Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 2
2 Hvar heldur lögreglan sig? 0769—6078 hringdi: Er lögreglan týnd? Ég spyr ekki að tilefnislausu. Þegar maður keyrir Breiðholtsbrautina úr Breiðholtinu og ætlar að beygja i Kópavog þá er það sjaldnast hægt vegna hinnar gífurlegu bílaumferðar, og aldrei sést lögregluþjónn á þessum gatna- mótum. Á þriðjudaginn var beið ég þarna í hálftíma til þess að komast yfir á Smiðjuveginn. Ég hafði verið boðin í mat i Kópavogi og þegar ég loksins komst þangað voru allir búnir að borða. Ástandið þarna hefur í för með sér gífurlega slysahættu og er fyllsta ástæða fyrir lögregluna að gefa þessu máli gaum. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979. Þó umferðarþunginn sé sennilega ekki eins mikill á Breiðholtsbrautinni og á þessari mynd hér, þá er örugglega full ástæða fyrir lögregluna að gefa umferðinni þar gætur. Jóhannes Páll II. Jóneða Jóhannes Örn hringdi: Nýlega var einhver að velta því fyrir sér í lesendadálki DB hvers vegna páfinn væri nefndur Jóhannes Páll á íslenzku þegar hið enska heiti hans er John Paul. Skýringin'á þessu er mjög einföld. Nafn páfa á latínu er Johannes Paulus. Englendingar þýða það með Hirsihmann Útvarps-og sjönvarpsloftnet fyrir litsjónvarpstaeki,-' ■ maénarakerfi og tilheyrandi loftnetsefni Odýr loftnet og göd. Aratuga Heildsala Smasala. Sendum i pöstkröfu. Radíóvirkinn Týsgötu 1 - Simi 10450 John vegna þess að þeir hafa ekki annað orð. Á íslenzku er hins vegar alþekkt nafnið Jóhannes og þvi óþarfi að kalla páfann Jón þótt Englendingar neyðist til þess. Undarleg framkoma bflstjóra ÆvarÆvarsson hringdi: ,,Þann 11.10 kl. 12.09 ætlaði ég að taka Kópavogsstrætó í austurbæinn og þar sem strætóbílstjórar fara yfir- leitt af stað alveg strax, jafnvel þó áætlaður brottfarartími sé ekki kom- inn, þá hljóp ég yfir götuna i stað þess að fara yfir gangbrautina. Þegar vagninn kom neitaði vagnstjórinn mér um að fara inn i vagninn og var það vegna þesss að ég fór ekki yfir gangbrautina. Einnig bar hann því við að ég væri of skítugur. Því gat ég hins vegar ekki gert af þar sem ég var að koma úr vinnunni en ég vinn i Hampiðjunni. Mér þætti gaman að vita hvort slík framkoma vagnstjóra sé réttlætanleg. Raddir lesenda Skrýtin vinnubrögð Morgunblaðsins Pólitískur fjandi Ragnars Arnalds segir: 1 minni sveit þóttu það skrýtin vinnubrögð hjá Morgunblaðinu sl. helgi, þegar hlakkaði í blaðinu yfir aðför ribbalda nokkurs að heimili Ragnars Arnalds í Varmahlíð. Morgunblaðið er líklega eina blaðið í heiminum á þessari öld, sem hendir .gaman að sálarvoluðu fólki og gerir sér pólitíska fæðu úr atferli þess. Þegar menn sem ekki ganga heilir til skógar taka hús á ráðherrum landsins með ofbeldi, jafnvel þótt þeir séu að mótmæla embættisglöpum ráðherra, á ekki að skrifa um það spéfréttir með hálfkæringi. Það á heldur ekki að varpa neinum hetjuljóma á slikar gerðir eða nota sem grýlu á störf ráð- herra. Þar þarf heiðarlega gagnrýni ogafnógu er að taka. Hvernig héldi Morgunblaðið að næsta umhverfi við Dyngjuveginn liti út í dag, ef allir landsmenn, sem teldu sig eiga harma að hefna vegna t.d. efnahagsstefnu i tíð ríkisstjórnar for-- manns blaðstjórnar Morgunblaðsins, Geirs Hallgrímssonar, fyrrv. for- sætisráðherra, tækju hús á þeim hjónum og byðu upp á líkams- meiðingar og náttúruspjöll? Ætli það stæði þá steinn yfir steini í Laugar ásnum! Morgunblaðið verður