Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. 2 '------ KAPALLINN GEKK UPP HJÁ KRÖTUM” Einar Jónsson, Hraunbæ 182, skrifar: Talsverðar umræður hafa spunnizt út af brottför alþýðuflokksmanna úr ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. í fyrstu töldu ýmsir að kratar hefðu sýnt hvatvísi þarna og að málið hefði verið lítt undirbúið. Sam sagt, að síðari leikir hefðu ekki verið hugsaðir fram i tímann. Nú virðist hafa komið i Ijós að bragð þeirra kratanna hafi verið þaulhugsað og hafa hinir slyngu stjórnmálamenn þeirra þarna snúið rækilega á þaulreynda garpa eins og Ólaf Jóh. og Lúðvík. Enda hefur „kapallinn gengið upp” hjá krötum: Þeir sitja einir i sviðsljósinu fram yfir kosningar þar sem sjálfstæðismenn treystust ekki til þess að „grípa bolt- ann”, að likindum vegna innanhúss-. erfiðleika við val á hugsanlegum ráð- herraefnum, sem erfitt hefði reynst á þeim bæ, og kommar og framsókn sitja einir uppi með skömmina fyrir hraklega frammistöðu í vinstri stjórninni. Vilmundur Gylfason leggur kapal. Leiðuráróður um Braga Sigurjónsson Smábátaeigendur hafa nú misst aðstöðu sina I Reykjavikurhöfn. — DB-mynd Hörður. Smábátar hraktir úr Reykja víkurhöfn: Var skipað að hypja sig fyrirvaralaust Haraldur Karlsson skrifar: Lítillega hefur verið rætt um trillu- báta í Reykjavík í blöðunum og kemur það ekki til af góðu. Trillubátaeign Reykvíkinga hefur alltaf verið allnokkur, bæði þeirra sem hafa haft útgerð að atvinnu svo og þeirra sem hafa haft hana sér til ánægju og um leið til gagns, bæði til að draga björg i bú svo og til heilsu- bótar. Ég hygg að flestir ef ekki allir kaupstaðir og þorp landsins sem Iiggja að sjó hafi lagt nokkuð á sig til að skapa mönnum aðstöðu fyrir smá- báta, enda draga þeir drjúgan afla að landi og sumsstaðar eru þeir aðal hrá- efnisöflunartækin hvað sjávarafla snertir. Leiðrétting —viðl.des. grein í grein-sem birtist á lesendasíðu DB sl. föstudag féll niður orð í grein eftir Einar Örn Thorlacius. Þetta orð breytti merkingu setningarinnar alveg og skal hún þvi leiðrétt hér. Einar er að fjalla um hátíðahöld stúdenta 1. des. undanfarin ár og segir: „Reyndar hefur lítið borið á hátiðablænum undanfarin ár að dómi allra nema þeirra sem telja að deginum sé bezt varið í ræður um kreppu auðvaldsins og kvenfrelsis- baráttuna séða frá marxisku sjónar- horni." Þessu er allt öðruvísi farið í Reykja- vík. Hér virðast menn ekki sjá hversu mikið gagn bátarnir gera. Þar má nefna grásleppuveiðarnar. Vegna þeirra flyzt inn í landið drjúgur gjald- eyrir. Einnig hygg ég að drýgsti hlut- inn af ýsu þeirri sem er svo vinsæl á borðum Reykvíkinga, sé dreginn að landi af litlu bálunum. Svo er sá afli einnig bezta hráefnið. Tilefni þessara fáu lina er ég hripa hér niður er afstaða sú sem ráðamenn virðast hafa gagnvart smábátunum i Reykjavík. Þeim hefur ekki verið vísað úr höfninni fyrr en nú en látið vera óátalið að þeim væri kúldrað saman við hinar verstu aðstæður, i norðvesturhluta hafnarinnar. Þar er öryggi þeirra mjög lítið, meðal ann- ars vegna þess að þarna er einnig troðið stærri skipum sem bíða við- gerðar eða af öðrum ástæðum liggja ónotuð mánuðum og jafnvel árum saman. Verða þá smábátarnir að víkja en verða ella troðnir undir. Nokkrir smábátaeigendur hafa lengi haft á leigu hjá Reykjavikur- höfn legupláss og er þeim nú skipað að hypja sig fyrirvaralaust, án þess að þeim sé fenginn neinn sambæri- legur staður í staðini: Hefur ^umum komið til hugar að flýja n! Hafnar- fjarðar þar sem aðstaða er öll önnur og mjög til fyrirmyndar og Hafnar- fjarðarbæ til sóma. Á milli tveggja bryggja, fyrir framan hús Slysavarnafélagsins hafði i mörg ár verið ævaforn flotprammi þar sem nokkrir trillueigendur höfðu fengið að festa báta sína við. Prammi þessi er eins og fyrr segir kominn mjög til ára sinna og var því farinn að ryðga svo