Dagblaðið - 12.11.1979, Page 2
2
Ber að einangra geðveika?:
Furðulegt orðaval
Kleppsspitalinn.
KJ skrifar:
Grein sem birtist í DB 5. nóv. sl.
undir fyrirsögninni: Ber að einangra
geðveika? knýr mig til að setjast
niður með penna í hönd.
Mér finnst orðaval þessa starfs-
fólks sem skrifar undir greinina vera
til háborinnar skammar og satt að
segja hélt ég að hugsunarháttur sá
sem þar kemur fram ætti ekki að
líðast innan svona stofnunar. Svo að
lesendur átti sig á, hvað við er átt, tek
ég sem dæmi tvær klausur sem birt-
ust í viðkomandi grein:
1. „Tveir sjúklinganna voru
fremur óstýrilátir en hinir tveir prúðir
og rólegir eins og sunnudagaskóla-
drengir í kirkjuferð.”
Þessi setning tel ég að lýsi hinni
mestu niðurlægingu og háði í garð
sjúklinganna og finnst mér sem þeir
sem skrifa greinina telji sig miklu
hærra setta en hina svokölluðu
„sunnudagaskóladrengi.”
Önnur setningin sem stakk mig í
augun er þessi frábæra staðfesting:
„Hinir geðveiku eru ásamt þroska-
heftum „hinir óhreinu” okkar
aldar.”
Hvað á maður að halda? Er þetta
þá álit áttamenninganna á sjúkling-
um sínum? Nú spyr ég: Er þetta fólk
Umferðardómstóll
Rúnar Sverrisson hringdi: tryggingafélögin i landinu hætti að á-
Hvað skyldi vera að frétta af kveða hvernig tjón skiptist milli aðila
fyrirhuguðum umferðardómstól? ef óhöpp eða slys verða í umferðinn
Skyldi það mál hafa dagað uppi í og í staðinn komi hlutlaus dómstóll?
kerfinu? Er ekki kominn tími til að
hæft til að sinna svona starfi? Hefur
það enga ábyrgðartilfinningu?
Einnig læðist að manni sú hugsun
við lestur greinarinnar hvort því séu
engin takmörk sett hvað þetta fólk
má gaspra. Er ekki til eitthvað sem
heitir þagnarskylda?
En meðal annarra orða þá undrast
ég hversu illa eiganda söluturnsins er
borin sagan. Það vill nú svo til að ég
bý í næsta nágrenni við söluturninn
að Kleppsvegi 150. Þar hef ég iðulega
séð eigandann að störfum og get ég
með góðri samvizku borið að hann
vinnur verk sitt vel, hvort sem þar á i
hlut heilbrigð eða geðveil manneskja.
Bréfritari segir séniversjússinn mis-
munandi dýrmn hjá einstökum bar-
þjónum á Hótel Sögu.
Mismunandi
verðá
sjússinum?
Jóhannes Valdemarsson skrifar:
Á þessum dýrustu og verstu tímum
hefur einhver, eða einhverjir, verið
að velta vöngum yfir aðferðum veit-
ingahúsa borgarinnar, og jafnvel
veitingamanna, til að ná sem mestu fé
af gestum sínum. Hefur í þessu sam-
bandi verið minnzt á ólöglega sjússa-
mæla sem verið hafa í umferð á
nokkrum veitingahúsum.
Um þetta mál ætla ég ekki að fjöl-
yrða hér en eitt var það sem vakti sér-
staklega athygli mína föstudags-
kvöldið 26. okt. Þá gerði ég nokkuð
sem ég geri ekki oft, þ.e. ég skrapp
með konu minni á Hótel Sögu. Það
er í sjálfu sér ekki svo ýkja merkilegt,
ef ekki væri fyrir það að ég drakk all-
nokkuð, þó svo að „vikan gegn
vímugjöfum” væri ekki liðin enn.
Þetta kvöld drukkum við konan
alltaf sama drykkinn, tvöfaldan séní-
ver, blandaðan í Canada dry. Hins
vegar verzluðum við ekki alltaf við
sama þjóninn og varð það til þess að
ég veitti athygli misræmi á verði á
þessum miði. Eftir að ég hafði
verzlað við alla bari hússins varð út-
koman þessi: Hjá barþjóni sem heitir
Þráinn. (costar glasið 1.800 kr., hjá
barþjóni' sem heitir Halldór 1.830
kr., hjá þjóni sem nefndur er Inga
kostar glasið 1.850 kr. (sem virtist
vera allalgengt í húsinu þetta kvöld
því að þrír eða fjórir barir voru með
það verð). Að síðustu er hér eitt verð
enn, en það er 2.000 kr. fyrir glasið,
og það var hún Harpa sem var með
það. Ég vona að þetta veki fólk til
umhugsunar um þessi efni.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
EINING
—enekki
sundr-
ung
Gunnar Sæmundsson skrifar:
í Dagblaðinu 7/11 birtist grein um
klofning i Sjálfstæðisflokknum, þar
sem tvö framboð hafi komið fram frá
sjálfstæðismönnum á Norðurlandi
eystra og á Suðurlandi.
