Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 ^ ' /\y. Þessi svarta stúlka, sem býr i Suður-Afríku, var fyrir nokkru fundin sek um að hafa ungengizt hvitan landa sinn helzt til náið. Ekki þóttu það þó tfðindi þar i landi þvi slikt háttalag er ekki leyft þar samkvæmt lögum. Hitt þótti aftur á móti fréttnæmt að skötuhjúin fengu að ganga óáreitt á brott eftir að þau höfðu játað sekt sfna. Vitað er að Pieter Botha forsætisráðherra Suður-Afríku hefur haft um það góð orð að jafnvel komi til greina að leyfa svörtum og hvftum að ganga I hjónaband innan tfðar. Sú hugmynd, sem gengur þvert á gildandi lög um að- skilnað kynþáttanna f Suður-Afríku, hefur þó mætt verulegri andstöðu meðal hvfta minnihlutans f landinu. VIÐ BREYTUM UM NAFN rnnnrflim HEITIR NU SKÆM Skóverzlun Péturs Andréssonar hefur br um nafn og heitir nú SKÆÐI. Mikið úrval skófatnaðar á konur, börn unglinga. Einnig Westland, mest seldu ki mannaskór á íslandi. Líttu við og skoðaðu úrvalið. SKÆÐI Laugavegi Kalifomía: Sjötíu slasast í jarðskjálfta Að minnsta kosti sjötíu og einn maður slasaðist og einn lézt í jarðskjálftum sem gengu yfir suður- hluta Kaliforniu í gær. Eru (tetta sagðir mestu skjálftar sem komið hafa á þessum slóðum í rúmlega fjóra áratugi. Þeir sem voru á staðnum segja að skýjakljúfar í Los Angeles hafi sveiflazt til og rafmagn fór af stórum hluta borgarinnar. Á nokkrum stöðum kviknuðu eldar, hraðbrautir lokuðust, gasleiðslur brustu og mikill fjöldi glerrúða í gluggum brotnuðu. Aðaljarðskjálftinn varði í fimm sekúndur en á eftir honum komu sex minni skjálftar. Sá fyrsti mældist 6,4 stig á Richterskvarða. Upptök hans ,voru um það bil fimmtán kílómetra frá mexíkönsku landamærunum að sögn jarðskjálftafræðinga í Kaliforníu. Flestir þeirra sem fórust urðu fyrir steinum og brotum úr veggjum sem brotnuðu auk þess sem glerbrot ollu meiðslum. Fáir hinna meiddu slösuðust alvarlega að sögn lögreglu. Að sögn sérfræðinga er þetta alvarlegasti jarðskjálfti síðan 18. maí 1940 en þá létust níu manns í skjálfta, sem mældist 6,7 á Richterskvarða. Talið er vist að skjálftar muni halda áfram á þessu svæði næstu daga en ef að líkum lætur þá munu aðeins fáir þeirra verða merkjanlegir nema á mælitæki. Kalifornía er eitt mesta jarðskjálftasvæði heims og til dæmis er talið víst að þarna verði gífurlegur skjálfti innan tíðar. Stórborgin San Fransisco lagðist því nær í rúst um síðustu aldamót og þá fórust tugir þúsunda. Börnin fara verst út úr matarskortinum i Kampútseu. Þau bera þess Ifka lengstmerki. Sérfræóingar segja, að ungbörn, sem séu vannærð, beri þess avilangt merki bæði andlcga og likamlega. Myndin er af mæðrum með börn sin i Thailandi, rétt eftir að þau hafa flúið frá Kampútseu. Kína: ANDOFSMENN HANDTEKNIR Einn þekktasti baráttumaður fyrir mannréttindum í Kína var færður fyrir rétt í morgun og sakaður um að hafa skýrt erlendum aðilum frá ríkis- leyndarmálum. Áhorfendur við réttarhöldin sögðu að maðurinn, Wei Jingshen, sem handtekinn var í marz síðastliðnum, eigi yfir höfði sér fang- elsisvist. Tveir fyrrum skoðanabræð- ur hans mæltu gegn honum á fyrsta degi réttarhaldanna í morgun. Wei er ritstjóri eins þekktasta tímaritsins sem hóf að koma út i frelsisöldunm sem hófst í fyrra. Ritstjórinn hefur verið atorku- samur við að rita á veggblöð og krefj- ast þar að ýmsir stjórnmálaáhuga- menn væru látnir lausir. Almennir áheyrendur við réttarhöldin sögðu að Wei neitaði ekki því að hafa fram- kvæmt það sem hann er sakaður um en sagðist ekki viðurkenna að það væri á neinn hátt saknæmt. Wei var eins og áður sagði sakaður um að Heimsmeistarakeppnin íbrídge: hafa skýrt erlendum aðilum frá kín- verskum ríkisleyndarmálum auk þess sem hann er sakaður um að vera endurskoðunarsinni. Aðstoðarrit- stjóri blaðsins sem Wei ritstýrði vitnar nú á móti samstarfsmanni sín- um auk þess sem fleiri starfsmenn blaðsins gerðu það sama. Wei rit- stjóri var handtekinn í sumar en síð- an látinn laus um miðjan september. Fyrri ákærur gegn honum voru þær að hann væri gagnbyltingarsinni. Italimir komn- ir f fyrsta sæti Staðan í undankeppni að heims- meistarakeppninni í bridge, sem nú fer fram í Rio de Janeiro í Brasilíu, er þessi, að því er tekur til efstu liða: Ítalía 142,5, Ástralía 129 stig, Míð- Ameríka — Karabísku eyjarnar 98 stig, Austurlönd fjær 77,5 og Brasilía 70 stig. Nú hafa verið spilaðar 11 af 15 umferðum í undankeppninni. ítalska sveitin malaði þó banda- rísku í gær með 19—1. Náðu ítalir forystu í fyrsta skipti í keppninni. Fari svo að bandaríska sveitin verði í, úrslitaspilinu á móti ítölum hafa Italir 24 stiga forskot fyrir lokaum- ferðina. Fjórar umferðir eru eftir. Eftir sem áður er Ástralía enn í spilinu um efsta sætið. Ástralska sveitin sigraði Mið-Ameríku-karab- ísku sveitina í gær, 12—8. Náði hún þar með að komast upp fyrir banda- rísku sveitina. . Austurlandasveitin sigraði gest- gjafana, Brasilíumenn, í gær, 16—4 og setti hana þar með í 6. sæti úr 5. sæti sem hún tók sjálf. Umferðin í kvöld getur orðið af- drifarík, ekki sízt fyrir sveitir Ástra- líu og Bandaríkjanna. Hvernig sem, fer virðist alveg Ijóst að hvor sveitin sem verður ofan á verður að spila við ítölsku sveitina um efsta sætið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.