Dagblaðið - 12.11.1979, Síða 16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
Próf kjör og
framboðsmál
Þvi hefur verið haldið fram, af
ekki ómerkari aðila en Svarthöfða
Vísis, í pólitískum hugleiðingum sín-
um, að engin leið sé að koma auga á
þungamiðjuna í pólitík líðandi stund-
ar.
Og vel má það rétt vera, að
pólitisk þungamiðja séskýjum hulin i
svartasta skammdeginu og verði svo,
þar til kosningar hafa farið fram i
byrjun desember. En fullvíst má
telja, að úr því kemur fram yfir
vetrarsólhvörf og sól fer aftur
hækkandi, fari fólk að átta sig
þungamiðjan verði sýnileg berum
augum, svo ekki verði um villzt, hvar
hún er.
Forspár
reyndust rangar
Á sama hátt og menn reyndu að
geta sér til um úrslit prófkosninga
fyrirfram, hefur fólki orðið nokkuð
skrafdrjúgt um niðurstöður próf-
kjörs þeirra flokka, sem á annað
borð treystu fólki til að vera með í
ráðum um niðurröðun fram-
bjóðenda.
Alþýðubandalagið lætur auðvitað
ekki svo lítið að virða kjósendur
viðlits í þessu tilliti, svo að sá flokkur
vekur hvorki umtal né áhuga, enda
ekkert óeðlilegt, þar sem Alþýðu-
bandalagið er engan veginn einn
þeirra lýðræðisflokka, sem kjós-
endum standa til boða.
Alþýðubandalagið er fylgjandi
einræði, en ekki lýðræði og stendur
því utan og aftan við íslenzkt þjóð-
skipulag.
Fjölmiðlar, frjálsir jafnt sem
bundnir, reyndust ekki sannspáir,
nema að því er tók til dreifbýlis-
kjördæmanna. Þar urðu málalok
nokkuð á þann veg, sem fyrir var
sagt, enda ollu framboð þar ekki
teljandi bollaleggingum.
Það var því að vonum, að áhugi
manna beindist fyrst og fremst að úr-
slitum prófkosninga Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavik, þar sem helzt
var að vænta einhverra tilburða af
hálfu frambjóðenda, til þess að
kynna sig fyrir kjósendum, áður en
blýantinum skyldi beitt eftir smekk
hversogeins.
Og úrslit prófkjörs Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík urðu svo
sannarlega önnur en margir höfðu
ætlað.
Eðlilegar
niðurstöður
Og lítum þá rétt sem snöggvast á
niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, þess flokks,
sem óumdeilanlega heldur athygli
fólks vakandi í pólitísku tilliti, þess
flokks sem lítur á deildar meiningar
milli flokksmanna sem eðlileg
skoðanaskipti. AUar rógsherferðir
andstæðinga hans hafa því löngum
kafnað i fæðingu.
Af þeim rúmlega tólf þúsund at-
kvæðum, sem greidd voru í þessu
prófkjöri flokksins hér í Reykjavík,
fékk Birgir ísleifur Gunnarsson þau
flest og er því ótviræður sigurvegari
þessa prófkjörs. Mjög eðlileg voru
úrslit fyrir formann flokksins Geir
Hallgrímsson, sem varð í efsta sæti,
svo og fyrir Albert Guðmundsson,
sem hlaut annað sætið. Og óvænt
gátu úrslitin fyrir báða þessa menn
engum orðið.
Að þessum mönnum frátöldum,
gat fáa órað fyrir 'um niðurstöður
fyrir þá sem á eftir komu, þótt þær
hafi verið í alla staði réttlátar og ná-
kvæmlega eins og efni stóðu til, þeg-
ar tekið er tillit til þeirrar mjög svo
lýðræðislegu aðferðar, sem felst í þvi
að treysta kjósendum sjálfum til þess
að marka stefnuna.
Það var t.d. eðlilegt og um leið
réttlát ákvörðun kjósenda, að
ráðstafa 5. og 6. sæti listans til
þeirra Friðriks Sophussonar og
Ellerts B. Schram, strax á eftir
Gunnari Thoroddsen, sem hafnaði í
4. sæti. Hugur manna hefur því
staðið til þess að fá þá Friðrik og
Ellert í örugg sæli, — þótt einungis
sé miðað við það fylgi, sem
flokkurinn hafði síðast.
