Dagblaðið - 12.11.1979, Side 15
sögunnar á miðöldum. Þing landsins
var kallað Generalitat. Ríkið varð
brátt svo öflugt að ráðamenn leyfðu
sér að kalla sjáífa sig „verndara
vesturhluta Miðjarðarhafsins”.
Síðan þá hefur saga Katalóníu ein-
kennzt af sameiningu við Spán, sem
framkvæmd hefur verið að katal-
óníumönnum nauðugum, auk nokk-
urra skammvinnra sjálfstæðistíma-
bila.
Síðasta skiptið, sem eitthvað í þá
áttina varð, var árið 1931. Þá viður-
kenndi spænska lýðveldið, sem
Frankó síðan steypti, mikla heima-
stjórn Katalóníu og þá var Generali-
tatið endurvakið.
Á tímum Frankós var iðnaðar- og
viðskiptaveldi Katalóníu mjólkað
mjög af miðstjórnarvaldinu i
Madrid. Af hverjum þrem pesetum,
sem teknir voru í formi skatta i Katal-
óniu var aðeins einum skilað til baka.
Kaupsýslumönnum í Barcelona og
annarsstaðar í Katalóníu var ekki
veitt eðlileg fjármagnsfyrirgreiðsla
nema að þvi tilskyldu að þeir lofuðu
að fjárfesta einnig nokkurn hluta
þess í öðrum hlutum Spánar.
Katalónskir kennarar voru fluttir
til starfa í öðrum hlutum Spánar eða
jafnvel til nýlendnanna. í stað þeirra
komu kennarar sem aðeins töluðu
kastalisku, einu tunguna sem Frankó
vildi viðurkenna.
Katalónsk blöð voru bönnuð.
Bækur sem prentaðar voru á máli
þeirra voru tollaðar eins og um er-
lendar bækur væri að ræða.
Við lát Frankós var nokkur ótti um
að sams konar óeirðir og hafa verið í
Baskahéruðunum mundu brjótast út
í Katalóníu. Svo varð þó ekki og síð-
an hefur tekizt að semja um heima-
stjórn sem bæði stjórnin i Madrid og
Katalóníumenn sjálfir geta sætt sig
við.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
an hátt og með svo mikilli stillingu að
jafnvel Katalóníumenn sjálfir eiga
erfitt með að skýra það. í Barcelona,
stæstu borginni, sjást varla nein
veggspjöld þar sem katalónskum
málstað er haldið á lofti. Á götuhorn-
um vantar svo sem ekki að fólk taki
tal saman og ræði málin af miklu
kappi. Handasveiflur eru auðvitað
miklar og nógur er hávaðinn. En
umræðuefnið er ekki stjórnmál eða
nýja heimastjórnin heldur knatt-
spyrna.
Fyrir aðeins rúmum hálfum mán-
uðu samþykkti mikill meirihl. kjós-
enda í Katalóníu ný lög um heima-
stjórn þar sem gert var ráð fyrir að
stjórn menntunar, menningar og
skattamála skyldi færast heim til
Katalóníu. Athyglisvert er þó, að
rúmlega 40% kjósenda mætti ekki á
kjörstað.
Ýmsir stjórnmálamenn segja að
aukið atvinnuleysi og verðbólga hafi
skyggt á. heimastjórnarhugmyndina.
Aðrir segja að þeir íbúar Katalóníu,
sem ekki eru af katalónskum stofni
hafi einfaldlega engan áhuga á
heimastjórnarhugmyndunum og þvi
ekki hirt um að mæta á kjörstað.
íbúar Katalóníu eru um það bil sex
milljónir. Þar af er aðeins helmingur-
inn „innfæddur”. En aðrir segja að
ástæðan fyrir lélegri kjörsókn hafi
verið mikil rigning á kosningadaginn.
