Dagblaðið - 12.11.1979, Síða 12

Dagblaðið - 12.11.1979, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979. Nýtt for- setafram- boö? Fullvíst er talið, að Albert Guðmundsson verði ekki sjálfkjörinn i embætti forseta íslands þegar kosningar fara fram á næsta ári þótt svo færi að dr. Kristján Eldjárn drægi sig í hlé. Ýmsir hafa verið orðaðir við þetta embætti aðrir en fullvíst er talið, að enginn þeirra ákveði framboð fyrr en dr. Kristján hefur tilkynnt að hann muni draga sig í hlé. Þó munu stuðningsmenn Péturs Thorsteins- sonar þegar vera farnir að vinna að kosningu hans í embætti. Er Páll S. Pálsson hrl. nefndur meðal þeirra. Pétur er sem kunnugt er einn reynd- asti „diplómat” íslendnga og hefur gegnt flestum sendiherraembættum þjóðarinnar, s.s. í London, Washing- ton, París og Moskvu. Sr. Árelíus hœttir: MUNDIENGUM ÓSKA ÞESS aö veröa prestur miöaö viö aöstööuna ,,Er nokkuð annað að gera fyrir gamalt fólk en að draga sig í hlé? Þvi er ekki treyst til annars en að láta aurana sína í gengisfall og bjarga þannig þessari verðbólgu. Ég hef a.m.k. ekki orðið var við að því byðust nein störf,” sagði sr. Árelíus Níelsson, prestur í Langholtsprestakalli, en hann lætur af störfum um áramót- in. DB spurði hann hvað hann hygðist þá fyrir. ,,Ég mundi engum óska þess miðað við aðstöðuna,” sagði sr. Árelíus er DB spurði hann hvort hann mundi gerast prestur á ný ef hann mætti lifa lífinu upp aftur. Hann bætti svo við: ,,Annars á ég bágt með að svara þessu. Það er vissulega margt ánægjulegt að baki og margir sigrar fyrstu 12—15 árin. Þau ár voru ævintýri líkust og margt sem blessaðist vel. Þá var hér t.d. fjölmennasta æskulýðsfélag landsins og kórinn var einu sinni reglu- legur kirkjukór en er nú kons- ertkór.” Sr. Árelíus sagði að það hefði farið illa með safnaðar- starfið að skipta söfnuðinum í tvennt. Hann nefndi einnig að safnaðarstarf í Reykjavik og úti á landi væri tvennt ólíkt. ,,Ég þekkti hvern mann í sveitinni. Hér eignast maður engan söfnuð. Ég þekki næstum alla, en engan vel. Þó hefur mér alltaf þótt vænt um þetta starfssvið og umhverfið. En mig langaði ekki til að vera í þessu lengur þótt ég mætti vera eitt ár i viðbót vegna aldurs,” sagði sr. Árelíus að lokum. -GAJ Hilmar Jánsson bókavörður. Leikrit hans fjaliar um samkvæmi i her- stöðvarklúbb og þann dilk sem þeð dregur é eftír sór. DB-mynd Árni Péll Leikfélag Keflavíkur sýnir Ctkall í klúbbinn: HILMAR SKRIFAR UM HERSTÖD Leikfélag Keflavíkur frumsýndi í gærkvöld nýtt leikrit eftir Hilmar Jónsson bókavörð, Útkall í Klúbb- inn. Leikrit þetta gerist í herstöð og segir, að sögn Hilmars, frá samskipt- um smáþjóðar og stórveldis. í klúbb einum í herstöðinni er haldið samkvæmi. Meðal gesta eru hátt settur starfsmaður verktaka- fyrirtækis og dóttir hans. Ekki fer þar allt eins og bezt verður á kosið og einn gestanna sér sig tilneyddan að kveðja til lögreglu. Leikurinn greinir svo frá örlögum lögreglumanns þess sem kemur á vettvang. Hilmar Jónsson segir í blaðaviðtali að Útkall í klúbbinn sé byggt á sann- sögulegum atburðum. Hann starfaði á Keflavíkurflugvelli um skeið og hefur verið búsettur i nágrenni her- stöðvarinnar í rúmlega þrjá áratugi. Hilmar er því líkt og aðrir Keflvík- ingar vel kunnugur ýmsum atburðum sem þar gerast en aðrir landsmenn frétta lítið af. Það er Gunnar Eyjólfsson leikari sem leikstýrir Útkalli í klúbbinn. Með helztu hlutverk fara Jóhann Gísla- son, Jenný Lárusdóttir og Jón Sig- urðsson. — Önnur sýning leikritsins verður í félagsheimilinu Stapa í kvöld og tvær sýningar á miðvikudaginn. SATT formlega stofnað annað kvöld Samtök alþýðutónlistarmanna og - tónskálda, SATT, verða formlega stofnuð á Hótel Esju annað kvöld. Um það bil fjörutíu alþýðutónlistar- menn gengust fyrir undirbúnings- fundi i byrjun september, þar sem / málin voru reifuð og nokkrar nefndir skipaðar. Þær