Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. MIKIL LEYND YFIR VETRARDAGSKRÁNNI Ólafur R. Einarsson formaður út- varpsráðs tjáði DB ekki alls fyrir löngu að fyrirhugað væri að hafa samfellda tónlist frá kl. 1—4 á daginn og sleppa þar með föstum póstum eins og popp- hornum eða láta þau renna í bland þessara vinnulaga. Gert er ráð fyrir að þessi breyting verði með tilkomu vetrardagskrár sem hefst 27. október n k. Marta Thors hefur þetta skipulag með höndum en hún er starfsstúlka i tónlistardeild út- varpsins. Marta sagði í samtali við DB að þessi dagskrá væri enn í smíðum og vildi þvi ekki segja neitt hvernig þetta kæmi til með að vera. Marta var að því spurð hvort útvarpsráð ætti eftir að taka sína ákvörðun. „Bæði og,” sagði hún en vildi ekki „auglýsa” það nánar eins og hún orðaði það. Mikil leynd virðist hvíla yfir vetrar- dagskrá útvarpsins og hefur því reynzt mjög erfitt að fá nokkrar upplýsingar um það mál. Útvarpsráð mun á fundi sinum í dag væntanlega fjalla um DB-mynd: Bj. Bj. V.___________________ ORKA—sjónvarp kl. 20.35: vetrardagskrána og er vonandi að al- menningur i landinu fái að vita eitthvað áður en langt um líður. Maður gæti álitið að einhverra stórtíðinda væri að vænta. . . Eða er hér aðeins um einka- mál útvarpsins að ræða? -ELA. Ómar Ragnarsson fréttamaður stýrir umræðum um stjórnmálaástandið I landinu I umræðuþætti í sjónvarpi i kvöld. UMRÆÐUR—sjónvarp kl. 21.45: r Hvernig skal draga ur RITSTJORAR hitunarkostnaði Magnús Bjarnfreðsson mun fræóa og Magnús Torfi Ólafsson flytur erindi okkur um inniend orkumál i sjónvarpi f um alþjóðleg orkumál f útvarpi. kvöld.... Orka nefnist þáttur sem sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 20,35. Sá þáttur er í umsjá Magnúsar Bjarnfreðssonar. Fjallar hann um aðferðir til að bæta einangrun húsa til að draga úr hitunar- kostnaði. Þátturinn er tuttugu mín., langur. Orkumál hafa verið ofarlega á baugi síðustu vikurnar og verða sennilega eitthvað áfram. í síðustu viku sýndi sjónvarpið tvo þætti um orkumál. Annar var frá Tvind-skólanum í Danmörku en hinn endurtekinn þáttur Magnúsar Bjarnfreðssonar frá því i mai um orkunotkun og innlendar orku- lindir. Útvarpið virðist einnig hafa áhuga fyrir orku því i kvöld kl. 19,35 mun Magnús Torfi Ólafsson flytja erindi um alþjóðleg viðhorf í orkumálum. Einhvers ættum við þvi að verða vísari um orkuna eftir að hafa hlýtt og horft á alla þessa þætti. -ELA FLOKKSBLAÐANNA — ræða um stjómmálin íbeinni útsendingu UTVARPSSAGAN - útvarp kl. 20.30: DÓTTIR MARX 0G SÓSÍAUSK BARÁTTA HENNAR Um þessar mundir er Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur að lesa þýðingu sína á Ævi Elenóru Marx eftir Chushichi Tsuzuki. Sveinn les valda kafla úr þessari bók. AIls verða lestrarnir 12 og er það u.þ.b. einn þriðji úr bókinni sem Sveinn les. Ævi Elenóru Marx fjallar að mestu um einkabréf hennar og skjöl. Hún barðist mikið fyrir sósialismaí anda föður síns, Karls Marx. Hún háði mjög erfiða baráttu í sínu einkalífi og í bók- inni er vitnað töluvert í bréf sem hún sendi systur sinni, Láru, og sem hún fékk frá henni. Bókin hefur ekki verið gefin út í íslenzkri þýðingu en hún er 300 bls. að stærð. Enska sjónvarpsstöðin BBC hefur gert myndaflokk um ævi Elenóru og sagði Sveinn að hann hefði látið íslenzka sjónvarpið vita um þá þætti. Sveinn sagðist hafa séð þessa bók erlendis á sínum tíma í London og hafi hann þýtt hana úr ensku. Sjálfur höfundur bókarinnar, Chushichi Tsuzuki, er japanskur. Lestur sög- unnar í kvöld hefst kl. 20,30 og er það annar lestur. -ELA. Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur les i kvöld annan lestur þýðingar sinnar i Elenóru Marx. Ómar Ragnarsson fréttamaður er með umræðuþátt í sjónvarpi í kvöld kl. 21.45. Að þessu sinni mun Ómar leiða á sinn fund ritstjóra pólitísku dagblað- anna. Umræðuefnið verður að sjálf- sögðu stjórnmálaástandið i landinu og það sem því fylgir. Efþættinum svipar eitthvað til Kastljóssþáttarins á föstu- dag megum við eiga von á þrælgóðum þætti. Stjórnandi útsendingar er Þrándur Thoroddsen. Þátturinn er klukkustundar langur. -ELA UTB0Ð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í að reisa stöðvarhús II og byggja spennistöð í Svarts- engi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja Vesturbraut 10A Keflavík og Verkfræðistofunni Fjarhitun Álftamýri 9 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 16. október gegn 75 þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja 5. nóvember 1979 kl. 14. Danskir skápalampar Verð: kr. 8.610.- 45 cm á lengd Verð: kr. 8.880,- 90cmðlengd Raf Kóp Raftækjaverzlun Kðpavogs hf. Hamraborg 11 - Kópavogi, simi 43480.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.