Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 13
Rotring téiknipennar og teikniáhöld fást i þægilegum einlngum fyrir skóla og teiknistofur. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfs8trœti 2 Sími 13271 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. 0KTÓBER 1979. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir m Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sigurður Sverrisson Skoruðu aðeins 8 mörk Norska í. deildarliðið Nordtrand setti um daginn met sem Norðmenn telja að seint verði slegið. Þá lék' liðið við Stavanger IF í 1. deildinni i handknattleikn- um og tapaði 8— 25. Hefur ekkert lið, hvorki fyrr né síðar, gert svo fá mörk í 1. deildarleik í Noregi. I sömu umferð vann botnliðið Görup Refstad 18—16 og þóttu það heldur tíðindi. Hooley til Lilleström? Allar líkur eru talar á því að Joe Hooley, sem gerði ÍBK að meisturum árið 1973 og hefur verið við stjórnvölinn hjá Lilleström, gerist þjálfari Skeid á næsta ári. Þá eru miklar líkur taldar á að Lilleström fái til liðs við sig QPR-leikmanninn Ron Abbott, sem er upp á kant við Tommy Docherty og vill komast burtu. Hálf milljón fyrir 11 rétta í 8. leikvjku getrauna komu fram 3 seðlar með 11 rétlum og var vinningur á hvern kr. 528.000. Með 10 rétta voru 52 raðir og vinningshlutinn kr. 13.000. Þátttaka í getraunum hefur vaxið jafnt og þétt i haust og á laugardaginn var metþátttaka í krónutölu frá upphafi. Alls seldu íþróttafélögin 90 þúsund raðir og sölulaun þeirra námu samtals um 1,1 millj. kr. Alls mun þetta vera sem svarar 1/3 úr röð á ibúa, en í Noregi er þátttakan 25 sinnum meiri að meðal- tali yfir árið, rúmlega 8 raðir á íbúa á viku hvcrri. Á 9. seðli hefur slæðzt með leikur, sem þegar hcfur farið fram. Leikurinn Wrexham — Birming- ham er ógildur. Jóhannennbeztur Um helgina lauk fyrsta opna badminionmótinu á þessu keppnistímabili. Keppt var í einliðaleik karla og kvenna, og var mótinu þannig háttað, að sá sem tapaði fyrsta leik fór í sérstakan aukaflokk, þar sem áfram var keppt til úrslita. 45 keppendur frá 7 félögum tóku þátt í mótinu en leikir urðu samtals um 60. Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hérsegir: Karlaflokkur: Jóhann Kjartansson TBR sigraði Brodda Kristjánsson TBR, 15/12 og 15/10. Kvennaflokkur: Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði Sif Friðleifsdóttur KR, 11/5 og 11/1. Aukaflokkur karla: Helgi Magnússon ÍA sigraði Þorgeir Jóhannsson TBR, 15/8, 11/15 og 15/10. Aukaflokkur kvcnna: Sigríður M. Jónsdóttir TBR sigraði Elínborgu Cuðmundsdóttur BH, 11/0 og 11/3. Opið ungiingamót Sunnudaginn 28. október verður haldið á vegum unglingaráðs TBR opið unglingamót í badminton í TBR húsinu. Keppt verður i tvíliða- og tvcnndarleik eftirtalinna flokka: Piltar — stúlkur (1961—1962) Drengir — telpur(1963—1964) Sveinar— meyjar(1965—1966) Hnokkar — tátur (1967 og síðar). Mótið hefst stundvislega kl. 1.30 e.h. Þátttöku- gjöld verða eftirfarandi: í flokki pilta og stúlkna 2000 kr. i hvorri grein, í flokki drengja, telpna, sveina og meyja 1500 kr. í hvorri grein og í hnokka- og tátuflokki kr. 1000 í hvorri grcin. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt unglinga- ráði TBR fyrir miðvikudaginn 24. október nk. Btt og annað f rá Englandi Dave Watson B-liðið vann ,frískand i jógurtdiykkur hollur Manchester United virðist ekki ætla að láta sér nægja að kaupa einn mið- herja árlega. Nú á síðustu vikum hefur félagið ákaft reynt að fá Kevin Mabbutt frá Bristol City til liðs við sig. Kaupverðið, ef af kaupum verður, mun verða um 750.000 sterlingspund. Þó er engan veginn víst að United geti krækt í hann þvi Malcolm Allison, fram- kvæmdastjóri City, ætlar að leggja allt í sölurnar til að verða á undan. Mabb- utt er aðeins 21 árs gamall og myndi því sóma sér vel á meðal jafnaldra í liði City. ,,Við erum engir vinir í augnablik- inu,” sagði Bobbv Robson er hann var Clapton hefur um árabil „framleitt” unga og efnilega leikmenn, sem síðan hafa farið til atvinnufélaganna og hafa Lundúnaliðin einkum notið þar góðs af. Ætlunin er að bæta æfingaaðstöðu alla mjög mikið og með því vonast Anderlecht til að lokka unga pilta til félagsins, sem Anderlecht gæti síðan notað í Belgiu. Þykir brezkum blöðum sem ensku liðin hafi laglega látið snúa á sig í þessum efnum. DaveWatson „kominn heim” — skrifaði f gær undir samningvið Southampton góðan sigur —sviptingar framundan f félagaskiptum spurður hvort það væri rétt að leik- menn hans hefðu orðið að horfa á Ieik Ipswich og Arsenal mörgum sinnum á video-skermi. Kvað Robson það rétt vera að ekki veitti þeim af að læra af eigin mistökum. Orð að sönnu því Ips- wich situr nú á botni deildarinnar. Steve Daley mun ekki leika meira með City fyrr en í byrjun næsta mán- aðar vegna meiðsla. Hann var sem kunnugt er keyptur frá Úlfunum á 1,4 milljónir punda en meiddist fljótlega eftir komuna til Manchester. Hann brákaði tá í einum leiknum og hefur ekki getað leikið síðan. Newcastle og Sunderland berjast nú hatrammlega um að krækja í hinn lág- vaxna framherja Middlesbrough, Stan Cummins. Kaupverðið á Cummins, sem er aðeins tvítugur, mun vera áætlað um 300.000 pund. Roger Kenyon, sem á sínum tima tók við miðvarðarstöðunni af Brian Labone hjá-Everton, hefur ekki komizt í aðallið félagsins um langa hríð. Allar líkur eru á að hann haldi til liðs við Bristol City fyrir 30.000 pund í þessari viku. Coventry, sem hefur um árabil átt í miklum fjárhagsvandræðum, tókst aldrei þessu vant að sýna hagnað á sl. keppnistímabili. Félagið kom út með rúmlega 64.000 punda hagnað. Belgíska stórliðið Anderlecht, sem bjórfyrirtækið Gueuze Belle Vue styður dyggilega fjárhagslega, hefur nú komið sér upp útibúi í London, ef svo má segja. Bjórfirmað hefur ákveðið að styðja einnig fjárhagslega við bakið á hálfatvinnumannaliðinu Clapton, sem leikur í Isthmian-deildinni og er i Austur-Lundúnum. B-landslið Englendinga sigraði í gær- kvöld landslið Nýja-Sjálands, sem er á keppnisferðalagi um Bretlandseyjar þessa dagana. Lokatölur urðu 4—1 eftir að staðan hafði veriö 1—0 í hálf- Enski landsliðsmiðvörðurinn kunni, Dave Watson, skrifaði i gær undir samning við Southampton. Er þvi kominn heim aftur eftir stutta dvöl í