Ekki eru þó allir ánægðir með rign-
ingarkenninguna. Einn katalónskur
stjórnmálamaður segist ávallt
skammast sín er hann heyrir þetta
nefnt. — Þeir Katalóniubúar sem
vilja láta taka mark á skoðunum sín-
um eiga þá einnig að vera þess reiðu-
búnir að verða votir.
Um langa hríð hefur sjálfstjórnar-
hreyfing Katalóníumanna verið tekin
mun alvarlegar en hjá Böskunum.
Heimspekingurinn og sagn-
fræðingurinn Salvador de Madariaga
gefur þetta mjög í skyn í skrifum sín-
Tarradellas var einn þeirra stjórnmálamanna sem naut mikilla vinsælda meðai aðskilnaðarsinna i Katalóniu. Myndin er frá
útifundi stuðningsmanna hans fyrir nokkru. Almenningur i Katalóniu virðist þó gera sig hæstánægðan með heimastjórn þá
sem nú er verið að koma á.
um en eitt sinn sagði hann eftirfar-
andi:
„Þvi hérna í Baskahéruðunum er
engin sérstök menning nema þá sú
sem upprunnin er annars staðar á
Spáni. Hér er ekkert nema nokkrar
úreltar mállýzkur.” Hann sagði aftur
á móti, í framhaldi af orðum sínum
þar sem hann hvetur mjög tU einingar
aUra hluta Spánar, að öðru máU
gegni um Katalóníu. Þar megi finna
sameiginlegan þjóðaranda, menn-
ingu af eigin rótum, sem ekki fari
leynt.
Katalónía kom fyrst á spjöld
sem áður starfaði með miklum blóma
innan Framsóknarflokksins. Þeir
menn sem nú eru í forystusveit Fram-
sóknarflokksins voru helstu stuðn-
ingsmenn álversins innan Fram-
sóknarflokksins á síðasta áratug.
Þeir hafa flestir verið félagar í Varð-
bergi og boðað nauðsyn hersetunnar
og Nato-aðildar.
Þegar litið er yfir sögu síðustu 20
ára kemur í ljós að afgerandi þátta-
skil hafa orðið innan Framsóknar-
flokksins. Þau öfl sem í öllum megin-
atriðum eru fylgjandi íhaldsstefnu í
efnahagsmálum, kjósa að fylgja
hagsmunum fyrirtækjanna frekar en
hagsmunum fólksins, trúa á erlenda
stóriðju og eru traustir bandamenn
hernámsins, hafa nú forystu fyrir
stefnu og störfúm flokksins á öllum
sviðum. Það þarf því engan að undra
þótt Framsóknarflokkurinn hafi ríka
tilhneigingu til samstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn og hann hafi unað sér
vel í 4 ára íhaldsstjórn án þess að gera
þar ágreining um nokkurt meginat-
riði. Það er nauðsynlegt að vinstri
menn sjái skýrt þessa sögulegu
þróun. Blekkingarnar frá 1974
reyndust vinstra fólki dýrkeyptar.
Þær mega ekki endurtaka sig nú.
Aðför að launafólki
Fjandskapur Framsóknarforyst-
unnar gagnvart launafólki og sam-
tökum þess hefur verið staðfestur
hvað eftir annað á undanförnum ár-
um. Eftir kosningar 1974 sleit Ólafur
Jóhannesson umræðum um nýja
vinstri stjórn með því að neita að
ræða við fulltrúa ASÍ um efnahags-
stefnu þeirrar stjórnar. Fjórum árum
síðar knúði Lúðvík Jósefsson þennan
sama Ólaf hins vegar til þess að eiga
slíkar viðræður við fulltrúa launa-
fólks áður en vinstri stjórnin 1978 var
mynduð.
