Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Gestakomur hækkuðu meðaltalið —Sonurinn hljóp undir bagga Margir héldu að um prentvillu va;ri að ræða á neytendasíðunni i gær i upptalningu um meðaltalskostnað í ágústmánuði í Bolungarvík. Þar var fáið þið hrikalegar tölur frá mér. En hér þarf skýringar við. Þótt við séum nú aðeins þrjú heimilisföst núna er það ekki alveg sannleikanum sam- Margirhéldu að meðaltalið í Bolungarvík væriprentvilla sagt að meðaltalskostnaðurinn hefði verið 84.567 kr. Það var alveg rétt. Það kom einn seðill frá Bolungarvík og með honum fylgdi eftirfarandi bréf: ,,Ég sá í DB að hæsta talan hjá fjögurra manna fjölskyldu fyrir júli- mánuð var seðill sem kom frá Bol- ungarvík. Ég þarf ekki að gizka á hver fjölskyldan var! En lengi getur vont versnað. Nú kvæmt hvað ágústmánuð varðar. Gestakomur voru mjög tíðar allan mánuðinn; ég tók það saman að yfir allan mánuðinn voru það aðeins fimm dagar sem við sátum þrjú að snæðingi. Sonur okkar og tengda- dóttir með tvö börn voru hér í tíu daga. Tengdamóðir mín i hálfan mánuð, hjón með eitt barn í fimm daga og önnur hjón í tvo daga. Tvisvar var ég með matargesti þar fyrir utan, svo oft var þröngt við GOD UTKOMA A HÚSAVÍK ÞRÁn FYRIR AUKA KJÖT- SKROKKAKAUP Með síðbúnum ágústseðli frá G.S. á Húsavik kom eftirfarandi bréf: „Kæra neytendasíða! Ég er nú víst siðbúin með ágúst- kostnaö, komið fram í október og búin að reikna september lika, en bíð eftir seðlinum. Við vorum farin í fri í september áður en ágústseðillinn kom, og er það ástæðan fyrir drættinum. En þar sem ég er búin að vera með í heimilisbók- haldinu í tæpt ár finnst mér ekki hægt að sleppa einum mánuði úr. Betra er seint en aldrei. Ágúst er ekkert sérstakur fyrir utan að viö keyptum tvo kjötskrokka en minna af öðru, því það átti ég. í september var farið í heildsölu enda er það hár mánuður og október verður það einnig. Þá er það slátrið og meira verzlað í heildsölu. Aðrir mánuðir ættu þáað verða lægri nema l[l neytenda Til sölu sérverzlun Stórkostlegt tækifæri fyrir konu að skapa sér sjálfstæðan rekstur: Glæsileg sérverzlun I barna- og unglingafatnaði á bezta stað I bænum er til sölu. Mjög góður lager, bein innflutningssambönd. Reksturinn er I fullum gangi og jólaösin framundan. Útborgun er samkomulag. Tilboðum sé skilað fyrir 20. október, merkt „Miðbær”, á auglýsinga- deild Dagblaðsins. Verkfræðingar - Tækn'rfræðingar Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða verkfræðing eða tæknifræðing til starfa við byggingar- eftirlit. Frekari upplýsingar veitir undirritaður. Umsóknir sendist til skrifstofu byggingarfulltrúa, Skúla- túni 2, fyrir 30. okt. 1979. Æskilegt að umsókn fylgi upplýsingar um fyrri störf ásamt prófskírteini. Byggingarfulltrúinn í Reykjavik matarborðið og keyptur dýrari matur en ella. Ég tek það fram að ekkert var til í frystikistunni og svo endaði ég mán- uðinn með því að kaupa tvo kjöt- skrokka, svo það ætti að koma betur út næsta mánuð. Til gamans má geta þess að þegar eiginmaðurinn sá þessar tölur hjá mér varð honum að orði: „Þetta getur ekki staðizt! Við höfum eytt meiru en ég hef aflað!” Það er reyndar rétt, en 17 ára gamall sonur okkar hjálpaði til þess að endar næðu saman þennan stóra ágústmánuð. Ég viðurkenni að ég kann ekki að spara í matarkaupum, en samt trúi ég ekki að þessar lágu tölur sem