að taka sig saman í andlitinu í þessum efnum. Sálarkvalir ólánsmanna eru ekki til- efni hetjukvæða eða pólitísk víti til varnaðar fyrir ráðherra. Þær heyra undir læknavísindin. Húsnæðismál: Stefna Magnúsar er vopn gegn verðbólgu Krati hringdi: Ég held að það sé mjög nauðsyn- legt að stefna sú sem Magnús H. Magnússon markaði í húsnæðismál- um nái fram að ganga þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé fallin. Að mínu mati er þó brýnt að vissar endurbætur verði á stefnunni einkum í þá átt að hún komi fyrr til framkvæmda i allri sinni dýrð heldur en gert er ráð fyrir. Þar á ég við að 80% markinu verði náð fyrr en gert er ráð fyrir. Ég held að slík stefna, sem byggir á verðtryggingu húsnæðismálalán- anna, sé sterkt vopn í baráttunni gegn verðbólgunni. Þá geta húsbyggjendur ekki lengur talið sér trú um að þeir græði á verðbólgunni. Það er ekki svo lítið atriði. Öruggasta vopnið í baráttunni gegn verðbólgunni er það að allur almenningur sameinist gegn henni. Það hefur þegar sýnt sig að stjórnmálamenn hafa ekkert þrek til að berjast gegn henni. KRATAR OG JAN MAYEN DRAUGUR Grandvar skrifar: Engin raunveruleg skýring hefur enn fengizt á þvi hvers vegna Alþýðu- flokkurinn hleypur nú úr ríkisstjórn, og kannske verður það aldrei upplýst til almennings. Hins vegar má telja fullvíst að aðalástæðan fyrir brotthlaupi þeirra nú sé sú að þeir óttast afleiðingar deilu okkar við Norðmenn út af Jan Mayen og sem aldrei þurfti upp að koma. Og hvernig ættu islenzkir kratar að geta staðið í harðvítugum deilum við norska flokksbræður sína eftir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt íslenzk- um flokksbræðrum sínum gegnum tíðina! Slikt væri útilokað. En talandi um Jan Mayen og það mál allt. Þessi deila er í raun fáránleg og íslendingum til einskis gagns. Við munum engin auðæfi finna þar, sem við ekki höfum hér. Olíusetlög eru þegar fundin við ísland og jafnvel í landinu sjálfu (Flatey) og við höfum nóg með rannsóknir á þeim, þótt við færum ekki að deila rann- sóknum eða réttara sagt að tefja rannsóknir Norðmanna við Jan Mayen líka. Við íslendingar höfum þann ein- staka hæfileika eða áráttu ti! að bera, að um leið og við höfum höndlað ein- hverja möguleika, eins og er um oli- una sem væntanlega er hér til staðar, þá glutrum við öllum möguleikum á nýtingu niður vegna bollalegginga og vangaveltna um hvernig skuli „staðið að” framkvæmdum! Við látum kommúnista alltaf teyma okkur áfram og eins verður það með olíurannsóknirnar. Þar ráða vinstri öflin ferðinni, jafnvel þótt þeir séu ekki I stjórn, og þeir finna alltaf einhverja ástæðu. Og nú er það „lífrikið” í hafinusemekki iná hrófla við. En þó erum við sjálfir búnir að koma því fyrir kattarnef, að því er varðar fiskstofna. Þjónusta til fyrirmyndar Hringið í sima 27022 eða skriflð millikl 13 og 15, Ánægður Ford-eigandi hringdi: Menn tala svo oft um það sem miður fer og lélega þjónustu að ég sé ástæðu til að minnast á sérstaklega góða þjónustu sem ég fékk hjá Sveini Egilssyni hf. BUlinn minn bilaði úti á landi. Hann var á mörkum þess að vera í ábyrgð og því auðvelt fyrir þá að komast hjá því aðgreiða þetta. Þeir greiddu hins vegar að fullu bæði varahluti og vinnu og sýndu sér- staka lipurð í sambandi við þessi vandræði mín. Þetta fannst mér mjög til fyrir- myndar og þvi full ástæða til að vekja athygli á því.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.