Dagblaðið - 12.11.1979, Side 8
ÍSLENSKTPUNK
Heima í hóraði — nýr glæpur.
1979.80 bla.
í einhvers konar kreppu til líkama
og sálar hefur miðstétt og öreigar
stórborga Vesturlanda fætt af sér af-
kvæmi sem kennir sig við punk. Það
mætti vafalaust um það deila hvort
punk er hreyfing eða tískubóla, en
eðli þess er aliavega það að ganga
fram af þeim sem unað hafa glaðir
við fegurðar- og gildismat
rómantískra og borgaralegra for-
feðra. Punkarar gera sér það eitt að
skyldu að hnpyksla og ofbjóða
hverjum þeim sem finnur einhverja
ánægju í fornum dyggðum og
viðteknu líferni. Þetta fólk hefur sér-
staklega látið til sín taka i tónlist.
Söngur þess er ákaflega hávær og
ómelodískur, og textarnir — þeir sem
á annað borð verða greindir — eru
litiannað en'>amansafnkláms og for-
mælinga. I klæðnaði hafa punkarar
m.a. tekið til þess bragðs i
hneykslunarskyni að stinga sig hér og
þar með sikkrisnælum, t.d. gegnum
kinnar.eyrnarsnepla og miðsnes.
Andlitsförðun og forkostuleg hár-
tíska hefur líka sést I þeirra röðum.
Miðað við
staðhætti
Á íslandi hefur verið heldur fátt
um punkara, og ber þar margt til.
Það eina þéttbýli sem borgarnafn er.
gefandi er enn svo mikil sveit, að lífs-
firring er þar varla nóg til meiriháttar
súbkúlturs. Hér mun vera erfiðara að
komast yfir eiturlyf en á mörgum
stöðum öðrum, jafnvel þótt eitt og
eitt gramm af hassi leki öðru hverju
út um hlið Keflavíkurflugvallar, og
auk þess er veðurfari svo háttað að
langvinnar útilegur munu ekki að
öllu leyti ákjósanlegar. Það er þvi
ekki undarlegt, þótt islensk tilraun
til punkts sé dálítið reikul í rásinni.
Þó gerðist það á dögunum að
íslensku punki bættist bók. Hún
heitir Heima i héraði — nýr glæpur.
Höfundar eru sjö, Einar Kárason,
Martin Götuskeggi, Guðrún Edda
Káradóttir, örn Karlsson, Bragi
Berpsteinsson, Jón Bergsteinsson og
Sigurður Erlendsson, og eiga þeir
hin uðskiljanlegustu hugverk, Ijóð,
greinar, þýðingar, teikningar og Ijós-
myndir.
Næsta
torrætt
Bókin er unnin í Letri, og ganga
höfundar um götur og selja — eins
og svo margir höfundar hafa tekið
upp síðustu árin. Á forsíðu má sjá
fjóra íslenska punkara, tveir snúa að
alþingi íslendinga, tveir snúa við því
baki. Frágangur bókarinnar er heldur
leiðinlegur, t.d. eru prentvillur mjög
áberandi, dálitið er einnig um
málvillur. Allmargar teikningar eru í
bókinni og líklega er efni þeirra
eitthvað skylt efni ljóðanna, en satt
að segja er hvort tveggja næsta tor-
rætt. Það er erfitt að greina nokkra
heildarmynd þessara ljóða og mynda,
ljóðin virðast mörg hver einhvers
konar tilraun til að komast aftan að
málinu, — en það sem að baki býr
liggur svo sannarlega ekki ljóst fyrir.
Það er til dæmis óskiljanlegt hvers
vegna höfundar Ijóða eru sí og æ að
auglýsa enskukunnáttu sina. Auk
þess er eitt ljóð á dönsku. í
myndum ber einnig á tilhneiningu í
þá veru að sýna forfrömun á erlendri
grund, t.d. á bls. 36—38, þar sem
bakgrunnur mynda er samansettur úr
hvers konar aðgöngumiðum og
reikningum, ýmist frá íslandi eða
þeimstóra heimi dóps og punks.
Að hneyksla
eða breyta?
Það er ekki fjarri þvi að lesanda
gruni að höfundar bókarinnar eigi sér
að hugsjón að kunngjöra öllum lýði
evangelium dópsins. Einnig er nakinn
líkami og samfarir í fyrirrúmi og
væri ef til vill ekkert um það að segja,
ef öll sú umfjöllun virtist ekki
þrungin synd og sekt. Málfar og
lýsingar allar líkt og hjá ókynþroska
krökkum sem eru að stelast til að
klæmast I húsasundum. Þaö er allt í
lagi að hneyksla góðborgara, þeir
eiga ekki betra skilið, en hér þarf
meira til. Fyrir þá sem einhverju vilja
breyta gildir ekkert nema skýr
hugsun og vönduð vinnubrögð. Þetta
gildir ekki sist um þá sem leita kvöl
sinni farvegs í ljóði eða mynd. Vilji
þeir ná eyrum annarra verður
tjáningin að vera öðruvísi en
skuggasund þar sem ekkert er kvikt
nema neyðaróp á stangli — svo að
notuð séu orð úr fyrsta ljóði
bókarinnar.
Sem sagt, þessi bók er íslensk út-
gáfa af punki, miðuð við staðhætti.