Vestur-Þýzkalandi. í sumar gerði Wat- son, sem er 32 ára, samning við Werder Bremen og lagði þýzka félagið út 200 þúsund sterlingspund. Reikna má með, að það hafi fengið þá peninga aftur frá Southampton. í haust fékk Watson strangan dóm — var dæmdur frá keppni í þrjá mán- uði fyrir að hrinda mótherja frá sér, sem ætlaði að slá hann. Þótti sá dómur furðulegur og varð ástæðan til þess að Watson vildi komast aftur í ensku knattspyrnuna. Hann hefur verið fasta- maður sem miðvörður í enska landslið- inu i mörg ár. Watson hóf keppnisferii sinn hjá Notts County en eftir að hann fór þaðan til Rotherham vakti hann verulega athygli, einkum sem miðherji. Sunderland keypti hann fyrir 100 þús- und pund frá Rotherham en síðan lá leiðin til Manc. City. leik. Mörk Englands gerðu þeir Hoddle, Flanagan og Hilaire og eitt markanna var sjálfsmark. Hoddle þykir nú líklegur í A-landsliðiö. Áhorf- endurvoru tæp 10.000. Þorbergur Aðalsteinsson er hér i kröppum dansi i leiknum við Tékka í gær. Hann skoraði þrjú gullfalleg mörk og bætir vonandi um betur í kvöld þegar siðari leikurinn fer fram. DB-mynd Hörður. mm . BVwjBa EUsí'&ðf viSurkenndir úrvals pennar fyrir ■ atvinnumenn, kennara og námsfólk Mk Bjarni Guömundsson skorar hér fyrra mark sitt í leiknum viö Tékkana í gær. DB-mynd Höröur SÓKNARLEIKURINN BRÁST 0G TÉKKAR UNNU NAUMAN SIGUR - þrátt fyrir góða markvörzlu og f rábæra vöm í síðarí hálfleik mátti landinn þola 15-17 tap gegn Tékkunum ,,Ég er ánægður með útkomuna því satt að segja reiknaði ég með verri út- komu en þetta,” sagði landsliösein- valdurinn Jóhann Ingi Gunnarsson eftir að íslendingar höfðu tapað naumlega fyrlr Tékkum, 15—17, í Höllinni í gærkvöld. „Unglingalands- liðið vann Ld. A-landsliðið mjög sannfærandi fyrir stuttu en við áttum tvimælalaust að fá annaö stigið ef ekki bæði í þessum leik. Við fengum færin til þess en nýttum þau ekki. Éin- beitingu skorti undir lokin þegar staðan var jöfn og allt í járnum. Þá má taka það fram að Ólafur H. Jónsson og Stefán Gunnarsson eru að mínu mati ekki í fullri æfingu og þar ofan á bættist að þetta var ekki dagur Ólafs Jónssonar í Víking. Hvort við sigrum á morgun skal ég ósagt látið en ég mun gera tvær breytingar á liðinu. Þeir Hörður Harðarson og Sigurður Gunnarsson munu koma inn og Steinar Birgisson verður annar þeirra sem fer út. Óljóst er hver hinn veröur. En fáum við sömu markvörzlu og sömu vörn hjá okkur og í kvöld er ég bjartsýnn á að okkur takist að laga sóknarleikinn og vinna Tékkana. Þeir eru vissulega með gott lið en engan veginn ósigrandi.” Liðsuppstillingin óvœnt í byrjun Liðið, sem hóf leikinn í gær var þannig; Ólafur Jónsson, Ólafur H. Jónsson, Bjarni Guðmundsson, Steindór Gunnarsson, Páll Björgvins- son, Steinar Birgisson og Jens Einars- son. Það vakti athygU að Ólafur H. Jónsson lék úti en ekki á línunni eins og hann hefur gert um árabil. „Ólafur er ekki lengur linumaður i mínum augum,” svaraði Jóhann Ingi er hann var spurður um þessa ákvörðun sína að nota Ólaf ekki á línunni. Þá kom mjög á óvart að Steinar Birgisson skyldi byrja inn á. Þetta var hans fyrsti lands- leikur