyr hússins kl. 15.05. Þá var einn úr hópnum skyndilega rotaður ogveskihans stolið. Árásarmaðurinn þekktist en fannst ekki í fyrstu þar sem hann tók leigubíl ásamt félaga sínum í skyndi og hélt úr bænum. Var hans síðan leitað um kvöldið og nóttina og fannst i morgunsárið og var stungið í fangageymslu. Mál hans er nú i rannsókn. -A.St. „Rjúfið ekki eininguna, kjósið Karl Steinar” sagði Guðmundur J. á þingi Verkamannasambandsins ,,Ég þrábað þingfulltrúa að rjúfa ekki þá einingu sem verið hefði í Verka- mannasambandinu og skoraði á þá að kjósa Karl Steinar Guðnason aftur sem varaformann sambandsins,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsins, i. viðtali við DB. Af máli annarra þingfulltrúa sem DB átti tal við hefði án ákveðins stuðnings Guðmundar verið full- kominn vafi á því að Karl Steinar hefði náð endurkjöri sem varaformaður á þingi sambandsins sem haldið var á Akureyri um helgina. -BS. Coldwater selur fyrir 250 mill jónir $ í ár —12% aukning f rá síðasta árí Heildarsala Coldwater Seafood Corporation, fyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum verður 240—250 milljónir dollara árið 1978. Er þetta um 12% aukning frá því sem var árið 1978. Aðalfundur fyrirtækisins var haldinn í Bandaríkjunum 2. og 3. október. 1 ,.iar horfur taldar á ofan- greindri heildarsöluaukningu að sögn Guðmundar H. Garðarssonar blaða- fulltrúa. Hefur reksturinn gengið vel og stendur fyrirtækið traustum fótum, þrátt fyrir ýmiss konar sveiflur sem orðið hafa á heimsmarkaði undanfarna mánuði. -BS. Stjómarskipti í nepju á Bessastaðahlaði: „Vitum ekkert um fóta- feröartíma nýiu kratanna” Sc\ Alþýðuflokksmcnn ætla að skipta á rnilli sín ráóuncvtum, scm niu manns stjórnuóu áður.Krá vinslri: Bragi Sigur- jónsson, Kjarlan Jóhannsson. Vilmundur Gylfason, Bcncdikt (irnndal. Magnús H. Magnússon og Sighvalur Björgvins- son. „Sólin skín glatt á okkur sem erum að hætta,” sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra þegar hann kom í hlað á Bessastöðum í gær. Þangað komu ráðherrar til að sitja síðasta ríkisstjórnarfund fráfar- andi stjórnar. Allir komu þeir akandi á ráðherrabílum, nema alþýðubanda- lagsráðherrarnir þrír. Þeir komu brunadi á rauðu Lödunni hans Ragnars. Þegar stjórnin var mynduð í fyrra komu þeir þremenningarnir á Fíat til Bessastaða. Tímarnir breytast og bílarnir með. Skilnaðarfundurinn stóð i þrjá stundarfjórðunga. Þá opnuðust dyr og Ólafur sjálfur steig fyrstur manna út í nefsteytuna, sem ríkti á Álfta- nesinu. Hafði dregið að mestu fyrir sólu og fréttamenn almtnnt með munnherkjur af kulda. ,,Það mátti búast við því að færi að draga fyrir sólu,” sagði forsætis- ráðherrann. Hann var nú orðinn fyrrverandi ráðherra. Svo tíndust þeir út einn af öðrum. Kratarnir sáust hvergi. „Það er ekki mikil eftirsjá í þeim,” heyrðist í Ragnari Arnalds. Svo var liðinu stillt upp til mynda- töku. Að því búnu var ríkisstjórnin leyst upp — líka gagnvart út- sendurum pressunnar. Nú var kom- inn stjórnarandstöðubragur á mann- skapinn. „Við ætlum auðvitað að veita harða stjórnarandstöðu,” sagði einn. ,,Við munum stefna að því að fella þessa íhalds-kratastjórn,” sagði Svavar, ljóninu ákveðnari á svipinn. Hvenær ætlið þíð svo að afhenda nýju ráðherrunum lykla að ráðu- neytunum ykkar? spurði pressan. ,,í fyrramálið, helzt sem fyrst.” „Við vitum ekki um fótaferðar- tima nýju kratanna,” sagði Steingrímur. „Við gefum þeim tíma fram til hálf tíu til að nálgast lyklana.” Steingrímur bætti svo við um leið og hann fór, að hann myndi ekki afhenda Vilmundi sina lykla. „Það verður einhver annar að gera það.” Svo var beðið eftir nýliðunum þremur úr alþýðuflokksstjórninni. Þeir skiluðu sér á réttum tíma og komu saman í leigubíl, hurfu inn um Bessastaðadyr, sem Bragi, Vil- mundur og Sighvatur. Komu út nokkru siðar sem margfaldir ráðherrar. Þeir skiluðu sér út á tröppurnar 'allir sex sem nú ætla að stjórna á við níu manns næstu vikur og mánuði. Þetta virtist leggjast ljómandi vel í þá alla. Fréttamönnum var auðheyri- lega mikið kappsmál að vita hvort nýi dómsmálaráðherrann ætlaði að hræra svolítið upp í dómsmálunum. Þar ku vaða allt í-sukki og svínaríi. „Það hafa hvergi fallið þyngri orð í deilum á síðustu árum en um dóms- málin. Það þarf að brjóta nýjum mönnum leið inn i kerfið en svig- rúmið er augljóslega ekki mikið. Jú, ég mun reyna að sveigja kerfið í átt til opnunar,” sagði ráðherrann nýbakaði. Sighvatur lofaði að gera sitt bezta til að ausa þjóðarskútuna af kappi, a.m.k. nægilega til að forða henni frá því að sökkva öllu dýpra. Og Bragi var hvergi smeykur við landbúnaðar- mátin. „Jú, manni líður ágætlega innan um tóma krata í stjórninni,” sagði .Magnús H. „Við höfum notað ráðherraheitin á ríkisstjórnarfundum hingað til. Mér finnst liggja við að leggja niður þá venju í svona hóp.” Og þú ætlar núna að heita Magnús á stjómarfundum, en ekki, ,, félagsmálaráðherra” ? ,,Já, við skulum segja það.” -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.