þið fáið frá mörgum séu raunhæfar. Kær kveðja.” Þannig segir í bréfi frá húsmóður- inni okkar í Bolungarvík. Það má kannske segja að ekki fáist rétt meðaltal á mann með því einu að deila með tölu fjölskyldumeðlimanna í heildarútkomuna, en samt verðum við að gera það. Þetta var kostnaður- inn á þessu heimili þennan mánuð- inn. Gestagangur úti á landsbyggð- inni kostar svo sannarlega sitt og í rauninni er það kannske svolítið óréttlátt að gestirnir skuli ekki stöku sinnum láta sitt af mörkum til heim- ilisins, þegar dvalið er langdvölum i fullu fæði hjá ættingjum og vinum. Sennilega er það aðeins af athug- unarleysi sem það er ekki gert. Það þarf enginn að skammast sin fyrir þótt gestir leggi stöku sinnum á borð með sér. Ég heyrði einu sinni sumarbústað- areiganda segja að gífurlegur kostn- aður í sambandi við gestakomur væri þvi samfara að eiga sumarbústað í nágrenni við höfuðborgina. Hvern einasta dag sem verið var í bústaðn- um var allt fullt af gestum, sem komu til þess að njóta útivistar og fengu auðvitað bæði kaffi og mat á staðn- um. Þetta þótti alveg sjálfsagt! En það nær auðvitaðekki nokkurri átt. En það er vist oft svo að við gerum okkur ekki fyllilega grein fyrir því hvað það kostar að kaupa í matinn. Nema núna, eftir að við erum farin að skrifa þetta allt niður á blað. Þess vegna er mjög mikilvægt að fylgjast með þvi í hvað við eyðum peningun- um okkar, — við ættum þá i það minnsta ekki að „liggja uppi á fólki” í marga daga, jafnvel þótt um for- eldra eða börn sé að ræða. Það hefur verið einhver deyfð yfir septemberseðlunum, og okkur vantar enn seðla frá fjölmörgum „föstum” viðskiptavinum okkar. Hvetjum við þá til að fylla seðilinn út hið snarasta 'og senda okkur. - A.Bj. Mun ódýrara að baka smákökumar heima Hér er uppskrift að sérlega góðum eggjasmákökum, sem eru einfaldar og fljótlegar í bakstri. degg 240 gr sykur 240 gr hveiti Þeytið eggin og sykurinn mjög vel og hrærið síðan hveitinu út í. Látið á velsmurða plötu með teskeið. Bakast við frekar góðan hita i rúml. 200°C heitum ofni þar til kökurnar eru ljós- brúnar. Hráefnið í þessa uppskrift kostar í kringum 474 kr. Úr uppskriftinni fengust 70 stykki þannig að hver kaka kostar i kringum 6,77. Uppskrift dagsins Þess má geta svona rétt til gamans að hver smákaka í bakaríi kostar ná- lægt 45 kr. stykkið. Þær eru að visu dálítið stærri en okkar kökur, en uppskriftin í dag er sérlega eggjafrek og því frekar í dýrari kantinum af smákökum að vera. - A.Bj. I náttúrlega desember, sem auðvitað er alltaf hár. Áfram með neytendasíðuna!” Meðaltalið hjá Húsavíkurfjöl- skyldunni okkar reyndist 27.716 kr. í ágúst. Það er svona frekar í lægri kantinum, þrátt fyrir að keyptir voru tveir kjötskrokkar. Hins vegar var „annar” kostnaður talsverður, þannig að í heildina er kostnaður á hvern í fjölskyldunni yfir lOOþúsund kr. Við biðum eftir septemberseðli frá vinkonu okkar fyrir norðan. -A.Bj., Upplýsingaseðill til samanburóar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendió okkur þennan svarscðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimilishostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von I að fá fria mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður i septembermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m Yimx Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.