Dagblaðið - 12.11.1979, Page 7
(búar Hebrideseyja mótmæla:
VIUA EKKITAKA VIÐ
KEFLAVÍKURHERUÐINU
„Það er á almanna vitorði, að
vinstristjórnarmyndun í Reykjavík
mundi valda því, að ráðamenn
Atlantshafsbandalagsins færu að
hugleiða endurskoðun á gildi her-
stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli”.
Svo segir í grein í brezka blaðinu
The Observer hinn 5. þessa mánaðar.
í byrjun greinarinnar segir frá því að
ibúar eyjarinnar Lewis, sem er í
Hebrideseyjaklasanum vestur af
Skotlandi, ætli nú að hefja baráttu
gegn mikilli stækkun á flugvellinum
við Stornoway. Eru íbúarnir sagðir
sannfærðir um að næsta skrefið
verði að þar verði komið upp herstöð
á vegum Atlantshafsbandalagsins.
Brezka varnarmálaráðuneytið
hefur borið á móti ölium hug-
myndum um að við Stornoway sé
verið að koma upp herstöð, sem gæti
komið í staðinn fyrir Keflavíkurflug-
völl. Ætlunin er að lengja eina flug-
brautina við Stornoway um fjögur
hundruð metra og síðan á að leggja
aðra braut samsíða henni.
Hin opinbera skýring á fram-
kvæmdunum á Lewis-eyju er sú að
þar eigi að koma upp aðstöðu, sem
nota megi ef til styrjaidar komi.
í greininni í The Observer, sem er
mjög virt blað, kemur aftur á móti
fram eins og áður sagði að hér sé
verið að tryggja aðra herstöð, ef svo
færi að nauðsynlegt reyndist að
leggja stöðina á Keflavíkurflugvelli
niður.
í brezka tímaritinu The Statesman
birtist grein hinn 13. október í fyrra.
Þar var því sama haldið fram að
stöðin við Stornoway ætti að vera
reiðubúin að taka að sér hlutverk
Keflavíkurflugvallar.
Brezka hermálaráðuneytið segir
að ekki sé ætlunin að setja upp her-
stöð við Stornoway á næstunni. Flug-
völlurinn þar eigi aðeins að vera
viðkomustaður svonefndra Tornado
flugvéla, sem ætlað er að stunda
eftirlitsflug á Norðaustur-Atlants-
hafinu.
-ÓG.
Verður Hamrahlíðarskóli NM-
meistari í þriðja sinn?
Norðurlandameistaramót fram-
haldsskólasveita í skák verður að þessu
sinni haldið í Stokkhólmi dagana 22.-
25. nóv. nk.
Skáksveit Hamrahlíðarskóla, núver-
andi ísiandsmeistarar, sem tvívegis
áður hefur unnið Norðurlanda-
meistaratitilinn, árin 1976 og 1977 (tók
ekki þátt í fyrra) hlýtur að eiga mjög
góða sigurmöguleika á mótinu nú með
tvo aiþjóðlega meistara í sínum röðum,
þá Margeir Pétursson og Jón L. Árna-
son. Auk þeirra skipa Róbert Harðar-
son og Þorsteinn Þorsteinsson sveitina
en þeir urðu unglingameistarar íslands
árin 1978 og 1977. Mun það næsta
óvenjulegt, að framhaldsskólasveit
hafi á að skipa tveimur alþjóðlegum
meisturum.
Svo sem kunnugt er varð skáksveit
Álftamýrarskóla Norðurlandameistari
grunnskóla nú nýverið, annað árið í
röð. Ef vel tekst til mun ísland halda
báðum titlunum í hinni samræmdu
skólaskákkeppni Norðurlanda í
grunn- og framhaldsskólum þetta árið.
-GAJ-
— með tvo alþjóðlega meistara ísínum röðum
Hér eigast þeir við félagarnir Margeir Pétursson og Jón L. Árnason á siðasta
Reykjavikurmóti. Báðir hafa þeir nú hlotið alþjóðlegan meistaratitil.