hafa nú allar skilað áliti sínu og verður fjallað um skýrslur þeirra annað kvöld. Auk þess verður kosið í fyrstu stjórn SATT. Ekki telja heimildar menn Dagblaðsins sig geta spáö því með neinni vissu hver verði fyrsti for- maður alþýðufélagsins en mörgum þykir Egill Ólafsson söngvari Þursa- flokksinsheitur. Eitt helzta baráttumál SATT er það að betur verði hlúð aö lifandi tónlist hér á landi en nú tiðkast. Þá telja alþýðutónlistarmenn sig vera setta skör lægra en flytjendur og semjendur æðri tónlistar svokall- aðrar. SATT er sett á laggirnar til að jafna þann mun. Stofnfundurinn hefst á Esju klukk- an átta annaö kvöld. Búizt er viö fjöl-! menni, tvötil þrjú hundruð manns. Danshljómsveitin Tívolí endurreist ,,Við ætlum að einbeita okkur að því að koma okkur upp góðri danshljómsveit. Ég nenni hvorki né hef hæfileika til að fara að spila einhverja fórnartónlist. Auk þess er einnig mun skemmtilegra að hafa tvö hundruð manns að hlusta á sig en fimm hræður úti í sal,” sagði Ólafur Helga- son trommuleikari er Dag- blaðið spurði hann um fyrir- hugaða endurreisn hljóm- sveitarinnar Tívolí. Ólafur kvaðst vonast til þess að Tívolí gæti tekið til starfa öðru hvorum megin við næstu mánaðamót. — ,,Við ætlum að vera með vinsæl- ustu danstónlistina á dag- skránni en sleppa öllu frum- sömdu svo að við ættUm ekki að verða lengi að æfa hljóm- sveitina upp.” Ásamt Ólafi Helgasyni verða eftirtaldir hljóðfæra- leikarar í Tívolí: Stefán Stefánsson saxófónleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleik- ari, Björn Thoroddsen gítar- leikari, Árni Sigurðsson gítar- leikari og Hjörtur nokkur hljómborðsleikari, sem ku hafa komið við sögu hjá hljómsveitinni Sturlungum fyrr á þessu ári. — Sigurður Sigurðsson Kjötsúputenór sér um allan söng með Tívolí. ,,Nei, mér Iízt alls ekki illa á að byrja með hljómsveit aftur núna. Góð danshljóm- sveit getur alltaf fengið nóg að gera og við búumst að sjálfsögðu við því að vaða í verkefnum alveg upp að hálsi,” sagði Ólafur að lokum er hann var spurður að því hvort hann teldi markaðinn bera eina hljómsveit til við- bótar. Stefén Stefánsson aðalmaður Ljósanna i bænum er nú genginn tíllrðs viö hljómsveitína Tívolí. Ólafur HeJgason: — Ætíum ekkiað leika neina fómartónlist Geirala Thatcher Þegar stefna Sjálfstæðisflokksins var kynnt á blaðamannafundi, var Geir Hallgrímsson spurður að því, hvort hann vildi leyfa blaðamönnum að sjá ráðherralista sinn. Skammt væri til kosninga þar sem sjálfstæðis- menn stefndu að hreinum meirihluta. Geir taldi spurninguna góða og gilda. Hins vegar kvaðst hann ætla, að hvorki Callaghan né frú Thatcher hefðu orðið við þeim tilmælum, sem i henni fælust. Það gerði Geir heldur ekki. Pólitískir spekingar eru sammála um að mjög hafi andlit Alþýðublaðsins lyfzt eftir að Jón Baldvin, fyrrum skólameistari á ísa- firði, tók þar við stjómartaumum. Hitt þykir einnig tíðindum sæta, að nýi ritstjórinn slær ekki staf á ritvél. Efni það sem hann semur er lesið á segulband og síðan vélritað upp af starfskrafti í hálfu starfi. Slíkt er nær óþekkt í blaðamennsku en getur vel fallið undir skynsamlega verka- skiptingu. Muna má að Jón Þórðarson, prentari í Acta, var sagður eini mað- urinn sem lesið gat rithönd Jónasar á Hriflu hiklaust. Segja sumir að Jón hafi bætt inn þar sem honum þótti þurfa. Hafi Jónas aldrei fundið að því. Andrés Kristjánsson ritstjóri segir, að Jónas hafi yfirleitt ekki lesið yfir aftur það sem hann skrifaði. Það- sem var skrifað var skrifað. Það var eins og liðinn dagur. Bara einhvern andstœöing Á fundi hernámsandstæðinga nýverið, gerði Haraldur Jóhannesson þá tillögu, að hernámsandstæðingar byðu fram í forsetakjöri, ef svo færi, að dr. Kristján Eldjárn gæfi ekki kost ásér. Var tillagan samþykkt en engin umræða varð um forsetaefni and- stæðinga.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.