Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. 3 Þjóðaratkvæðagreiðsla um:" Vamarmálin, Kef lavíkur- sjónvarp og áfenga ölið Grandvar skrifar: Þessi þrjú mál hafa löngum verið ofarlega og stundum efst á baugi í íslenzkum þjóðmálum. Þó hafa alþingismenn aldrei um þau fjallað af neinu viti, heldur tekið afstöðu með þeim þrýstihópnum sem hæst hefur haft hverju sinní. Það væri því vel við hæfi, og myndi spara þingmönnhm langar og óþarfa umræður á þingi, að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi mál um leið og næstu kosningar fara fram. — Ekki er sá er þetta ritar í neinum vafa um að öll þessi mál yrðii, ef þau kæmu til þjóðaratkvæðis um leið og kosningar færu fram, til þess að allir þeir sem ekki ætla að kjósa færu á kjörstað og yrði um metþátt- tþku að ræða. svo ofarlega eru þessi mál í hugum landsmanna. Og það sem meira er, almenningur myndi með yfirgnæfandi meirihluta tjá sig fylgjandi öllum þessum málum, þ.e. að við héldum núver- andi stöðu i varnarmálum, semdum um afnot Keflavíkursjónvarpsins fyrir alla landsmenn og leyfðum framleiðslu á áfengu öli til neyzlu í landinu með sömu reglum og annað áfengi. Það er auðvitað ekkert annað en blekkingavefur íslenzkra stjórnmála- manna sem hefur gert öll þessi mál að verulegum „feimnismálum” innan Alþingis sem utan. Auk þess kæmi nú í ljós hversu mikið eða lítið fylgi svokallaðir hernámsandstæðingar eiga meðal þjóðarinnar, svo og fana- tískir bindindisfrömuðir. Eitt er víst að sá eða þeir menn sem jnú hugsa sér til hreyfings í væntan- legum prófkjörum flokkanna og auglýstu afstöðu sína i þessum- málum á þann hátt sem hér er að vikið, og hétu stuðningi eða frum- kvæði við þau kæmust þeir á þing, þyrftu ekki að kvíða fylgisleysi. Oft hefur bréfritara orðið hugsað til þess hvers vegna þing- menn, einkum hinir yngri, sem þóeru hlynntir og fylgjandi öllum þessum málum, þora ekki að láta uppi skoð- anir sínar, án þess að viðhafa um þau slíka skrúðmælgi að kjósendur standa sem steini lostnir vegna hræsni þessara stjórnmálamanna. Auðvitað er þjóðaratkvæða- greiðsla beinasta leiðin til þess að fá, úr þessum málum skorið i eitt skipti fyrir öll. En kannske tekur einhver væntanlegra prófkjörsframbjóðenda sig til og setur þessi stefnumál á odd- inn. Það er ekki öll nótt úti um að •enn finnist nógu kjarkmiklir einstakl- ingar tii þess að halda fram sann- færingu sinni frammi fyrir alþjóð. Og vita mega þeir að þessi mál eru hugleiknari fólki en stjórnmálamenn vilja vera láta, enda láta þeih litið yfir þeim. FRAMBODÍ SJÓNVARPI Borgari skrifar: Eins og allir vita er sjónvarp til margra hluta nauðsynlegt. Innlendir samtalsþættir eru að margra dómi það allra skemmtilegasta efni sem boðið er upp á. í þættinum Umheimurinn, sem fluttur var 9. þessa mánaðar, var rætt um tvö efni, Kúbudeiluna þá nýrri og um hægri og vinstri sveiflu i stjórn- málum. Björn Bjarnason var viðmælandi stjórnanda um fyrra efnið, og eins og vænta mátti var Björn hinn áheyri- legasti. Hann er fróður um utanrikis- mál og fylgist auðheyrilega vel með málum; ræddi hann efnið frjálst og óhikað og kom vel fyrir. Ólíkt öðr- um, sem koma á skerminn og geta vart tjáð hug sinn vegna formfestu og tilbúinna „settlegheita”. Seinna efnið, hægri og vinstri sveiflu, ræddu svo tveir aðilar, þeir Jón Ormur Halldórsson og Engilbert Guðmundsson, og sýndist hvorum sitt um það efnið sem vonlegt var. Það sem vakti athygli þess er þetta ritar var þó þétta. Þarna voru tveir af yngri kynslóðinni að ræða stjórnmál og af allt öðrum sjónarhóli og raun- hæfari en fólk á að venjast af hinum örþreyttu og vart mælandi stjóm- málamönnum okkar. Sérstaklega bar af málflutningur Jóns Orms Halldórssonar, sem virtist koma mjög vel undirbúinn til við- ræðnanna eins og vera ber, og flutti mál sitt á þann veg sem kunnáttu- menn einir gera. Auðvitað ætlaði sjónvarpið ekki að tefla vísvitandi fram einum eða öðrum væntanlegum framboðs- kandidötum, en oft ráða tilviljanir og ótrúlega margir áhorfendur leggja oft saman tvo og tvo í þeim efnum, þegar, horft er á nýja menn áskerminum. Og það virðist vera miklum mun meira um unga og efnilega menn „bakatil” i stjórnmálafiokkunum en forystulið flokkanná og fastalið þeirra á þingi vilja vera Iáta. Og lái þeim það nokkur! Þeir eldri eru margir ekki samkeppnishæfir lengur. Væntanlega breytist þetta mikið í næstu kosningum, ekki sizt þar sem prófkjör verða haldin. Og a.m.k. má Sjálfstæðisflokkurinn vel við una, því hartn virðist eiga meira mannval en fólki er almennt talin trú um. Það sáum við t.d. í sjónvarpsþættinum Umheimurinn þriðjudaginn 9. októ- ber. Björn Bjaraason er óllkur mörgum „öðrum sem koma á skerminn og geta vart tjáð hug sinn vegna formfestu og settlegheita,” segir bréfritari. ÍSLAND TÉKKÓSLÓVAKÍA Laugardalshöll Þriðjudag 16. okt kl. 20.30 Forsala við Út- vegsbankarm í dag frð 16-18 og í Laugardals höHfrákl. 18.30. Handknattleikssamband Isl. Ólafur H. Jónsson, fyrirliði. ✓ Margrét Skúladóttir kennari: Ég vil ekkert um það segja. Ég vona bara að þessa stjórnarkreppu laki af sem fyrst. Spurning dagsins Hvernig lízt þér á Vilmund sem dóms- mólaráðherra? Katrin Jónsdóttlr verzlunarmaðurr Ágætlega. Ég er viss um að honum fylgir ferskt- andrúmsloft og hann 4 eftir að hrista duglega upp i kerfinu. Erling £rístjánsson járnsmiður: Ég veit ekki. Ég hlæ bara að hugmyndinni. Ég hugsa að ekkert breytist þó Vilmundur komi til. 'Björg Hjartardóttir verzlunarstjóri: Ætli það verði ekki bara gott. Nógu er hannhress itali. Haraldur Stefánsson fv. eftirlitsmaður: Mér lizt vel á hugmyndina. Hann getur að minnsta kosti opnað umræðu um hlutina, þó ekki væri annað. Skúli Skúlason nemi: Mér er alveg sama. Ég hugsa að Vilmundur sé hvorki betri né verri en aðrir. Það er allt i lagi að leyfa honum að reyna, hann hefur þá tækifæri til að sýna hvað hann getur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.