Síðan skeður það, sem ekki hefur
gerzt i langan tíma, aðeini kvenffam-
bjóðandinn, sem hafði verið talinn
öruggur í einhverju efri sætanna
hafnar í því 7. En þegar grannt er
skoðað er þetta niðurstaða, sem
einnig verður að telja eðlilega, enda
þótt hún sé ekki að sama skapi rétt-
lát. Ætla má, að tvær ástæður liggi
aðallega að baki hinu óverðskuldaða
og skyndilega hrapi þessa þing-
manns.
önnur er sú, að kjósendur hafi
nokkuð almennt sniðgengið kvenna-
lið listans að þessu sinni, vegna
meints slagtogs sumra kvenfram-
bjóðendanna við rauðsokka og vafa-
sama „nýstefnu” kvenna, en hún S
upphaf hjá vinstrisinnum undir kjör-
orðinu „jafnstaða — jafnrétti”. En
sá sálmur hljómar falskt I Sjálf-
• „Það er ekki vilji kjósenda, að ákvörðun
þeirra sé virt að vettugi, þannig að
kjörnir menn í bindandi sæti kippi stólum hver
undan öðrum.”
Nei, við kjósum ekki
Sama grautarógeðid
í misjafnlega litum skálum
Erna Ingólfsdóttir skrifar
kjallaragrein i DB þann 1. nóv. og
svarar mér og Sigurði vini sínum
Hreiðari. Hún segir okkur fara vill
vegar í þeirri skoðun okkar að réttast
sé að láta ekki blekkja sig á kjörstað í
þessum kosningum. Við eigum víst
að fara, segir hún, til að ljá flokknum
eina sanna, Sjálfstæðisflokknum, at-
kvæði okkar.
Enga nefnir Erna ástæðu til þess
þó að kjósa þann flokk umfram
aðra, nema þá að Sjálfstæðisflokkur-
inn gæti þá hugsanlega myndað
meirihlutastjórn einn og þá ekki
kennt um nema sjálfum sér ef honum
tækist ilia upp við að stjórna landinu.
Þetta er reyndar skarplega athug-
að hjá Ernu þvi auðvitað gæti Sjálf-
stæðisflokkurinn náð meirihluta ef
meirihluti þjóðarinnar kysi hann.
Sömuleiðis gætu það allir aðrir
flokkar. En hvað er það sem
höfðingjarnir innan þessara flokka
hafa upp á að bjóða? Það er merg-
urinn málsins og að honum kemst
Erna því miður ekki.
Skrúðmælgi
eða lygar
Sjálfstæðisflokkurinn, sem Erna
segir að endanlega haft runnið upp
fyrir sér að sé eina von þjóðarinnar í
þrengingum hennar, á það sameigin-
legt með þeim þrem öðrum gamal-
grónu flokkum, sem hér bjóða fram
fyrir kosningarnar nú, að skrúð-
mælgin situr þar við háborðið en
öskubuskunum systrum hennar,
heiðarleika og sannleika, er kastað út
I yztu myrkur. Reyndar hét nú skrúð-
mælgin lygi þegar ég var að alast upp
en það er nú reyndar svo voðalega
langt síðan.
Við skulum taka sem dæmi um
skrúðmælgi þessa eina flokks svo
enginn saki okkur um að fara með
fleipur. Eitt aðalslagorð Sjálfstæðis-
flokksins er að hann sé flokkur allra
stétta. En viti menn. Þeir fáu menn
innan flokksins sem kallast því fagra
heiti „menn úr atvinnulífinu” eiga
þar ekki upp á pallborðið. Aftur eru
lögfræðingar, viðskiptafræðingar og
peningamenn þar inni á gafli.
Auðvitað er prófkosningum kennt
um. En eins og þegar hefur verið sýnt
fram á í blöðum þessa lands er
auðvelt að setja prófkjör þannig upp
að út komi sú niðurstaða sem for-
ystumenn sækjast eftir.