í samvinnu við Geir Hallgrímsson
stóð Framsóknarforystan að um-
fangsmestu aðför að kaupmætti
launa sem átt hefur sér stað á þessum
áratug. Ekki er vitað til að fram-
sóknarmenn hafi gert neinn ágreining
við Sjálfstæðisflokkinn um þá skerð-
ingu kaupmáttarins sem átti sér stað í
stjórnartíð Geirs. Sú skerðing var svo
geigvænleg að hún færði kaupmátt-
inn niður á gamla viðreisnarstigið frá
þeim hápunkti sem hann hafði verið í
tið vinstri stjórnarinnar 1971 —1974.
Framsóknarflokkurinn tók einnig
þátt i undirbúningi að breytingum á
vinnulöggjöf sem ætlað var að tak-
marka mjög samtakafrelsi launafólks
og möguleika þess til baráttu fyrir
bættum kjörum.
Þrátt fyrir forystu í síðustu vinstri
stjórn hefur Framsóknarflokknum
hvað eftir annað á undanförnum
mánuðum tekist að staðfesta fjand-
skap sinn við hagsmuni launafólks. í
upphafi ársins birtist hið fræga „trú-
lofunarfrumvarp” Vilmundar og
Ólafs Jóhannessonar sem boðaði um-
fangsmikla kjaraskerðingu með bind-
ingu vísitöluhækkana á kaup án tillits
til verðlags. Framsóknarforystan
gerðist traustur bandamaður þeirrar
kauplækkunarstefnu sem kratarnir
settu á oddinn. Ennfremur fól „trú-
lofunarfrumvarpið” í sér kröfu um
að hátekjufólk fengi sömu hlutfalls-
hækkanir á laun og lágtekjufólkið.
Alþýðubandalagið hafði ávallt kraf-
ist þess að þak væri sett á visitölu-
hækkanir hæstu tekna. Framsóknar-
flokkurinn vildi auka launamisréttið í
landinu.með því að svipta þessu þaki
burt.
Samstaðan með
krötum
og hagsmunum
atvinnurekenda
Á þessu ári hefur Framsóknarfor-
ystan haft nána samvinnu og sam-
stöðu með Alþýðuflokknum um
stefnuna í efnahagsmálum. Þegar
kratarnir hlupu út úr ríkisstjórninni
fyrir fáeinum vikum voru sárindi
Steingríms Hermannssonar augljós.
Hann marglýsti þvi yfir í umræðum á
Alþingi að það væri enginn ágrein-
ingur milli Framsóknarflokksins og
Alþýðuflokksins í efnahagsmálum og
þess vegna væri engin ástæða fyrir
kratana að hlaupa brott. Þegar höfð
er í huga hin afdráttarlausa íhalds-
stefna Alþýðuflokksins í efnahags-
málum, sem ætlað er að auðvelda
myndun Viðreisnarstjórnar, þá sést
hve skammt er á milli Framsóknar og
íhaldsins í efnahagsmálum.
Í þeim tillögum sem Framsóknar-
flokkurinn flutti á fyrstu mánuðum
þessa árs innan ríkisstjórnarinnar og
þeirri skýrslu um efnahagsstefnu
næsta árs sem Ólafur Jóhannesson
hafði í undirbúningi, þegar ríkis-
stjórnin fór frá, sést greinilega að í
öllum höfuðatriðum vildi Fram-
sóknarflokkurinn láta framfylgja
íhaldsstefnu í efnahagsmálum og
þjóna hagsmunum atvinnurekenda.
Þessi stefna felur i sér verulegan sam-
drátt í framkvæmdum. Hún boðar
að launafólk skuli bera byrðarnar í
verðbólgubaráttunni með kauplækk-
unum. Hún boðar skattabreytingar
sem fela í sér almenna neysluskatta í
stað þeirra eignaskatta og hátekju-
skatta sem Alþýðubandalagið setti á
oddinn.
Jafnframt felur þessi stefna í sér
verulegan fjandskap við íslenska at-
vinnuvegi eins og berlegast kemur
fram í meðferð Tómasar Árnasonar á
framlögum til iðnaðarins í fjárlaga-
frumvarpi sem hann lagði fram á Al-
þingi. Framsóknarmenn eru þess
vegna traustir bandamenn þeirra afla
sem vilja greiða götu erlendrar stór-
iðju með því að draga sem mest úr
þróunarmætti íslenskra atvinnuvega.
