Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 37

Dagblaðið - 22.10.1979, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1979. 37 Tízkan: Vetrarskórnir Stígvélin eru enn á ferðinni í vetur, þó með breyttu sniði eins og gera mátti ráð fyrir. Hælarnir hafa hækkað og eru þeir allt upp í 10 cm háir og mjóir. Stíliinn á skónum í vetur líkist því sem var hér árið 1940. Rúskinn er nú vinsælast og þá helzt vínrautt og dökkbrúnt. Breiða táin sem verið hefur ríkjandi undanfarin ár er nú úr sögunni og sú mjóa tekin við. Að sjálfsögðu hugsar tízkan líka fyrir þær sem ekki geta gengið á háum hælum. Gamaldags skór með kínahæl verða því líka allsráðandi í vetur, eru þeir oftast í sterkum litum. Stígvélin úr leðri sem líkjast kúrekastígvélunum eru ennþá og verða í vetur. Þeir eru oftast úr gulu leðri, en hafa þó breytzt að því leyti að þeir eru víðari um kálfann en þeir voru. Betri skór fyrir þær sem ekki treysta sér að ganga á mjóum hælum. Ballskórnir i vetur. Stíllinn frá 1940. Þessi gerö af skóm er oftast úr rú- skinni. Vinsælustu stígvélin í vetur. Háir hælar og mjóar tær. Flnleg stígvél sem þú getur farið í hvert sem er. Agnetha meö taugaá■ fall og40stiga hita ABBA-flokkurinn hefur að undan- förnu haldið tónleika víðs vegar um Bandaríkin. Frekar hefur ABBA fengið lélega dóma i amerískum blöðum sem hafa m.a. sagt að ABBA sé ekki annað en söluvara. Ein af ABBA, Agnetha Faltskog, liggur nú með 40 stiga hita á hótelher- bergi sínu og er undir stöðugu læknis- eftirliti. Talsmaður ABBA hefur sagt að það sé aðeins magakveisa sem gangi að henni en þeir sem betur þekkja til segja að hún hafi fengið taugaáfall. ABBA-flokkurinn flaug milli Boston og New York í einkavél fyrir stuttu og fékk mjög slæmt flugveður. Allir sem voru í vélinni héldu að þeirra síðasta stund væri komin. Agnetha, sem alltaf hefur verið í meira lagi flug- hrædd, fékk martröð á leiðinni og eftir að vélin var lent var hún með svima, uppköst og háan hita. Henni var strax gefið róandi lyf. Vegna þessa þurfti að aflýsa tónleikum sem áttu að vera í Washington. Sex Agnetha Fáltskog liggur nú meó 40 stiga hita 1 hótelherbergi í New York. þúsund manns höfðu keypt sér miða og m.a. dóttir Carters Bandaríkjaforseta, Amy. Hinir í ABBA voru ekki alveg á því að fresta tóneikunum, þá varð að halda. En auðvitað var það ekki hægt þar sem Agnetha lá svo mikið veik. Þau þrjú tókú sig þá til og heimsóttu Amy Carter í Hvíta húsið og buðu henni að koma á tónleika sem halda á eftir að Agnethu batnar. En hvenær það verður er ekki gott að segja og á meðan svo er sem er verða þeir ABBA-meðlimir að sætta sig við gífurlegt fjártap. Hinir i ABBA tóku sig til, þar sem fresta varö tónleikum þeirra í Washington sem dóttir Carters hafði keypt miöa á, og heimsóttu hana í Hvlta húsiö. Gripið simann Seriðsóð kaup Smáauglýsingar BIADSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.