Bók
menntir
Creda
Enskur antik
arinn
Creda
Tau-
þurrkarar
3 GERÐIR
2 STÆRÐIR
20 ÁRA
FARSÆL
REYNSLA
NAUÐSYNLEGT
TÆKI Á NÚTÍMA HEIMILI
SKOÐIÐ ÞESSI FRÁBÆRU TÆKI HJÁ
OKKUR - SÍMISÖLUMANNS18785
RAFTÆKJAVERZLUN
ÍSLANDS H/F
ÆGISGÖTU 7 - SIMAR17975 OG 17976.
FLÖKTANDI
RAFLOGINN
EYKUR HLÝJU
HEIMIL-
ISINS
Karlakórinn
kveður fyrir
Kínaförina
Tónleikar Karlakórs Reykjavfcur i Héskóla
blói 5. nóvember.
Stjómandi: PáN Pampichler Páisson.
Einsöngvaran Siegelinde Kahmann, Siguróur
Bjömsson, Hjálmar Kjartansson og Hreiöar
Pálmason.
Landkynning
Karlakór Reykjavíkur er einn
víðförlasti tónlistarhópur íslenskur,
ef ekki sá allra víðförlasti. Á ótal
ferðum sínum hefur kórinn kynnt
íslenska alþýðusöngmennt, eins og
hún gerist best. Nú skal enn lagt land
undir fót. í þetta sinn alla leið til
Kina. Að sjálfsögðu ber verkefna-
valið þess merki, því að þegar haldið
er í slika för er helst valin sú tónlist,
sem best er talin einkenna söngmennt
landsins.
Gjarnan hafa menn til slikra
ferðalaga valið kunna atvinnu-
söngvara til einsöngs og ekki er hér
brugðið út af þeim vana. Það er hins
vegar styrkur hverrar söngsveitar, að
eiga einsöngvara í eigin röðum og i
þeim efnum hefur Karlakór Reykja-
vikur engu þurft að kvíða um árabil.
Raunar hafa margir þessara kunnu
atvinnusöngvara hafið feril sinn í
slikum kór og eru því, á tónleikum
sem þessum að taka lagið með
gömlum félögum.
íslenskt
þunglyndi
— En það var þetta með verkefna-
valið. — Mér fannst það, i stuttu
máli, of þunglamalegt. Þar var
byrjað á „ísland farsælda Frón”,
sem er góðra gjalda vert, og síðan
fylgdi hvert lagið öðru íslenskara.
En allt var þetta einkar vel fallið til
þess hreinlega að svæfa áheyrendur.
Hefði ekki verið fyrir eina af þessum
bráðsmellnu limrum Páls, afbragðs
einsöng Sigurðar í Bára blá og
madrigalstúfinn, sem Sigursveinn
gerði úr vísu Hallgríms, Nú er ég
glaður á góðri stund, held, ég, að ég
hefði dottað. Ekki af því að þeir
syngju illa, þvert á móti, söngurinn
var ágætur, jafnvægi radda gott og
tónhæðinni héldu þeir í ,,a capella”-
söngsínum.
Eftir hlé tók við hinn erlendi hluti
efnisskrárinnar. Fyrst kom
„Svanurinn” og svo fleiri lög
norræn. Einsöngur Hreiðars var
þokkalegur og látlaus og í góðu
samræmi við söng félaga hans i
kómum. Siegelinde Kahmann söng
Vor Griegs. Ég heíd, að gjarnan
hefði mátt finna lag sem félli betur
að hennar rödd og stíl, en vel gerði
hún, eins og hennar er vandi.
Árátta
íslenskra
Svo komu negrasálmar. Ekki veit
ég hvað veldur þeirri áráttu íslenskra
kóra, að vilja endilega kyrja negra-
sálma. Hvergi annárs staðar tekst
landanum að koma jafn freklega að
öllum þeim framburðarambögum,
sem annars einkenna mæli hans á
enskri tungu. Karlakórinn fór að
sjálfsögðu ekki varhluta af þessu,
þótt hann sé í skárri endanum, hvað
þennan ljóð snertir. Það var Hjálmar
Kjartansson sem „bjargaði því máli í
horn” með þróttmiklum, en hlýjum
söng sínum. Efnisskránni lauk svo
með þvi ágæta verki Schuberts Die
Allmacht, sem er nánast einkennislag
annars góðs karlakórs —
„Schubertbund”. Einsöngur
Sigurðar var hrífandi, undirleikur
Guðrúnar Kristinsdóttur afbragðs-
góður og kórinn prýðilegur.
Rúsína í
pylsuenda
Svo komu aukalögin, og var nú
slegið á léttari strengi. Sigurður blés
rykið af Sígaunabaróninum, kona
hans Siegelinde hið Ijúfa lag gamla
Grinzingbúans, Roberts Stolz, Wien
wird bei Nacht erst schön og síðast
saman.dúett úr Fuglasalanum. Þetta
sannaði einungis, sem vitað var fyrr,
að óþarfi er að hafa söngskrá karla-
kórs dimma og drungalega. Ég vona
aðeins, að sú mikla þjóð, Kinverjar,
haldi okkur ekki algjöra þumbara
fyrir vikið, nóg er talað um drungann
í íslendingum samt.
-EM.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því,
að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15.
nóvember. Ber þá að skila skattinum til inn-
heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu
í þríriti.
Fjármálaráðuneytið,
9. nóvember 1979.