Dagblaðið - 12.11.1979, Síða 18

Dagblaðið - 12.11.1979, Síða 18
18 1 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir KR komst 4 mörkum yf ir — en Víkingur seig framúr í lokin — Hörkuviðureign KR og Víkings í 1. deild. Víkingur sigraði 24-21 KR-ingar komu mjög ákveðnir til leiks í gærkvöld gegn Reykjavíkur- meisturum Víkings í 1. deild í Laugar- dalshöll. Gáfu ekki þumlung eftir lengi vel — náðu um tíma í byrjun síðari hálfleiks fjögurra marka forskoti. En Víkingar gáfusl ekki upp — lcikmenn liðsins voru rólegir þrátt fyrir Ijóta stöðu. Smám saman tókst Vikingum að vinna upp muninn. Jöfnuðu í 17—17, þegar ellefu mínútur voru til leiksloka. Jafnt var 20—20 og fjórar mínútur eftir en þá kom styrkleiki Víkingsliðs- ins vel i Ijós og miklu betri æfing. Á þessum lokamínútum skoruðu Víkingar fjögur mörk gegn einu marki KR. Páll Björgvinsson var mjög virkur í lokin — skoraði og skoraði — fimm af sex síöustu mörkum Víkings í leiknum. í heild skoraði hann 13 mörk þar af níu úr vítaköstum. Það er greinilegt að KR-ingar undir stjórn Bjarna Jónssonar verða erfiðir hvaða liði sem er á íslandsmótinu í vetur. Leikmenn liðsins cru sterkir líkamlega. Harðir í vörn en skortir meiri yfirvegun í sókninni. Ótimabær skot í lokin reyndust þung á metunum. einmitt, þegar nauðsyn var fyrir liðið að reyna að dempa niður hraðann. Halda knettinum og skjóta ekki úr nema góðum færum. Þeir áttu ekki möguleika í Víking í hröðum leik. Víkingar voru nokkuð frá sínu bezta í þessum leik — lengi að ná sér á strik. llla farið með góð færi i byrjun og það tviefldi KR-inga. Þá var markvarzlan slök allan leikinn að þessu sinni hjá Víking — landsliðsmarkverðirnir Jens Einarsson og Kristján Sigmundsson ekki í essinu sínu. Vera kann að gífur- legt álag i æfingum að undanförnu eigi Jóhannes Stefánsson, KR, tekur sterklega á móti Árna Indriðasyni. Dæmigerð mynd fyrir leikinn i gærkvöld. DB-mynd Hörður. HK misnotaði fimm vítaköst og tapaði! — með eins marks mun í 1. deild karla á íslandsmótinu íhandknattleik Strákarnir ungu í Handknattleiks- félagi Kópavogs, HK, köstuðu frá sér sigri, þegar þeir léku við ÍR í íþrótta- húsinu að Varmá í gær. Töpuðu með eins marks mun eftir að hafa misnotaö fimm vítaköst í leiknum. Það er dýrt i jöfnum leik — og í lokin stóðu IR-ing- ar uppi sem sigurvegarar 15—14. Sigurður Svavarsson skoraði sigur- markið rétt fyrir leikslok — eftir að leikmenn ÍR höfðu verið heillum horfnir mestan hluta siðarí hálfleiksins. Skoruðu ekki mark í hcilar 25 mínútur. ÍR-ingar byrjuðu betur í leiknum og náðu þrívegis tveggja marka forustu, 3—1, 4—2, og 5—3, en HK tókst að jafna í 5—5. Þá var fyrri hálfleikur hálfnaður, og Einar Þorvarðarson HK varði þá vítakast Sigurðar Svavars- sonar. Rétt á eftir gerði markvörður ÍR, Þórir Flosason, sér lítið fyrir og varði tvö vítaköst Ragnars Ólafssonar, golfmannsins kunna. Ragnar náði þó knettinum aftur í síðara skiptið og skoraði. Markverðir liðanna voru áber- andi beztu leikmennirnir í leiknum. HK komst í fyrsta skipti yfir með marki Hilmars Sigurgíslasonar, 6—5, en Bjarni Hákonarsson jafnaði úr víti fyrir ÍR. HK komst aftur yfir. ÍR jafnaði. Síðan var jafnt 8—8 og 9—9 en ÍR-ingar skoruðu tvö síðustu mörk- in í hálfleiknum. Staðan í hálfleik 11 — 9 fyrir ÍR. Ársæll Kjartansson skoraði tólfta mark ÍR í byrjun síðari hálfleiks — og rétt á eftir kom Bjarni Bessason ÍR í 13—10. En