Dagblaðið - 12.11.1979, Page 22
22
I
Iþróttir
Iþróttir
DAGBLADID. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
Iþróttir
Iþróttir
8
Leikmenn Forest voru eins og
trjádrumbar gegn Southampton
— Dýrlingarnir höfðu tögl og hagldir og sigruðu 4-1. Uverpool komið í 2. sætið eftir stórsigur á Brighton.
Evrópumcistarar Nottingham
Forest fengu heldur betur útreið á The
Dell í Southampton á laugardaginn er
þeir sóttu Dýrlingana heim.
Southampton hafði tapað fjórum
síðustu leikjum sínum í 1. deildinni og
hrapaði við það úr 3. sæti niður í það
13. Það var því kominn tími til að liðið
hristi slenið af sér og það var gert svo
um munaði. Allt frá fyrstu mínútu til
hinnar siðustu vissu leikmenn Forest
vart hvaðan á sig stóð veðrið, og leik-
menn Southampton léku á als oddi.
Miðvörðurinn sterki Dave Watson,
kom Dýrlingunum á bragðið með góðu
skallamarki eftir fyrirgjöf Holmes á 27.
mínútu. Fyrsta mark hans fyrir
Southampton. Leikmenn Forest voru
enn að komast yfir áfallið þegar Mike
Channon bætti öðru marki við aðeins
þremur mínútum síðar. Framlínumenn
Southampton voru með öllu óstöðv-
andi og áhorfendur voru heldur betur
með á nótunum. Auk markanna fékk
Southampton ein þrjú mjög góð mark-
tækifæri en tókst ekki að bæta við
mörkuirfv. rhálfleik.
Gary Birtles skoraði eina mark
Forest i leiknum á 56. mínútu og
breytti þá stöðunni í 2—1. Phil Boyer,
sem er nú markahæstur i 1. deildinni,
var þó ekki lengi að svara fyrir
Dýrlingana og eftir aðeins tvær mín.
var munurinn aftur orðinn 2 mörk, 3—
1 Það var svo Boyer sem átti lokaorðið
i leiknum er hann bætti fjórða marki
Southampton við. Liðið hoppaði upp
um þrjú sæti á töflunni við þennan
góða sigur en Forest hefur ekki fengið
jafnmörg mörk á sig frá því liðið komst
aftur í 1. deildina haustið 1977. Forest
hefur ekki unnið nema einn leik á úti-
velli i 1. deildinni í vetur og gengi
liðsins er mun skrykkjóttara en t.d. i
fyrra og árið þar á undan.
Meistarataktar
Liverpool
Þótt Evrópumeistarar Forest hafi
hlotið slæman skell létu Englands-
meistarar Liverpool engan bilbug á sér
finna. Þeir heimsóttu Brighton á Gold-
stone Ground í Hove og fóru heim
með bæði stigin og fjögur mörk í poka-
horninu. Aðeins eitt mark var skorað í
fyrri hálfleiknum og var þar að verki
Ray Kennedy. Brighton átti lítið minna
í leiknum og þeir Ryan og Peter Ward
áttu sæmileg færi.
Brighton virtist síðan vera að koma
meira inn í myndina í byrjun siðari
hálfleiksins en þá skoraði Liverpool
skyndilega tvö mörk á aðeins þremur
mínútum. Fyrst Kenny Dalglish og þá
David Johnson. Við þessa orrahríð var
allur máttur úr nýliðunum og þótt Ray
Clarke skoraði skömmu síðar — hans
fyrsta mark fyrir Brighton — var sigur
Liverpool aldrei í hættu. Þegar um 15
min. voru til leiksloka bætti Dalglish
fjórða marki Liverpool við — hans 6.
mark i þremur leikjum — og stórsigur
meistaranna var í höfn. Þrátt fyrir
mörkin fjögur sköpuðu leikmenn
Liverpool sér næg færi til að tvöfalda
þá tölu. Ekkert markanna hafði neinn
„klassa”-stimpil yfir sér en eins og
íslenzkir sjónvarpsáhorfendur hafa séð
sl. tvo laugardaga leikur Liverpool-
liðið þessar vikurnar eins og vel smurð
vél. Varnir andstæðinganna eru skildar
eftir í sárum eftir snilldarlega vel út-
færðar sóknarlotur. Liverpool hefur
nú skorað 11 mörk í síðustu þremur
leikjum sínum en Brighton hefur aftur
á móti fengið 11 mörk á sig i jafn-
mörgum leikjum.