Einn af frambjóðendum flokksins
lét líka svo um mælt að þó Sjálf-
stæðisflokkurinn væri flokkur allra
stétta þýddi það alls ekki að hann
væri til að koma öllum stéttunum inn
á þing, heldur hitt að hann rúmaði
allar stéttir.
Að stela frá
sjálfum sér
Ég held að jafnvel hin nýfrelsaða
sjálfstæðiskona, Erna Ingólfsdóttir,
verði líka að viðurkenna það að
forystumenn hennar í Sjálfstæðis-
flokknum eru þeir sem helzt hafa
viljað ræna úr buddu fátæka
mannsins og færa á silfurfati hinum
riku. Ekki svo að skilja að hinir
flokkarnir hafi ekki gengið ötullega
fram í þeirri baráttu lika.
Athafnamennirnir innan flokksins
hafa hrópað upp í hvert sinn sem al-
þýða landsins hefur fengið eitthvað
örlítið í sinn hlut að nú bæru atvinnu-
vegir landsins sig ekki lengur, þetta
yrði að stöðva. Og hvort sem það er
vegna flokkstengslanna eða ekki hafa
það engir eins bágt og þeir sem
fulltrúa sinna verkalýðsfélaga eiga i
efstu sætum i Sjálfstæðisflokknum.
Af kolbítum
og karbítum
v
Þjóðviljinn þótti löngum lipurlega
skrifað blað og enn bregður jafnvel
fyrir snaggaralegum rispum. Mörg
góð umræðan fór þar fram og margt
lúmskt og kvikindislegt skotið hraut
þar úr penna manna eins og Magnús-
ar Kjartanssonar eða þá knappar og
naprar ádeilugreinar Bjarna heitins
Benediktssonar frá Hofteigi. í seinni
'tíð hefur hvers kyns strákalýður tekið
sér bólfestu á þessu blaði og hafa að
iðju að gelta að mönnum svo stór-
mógúlum „flokksins” líki. Allt er
þetta þó öðruvísi „en gerðist í gamla
daga” að öðru leyti en því að gamli
flokksaginn frá Komintern sáluga
virðist enn veita nokkurt aðhald á
blaðinu enda þótt sá félagsskapur
hafi andast 1943. Svo virðist sem einn
andi og ein sál helgi öll pólitisk skrif
blaðsins í svo Ijúfan og eindreginn
farveg renna þau að jafnvel orð eins
og hallalújakór verða marklaus. Á
helgum hljóma svo auglýsingar á öld-
um ljósvakans að þetta verði þunn
helgi án Þjóðviljans og hann sé blað
„lifandi þjóðmálaumræðu”. Þegar
blaðinu er flett kemur aftur á móti í
Ijós þessi ómengaði og einliti skoð-
anaflaumur svo ætla má að öld skil-
vindunnar sé alls ekki fyrir bí á Þjóð-
viljanum.
Hina lifandi umræðu er þrátt fyrir
allt að finna í blaðinu, einkum á
sunnudögum, gjarnan undir fyrir-
sögnum eins og „af hengibrjóstum
og hristirössum” eða „Iss, taktu
ekki mark á henni, hún er áreiðan-
lega að fara á túr”. Þannig gefst al-
þýðu þessa lands tækifæri að koma
málum sínum á framfæri og létta á
hörmum, a.m.k. hvað áhrærir hina
innri kirtlastarfsemi. Aftur á móti,
þegar skoðanir manna taka að skar-
ast í hinum stærri málum sem eitt
sinn þóttu, er gripið í taumana og
menn ekki látnir komast upp með
neitt fleipur á síðum blaðsins, rétt
eins og rök hins almenna manns séu
ekkert til að púkka upp á enda sé
teorían fyrir hendi á ritstjórnarskrif-
stofum blaðsins.
Það sem eftirtektarvert er varðandi
flokkinn og blaðið er að Alþýðu-
bandalagið er ekki lengur harðsvír-
aður kommaflokkur heldur breiður
fjöldaflokkur með hinar gleiðustu
skoðanir bæði á her og stóriðju.
