Dagblaðið - 12.11.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
9
Húsin við Hraunbæ fá ný þök á kollinn:
SKYNSEMIN SIGRAÐISKRIF-
RÆÐK) í BORGARKERFINU
—f lötu þökin urðu íbúunum dýrkeypt
„Okkur leizt ekkert á flötu þökin í
upphafi, þegar húsin voru byggð. En
það var ekki nokkur leið að fá
skipulagsyfirvöld Reykjavíkur til að
leyfa hallandi þök. Því fór sem fór og
við sitjum eftir með skaðann og auka-
kostnaðinn sem af þessu leiðir,” sagði
Haraldur Haraldsson, húsasmíða-
meistari, við Dagblaðið.
Haraldur var ásamt tveimur öðrum
smiðum uppi á þaki á raðhúsum við
Hraunbæ í Árbæjarhverfi við vinnu
sína. Þeir voru að setja nýtt hallandi
þak yfir flatt þak á húsunum. Við
Hraunbæinn eru tæplega 50 hús með
flötu þaki, byggð á árunum 1965 —
1968. Fljótlega kom i ljós, eins og
margir höfðu spáð, að flötu þökin
hentuðu illa veðurfarinu sem við búum
við. Þakpappinn var sífellt að bila,
niðurföll stífluðust og afleiðingin var
sú að raki kom í gegnum loft og út úr
veggjum. Sífellt hafa húseigendur við
Hraunbæ þurft að bæta þakpappann
eða endurnýja hann jafnvel alveg.
Viðhaldið hefur kostað skildinginn,
auk óþæginda af völdum þessa.
Snemma á þessu ári skrifuðu
nokkrir Hraunbæingar til bygginga-
nefndar borgarinnar og kváðust ekki
„Við þurfum vonandi ekki að kvlða
vetrinum þegar þetta verður komið
upp,” sagði Haraldur Haraldsson, húsa-
smiðameistari. Hann stendur á
þakgrindinni á eigin ibúð að Hraunbæ
17. DB-myndir: Ragnar Th.
»
og Hraunbæingar fengu að setja hall-
andi þök á húsin sín.
„Við erum 12 húseigendur, sem
erum byrjaðir framkvæmdir. Fleiri
koma áeftir,” sagði Haraldur Haralds-
son, húsasmíðameistari. Hann er
sjálfur eigandi einnar íbúðarinnar, sem
fær nýtt þak á kollinn þessa dagana.
„Húsnæðismálastjórn teiknaði þök-
in, sömu teikningarnar fyrir allar íbúð-
irnar. Þær kostuðu 97 þús. pr. íbúð,
sem okkur finnst fullmikið. Heildar-
kostnaðurinn við hvert þak er 2,5—3
milljónir kr. Lánafyrirgreiðsla er
engin. Við 'sóttum um lán til Hús-
næðismálastjórnar. Hún synjaði og
vísaði á vaxtaaukalán.
Okkur þótti lika einkennilegt þegar
við komumst að því fyrir tilviljun, að
10 ára ábyrgð hafði verið á flötu þök-
unum. Um ábyrgðina höfðum við
Hörður Ingi Torfason og Sigfinnur Þorsteinsson voru að vinna við þaksmiðina ásamt
Haraldi. í baksýn sést í skallann á öðrum húsum 1 hverfinu sem fá lika húfu á kollinn
innan tiðar.
una þessu ástandi lengur. Menn á
vegum nefndarinnar komu á staðinn og
gengu úr skugga um að hér væri hvergi
farið með fleipur. Málið fór á hreyf
ingu. Skynsemin sigraði skrifræðið
aldrei heyrt og hún kom okkur að engu
gagni. Yfirvöldunum hefur trúlega þótt
allt í lagi að teikna nýtt þak á húsið
þegar ábyrgðin var runnin út!” sagði
Haraldur. -ARH.
Dilkar Magnúsar á Ytra-Ósi þyngri en dilkar
Péturs á Reynivöllum
STRANDAMAÐUR-
INNGERIRTILKALL
TIL LANDSMETS
„Pétur á Reykjavöllum á ekki
hæstu meðalvigtina í ár. Magnús
Gunnlaugsson á Ytra-Ósi við Hóbna-
vik hefur hærri meðalvigt,” sagði
maður einn sem hringdi til blaðsins.
Dagblaðið birti frétt á
fimmtudaginn um vænt sláturinnlegg
Péturs bónda Pálmasonar á Reykja-
völlum í Skagfirði. Pétur lagði inn
143 dilka og meðalvigt þeirra
reyndist 17,07 kg. Skagfirðingar
töldu þetta mögulega vera metvigt á
landinu. En Strandamenn hafa hirt
þann heiðurinn af Skagfirðingum
og halda honum a.m.k. um sinn.
Magnús á Ytra-Ósi lagði inn 155
dilka og fékk meðalvigtina 17,35 kg.
Magnús hefur löngum átt rígvæna
dilka og blandað sér í baráttuna um
hæstu meðalvigt landsins haust eftir
'haust.
-ARH.
húsbyggjeimdur
TÆKNIMENN ,
BYGGINGAFULLTRUAR
SI22S
'flSLANDs
^Pykkt
• tSflur .
ÍM«-ofnl
fWir afv
'fMrtSJ,
21“ofa,,
■I*t M
-TO,vo?;
®etur eáJc
fyrir.
ín €ert
upp-
s r»t=fa4i
:jeS.U
V,
tij
f„
' : * " j Oa
!r Prófd6i
08 fyrr er
'ÍSJa 'k c
:etur mr *
“Vfunu,.
a 'ufur
Pn>fa„i
* »o'fa
Var tafja
^ykkt.
"n-ku,
Að marggefnu tilefni vekj-
um við athygli á því að
eftirfarandi ofnar eru þeir
einu, samkvæmt bréfi
Iðntœknistofnunar Islands
frá 31. október 1979, sem
fullnægja í öllu kröfum
íslenzks staðals IST. 69.1
um varmagjöf ofna og þar
með kröfum nýrrar
byggingareglugerðar frá því
í ágúst sl.
Þessir ofnar eru:
a. HELLU-ofn
frá hf. Ofnasmiðjunni
GAL-ofn
frá hf Ofnasmiðjunni
SVISSYL-ofn
frá hf Ofnasmiðjunni
b. GOLF ofn
frá Vélsmiðjunni Odda hf
Aðeins framangreindir ofnar eru
framleiddir í samræmi við gildandi byggingarreglu-
gerð og tryggja hámarksnýtingu heita vatnsins og
þar með lægstan hitunarkostnað.
Varizt óábyrgar f ullyrðingar um annað!
HF. OFNASMIÐJAN
Háteigsvegi 7, Reykjavík
Sími 91-21220
VÉLSMIÐJAN ODDIHF.
Strandgötu 49 Akureyri
Sími 96-21244