Framherjarnir
allt of smáir
Topplið deildarinnar, Manchester
United, mátti þola tap gegn ná-
grönnum sínum, City, á Maine Road
að viðstöddum 50.000 áhorfendum.
United-liðið sem frægt hefur verið fyrir
sóknarleik sinn hefur ekki gert mikið af
mörkum i vetur og svipað var uppi á
teningnum á Maine Road. Framherjar
liösins þeir Lou Macari og Steve
Coppell eru ákaflega smávaxnir báðir
tveir og sóknarleikur liðsins virðist líða
fyrir það. Markalaust var í fyrri hálf-
leiknum en á 54. mínútu tók City verð-
skuldaða forystu er Tony Henry
Phil Boyer skoraði tvö marka
Southampton og er nú markahæstur í
l.deild.
skoraði. Við markið færðist mikið
kapp í leikmenn City og langtímum
saman fór leikurinn fram á vallar-
helmingi United, sem átti þó af og til
meinlitlar sóknarlotur.
Þegar 16 mín. lifðu af leiktímanum
skoraði Mick Robinson fallegt mark
með heljarmiklu skoti og sigurinn var
gulltryggður. United átti sárafá mark-
tækifæri er heitið gátu því nafni og
aðeins frábær markvarzla hins unga
Gary Bailey kom í veg fyrir stærra tap.
Malcolm Allison gjörbylti liði sínu
frá tapleikjunum gegn C. Palace og
. Liverpool. Futcher, Reed, Silkman og
McKenzie misstu stöður sínar í liðinu
en inn komu leikmennirnir kunnu
Deyna, Booth og Donachie auk þess
sem Henry var valinn i framlínuna.
Þá voru stöðubreytingar og þessar
tilraunir Allison heppnuðust — Man.
City lék mun betur en í síðustu leikjum.
Meiðslahalinn hjá forustuUðinu verður
stöðugt alvarlegri. Þeir Gordon
McQueenn og Arthur Albiston gátu
ekki leikið vegna meiðsla og Joe
Jordan og Jimmy Greenhoff eru enn
fjarri góðu gamni. Þeir léku þó með
varaliði United á laugardag svo það fer
nú að styttast í að þeir leiki með aðal-
liðinu á ný. Mesta áfallið er meiðsli
McQueen — Moran varamaður hans
hefur engan veginn fyllt miðvarðar-
stöðuna með Buchan. Þrátt fyrir tapið
heldur United forystu sinni í deildinni
en Liverpool hefur nú tapað fæstum
"'stigum. Rétt er að líta á úrslit helgar-
innar áður en lengra er haldið.
1. deild.
Brighton-Liverpool 1—4
Bristol City-Derby 0—2
Coventry-Leeds Utd. 3—0
Crystal Pal.-Arsenal 1—0
Everton-Middlesbro 0—2
Ipswich-Aston Villa 0-0
Manc. City-Manch. Utd. 2—0
Southampton-Nottm. Forest 4—1
Stoke-Wolves 0—1
Tottenham-Bolton 2—0
WBA-Norwich 2—1
2. deild
Charlton-Oldham 2—1
Birmingham-Cambridge I—0
Fulham-West Ham 1—2
Leicester-Burnley 1 — 1
Luton-QPR 1 — 1
Newcastle-Cardiff 1—0
Notts. Co.-Preston 2—1
Orient-Chelsea 3—7
Shrewsbury-Watford 1—0
Swansea-Sunderland 3—1
Wrexham-Bristol Rovers 1—2
3. deild
Southend-Grimsby 1—0
Bamsley-Exeter 2—2
Blackburn-Chesterfield frestað
Blackpool-Sheffield W. 1 — 1
Brentford-Colchester 1—0
Bury-Millwall 3-0
Mansfield-Swindon 1 — 1
Dave Watson skoraði fyrsta mark sitt
fyrir Dýrlingana gegn Forest á laugar-
dag.
