Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. 25 IMlll Mjr -VisrjPl 'ipty" f|Éípm»yr Tfl im3yk m 9-T I bókasafninu. Fremst t.v. á myndinni sést á bakið á Erlingi i svartri peysu, við hlið hans Bjarni i röndóttri peysu og síðan áfram hringinn i kringum borðið Sigur- laug, Una, Halldóra, Guðlaug, Jóhanna, Hekla Björk, Tómas og loks Gunnar lengst t.h. veröldina. Það var auðvelt að telja þeim trú um alls konar firrur. Eitt sinn komu allar mæðurnar þjótandi í skól- ann til að sækja börnin sín. Gosið hafði upp sá kvittur að Ameríkanar væru að ræna indíánabömum og ætl- uðu að bræða úr þeim feitina og nota sem eldsneyti til tunglsins . . . (Þessi saga minnti mig á gamlar ís- lenzkar sögur um franska sjómenn sem áttu að ræna íslenzkum börnum, helzt bláeygum, og hafa í beitu.) ,,Og þvi miður gekk þetta allt á afturfótunum,” segir Sigrún Klara. „Bændurnir réðu ekki við það að, stjórna sykurekrunum sjálfir. Þegar svipurnar hvinu ekki íengur yfir þeim hættu þeir að vinna. Og eins fór um aðrar fyrirhugaðar framfarir, mest af því rann út í sandinn. Loks var landið lýst gjaldþrota. En þá var ég löngu komin heim til íslands.” Hafa engan her Það var ’71 sem Sigrún kom heim, gerðist skólasafnafulltrúi Reykjavíkur- borgar og var einn af stofnendum BjöUunnar.útgáfufyrirtækis sem hefur það markmið að gefa út vandaðar handbækur fyrir skólabörn. En hafi hún haldið að þar með væru hinar spönskumælandi þjóðir Ameríku horfnar úr lifi hennar fyrir fullt og allt þá var það mesti misskUningur. Það átti fyrir henni að liggja að fara þangað aftur, sumsé til Costa Rica í fyrra. „Þetta þing var vinnuþing á vegum Unesco og alþjóðabókavarðasamtak- anna. Eg var í stjóm þeirrar deildar sem annast skólasöfn og sú eina sem kunni spönsku — og það var dvöl minni í Perú að þakka.” Þingið var haldið til að efla skóla- söfn og menntun safnvarða í Mið- Ameríkuríkjunum sex. Voru þátttak- endumir fjörutíu alUr þaðan nema tveir skipuleggjarar. Og Sigrún sem bar þá ábyrgð að vera fulltrúi „hins menntaða heims”. Annars er Costa Rica, þetta litla land þar sem rauðir kaffirunnarnir vaxa á vegbrúnunum, mikið fyrirmyndarríki. Þar er miklu fé veitt til menntamála og skólamála og heUsugæzlu, enda ung- barnadauði þar lægstur i álfunni og flestir læsir og skrifandi. í Guatemala kunna aftur á móti níu af hverium tíu ekki að lesa. En Costa Rica hefur þá sérstöðu að þar er enginn her — né heldur her- stöðvar. Segir Sigrún að þegar hún var þar í fyrra hafi verið nokkur uggur í mönnum vegna átakanna í nágranna- landinu Nicaragua, þar sem menn börðust gráir fyrir jámum, en nokkuð af flóttafólki kom yfir landamærin, en skömmu seinna komst friður á og Costa Ricu-búar þurftu ekki að harma vopnleysi sitt. Börnin gul og hvít og brún Það væri gaman að heyra miklu fleira af löndum í Suður- og Mið- Ameríku, en nú fer viðtalið að verða of langt! Við ljúkum því með því að segja að á árlegu þingi alþjóðabókavarða- samtakanna sem fyrr var nefnt flutti Sigrún skýrslu um þingið í Costa Rica. Er ekki að orðlengja að hún féll i góðan jarðveg og í framhaldi af umræðum sem af henni spunnust var ákveðið að stofna starfshóp til að leggja á ráðin um hvernig menntun skólasafnvarða verði bezt hagað. Sigrún Klara var kjörin formaður þessa alþjóðlega vinnuhóps og þannig víkur því við að þegar bókaverðir í strá- kofum lengst inni i fmmskógum Afríku og tjöldum hæst í fjallaskörð- um Andesfjalla fara að tilemka sér námsefni til þess að verða betur hæfir til þess að styðja börnin, gul og brún og hvít, til að fræðast, þá er það kona á Hjarðarhaganum sem haft hefur for- ustuna um að velja þeim námsefn- ið . . . IHH I þekkingarleit á bókasafni Hagaskóla, Haraldur t.v. og Finnur t.h. Æ, guð minn góóur, ég er búin að steingleyma þvf, virðist Jóhann hugsa, og Hekla Björk er á svipinn eins og hún viti meira.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.