að víða voru farin að koma á hann göt. Þar af leiðandi hafði hann gert fleiri en eina tilraun til að komast á botninn en þvi var forðað með því að dæla úr honum en svo fór að lokum að hann sökk og tók með sér a.m.k. tvær trillur. Var hann þá hífður upp á hafnarbakkann við illan leik og hvolft þar, sennilega i virðingarskyni fyrir dygga þjónustu og þeim til augnayndis sem leið eiga um staðinn. Reyndar var annar minni og nýrri settur í staðinn. Þessi umræddi staður gæti verið bctur nýttur að minum dómi með því að setja flotbryggju austanmegin sem bryggjan nær og leyfa eigendum smæslu bátanna að sitja einum að staðnum. Myndi hann þá rúma .m.k. stærri hlutann. Sjálfsagt eru til margar lausnir á þessu máli en þetta gæti verið ein' þeirra en númer eitt i málinu er að eitthvað sé gert jákvætt. Við ykkur smábátaeigendur vil ég segja þetta. Þið eruð fjölmennir og eigið marga áhangendur. Hristið nú af ykkur slenið og sameinizt um þá kröfu að fá þolanlega aðstöðu í Reykjavíkurhöfn nú þegar og sér- staka höfn fyrir smábáta siðar. Nógir eru staðirnir sem eru fýsilegir til þeirra hluta. Og margt má fram- kvæma ef viljinn er fyrir hendi. Þeim áróðri er nú lætt að mönn- um, bæði hér norðanlands og i Reykjavik, að Bragi Sigurjónsson al- þingismaður hafi ekki l^ngur hug á að vera í framboði fyrir okkur Norð- lendinga hjá Alþýðuflokknum i Norðurlandskjördæmi eystra. Eins og komið hefur fram i fréttum, og Bragi sjálfur staðfest, er þessi áróður ekki sannleikanum samkvæmur heldur mun hann runninn undan rifj- um Árna Gunnarssonar, Reykvíkings sem ásælist sæti Braga Sigurjóns- sonar, en Árni skipar annað sæti á lista Alþýðuflokksins og situr tæpast allra alþingismanna fiokksins. Við eldri Norðlendingar munum vel þá daga þegar Bragi Sigurjóns- son, þá ungur maður, tók sæti á framboðslista Alþýðuflokksins i Suður-Þingeyjarsýslu í kosningunum 1946. Þá var ekki við ómerkari and- stæðinga að fást en sjálfan Jónas frá Hriflu og Júlíus Havsteen og Leif Auðunsson hjá íhaldinu. (Þá var i framboði fyrir sósialistaflokkinn (kommúnista) Jónas Haralz sem nú Árni Gunnarsson. Kópavogsbúi skrifar: Ung, fráskilin móðir í Kópavogi, með tvö börn, missti mestallt innbú sitt i bruna sem varð að Blómvangi i Kópavogi aðfaranótt I. október sl. Innbúið var allt óvátryggt. Eins og gefur að skilja er tjónið mjög tilfinnanlegt fyrir hana og hún getur á engan hátt bætt sér það sjálf. Góðir íslendingar. Þið hafið alltaf reynzt vel þeim sem bágt eiga. Þess er er æðsti postuli ihaldsins i efnahags- öngþveitinu.) Síðan hefur Bragi Sigurjónsson verið einn sterkasti maður Alþýðuflokksins á Norður- landi og nánast sjálfskipaður leiðtogi okkar. Árni Gunnarsson er hins vegar einn af fulltrúum Reykjavíkur- valdsins i Alþýðuflokknum og er aðeins þekkt rödd í útvarpi en að engu meir. Árni er einn þeirra fjöl- miðlamanna sem sendir eru í fram- boð út á land til að færa meira vald til Reykjavíkur, fyrrverandi ritstjóri hjá Ford og Volkswagen, en á ekkert skylt við norðlenzka alþýðu frekar en Fordfjölskyldan sjálf. Norðlenzkt alþýðufólk mun sækja það fast að hafa Braga Sigurjónsson, drengskaparmann, áfram á þingi fyrir kjördæmið. Bragi sannaði þaðá síðasta Alþingi að hann þorir að taka ákvarðanir en lætur ekki hrifast með straumnum i skripaleik fjölmiðla- hópsins sem sprengdi rikisstjórnina með fulltingi Árna Gunnarssonar. Nokkrir sýslungar. Bragi Sigurjónsson. vænzt að svo verði enn í þetta sinn með peningaframlögum eða öðru sem aðgagni gæti komið. Ég vænti þess að DB muni einnig bregðasl vel við og taka á móti fram- lögum. Athugasemd DB: Framlögum má koma til gjaldkera Dagblaðsins i Þverholti 11. MISSTIALLT SITT í BRUNA — DB tekur á móti f ramlögum rWíííííí#!* Erum f luttir með allt okkar haf urtask! Varmi Bilasprautun Auóbrekku 53. Sími 4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.