Oxford-Chester 0—1
Plymouth-Carlisle 4—2
Reading-Hull 3—0
Sheffield U.-Gillingham 4—0
Wimbledon-Rotherham 0—1
4. deiid
Doncaster-Peterborough 2—1
Rochdale-Aldershot frestað
Tranmere-Wigan frestað
Bradford C.-Huddersfield 0—0
Darlington-Northampton 0—0
Halifax-Port Vale 0—0
Hartlepool-Hereford 3—0
Lincoln-Bournemouth 1—1
Newport-Crewe 1—1
Scunthorpe-Stockport 1—1
Walsall-Portsmouth 1—1
Torquay—York City 4—3
Tottenham í stuði
Tottenham lék um helgina sinn
níunda leik í röð án taps og liðið er nú
komið í 5. sæti deildarinnar eftir
öruggan sigur á lánlausu liði Bolton,
sem virðist dæmt í 2. deild. Terry
Yorath, sem áður lék með Coventry og
þar á undan með Leeds, skoraði fyrra
markið og var það að sögn fréttamanna
BBC gullfallegt. Tottenham hafði
mikla yfirburði úti á vellinum en tókst
ekki að bæta við marki fyrr en undir
lokin. Þegar aðeins tvær mínútur voru
til leiksloka var Don McAlister brugðið
innan vitateigs og Glen Hoddle skoraði
úr vítaspyrnunni af miklu öryggi.
Argentínumennirnir Ardiles og Villa
áttu báðir stórleik með Tottenham og
Hoddle leikur nú betur en nokkru sinni
og alger bylting hefur orðið á leik
liðsins frá því snemma í haust. Þetta
var 12 leikur Bolton í röð án sigurs í
deildinni ög heldur er farið að syrta í
álinn hjá þessu fornfræga félagi.
Gæðin aukast með árunum
West Bromwich Albion tókst að
vinna sigur á Norwich þrátt fyrir að
Anglíuliðið tæki forystuna strax í sinni
fyrstu almennilegu sókn á 5. minútu.
Kevin Reeves sendi þá langa sendingu
innfyrir vörn Albion og þar var gamla
kempan Martin Peters mætt og
skoraði af öryggi með skalla. John
Wile tókst að jafna metin fyrir hálfleik
með skalla eftir homspyrnu og Albion
sótti stíft allan fyrri hálfleikinn. Það
sama var uppi á teningnum í síðari hálf-
leiknum og sókn WBA var linnulítil.
Hvorki gekk þó né rak fyrr en Bryan
Robson skoraði með miklum
þrumufleyg af um 25 metra færi. Rétt
á eftir átti hann mjög svipað skot en í
það skiptið sá Kevin Keegan við
honum, en hann lék sinn 666. leik fyrir
Norwich á laugardag. „Það er eins með
þá Martin Peters og Kevin Keelan, að
þeir virðast batna með árunum rétt
eins og góð vín,” sagði fréttamaður
BBC. Peters átti góðan leik með
Norwich þrátt fyrir að yfirferð hans
væri ekki alltaf mikil.
Mick Channon er nú aftur hjá sínu
gamla félagi og hann skoraði annað
mark Southampton.
Aðrir leikir
Crystal Palace er enn á meðal
toppliðanna eftir hálfgerðan heppnis-
sigur á Arsenal á Selhurst Park. Eina
mark leiksins „skoraði” Jim Cannon
mínútu fyrir leikhlé. Markið var ákaf-
lega klúðurslegt því Peter Nicholas
skaut að marki og engin hætta virtist
vera á ferðum. Knötturinn stendi langt
framhjá markinu er hann fór i Cannon
og snarbreytti stefnu og sigldi í netið án
þess að Pat Jennings í marki Arsenal
gæti nokkrum vörnum við komið.