síðan kom hroðalegur kafli hjá ÍR-ingum. Þeir skoruðu ekki mark í 25 mínútur — misnotuðu meira að segja víti. HK tókst jafnt og þétt að vinna upp muninn. Jafnaði í 13—13, þegar 13. mín. voru til leiksloka. Þegar fjórar mínútur voru eftir komst HK yfir, 14—13 — eitt mark skorað á níu mínútum. Þá loks vöknuðu ÍR-ingar. Guðmundur Þórðarson jafnaði í 14— 14 og Sigurður Svavarsson skoraði sigurmarkið. Það var ekki margt sem gladdi augað í þessum leik. Helzt markvarzlan — en mikið var um skot úr stöðum, sem lítið tilefni gáfu. Bæði lið eiga að geta sýnt miklu betri handknattleik en þeim tókst að þessu sinni. Einkum þó lR með sína mörgu leikreyndu kappa. HK hefur misst sinn helzta skotmann, Stefán Halldórsson í Val, en fengið tvo leikmenn sem eiga eftir að styrkja liðið — Magnús Guðfinnsson úr Víkingi og Ármann Sverrisson úr KA á Akureyri. Mörk HK skoruðu Friðjón Jónsson 3, Hilmar Sigurgíslason 3, Kristján Gunnarsson 3, Ragnar Ólafsson 3/1, Magnús Guðfinnsson og Bergsveinn Þórarinsson eitt hvor. Mörk ÍR skoruðu Bjarni Bessason 4, Bjarni Hákonarsson 3/1, Guðmundur Þórðarson 2, Guðjón Marteinsson 2, Ársæll Hafsteinsson 2, Hörður Hákonarson og Sigurður Svavarsson eitt hvor. -HJ. HK-ÍR14-15 (9-11) íslandsmótið 1. deild karla HK—ÍR 14—15 (9—11). Varmá 11. nóvember. Beztu leikmenn (hæsta einkunn 10), Þórir Flosason, ÍR, 7, Einar Þorvarðarson, HK, 6, Bjarni Hákonarson, ÍR, 5, Sigurður Svavarsson, ÍR, 5, Erling Sigurðsson, HK, 4. HK. Einar Þorvarðarson, Bergsveinn Þórarínsson, Kristján Ólafsson, Gissur Kristinsson, Hilmar Sigurgíslason, Ármann Sverrisson, Ragnar Ólafsson, Erling Sigurðsson, Kristján Þór Gunnarsson, Friðjón Jónsson, Magnús Guðfinnsson og Nói Björnsson. ÍR. Þórir Flosason, Bjarni Hákonarson, Guðjón Marteinsson, Sigurður Svavarsson, Guðmundur Þórðarson, Bjarni Bjarnason, Ársæll Hafsteinsson, Pétur Valdimarsson, Steinn Öfjörð, Hörður Hákonarson, Ásgrfmur Friðriks- son og Bjarni Bessason. Dómarar Gunnar Kjartansson og Ólafur Steingrímsson. Áhorfendur 100. einhvern þátt i því — og þá hjá Víkings-iiðinu í heild. Jafnræði lengi Það varð strax mikill darraðardans á fjölum Laugardalshallarinnar i gær- kvöld og ekkert gefið eftir. Víkingar náðu forustu með marki Sigurðar Gunnarssonar, sem áður hafði mis- notað víti. Siðan sáust allar jafnteflis- tölur upp í 9—9. Bæði lið höfðu þó tækifæri til að ná öruggri forustu en ýmislegt fór öðru visi en skykli. KR- ingar skoruðu tvö síðustu inórkin í hálfleiknum og það þó þeir misstu mann út af — Hauk Ottesen. I byrjun síðari hálfleiks reyndu Víkingar að taka Símon Unnsteinsson úr umferð. Það gafst illa. KR-ingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins og staðan allt i einu orðin 14—10 fyrir KR. En Vikingar minnkuðu fljótt muninn 15—14 eða þegar 10 mín. voru af hálfleiknum. Þá rrieiddist Símon og varð að yfirgefa völlinn um t'ima. Það var áfall fyrir KR en aðrir leikmenn börðust vel og Konráð Jónsson, fyrr- um leikmaður Þróttar, kom í hans stað. KR-ingar komust í 17—15 um miðjan hálfleikinn en Páll og Ólafur Jónsson jöfnuðu fyrir Víking. Konráð kom KR yfir en svo komst Víkingur i fyrsta skipti yfir i síðari hálfleiknum. Steinar og Páll skoruðu, 18—19. Símon kom inn á og jafnaði fyrir KR, 19—19, Páll skornði. Ólafur Lárusson jafnaði og Árna Indriðasyni, Víking, vikið af velli. En ákafinn var of mikill í KR-ingum. Dæmt var á þá vítakast, sem