Dagblaðið - 12.11.1979, Qupperneq 36
36
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
Ríkisspítalaforstjórinn bauð íheimsókn í þvottahús ríkisspítalanna:
„Einingarveröið er kannski
hærra en þjónustan er á
engan hátt sambærileg”
— „þvottahúsið önnur
tveggja öruggustu
eininga spítalakerfisins
hér,” segir
Davrð Á. Gunnarsson
„Ég myndi sofa rólegur ef allti ríkis-
spítalakerfinu væri byggt á jafngóðum
grunni og þvottahús og eldhús ríkisspít-
alanna eru í dag,” sagði Davíð Á.
Gunnarsson forstjóri ríkisspítalanna í
samtali \ið DB. „Þessar tværeiningar í
kerfinu eru nánast stolt okkar og ná-
lega þær einu sem geta tekið við þeim
sveiflum og viðbótum sem af viðráðan-
legum eða óviðráðanlegum orsökum
taka skyndilegum breytingum. Án
þessara eininga væ: um við illa í stakk
búnir til að annust daglegan rekstur
spítalanna,” sagði Davíð.
Sú gagnrýni sem DB hefur flutt á
þvottahúsið hefur farið fyrir hjartað á
ráðamönnum ríkisspítalanna og telja
þeir hana geta leitt til þess eins að
þvottahúsið falli í ónáð hjá ráðamönn-
um þjóðarinnar.
önnur og meiri
þjónusta
,,Það má sýna fram á að verð okkar
sé ívið fyrir ofan það verð sem hægt
væri að fá en þá er ekki um sambæri-
lega þjónustu að ræða,” sagði Davíð.
„Þvottahús ríkisspitalanna er rekið á
allt annan hátt en venjulegt þvottahús.
Þvottahús ríkisspítalanna er þjónustu-
miðstöð fyrir sjúkrahúsin. Innnifalið í
þvottaverði er t.d. öll hagræðing við
þvottavagna á spitulunum. Vagnana á
þvottahúsið. í þessa vagna er settur
óhreinn þvottur á sjúkrahúsunum og í
staðinn afhentur vagn eða vagnar með
hrei.ium þvotti, röðuðum saman á sér-
stökum hillum í vagninum. í þvotta-
verðinu er innifalinn akstur með þvott-
inn til og frá sjúkrahúsunum í yfir-
byggðum flutningavögnum. í þvotta-
húsinu er rekin saumastofa sem m.a.
gerir við allan þvott ríkisspítalanna án
sérstaks endurgjalds. Viðgerðarþjón-
ustan er sem sagt innifalin í þvottaverð-
inu. Það er því ekki verið að tala um
sambærilega hluti þegar borið er saman
það sem kallað er „þvottaverð” í
þvottahúsi ríkisspítalanna, með öllu
áðurnefndu inniföldu, og þvottaverð i
almennu þvottahúsi þar sem þvottur er
borinn inn á afgreiðsluborð og tekinn
þar aft ir án nokkurrar aukaþjón-
ustu,” sagði Davíð.
í fylgd með Davíð og Símoni Stein-
grímssyni verkfræðingi, sem annazt
hefur mótun og uppbyggingu bæði
þvottahúss ríkisspítalanna og eldhúss
þeirra svo og Sigríði Friðriksdóttur að-
stoðarforstöðukonu, var farið um
þvottahúsið á Tunguhálsi. Þar er að
vonum hinn myndarlegasti rekstur, 56
manns í vinnu og vélvæðing mikil og
stöðugt vaxandi. Þarna eru þvegin
fimm og hálft tonn af þvotti a hverjum
degi, fimm daga vikunnar. Unnið er
við þvottinn 10 tíma á dag en 8 tima við
annað.
Móttaka þvottar er i sérrými i hús-
inu. Þar starfa 4-5 stúlkur við sundur-
greiningu þvottastykkja því öllu ægir
saman er óhreini þvotturinn kemur i
pokum í þvottavögnunum til hússins.
Karlmenn mata svo þvottavélarnar
fjórar með óhreinum þvotti. Gerist það
úr sérstökum grindum sem taka 60 kg
en þrjár þvottavélanna þvo 180 kgsam-
tímis og hin fjórða 360 kg í einu.
Fimmta þvottavélin er svo fyrir smádót
ogsérlín.
Úr móttökusalnum sést ekki inn í
vinnslusal þvottahússins en tekið er úr
þvottavélunum í vinnslusalnum. Þar
vinna tugir manna, aðaliega kvenfólk,
en alls konar vélar vinna meginhluta
verksins. Eftir þurrkun taka við rullur,
sumar þeim kostum búnar að brjóta
stykkin saman eins og þau eiga að vera
tilbúin til notkunar, sloppapressur með
ýmsum hætti og mismunandi vand- og
fljótvirkar. Þáttur fólksins er að mestu
að færa þvott að og frá vélunum og
einnig að raða í þær, koma fyrir á
grindum og flytja frá. Allt gengur þetta
þægilega hratt og átakalítið fyrir sig að
þvi er séð verður á skjótri göngu. Enda
eru forráðamennirnir mjög ánægðir
með alla skipan mála.
Línleiga og sauma-
stofa inni í
einingarverði
„Það kostar núna 375 kr. að þvo hér
hvert kíló af taui og á því verði er
spítulunum reiknaður þvotturinn. Inni
í dæminu er aukaþjónustan er upphaf-
lega var talin og að auki að meira eða
minna leyti útleiga á líni,” sagði Símon
verkfræðingur. „Það færist æ meir í
vöxt að þvottahúsið eigi línið, sængur-
fatnaðinn og annað er spítalarnir þurfa
og leiga á líninu sé innifalin í eininga-
verði þvottahússins. Saumaskapur á
nýjum rúmfatnaði er unninn á sauma-
stofunni, auk viðgerða, en reksturs-
kostnaður saumastofunnar fellur inn í
rekstur þvottahússins og því eininga-
verð þess.”