Á sama tíma hindrar svo Fram-
sóknarflokkurinn nauðsynlega upp-
stokkun á fjölmörgum sviðum hag-
kerfisins. Hann neitar að standa að
sameiningu banka. Hann neitar að
endurskipuleggja olíudreifingarkerf-
ið i landinu. Hann neitar að fram-
kvæma herferð gegn skattsvikum og
margvíslegri spillingu. Hann stendur
vörð um hið rotnandi kerfi eyðslu,
sóunar, arðráns og spillingar.
Erlend stóriðja og
hernámsframkvæmdir
í tillögum Ólafs Jóhannessonar um
efnahagsstefnu ársins 1980, sem hann
lagði fram í þann mund sem kratarnir
hlupu út úr vinstri stjórninni, er lögð
megináhersla á uppbyggingu er-
lendrar stóriðju. Forsætisráðherra
Framsóknarflokksins tók þar með af
skarið í afstöðu flokksins til ís-
lenskrar atvinnustefnu. Hann hafnar
því að uppbygging íslensks iðnaðar,
bæði almenns iðnaðar og fisk-
iðnaðar, úrvinnsla úr afurðum
sjávarútvegs og landbúnaðar, verði
höfuðþátturinn í framtíðarþróun at-
vinnulífsins í landinu. í stað þess kýs
hann að leggja sitt þunga lóð á vogar-
skál erlendrar stóriðju. Hann leggur
til að á árinu 1980 beiti íslensk ríkis-
stjórn sér fyrst og fremst fyrir því að
undirbúa jarðveginn fyrir stórfellda
sókn erlendrar stóriðju. Þessi stefna
Ólafs Jóhannessonar og Steingríms
Hermannssonar þarf ekki að vera
undrunarefni þeim sem fylgdust með
átökunum innan Framsóknarflokks-
ins á síðasta áratug um afstöðu til ál-
versins i Straumsvík. Hún þarf
heldur ekki að vera undrunarefni
þeirra sem kynntust hinni góðu sam-
vinnu Framsóknar við stóriðjuöflin í
ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar.
Það er nauðsynlegt að allir vinstri
menn sem vilja í reynd efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar og vilja
forða þjóðinni frá fjötrum erlendra
stóriðjufyrirtækja geri sér grein fyrir
því að forystusveit Framsóknar-
flokksins hefur afdráttarlaust skipað
sér i fararbrodd þeirra sem vilja
greiða götu erlendrar stóriðju. Fái
Framsóknarflokkurinn að móta
stjórnarstefnu eftir eigin höfði er
Ijóst að næsti áratugur verður að
hans dómi áratugur erlendrar stór-
iðju.
Þessi þjónkun Framsóknarflokks-
ins við erlend fjármálaöfl verðúr auð-
skiljanlegri þegar litið er til afstöðu
Framsóknarforystunnar til hernáms-
ins. Einar Ágústsson átti ákaflega
auðvelt með að verða vinnumaður
hjá Geir Hallgrímssyni við að fram-
kvæma hernámsstefnu Sjálfstæðis-
flokksins. í síðustu ríkisstjórn var
Steingrímur Hermannsson eindregn-
asti stuðningsmaður Benedikts
Gröndal í því að hleypa bandarískum
hermönnum út um allt íslenskt þjóð-
líf. Þegar ákvörðun Benedikts
Gröndal um að auðvelda hermönn-
um aðgang að íslensku þjóðlíft kom
til umræðu innan rikisstjórnarinnar
daginn eftir birtingu ákvörðunarinn-
ar, þá studdi Steingrímur Hermanns-
son Benedikt eindregið í þessari ný-
breytni. Það var ekki fyrr cn reiðialda
þjóðarinnarogmeirihluti í utanríkis-
málanefnd snerist gegn ákvörðun
utanríkisráðherrans að hinn nýi for-
maður Framsóknarflokksins dró
stuðning sinn til baka. Steingrímur
hafði hins vegar opinberað afdráttar-
laust hvar hjarta hans sló í þessum
efnum.