Páll skoraði úr, og Konráði var vikið af velli. Leikmenn liðanna þá jafnmargir. En Páll hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Náði knettinum eftir mis- heppnað skor Símonar. Brunaði upp og skoraði — og rétt á eftir komst Þor- bergur inn í sendingu. Aftur hraðaupp hlaup og sigur Víkings í höfn 20—23. Fljótt skipast veður i lofti. Símon skoraði á lokamínútunni fyrir KR en Páll svaraði. Lokatölur KR 21 — Víkingur 24 og spennandi leik var lokið, leik, sem því miður var of harður. Of mikið leyft og leikmenn lið- anna gengu á lagið. Mörk KR skoruðu Ólafur Lárusson 9/6, Simon 6, Friðrik Þorbjörnsson 3, Haukur Ottesen 2, og Konráð eitt. Mörk Víkings skoruðu Páll 13/9, Sigurður Gunnarsson 4, Ólafur Jóns- son 3, Steinar 2 og Þorbergur Aðal- steinsson 2. Erlendur Hermannsson skoraði ekki én fiskaði flest vitaköst Víkings. -hsím. KR-Víkingur 21-24 (12-10) Íslandsmótið 1. deild karla Laugardalshöll 11. nóvember. KR—Vikingur 21—24(12—10). Beztu leikmenn. Páll Björgvinsson, Viking, 8, Simon Unndórsson, KR, 7, Ólafur Lárusson, KR, 7, Sigurður Gunnarsson, Víking 6, Friðrik Þorbjörns- son, KR, 6. KR. Pétur Hjálmarsson, Svavar Ásmundsson, Sigurður Páll Óskarsson, Ólafur Lárusson, Simon Unndórsson, Friðrík Þorbjörnsson, Jóhanncs Stefánsson, Þorvarður Höskuldsson, Krístinn Ingason, Konráð Jónsson, Haukur Ottesen og Björn Pétursson. Vikingur. Jens Einarsson, Kristján Sigmundsson, Páll Björgvinsson, Árni Indríðason, Steinar Birgisson, Erlendur Hermannsson, Ólafur Jónsson, Magnús Guðmundsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Heimir Karlsson og Guðmundur Guðmundsson. Dómarar Guðmundur Kolbeinsson og Rögnvaldur Erlingsson. Vikingur fékk 10 vitaköst i leiknum — misnotaði eitt. KR fékk sex vitaköst. Skorað úr öllum. Þremur KR-ingum var vikið af velli Sigurði Páli, Jóhannesi og Konráð. Tveimur Vikingum, Árna og tvivegis og Steinarí. Áhorfendur 700. Úr leik Víkings og Eyfirðinga á laugardag. Víkingur vann þar sinn fyrsta sigur i l.deild. DB-mynd Hörður. r Laugdælir skelltu IS Islandsmeistarar Laugdæla voru ekki í vandræðum með bikarmeistara Stúdenta er liðin mættust í 1. deildinni í blaki á laugardag. Laugdælir sigruðu harla auðveldlega 3—0 og áttu Stúdentar ákaflega lélegan leik. Fyrstu hrinunni lauk 15—10, þá 15—6 og loks 15—5. Öruggur og sannfærandi sigur. Á eftir þeim leik áttust við Víkingur og lið UMSE. Vikingar hlutu sín fyrstu stig í deildinni með 3—0. sigri. Fyrstu hrinunni lauk 15—13, þá kom 15—3 og loks 17—15. Þar voru Eyfirðingar komnir í 13—5 en gátu samt ekki halað inn sigur i hrinunni. Þriðji leikurinn í 1. deildinni var svo leikinn í gær og léku þá Þróttarar og Eyfirðingar. Þróttur sigraði 3—1. Hrinunum lauk þannig: 15—7, 13—15, 15—9 og 15—5. Næsta víst er að Þrótt- arar hafa lítið í Laugdæli að gera á miðvikudag með slíkum leik. Eyfirð- ingar virðast öllu lakari en í fyrra. I 1. deild kvenna vann Breiðablik Laugdæli 3—0, 15—6, 15—8 og 15—7. Þetta voru fyrstu stig Breiðabliks í deildinni í eitt og hálft ár. í 2. deild gerðu Völsungar góða ferð suður og unnu bæði Fram og Breiðablik. Fyrst Fram 15—10 6—16, 9—15, 15—8 og 15—9 ogsvoBlikana 15—8, 15—6,7— 15 og 15—12. Sannarlega góðir sigrar. Staðan í 1. deildinni er nú þannig: UMFL 2 2 0 6—1 4 Þróttur 2 2 0 6—2 4 ÍS 2 11 3—4 2 Víkingur 3 1 2 5—6 2 UMSE 3 0 3 2—9 0

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.