Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. .. Ágúst68 PjúðleikhúsiS: GAMALDAGS KOMEDI'A oftir Aloksai Arfauzov Þýðing: Eyvindur EHendsson Lýsing: Krístinn Danielsson Leikmynd: Jún Benediktsson Leikstjúri: Benedikt Ámason. Hvernig skyldu menn hafa það í sovésku millistéttinni? Það er að skilja á leikriti Aleksei Arbuzovs að þar í landi eins og víða sæki að manni hálfgildings leiði, blandaður eftirsjá og trega þegar ár faerast yfir, hug- sjónir og hamingjudraumar æskunnar dofna og dvína, og bregðast ein af annarri þær vonir sem menn bundu við ævi sína, lífið sjálft. Heimsins góðir borgarar eru sjálfumsér líkir í skáldskap bæði og veruleika, íivar i landi sem þeir búa og hvorumegin hryggjar þeir liggja í heimspólitík. Fólkið í leikriti Arbuzovs hefur lengi lifað við þessi kjör og lært að una þeim eftir hætti. Bæði misstu þau allt sitt í stríðinu, hann konuna, hún son sinn. Hún, sem áður var svo kát, forðaði sér eftir það úr leikhúsinu þar sem hún áður starf- aði og fór að vinna í sirkus. Þar eru allir komnir til að skemmta sér. Hann difir í minningunni um konu sína og fyrir sína eigin tryggð — viðbúin nýju stríði, til að aldrei verði aftur stríð. En það sýnir sig áður en lýkur að ævi þeirra er ekki með öllu úrkula, að lífið á enn nokkuð í pokahorni. Þeg- ar þau sjást fyrst finnur hann ekki betur en hann þekki þessa konu, og er raunar að bíða hennar. Eftir kynni sín er þeim ógerningur að skiljast. Að leikslokum snýr hún til hans aftur, getur ekki farið. ,,Það er eins og ég hafi alla ævina verið á leið til þín,” segir hún og horfír á hann með stjörnur í augum — tæplega sextug kona á hálfsextugan karlinn. En skyldi það vera tóm tilviljun að leikurinn er látinn ske í ágúst árið 1968? Ætli það. Sömu vikurnar og hinir hversdagslegu atburðir verða í Riga og leikurinn lýsir var sovéskum her att fram í Tékkóslóvakíu og Prag, og kveðin niður í bili von manna um „sósíalisma með manns- móti”. Var það ekki einmitt slík von og hugsjón sem fólks eins og Lídía Vasilíévna og Rodíon Nikolaévits reistu líf sitt á? Mér finnst að minnsta kosti ógerningur annað en sjá atburðina í leiknum í ljósi hinnar heimssögulegu atburðarásar sam- tímis leiknum. Og í ljósi hennar öðlast raunar fólk og atburðir i leikn- um nýja vídd og merkingu, — tregi, uppgjöf, vonsvik sem leikurinn lýsir og athvarf sem fólkið í leiknum finnur hvort hjá öðru, í hinum einkanlegustu verðmætum, mann- legri snertingu í einmanaleik hvers- dagsins. Þetta er að sönnu merking sem leikhúsgestur, áhorfandi leggur leikn- um til og hvergi er kveðið að berum orðum í leiknum sjálfum. Auðvitað ekki! En ekki var heldur lagt meira en skyldi upp úr slíkri túlkun hans í sviðsetningu Benedikts Ámasonar, þó hún virtist smekklega og alúðlega unnin. Samt skil ég ekki hvers vegna til að mynda hinum skartlega sirkus- söng Herdísar Þorvaldsdóttur í 5ta atriði leiksins var ekki haldið meir á loft en hér var gert og gagngert beint að áhorfendum. í 5ta og í 7da at- riðinu, þar sem þau Lídía og Rodion leggja spilin á borðið, gera opinskátt grein fyrir því hvernig ævi þeirra hefur ráðist, birtist líka berast hinn pólitíski hugmyndaforði leiksins — undir alls ólikum formerkjum gáska og trega. En Benedikt Árnason leik- stjóri lagði mest upp úr eða lét sér nægja hversdags-raunsæi leiksins, raunhæfa sálfræðilega túlkun á sam- skiptum og viðbrögðum fólksins í leiknum. Samt héld ég að hið sam- mannlega og sálfræðilega efni hans öðlist fyrst sína fullu merkingu við hljómgrunn pólitískra og tímanlegra efnisþátta sem aðeins eru látnir