Sannarlega slysalegt en stigin tvö eru
jafngild eftir sem áður.
Derby vann sinn fyrsta útisigur á
keppnistímabilinu og það var Bristol
City sem varð fómarlambið. Mörk frá
þeim Vic Moreland og John Duncan
færðu Derby þessi kærkomnu stig og
liðið er nú í 19. sæti deildarinnar.
Einhverjir kynnu e.t.v. að muna eftir
Vic þessum Morland því hann lék með
írska liðinu Glentoran gegn Eyja-
mönnum í UEFA-keppninni á Kópa-
vogsvellinum fyrir rúmu ári síðan.
Leeds sekkur æ dýpra og dýpra og
hlaut ljótan skell á Highfield Road i
Coventry á laugardag. Leeds er nú í 18.
sæti deildarinnar og hefur ekki verið
svo neðarlega sl. 15 ár. Liðið virðist
gersamlega heillum horfið og þeir Mick
Ferguson sem skoraði tvö mörk og Ian
Wallace sáu fyrir sigri Coventry að
þessu sinni. Coventry hefur prýðis-
árangur á heimavelli og hefur aðeins
tapað einu stigi þar, en árangurinn á
útivelli er ekki beint til að hrópa húrra
fyrir.
Everton er aðeins einu sæti ofar en
Leeds og mátti enn einu sinni þola tap á
heimavelli — nú fyrir Middlesbrough.
Það var Ástralíumaðurinn Craig
Johnston, sem skoraði bæði mörk
Boro að þessu sinni og liðið er um
miðja deild. Gordon Lee gengur illa að
tengja stórstjömur sínar saman og
Everton er dæmigert fyrir lið, sem
hefur á að skipa stórstjömum í hverri
stöðu en getur samt ekki neitt.
Ipswich er enn í fallsæti þrátt fyrir
markalaust jafntefli gegn Aston Villa
á Portman Road. Villa lék á laugardag
sinn 8. leik í röð án taps og hlutirnir eru
heldur að færast í fyrra horfþótt enn
eigi liðið langt í að teljast topplið. Tvær
af skærustu stjömum félagsins, þeir
Andy Gray og John Gidman, hafa
verið seldar til annarra félaga og ungu
mennirnir í liðinu hafa enn ekki náð að
fylla skörð þeirra fullkomlega.
Stoke tapaði á heimavelli fyrir
Úlfunum i þrautleiðinlegum leik.
Úlfarnir skoruðu eina mark leiksins í
fyrri hálfleik og var þar að verki Kenny
Hibbitt- á 30. mínútu. í síðari
hálfieiknum sótti Stoke án afláts og
lokakaflann gerðu framherjar liðsins
harða hríð að marki Úlfanna án
árangurs. E.t.v. ekki að furða þar sem
miðherjarnir Andy Gray og John
Richards voru komnir í vörnina og léku
stöðu miðvarðar.
Markaregn á
Brisbane Road
Áhorfendur á leikveUi Orient,
Brisbane Road, fengu heldur betur
eitthvað fyrir aurana sína er Chelsea
kom í heimsókn. Eftir skamma stund
var staðan orðin 3—0 Chelsea í hag og
þannig stóð í hálfleik. Mörkunum hélt
áfram að rigna niður og Chelsea komst
um tima í 6—1. Orient rétti hlut sinn
aðeins lokakaflann og úrslitin urðu 3—
7 Chelsea í hag. Táningurinn Lee Frost
skoraði þrennu fyrir Chelsea, Clive
Walker gerði tvö mörk og þeir Fillery
og Britton eitt hvor. Billy Jennings,
fyrrum Watford og West Ham leik-
maður, skoraði tvö marka Orient.
