Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. 9 Salóme Þorkelsdóttir: „Geri fastlega ráðfyrirað fara fram” „Ég geri fastlega ráð fyrir að bjóða mig fram í prófkjöri ef það verður haldið,” sagði Salóme Þorkelsdóttir, gjaldkeri skrifstofu Mosfellshrepps, er hún var innt eftir husanlegu framboði sínu.í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi. „Fundur verður haldinn í kvöld þar sem gert verður út um það hvort prófkjör fer fram eða ekki. Ég geri ráð fyrir að fara fram en það er ekki mitt að ákveða. Til þess verð ég að fá ákveðinn stuðning. Hann hafði ég í fyrra og ég vona að ekktrt hafi breytzt,” sagði Salóme. Ásthildur Ólaf sdóttir: „AFOG FRÁ” „Það er ekki rétt,” sagði Ásthildur Ólafsdóttir í Hafnarfirði er DB bar undir hana fregnir þess efnis að hún gæfi kost á sér í þriðja sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi. „Ég skil ekkert í þessum sögum, sem ganga, en það er af og frá að ég fari i framboð.” -JH. Ennóráðið með Samtökin „Framhaldslandsfundur á eftir að taka afstöðu til framboðs,” sagði Magnús Torfi Ólafsson er hann var spurður að því hvort eitthvað nýtt væri að frétta af framboðsmálum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Magnús var þá spurður að því hvort eitthvað væri til í því að hann hygði á framboð fyrir einhvernannanflokken Samtökin. „Það er ósatt,” sagði Magnús. -DS Sigurgeir Sigurðsson: „Ferekkiá milli mála” „Já, ég held að það fari ekkert á milli mála,” sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi er hann var spurður að því hvort hann hygðist fara í framboð í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi. „Svo fremi kjósendur vilji mig á þing getur ekkert haldið mér þar fyrir utan,” sagði Sigur- geir. -DS. Volvo 144 til sölu Volvo 144 De Luxe til sölu, árgerð 1972, ekinn 91 þús, km. Upplýsingar í síma 94-6157. Viltu bæta hljómburðinn i tækinu..? Við aöstoöum þig viö aö velja nákvæmlega réttu hljóödósina fyrir plötuspilarann þinn. Pickering hljóödósirnar eru meö „Dustmatic" bursta sem hindrar aö óhreinindi setjist á nálina. Burstinn dempar jafnframt bjögun. Pickering „Dustamatic" burstinn er einkaleyfisverndaöur. Vfir 20 mismunandi gerðir hljóödósa og nála. SENDUMGEGN PÓSTKROFU EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI 16995 „Viðreisnarstarf ’ við þingforsetakjör ODDUR FORSETI SAMEINAÐS MNGS Atkvæði greidd um forseta Alþingis í gær. DB-mynd: RagnarTh. Oddur Ólafsson (S) var í gær kjör- inn forseti sameinaðs þings með 34 atkvæðum „viðreisnar”flokkanna. Gils Guðmundsson (AB) hlaut 25 at- kvæði Framsóknar og Alþýðubanda- lags. Ingvar Gislason (F) var fjar- staddur. Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur höfðu samstarf við kjör allra for- setanna, þótt fyrir kæmi að einhverjir úr því liði skiluðu auðu við sumar kosningarnar. Karl Steinar Guðnason (A) var kjörinn 1. varaforseti sameinaðs þings og Friðjón Þórðarson (S) annar varaforseti. Við þær atkvæða- greiðslur skiluðu framsóknar- og alþýðubandalagsmenn auðu. Árni Gunnarsson (A) var kosinn forseti neðri deildar með 22 at- kvæðum. Ingvar Gíslason (F) hlaut 14. 2 seðlar voru auðir. 1. varaforseti deildarinnar var kosinn Sverrir Hermannsson (_S) og Jóhanna Sigurðardóttir (A) 2. vara- forseti. Einn þingmaður kaus Vil- mund Gylfason í hinum síðari kosningum. Atkvæðagreiðsla var leynileg. Annars skiluðu framsóknar- og alþýðubandalagsmenn auðu við þessar varaforsetakosningar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) var kjörinn forseti efri deildar með 14 atkvæðum. Auðir seðlar voru 5. Bragi Nielsson (A) var kjörinn 1. varaforseti með 11 atkvæðum en 9 seðlar voru auðir. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) var kosinn 2. varaforseti deildaíinnar með 11 jatkvæðum en 7 seðlar voru auðir. -HH. Gripið simann 9erið 9óð kaup Smáauglýsingar WBIAB5IN5 Þverholtill sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.