og greinilegt var í byrjun að taugaspennan þjakaði hann mjög. Jaf nt f raman af íslenzka liðið hóf leikinn dálítið ráðleysislega og strax í upphafi tóku Tékkarnir til bragðs að „klippa út” homamennina mjög framarlega og var því ógnunin úr hornunum sáralítil. Þeir héldu uppteknum hætti út leikinn með góðum árangri. Steinar fiskaði víti strax í upphafi og Páll Björgvinsson, sem átti mjög góðan leik í gærkvöld, skoraði úr því af öryggi. Voru þá liðnar 3 og hálf mínútu af leiknum. Polivka svaraði fljótt fyrir Tékkana úr hægra horninu en Bjarni Guðmundsson kom íslandi yfir á ný eftir fallega sendingu Ólafs H. Jónssonar. ísland fékk svo möguleika á að ná tveggja marka for- skoti er Bjarni gaf laglega á Steindór, sem var gróflega hrint. Ekkert dæmt og Tékkar brunuðu upp og skoruðu. Polivka kom þeim svo yfir áður en Páll jafnaði metin, 3—3, eftir 9 mínútur. Papiernic erfiður Þá var komið að þætti Jaroslav Papiernic. Af þeim 14 mörkum, sem Tékkarnir skoruðu eftir þetta gerði hann 9. Hann kom þeim yfir, 4—3, úr vítakasti en Bjarni jafnaði með gullfallegu marki úr hraðaupphlaupi, sem allt of sjaldan tókust hjá landan- um. Virtist oft nokkurs misskilnings gæta hjá leikmönnum og leikurinn var dempaður niður oft þegar möguleiki gafst á hraðaupphlaupi. Salivar og Homilka komu Tékkunum í 6—4 en Þorbjörn minnkaði muninn með fallegu marki og skömmu síðar jafnaði Páll metin með marki algerlega á eigin spýtur. Staðan 6—6 eftir 20 mínútur. Papiernic skoraði næstu tvö mörk og síðan var Homoíka vikið af leikvelli fyrir gróft brot. Tékkarnir léku eins fast og frek- ast var kostur og einkum og sér i lagi tóku þeir Þorberg Aðalsteinsson óblíðum tökum. Þorbjörn skoraði, 7— 8 og síðan var dæmdur ruðningur á Tékkana. Ekki tókst að jafna metin í næstu sókn en í stað þess skoraði Papernic úr vítakasti. Ólafur H. Jónsson skoraði síðan úr hraða- upphlaupi og annað slíkt misfórst strax á eftir. Papiernic var enn á ferðinni með vítakast en Þorbjörn Guðmunds- son átti lokaorðið í hálfleiknum er hann skoraði gott mark. Siðari hálfleikurinn hófst á því að Jens varði mjög vel og Bjarni fékk knöttinn upp í hægra horninu í góðu færi. Hirner varði slakt skot hans. Papiernic svaraði fyrir Tékkana og hafði þá gert 5 mörk í röð. Rétt á eftir bætti Simek öðru marki við og staðan var orðin 9—12 eftir aðeins þrjár mínútur. Homolka var síðan vikið af leikvelli aftur og Páll minnkaði muninn úr víti. Þá var Stefáni vikið af velli og Papiernic reif sig lausan og skoraði. Enn héldu útafrekstrarnir áfram og næst var Simek vikið af velli og Þor- björn minnkaði muninn í 11 — 13. Jens var eins og berserkur íslenzka liðið skoraði aðeins eitt mark fyrstu 10 mín. síðari hálfleiks — ekki ný bóla það. Það var Jens Einars- son, sem hélt liðinu þá á floti með því að verja 5 skot. i heild átti Jens mjög góðan leik. Nú fylgdust að góð markvarzla og frábær vörn. Tékkarnir skoruðu aðeins 2 mörk á 21 minútu. Geysileg barátta var í vöminni og áhorfendur tóku loks við sér er þeir sáu fram á möguleika á jafntefli eða e.t.v. sigri. Steindór fisk- aði víti sem Páll skoraði úr af öryggi