DB-mynd: Ragnar Th.
850 milljóna lán vegna harðindanna
Rikisstjómin setti í gær bráða-
birgðalög, sem heimila fjármála-
ráðherra að ábyrjast fyrir hönd rikis-
sjóðs með sjálfskuldarábyrgð allt að
850 milljóna lán, sem Bjargráða-
sjóður tekur vegna stuðnings við
harðindasvæðin.
Ennfremur opna bráðabirgða-
lögin Bjargráðasjóði leið til að
verðtryggja lán, sem veitt verða
bændum á harðindasvæðunum, en í
lögum sjóðsins var áður ekki heimiid
til að veita verðtryggð lán eða lán
meðyfir 10 prósent vöxtum.
Bjargráðasjóður annast fyrir-
greiðslu á lánum til þeirra, sem urðu
fyrir tjóni af völdum hafíss og vor-
harðinda, grasbrests og rýrrar
uppskeru á liðnu sumri, samkvæmt
ákvörðun vinstri stjórnarinnar. Til
þess þarf Bjargráðasjóður sjálfur að
taka verðtryggð lán, sem verða
endurlánuð ýmist verðtryggð og
vaxtalaus eða óverðtryggð með
vöxtum. Stjórn sjóðsins ákveður kjör
á lánum þessum.
-HH.
FISKIÞING
HEFST í DAG
38. fiskiþingið verður sett i dag
kl. 14 i húsakynnum Fiskifélagsins,
Höfnvið Ingólfsstræti.
Á þinginu verður fjallað um störf
Fiskifélagsins á liðnu starfsári, svo og
starfsemina, sem fyrirhuguð er á
næsta ári.
Meðal máiaflokka, sem fyrir
þinginu liggja, eru 1. Ástand og
horfur í fiskveiðimálum, 2. Nýting
fiskistofna, 3. Vinnsla sjávarafurða
og markaðsöflun, 4. Sala á
fiskiskipum og endurnýjun fiski-
skipastólsins, 5. Viöhald hans með
tiliiti til íslenzka skipaiðnaðarins, 6.
Afkoma sjávarútvegsins með
hliðsjón af hinni geigvænlegu
verðbólgu, 7. Lánskjör og fjár-
magnskostnaður, 8. Orkumál fiski-
skipa og bræðsluverksmiðjanna, 9.
Öryggismál sjómanna. Fleiri mál,
sem varða hag sjávarútvegsins verða
til meðferðar og umræðu.
Sjávarútvegsráðherra, Kjartan
Jóhannsson, ávarpar þingið á
morgun. Erindi flytja Þorgeir Páls-
son, prófessor, Hannes Hafstein,
framkvstj., SFVÍ, Ceir Arnesen, for-
stjóri Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins, og Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur.
-BS.
Verzlunarráð mót-
mælir „skyndiað-
gerðum”
„Gáleysi í útlánum fyrstu 9—10
mánuði ársins og harkalegar sam-
dráttaraðgerðir á siðustu vikum
ársins til aðlagastöðu bankakerfisins
um áramót veröur að teljast afar
óeðlilegt aðhald í útlánum,” segir
Verzlunarráð um síðasta „útlána-
stoppið”.
„Aðhaldvið slikar aðstæður ætti
að véra jafnt og stöðugt og gefur ekki
tilefni til slíkra skyndiaÖgerða. Frá
áramótum hafa almenn útián aukizt
um tæp 56 prósent. Það gefur þvi
augaleið, að skyndilegur niður-
skurður lána um 13 milljarða, sem
samsvarar 10 prósent af lánum at-
vinnulifsins, annarra en endur-
keyptra lána Seðlabankans, hlýtur að
skapa gifurlega erfiðleika,” segir
ráðið og telur rekstrarfjárskortinn á
ábyrgð rikisstjórnarinnar.
-H H.
NESn
vRBIiðaár
i leiðmni úr
BREIÐHOLTI
ogvestur
MIKLUBRA UT