Er i greininni smjattað vel á
þessum svokallaða klofningi í
flokknum á þessum stöðum. Að von-
um er ekki nefnt af þessum vinstri-
manni aö ekki er um málefnalegan
Ellert B. Schram. Sú ákvörðun hans
að bjóða Pétri Sigurðssyni 6. sætið á
lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík
hefur vakið mikla athygli.
ágreining að ræða, heldur er á-
greiningur um menn og í hvaða
sætum þeir eigi að sitja með hliðsjón
af búsetu í kjördæminu. Ennfremur
var ekki minnst á að þeir menn sem
eru með sérframboð í þessum tveim
kjördæmum vildu bjóða fram í nafni
Sjálfstæðisflokksins, því sjálfstæðis-
menn væru þeir fyrst og fremst, þrátt
fyrir þennan persónulega ágreining.
Vert er að minna á orð Ingólfs
Jónssonar þess efnis að Sjálfstæðis-
flokkurinn muni að sjálfsögðu bjóða
fram einn lista í næstu kosningum.
Um Reykjavíkurlistana er það að
segja að það var viðhaft prófkjör þar
sem 9 efstu menn hlutu. bindandi
kosningu, yftr 50% atkvæða, þar af
tveir úr launþegastétt í 8. og 9. sæti.
En eftir að Ellert Schram stóð upp úr
6. sæti, fluttist í 8., er fulltrúi laun-
þega í 6. sæti listans.
Það sem skeð hefur hér i Reykja-
vik sýnir einingu en ekki sundrungu.
Varðandi einingu vinstri manna
(ha, ha): Hvers vegna féll vinstri
stjórnin??
Málið er að það væri hægt að
fjalla mikið um ágreining vinstri
manna, bæði persónulegan og mál-
efnalegan, sérstaklega málefnalegan,
svo allt tal um einingu á þeim væng
væri hlægilegt, með hliðsjón af þvi
sem skeð hefur nú undanfarið ár.
Þjóðemisstefna Timans
Grandvar skrifar:
í dagblaðinu Timanum er ekki
lengur að finna erlendar fréttir, einu
íslenzku dagblaðanna, ef undan er
skilið litli tvíblöðungurinn, Alþýðu-
blaðið. í tvo mánuði, a.m.k. hefur
ekki sézt ein einasta frétt frá útlönd-
um og hélt ég fyrst að þetta væri í
sparnaðarskyni en eins og flestir vita
er mikil fjárvöntun hjá því blaði.
Ég hélt því að Tíminn hefði bara
sagt upp allri erlendri fréttaþjónustu.
Nú, við það var svo sem ekkert að at-
huga. Hvað á fólkið á landsbyggð-
inni að gera við það að lesa erlendar
fréttir? Ég held því sé fullgott að lesa
þýðingar Þ.Þ. um menn og málefni
og erlent yfirlit í hálfsiðugrein, t.d.
um frægasta glæpamann
Frakklands, Mesrine. — Það má
nota þetta sem „rökkursögur” i
sveitinni. Engir húslestrar lengur
hvort eðer.
Ég hringdi því til gamans til rit-
stjórnarskrifstofu Tímans og spurðist
fyrir hverju þetta sætti. Þar náði ég i
blaðakonu sem svaraði mjög kurteis-
lega að skýringarinnar væri að leita i
því að blaðamenn væru orðnir svo
fáir að ekki ynnist tími á Tímanum til
þess að lesa af fjarritunum.
Fjarritarnir væru í sambandi,
mikil ósköp, og þeir skiluðu sínu, en
enginn læsi af þeim! En nú mætti
spyrja: Hefur Tíminn kannski sparað
svo við sig i mannaráðningum að
hann ráði einungis blaðamenn sem
ekki ráða við erlendu málin?
Auðvitað er slíkur mannskapur
ódýrari á fóðrunum. Og kannski er
þetta rétt stefna hjá Tímanum. Þetta
er þó ómenguð þjóðernisstefna.
Áfram með smjörið — eða „carry-
on”, Thorarinn, eins og skáldrð
sagði.