en Papiernic skoraði enn úr víti og munur- inn var tvö mörk áfram, 14—12. Þorbergur í stuði Þorbergur Aðalsteinsson, sem hafði verið rólegur til þessa tók heldur betur á sig rögg og hann skoraði 13. markið með fallegu skoti. Simek svaraði fyrir Tékkana eftir að athygli varnarmanna hafði öll beinzt að Papiernic. Simek gleymdist hreinlega í vinstra horninu og vippaði örugglega yfir Jens. Þorbergur minnkaði muninn 14—15 og síðan fékk ísland möguleika á að jafna. Löng sókn þar sem brotið var illa á sóknar- mönnum íslands aftur og aftur. Loks reyndi Páll skot — slegið var á hönd hans en ekkert dæmt. Tékkarnir brun- uðu upp, en Jens varði. Þegar 7 mín. voru eftir jafnaði Þorbergur með miklum þrumufleyg og allt var á suðupunkti í höllinni og langt síðan eins mikil stemmning hefur verið þar. Undir lokin vantaði strákana ein- beitingu til að halda aftur af Tékkun- um og tvö mörk á síðustu þremur mínútunum færðu þeim nauman sigur. Margt jákvætt Þrátt fyrir tapið er hægt að líta björgum augum á síðari leikinn i kvöld. Markvarzlan í gær var mjög góð svo og vörnin — einkum lokakaflann. Jens varði alls 14 skot í leiknum og oft tókst varnarmönnunum að stöðva skot Tékkanna í fæðingu. Það var hins veg- ar sóknarleikurinn sem brást að þessu sinni. Leikmenn fengu færi sem ekki nýttust en það var heldur enginn aukvisi í tékkneska markinu. Hirner varði 16 skot. Lítil ógnun var í leik íslands einkum framan af og vantaði þá að blokkerað væri fyrir Þorberg og Þorbjörn. Reyndar vantaði landann skyttur í gær en því verður kippt í liðinn. Hornamennirnir komu ekki vel út og Tékkarnir sáu mjög skemmtilega við þeim. Tóku á móti þeim mjög framar- lega og það setti skarð í sóknina. Breiddin varð ekki eins mikil og erfiðara að opna göt á miðjunni. Þeir leikmenn íslenzka liðsins sem komu bezt út í gær voru Jens Einars- son, Þorbjörn Guðmundsson, Páll og Þorbergur Aðalsteinsson í lokin. Bjarni átti einnig góðan leik en erfitt var um vik hjá honum. Steindór barðist mjög vel á linunni svo og Ólafur H. Jónsson. Steinar náði sér ekki á strik en stóð sig vel i vörninni þann tíma, sem hann var með. Erlendur var lítið með og þeir Ólafur Jónsson Víkingur og Stefán Gunnarsson áttu slakan dag. Með jafngóðri baráttu i vörninni og Jens í stuði í kvöld ætti sigur hæglega að geta náðst með meiri ógnun í sókninni. Fyllsta ástæða er til að hvetja fólk til að sjá leikinn í kvöld. Leikurinn í gær gaf góð fyrirheit og engin ástæða til að ætla annað en skemmtilegur leikur verði á dagskrá í kvöld. -SSv. íþróttir Leikurinn ítölum. TÍ = tmm *© w ■o c _ m ■O k> :C •c C S 3 *o CQ eu « cq tr. k. « U c o JX /1 ’C *CQ Ic E S C -5 <s> IZ o CQ CQ oc DS > CQ u U. Ólafur H. 1 1 1 1 2 2 Páll Bj. 5 3 1 2 1 St. Steinar 1 2 Þorbcrgur 3 1 1 Bjami G. 2 1 2 Steindór 1 1 3 Þorbjörn G. 4 2 Ólafur J. 4 Erlendur 2 Stefán G. Jens varði 5 skot I fyrri hálfleik og 9 i þeim síðari. Sóknir islenzka liðsins voru 39 og gáfu 15 mörk, sem er tæplega 40% nýting. Steindóri og Stefáni var báðum vikið af velli í tvær mín. en þrír Tékkar fengu kælingu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.