Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. Sjálfstæður - óháður eVisfttf Til sölu eru 30—40 hlutabréf í Sendibílum hf. Stöðin er nú tilbúin til þess að taka til starfa. Verði hlutabréfanna er mjög stillt í hóf og sam- svarar aðeins fárra mánaða leigugjaldi annars staðar. Hlutabréfseiganda er, að sjálfsögðu, ekki hægt að segja upp stöðvarplássi. Hann er því öllum óháður og algjörlega sjálfstæður atvinnurekandi. Allar nánari upplýsingar verða gefnar í húsa- kynnum stöðvarinnar að Borgartúni 24 milli kl. 2 og 4 í dag. Engar upplýsingar verð^gefnar í síma en bent er á síma 75485 á öðrum íímum. Þá sem þegar hafa haft samband við okkur biðj- um við að fjölmenna. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septembcrmánuð 1979, hafi hann ekki verið prciddur i siðasta lajji 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir cindaga uns þau eru orðin 20% en síðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mán- aðar cftir eindaga. Fjármálaráðuneytió, 19. október 1979. Ljósmyndarar Til sölu.Durst RC P 40 framköllunarvél fyrir lit- pappír og Durst RC 5600 fyrir 50 cm breiðan RC-pappír. Tækin eru notuð en vel með farin. Upplýsingar í símum 12644 og 83214. feugeot 604 SL árg. '77. Nýinnflutt- ur. Ekinn aðeins 20 þús. km. Leður- Ulæddur, sjálfskiptur með vökvastýri oþ -bremsum. V-6 vél. Ohcvrolet Nova árg. '74. Einn eigandi. 6 eyl., sjálfskiptur með vökvastýri og - brcmsum. Litið keyrður. Til sýnis á staðnum. i Bill í sérflokki: VW Passat TS árg. '74. allur gegnum tekinn. Nótur upp á 900 þús. fylgja. 2 dekkjagangar. Fallegur að utan sem innan. Fasteign á hjólum: Volvo 244 árg. '74. Útvarp og segulband. Litað gler hring- inn. Hvitur en bláröndóttur að innan. Aldrei þessu vant með Volvo — góð kjör. BÍLAKAUP SKEIFAN 5, R 'SlMAR 86010 - 86030 Landsvirkjunarsamningurínn felldur í borgarstjóm: Var það tap eða ávinningur? —DB leitaði til fróðra manna og spurði hvaða afleiðingar úrslitin í borgarstjórn gætu haft Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsveitustjóri: Óheppi- legt að fara skref ið í einu stökki Rafveitustjóri Akureyrar um andstöðu Reykvíkinga við sameignarsamning um Landsvirkjun: Reykvíkingar græða ekkert nema valda- hlutföll á þessu ,,Ég skil ekki áhuga Reykvíkinga á þessu mikla valdahlutfalli i Lands- virkjun, því þeir njóta þess ekki í lægra verði. Ég fæ ekki séð að örlítið minni eienarhluti Reykvíkinga ætti að verða þeim í óhag, en hálft í hvoru átti ég þó von á þessum málalokum í ljósi um- ræðunnar síðustu daga,” sagði Knútur Ottested, rafveitustjóri á Akureyri, er hann var spurður álits um andstöðuna við sameignarsamninginn um Landsvirkjun í borgarstjórn. Nú eru í gildi lög þess efnis að Laxár virkjun getur gerzt aðili að Lands- virkjun og sá Knútur ekki í fljótu bragði að Reykvíkingar högnuðust neitt á samningum grundvölluðum á þeim, fremur en samningadrögunum sem borgarstjórn felldi. Er Knútur var spurður hvort af- greiðsla málsins hafi valdið honum vonbrigðum, vildi hann ekki komast svo að orði, Laxárvirkjun gæti sem bezt starfað áfram sem slík og virkjað í sínu nafni, en óneitanlega hefði sameiningin haft í för með sér einföldun á ýmsum rekstrarþáttum. -GS. „Það er mín trú og reyndar augljóst mál að með samþykkt sameignar- samningsins hefðu mjög veikzt stjórn- unarmöguleikar Reykvíkinga í Lands- virkjun,” sagði Aðalsteinn Guðjohn- sen rafmagnsveitustjóri Reykjavíkur. „Borgin hefur átt helmingshluta í Landsvirkjun og byggði undirstöður hennar með Ljóafossstöðinni og síðan kom ríkisvaldið meir og meir inn í myndina. Frá því sjónarmiði