Þessum skoðunum skýtur þó aldrei
upp á síðum blaðsins. Aftur á móti
berjast þar um á hæl og hnakka
„Þrátt fyrir þessi lík í lest rís flokk-
9 urinn ævinlega úr öskustónni fyrir
kosningar sem heilaþveginn engili...”
gamlir og grónir kommar að afsanna
eðli flokksins, sum sé að hann sé orð-
inn sósíaldemókratískur fjöldaflokk-
ur og telja sig og helst flokkinn lika
enn til rauðliðanna frá 1917, enda
þótt stór hópur þess fólks sem flokk-
inn kýs hafi aldrei haft veður af bylt-
ingarómantík frá því fyrr á öldinni,
jafnvel ekki heyrt um rússnesku bylt-
fnguna.
Hinn almenni alþýðumaður virðist
eklyi eiga upp á pallborðið á siðum
blaðsins, ef til vill kann hann heldur
ekki við sig innan um alla þessa
„snilldarpenna” sem ríða gandreið á
félagslegum vandamálum „alþýðu-
stéttarinnar”, tölum nú ekki um kol-
rössurnar á blessaðri jafnréttissíð-
unni sem búnar eru að reikna út að
bónuskonur hafi minni séns en hinar
sem ekki eru í bónus, vegna æða-
hnúta og sprunginna æða! Skrif um
verkalýðs- og atvinnumál eru yfirleitt
afgreidd af leigupennum blaðsins, þó
einstaka sinnum af róttæklingum
sem telja sér skylt að stunda verklýðs-
niðráviðsnobb í tengslum við nám sitt
og svo framvegis. Ef hinn almenni al-
þýðumaður sem ekki hefur á taktein-
um lærðan stíl og ekki hefur hlotið í
vöggugjöf frásagnargáfu sögumanns-
ins þarf að koma hugsun sinni á
framfæri þá leitar hann jafnan annað
en á síður Þjóðviljans.
Að eiga sér sull
Það verður að viðurkennast að
pólitísk skrif hafa fram undir þetta
lotið öðrum lögmálum en önnur
Kjallarinn
Dóra Stefánsdóttir
Það er löngu kunn staðreynd, að t.d.
verzlunarmenn, sem eiga Guðmund
H. Garðarsson formann sinna sam-
taka i 9. sæti listans í Reykjavík hafa
aldrei haft það eins skítt og nú hin
seinni ár. Þetta kallaði maður að
stela frá sjálfum sér, þegar ég var að
alast upp.
Atvinnuleysi
skal ríkja
Atvinnuleysi hefur lengi verið á
skrif. Sá sem lagt hefur fyrir sig
stjórnmálaskrif hefur orðið að til-
einka sér ákveðna tækni. Oftast er
hún fólgin i því að kafnegla náung-
ann hvað sem rökum líður og eins
hitt að flokkurinn hans hefur aldrei
gert skyssu á lífsleiðinni og krafan
um að verja flokkinn er skýlaus,
jafnvel allt aftur til 1916 þegar hin
eiginlega fiokkaskipun fór að taka á
sig mynd á íslandi. Þetta hefur þó
breyst upp á siðkastið þegar ungir
menn og upprennandi hafa neitað að
gangast undir slíka hernaðartækni og
beitt sér fremur fyrir gagnrýni á
fiokkinn og reynt að koma auga á
hvað rangt var gert og hvað rétt þegar
hægt er orðið að skoða pólitíska
þróun á íslandi í nokkru sögulegu
Ijósi.
Þá hafa flokkar eignað sér sérlega
„glæpi” I islenskri sögu undanfarna
fjóra áratugi og gengið með í magan-
um eins og sull. Stærð sullsins er þó
jafnan í réttu hlutfalli við stöðu
flokksins í stjórn eða stjórnarað-
stöðu. Alþýðubandalagið hefur
gengið með sullinn „gegn her í landi”
um þrjátíu ára skeið. Stærð hans
hefur þó verið allbreytileg þar til eftir
síðustu kosningar að létt var svo á
sullinum að menn hugðu hann horf-
inn. En viti menn, bandorminum er
aftur farinn að vaxa fiskur um hrygg
og hann farinn i legið sitt forna þegar
nú blasa við kosningar. Eðli hermáls-
ins er aftur orðíð grafalvarlegt eftir
að hafa verið grafið i haug i eitt ár
eða svo. Sérfræðingar Þjóðviljans í
■
L