Luton heldur enn forystunni í
deildinni eftir jafntefli á heimaveUi
gegn strákunum hans Docherty. Það
var miðvörðurinn Saxby sem kom
Luton yfir þegar tvær mínútur voru
komnar fram yfir venjulegan leiktíma í
fyrri hálfleiknum en Clive AUen
jafnaði fyrir QPR á 64. mínútu. Eftir
það sótti QPR án afláts en tókst ekki
að tryggja sér sigurinn. Jafntefli
sanngjörn úrsUt.
Alan Shoulder skoraði mark
Newcastle gegn Cardiff og Newcastle
er nú í 2. sætinu. Birmingham hefur
læðst upp töfluna að undanförnu og er
nú i 3. sæti eftir að hafa unnið
Cambridge naumlega á St. Andrews.
West Ham er einnig er á uppleið og
mörk frá David Cross og Ray Stewart
tryggðu sigurinn gegn Fulham. Davies
skoraði fyrir Fulham.
Alan Brown kom Sunderland í 1 —0
strax á 1. mínútu gegn Swansea en
velska liðinu tókst að skora þrivegis
áður en yfir lauk og næla sér í tvö stig.
Þeir Attley Stevenson og James
skoruðu mörkin. Wrexham gekk ekki
eins vel og þrátt fyrir að Dixie McNeil
skoraði eina mark fyrri hálfleiksins úr
vítaspyrnu dugði það ekki til. Bater og
White skoruðu fyrir Bristol Rovers í
síðari hálfleiknum og liðið vann sinn
fyrsta útisigur á keppnistímabilinu.
l.deild
Manch. Utd. 15 8 4 3 19- -10 20
Liverpool 14 7 5 2 30- -11 19
Nottm. Ford. 15 8 3 4 26—17 19
Crystal Pal. 15 6 7 2 22- -14 19
Tottenham 15 7 4 4 20—23 18
Wolves 14 7 3 4 19- -16 17
Norwich 15 6 4 5 26—20 16
Arsenal 15 5 6 4 16- -11 16
Middlesbr. 15 6 4 5 14- -10 16
Southampton 15 6 3 6 26- -22 15
WBA 15 5 5 5 23- -19 15
Aston Villa 14 4 7 3 14- -13 15
Coventry 15 7 1 7 24—29 15
Manch. City 15 6 3 6 15- -21 15
Bristol City 15 4 6 5 14—17 14
StokeCity 15 4 5 6 19- -23 13
Everton 14 3 6 5 16- -20 12
LeedsUtd. 14 3 6 5 15- -19 12
Derby Co. 15 5 2 8 15- -21 12
Ipswich Town 15 4 2 9 12- -21 10
Bolton W. 15 1 7 7 12- -26 9
Brighton 14 2 3 8 15- -29 7
2. deild
Luton Town 15 8 5 2 28- -14 21
Newcastle 15 8 4 3 19- -12 20
Birmingham 15 8 4 3 20- -14 20
QPR 15 8 3 4 28- -14 19
Leicester 15 7 5 3 28- -20 19
Notts. County 15 7 4 4 23- -15 18
Swansea 15 7 4 4 19- -17 18
Chelsea 14 8 1 5 21- -16 17
Wrexham 15 8 1 6 19- -17 17
Preston 15 4 8 3 19- -16 16
West Ham 14 7 2 5 14- -14 16
Sunderland 15 6 3 6 19- -17 15
Cardiff 15 6 3 6 17- -20 15
Oldham 15 4 6 5 17- -17 14
Orient 15 4 5 6 18- -25 13
Charlton 15 3 6 6 17- -26 12
Shrewsbury 15 4 3 8 17- -22 11
Bristol Rov. 15 4 3 8 21- -27 11
Cambridge 15 2 6 7 14—19 10
Watford 15 3 4 8 12- -20 10
Fulham 15 4 3 9 20—31 10
Bumley 15 0 6 9 15- -32 6
-SSv.