Þeir Davíð og Símon voru á einu
máli um að bæta mætti hagræðingu í
þvottahúsinu með enn aukinni stöðlun
á líni sjúkrahúsa. Einnig mætti auka
hagræðingu með enn sjálfvirkari vélum
í móttökusalnum þangað sem um 5500 kg af þvotti berast dag hvern. Stúlkurnar t.v. eru að sundurgreina stykkin og kasta I
gríndur. Þær eiga að bera grísju fyrir vitum en misbrestur er á þvf. T.h. eru tvær af þvottavélunum sem þvo 180 kg I senn en
sú stærsta, er þvær 360 kg i einu, sést ekki.
DB-myndir Ragnar Th. Sig.
og hugsanlegu bónuskerfi fyrir starfs-
fólkið.
í stölun línsins hefur mikið áunnizt á
fáum árum. Sem dæmi um það gátu
þeir þess að er þvottahúsið hóf rekstur
voru sloppategundir sem í notkun voru
á sjúkrahúsunum 120—130. Nú eru
þær 4—5. Sama má segja um stærð
laka, sængurvera og annarra lín-
stykkja.Stöðlun gefur vaxandi mögu-
leika til aukinhar sjálfvirkni. Við aukn-
ingu hennar: hefur að undanförnu verið
farið hægar en í upphafi af mannlegum
sjónarmiðum vegna þess fólks er þarna
vinnur. Þá hefur verkalýðsfélag fólks-
ins lagzt á móti bónuskerfi.
Mikil fjárfesting
Davíð sagði að ýmsum ráðamönnum
hefði þótt fjárfesting i þvottahúsinu of
mikil og of hröð. í raun hefði þvotta-
húsið byggt sig upp sjálft. Einingaverð
hefði verið ákveðið þannig að það lægi
meira en sex mánuði ársins ívið ofan
við hreint kostnaðarverð enda hefði
þvottahúsjð staðið undir uppbyggingu
sinni að mestu sjálft og staðgreitt þær
vélar og tæki sem þurft hefði hverju
sinni.
Sparnaðar hefði verið gætt svo sem
kostur væri. T.d. hefði þótt of dýrt að
kaupa þvottavél fyrir þvottagrindur
og þvottavagna fyrir 10—15 milljónir
erlendis. Eftir fyrirsögn verk-
fræðingsins hefði sams konar vél, sjálf-
virk, verið smíðuð hér heima fyrir 2—3
milljónir.
Hann kvað fjárfestingu við þvotta-
húsið oft ruglað saman við fjárfestingu
hjá sjúkrahúsunum. T.d. væri i fjár-
lagafrumvarpi Tómasar gert ráð fyrír
25 milljón króna fjárfestingu til sótt-
hreinsunardeildar. Alls staðar annars
staðar eru sótthreinsunardeildir Iíns og
tækja hluti viðkomandi sjúkrahúsa
en ekki þvottahúsa þó betur þykir
henta hér að hafa sótthreinsunardeild-
ina við þvottahúsið.
í sama fjárlagafrumvarpi Tómasár
kæmi fram sá misskilningur að þvotta-
húsið skuldaði ríkisféhirði um 200
milljónir. Þetta er alrangt, sagði Davíð.
Rikisspítalarnir gátu ekki greitt þvotta-
húsinu fyrir unnin verk þess svo ríkisfé-
hirðir hljóp undir bagga svo hægt væri
að greiða þvottahússtarfsfólki laun
þess. Þvottahúsið hefði átt þetta fé hjá
ríkisspítulunum og það væru því ríkis-
spítalarnir en ekki þvottahúsið sem
væru skuldug ríkisféhirði.
Landakot
klýfur sig út úr
Davíð kvaðst gremjast að nú klyfí
Landakot sig út úr samvinnu spítal-
anna um þvottahús og leigði sér þvotta-
hús úti i bæ til að annast sinn þvott.
Þetta fyrirkomulag skemmdi að vísu
lítið sem ekkert fyrir þvottahúsi ríkis-
spítalanna. En fyrst Landakot væri
eins og aðrir spítalar alveg upp á ríkis-
sjóð komið með rekstrarfé væri fáheyrt
að einu litlu sjúkrahúsi leyfðist að
kljúfa sig út úr sameiginlegum rekstri
og hefja eigin rekstur sem engin
trygging væri fyrir að gæfi betri fjár-
hagslega útkomu er til lengdar léti.
Davíð kvað útboð þvottar fyrir spít-
alana ekki raunhæft í dag. Aðeins eitt
almennt þvottahús væri þess megnugt
að geta annazt þvottamagnið og því
yrði ekki um samkeppni að ræða. Þar
að auki væri þvottahús ríkisspítalanna
nú þannig upp byggt að það þyldi
miklar sveiflur, t.d. rafmagnsleysi einn
sólarhring eða svo, eða réði við þann
uppsafnaða þvott sem til legðist eftir
stórhátíðir en slíkt þvottamagn réðu
önnur hús á engan hátt við.
„Okkar einingaverð felur í sér u.þ.b.
15% fjármagnskostnað. Þetta hefur
tryggt og tryggir uppbyggingu þvotta-
hússins og gerir það örugga einingu í
rekstri spítalanna, aðra af tveimur
öruggustu einingum spítalakerfisins,”
sagði Davið. -A.St.
Samanbrotin koma stykkin úr vélunum og hreinu lininu er hlaðið á nýþvegna þvotta-
vagnana eftir pöntun sjúkrahúsanna hverju sinni.