tel ég til bótá að samningurinn var felldijp; en ef til lengri timaer litið og samningsdrögin hefðu verið oðruvísi gætu Reykvíking- ar sennilega vel við unað nýtt lands- virkjunarfyrirtæki, sérstaklega ef stjórnaraðild Reykjavíkur hefði verið sterkari. Ég tel að óþarfi hafi verið að stíga þetta stóra skref svona langt í einu. Ég átti sæti í nefnd sem gerði tillögu um aðra lausn. Var þar lagt til að myndað yrði samvirkjunarráð milli Lands- virkjunar, Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, Laxárvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins og öðrum aðilum sem hyggðu á byggingu stærri virkjana en 5 mega- vatta. Þetta samvirkjunarráð átti að geta haft úrslitaáhrif á hagkvæmt val á virkjunum og raforkumál- um. Landsvirkjun átti að hafa jöfn atkvæði í ráðinu á móti öllum hinum aðilunum saman og þannig hafði Landsvirkjun í raun neitunarvald um framkvæmdir í virkjunarmálum og stórframkvæmdum á raforkusviðinu. Þetta hefði tryggt aðstöðu allra aðila. Dæmi um þetta fyrirkomulag finnst erlendis. Þetta fyrirkomulag fannst okkur betra en stíga skrefið í einu stökki ef svo má segja. Ég vil hins vegar ekkert fullyrða um skert öryggi eða aukna hættu á skömmtun rafmagns þó sam- eignarsamningurinn hefði verið sam- þykktur, en stjórnaraðild Reykvíkinga hefði verið skert og nýjar ákvarðanir um virkjarnir hefðu getað leitt til ein- hverra fjárhagslegra útgjalda,” sagði Aðalsteinn. -A.St. Plnstws hf OatO PLASTPOKAR O 82655 Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjómar: Verst að hreppapóli- tíkin skuli áf ram ráða — með dýrara rafmagn íkjölfarið ,,Ég tel mikið slys að samkomulags- drögin skyldu ekki vera samþykkt og ábyrgðarleysi af þeirra hálfu sem að því stóðu,” sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, er DB innti hann álits á þeirri málsmeðferð sem sameignarsamningurinn um Lands- virkjun hlaut í borgarstjórn. „Þessi drög höfðu í sér þann megin- grundvöll sem hagstæðastur mun reynast bæði Reykvíkingum og lands- mönnum öllum í framtíðinni. Þess í stað sitjum við nú uppi með tvö orku- öflunarfyrirtæki í sitt hvorum lands- hlutanum með þriðja aðila sem tengilið. Og það versta sem eftir stendur er að áfram verða það kjördæmamál og flokkadrættir sem ráða hver, hvenær og í hvaða áföngum virkjað verður, með þeim afleiðingum aö við sitjum uppi með dýrari raforku. Með nýja fyrirkom ulaginu áttu fagmenn hins sameinaða fyrirtækis að meta slikt út frá hagkvæmnissjónarmiðum,” sagði Sigurjón. -GS. Davíð Oddsson borgarfulltrúi: Sjöfn sýndi óvenjulega dáð og hugrekki „Ég tel að lokaafgreiðsla sameignarsamnings um Landsvirkjun sé hið bezta mál fyrir alla Reykvíkinga og fagnaðarefni að svona fór um samningurinn,” sagði Davið Oddsson, einn af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins. „Það var stórhætta á feröinni,” sagði Davíð. „í fyrsta lagi var aðstaða Reykvíkinga til stjórnunar i fyrir- tækinu í hættu en með samþykktum sameignarsamningi hefði hún stór- minnkað. öryggi Reykvíkinga í rafmagns- málum hefði stórminnkað með sam- þykkt sameignarsamningsins og hætta á rafmagnsskömmtun í höfuðborginni stórum aukizt. Loks er að geta þess að með sam- þykkt sameignarsamningsins hefði aukizt hætta á því að „Ný Lands- virkjun’” hefði ráðizt í óhagstæðar virkjarnir vegnabyggðasjónarmiða og í því fólst e.t.v. mesta hættan,” sagði Davíð. ,,Ég tel að borgarfulltrúi Alþýðu- fiokksins hafi með hjásetu sinni sýnt mikið hugrekki og dáð, meiri en það sem venjulegt getur talizt í stjórn- málum nú á timum,” sagði Davíð. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.