uppi með óbeinum hætti í leiknum. Ekki man ég glött eftir fyrri sýningu Þjóðleikhússins á leikriti eftir Arbuzov, Fyrirhdtínu, lyrir ein- um tíu árum. Eg held samt að það hafi verið ansi misheppnuð sýning. En í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld rifjaðist einkennilega skýrt upp leik- mynd Unu Collins við þá sýningu — sem undirstrikaði rækilega pólitiskan og hugmyndafræðilegan efnisþátt í leiknum sem sýningin sjálf lét að öðru leyti liggja i þagnargildi rétt eins og núna er gert i Gamaldags kómediu. Leikmynd Jóns Benedikts- sonar í þessari sýningu er einföld og haganleg, fjarska ásjáleg í leiknum. Og hún er að sinu leyti vendilega samin að einbeitni sýningarinnar að hinu sigilda og sammannlega í efni leiksins. Þjóðleikhúsið okkar er sannarlega ekki pólitískt leikhús! En hvað er þá svona „sam- mannlegt og sígilt” í leiknum? Það felst væntanlega í mannlýsingum leiksins, hinna rosknu elskenda, Lídíu og Rodíons. Þetta eru hlutverk handa hinum mikilhæfustu leikendum, og í krafti þeirra skilst mér að leikurinn hafi á undanförnum árum og mánuðum farið sigurför víða um leikhús. Þau Herdís Þor- valdsdóttir og Rúrik Haraldsson bregðast engum vonum manns i hlut- verkunum, fara einkar fallega og næmlega með þessar persónur, að mér fannst með vaxandi valdi á efni- við þeirra, og áhorfendum í salnum, allt til loka leiksins. Hér er raunsæis- leikur eins og bestur gerist á íslensku leiksviði. Það má að vísu taka eftir því hvað hinar næmlegu og hreinlegu mann- lýsingar leiksins eru úr einföldu efni gerðar, umfram allt settar sam- an úr dæmigerðum frumþáttum hefðbundinna og viðtekinna „hlut- verka” karls og konu. Af sígildum andstæðum þessara manngervinga, hins kvenlega og karlmannlega, stafar mikið af bæði gáska og gamansemi og mannlegri hlýju og innileik leiks og sýningar. Þannig séð er leikrit Arbuzovs ekki bara „gamaldags” heldur beinlínis íhalds- samt í siðaskoðun og verðmætamati sínu. Einmitt þann eðlisþátt leiksins kýs Þjóðleikhúsið að ítreka eins og best það kann i sýningu Gamaldags kómedíu. Þrátt fyrir allt er leikhúsið líklega pólitísk stofnun. Rúrik Haraldsson og Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverkum sinum í „Gamaldags kómediu”. Daihatsu Charmant árgerð 1979 ANNAD EINS TÆKIFÆRI TIL BÍLAKAUPA GEFST EKKI Á NÆSTIIÁRUM kominn á götuna Við bjóðum meðalstóran japanskan gæðabíl, DAIHATSU CHARMANT,á kr. 3.835.000 með RYÐVÖRN OG ÚTVARPI til afgreiðslu á næstu dögum. Nálægt 500 islendingar hafa nú þegar tryggt sér bíla á þessu 'ÓTRULEGA ÚTSÖLUVERÐI og við getum enn boðið nokkurt magn af fólksbllum# en stationbílar eru uppseldir. ÖRYGGI OG ORKUSPARNAÐUR öryggi ökumanns og farþega og orkusparnaður var lagt til grundvallar hönnunar DAIHATSU CHARMANT. Jafn- framt var lögö áherzla á aö smiöa fallegan bfl meö vönduö- um innréttingum. Vélin er 80 hö. 1400 cc, fjögurra gira skipting og dyrnar 4. Benzineyözla 7-8 úti á vegum,8-10 innanbæjar. HVERS VEGNA AUGLÝSA KEPPINAUTARNIR EKKI VERÐ? Um leiö og viö bjóöum viö- skiptavinum aö skoöa bilana, kynna sér kjör, varahluta og verkstæöisþjónustu okkar bend- um viö þeim á aö ihuga hvers vegna keppinautar okkar, sem sifellt auglýsa útsölu á 1979 ár- gerö, auglýsa ekki verö. Ætli þaö sé ekki vegna þess aö þeir eru alls ekki samkeppnisfærir. Viö erum lika sannfæröir um aö annaö eins taekifæri til aö eign- ast góöan bll á ótrúlega lágu veröi muni ekki gefast á næstu árum, ef þá nokkru sinni aftur. DAIHATSU Daihatsu-umboðið Ármúla 23 - Simi 85870

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.