Sams konar stuðningur við her-
námsöflin kemur skýrt fram í fylgi
Framsóknarflokksins við byggingu
svokallaðrar flugstöðvar á Kefla-
víkurflugvelli fyrir bandariskt gjafa-
fé. Þessi flugstöð er í reynd nýtt hern-
aðarmannvirki Bandarikjanna á ís-
landi og hefur i för með sér stórfellda
aukningu hernámsframkvæmda á
næsta áratug. Utanríkisráðherra
Framsóknarflokksins undirbjó þetta
mál í stjórnartið Geirs Hallgríms-
sonar. Þegar Benedikt Gröndal flutti
það inn á Alþingi við stjórnarslitin lá
að baki stuðningsyfirlýsing frá for-
ystu Framsóknarflokksins.
Hvort heldur litið er til erlendrar
stóriðju eða hernámsins er Ijóst að sú
andstaða sem áður fyrr var gegn
þessu tvennu er nú horfin í áhrifa-
sveit Framsóknarflokksins. Banda-
menn erlends fjármagns' baiuUiríska
hersins geta treyst því að lorysta
Framsóknarflokksins mun ekki bila í
stuðningi við þá.
Vinstri menn —
varist að treysta
Framsókn!
Þegar Framsóknarflokkurinn
reynir á ný að blekkja vinstra fólk til
fylgis við flokkinn er nauðsynlegt að
saga síðustu ára hverfi ekki úr huga.
Hún talar skýrt og afdráttarlaust.
Þar ber hæst margháttaðar tilraunir
Framsóknarforystunnar til að skerða
hagsmuni launafólks og þjóna for-
stjóraveldinu í landinu. Þar er að
finna margvíslega samstöðu með
íhaldsstefnu Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins 1 efnahagsmálum.
Þar birtist eindreginn stuðningur við
erlenda stóriðju og áframhaldandi
hernámsframkvæmdir. Hvorki í
kjarumálum, efnahagsmálum né
utanríkismálum stenst Framsóknar-
forystan prófraun vinstri stefnu.
Þvert á móti fær hún á öllum þessum
sviðum háa einkunn hjá íhaldsöflum.
í komandi kosningum er nauðsyn-
legt að allt vinstra fólk í landinu átti
sig á því að lærdómur síðustu ára er
fyrst og fremst sá, að efling Alþýðu-
bandalagsins er eina varanlega trygg-
ingin fyrir framgangi vinstri stefnu á
öllum þessum sviðum. Á þessum ára-
tug hafa æ fjölmennari sveitir vinstri
manna á íslandi fylgt sér undir merki
Alþýðubandalagsins og gert það að
næststærsta flokknum í landinu.
Eining vinstri manna hefur löngum
verið vandamál á íslandi. Þeir hafa
gengið til kosninga klofnir og sundr-
aðir í marga flokka. Þessi sundrung
vinstri mannanna hefur ávallt orðið
íhaldsöflunum til góðs.
Þegar glundroðinn herjar nú á
ihaldið sjálft væri ömurlegt að vinstri
menn færu áfram að skipta sér í
margar sveitir. Áframhaldandi fylgis-
aukning Alþýðubandalagsins er eina
örugga tryggingin fyrir því að vinstri
stefna verði ráðandi í íslensku þjóð-
lífi. Þeir sem vilja afdráttarlausa
vinstri þróun mega ekki láta fagur-
gala Framsóknarforystunnar blekkja
sig. Slik blekking var dýrkeypt árið
1974. Sömu mistökin má ekki gera
tvisvar.
Olafur Ragnar Grímsson