Dagblaðið - 12.11.1979, Page 40
Þannig hyggjast sjálfstæðismenn fara að:
20 M1LUARÐA NIÐUR-
SKURÐURÁ SKÖTTUM
VINSTRISTJÓRNAR
—tekjuskattur og vömgjaldshækkun afnumin
Sjálfstæðisflokkurinn hyggst
draga úr skattheimtu alls konar með
því að fella niður tekjustofna, sem
vinstri stjórnin kom á fót eða nýtti i
ríkara mæli en áður var gert. Þetta er
liður i 35 milljarða króna lækkun
fjárlaga, sem flokkurinn heitir að
beita sér fyrir og framkvæma.
Rúmlega 21 milljarð króna í skatt-
heimtu í fjárlögum 1980 ætlar Sjálf-
stæðisflokkurinn að fella niður með
því að afnema eftirfarandi:
1. Nýbyggingargjald (400 milljónir).
2. Skatta á verzlunar- og skrifstofu-
húsnæði (1.300 milljónir).
3. Tekjuskattar einstaklinga, 2.700
milljónir.
4. Tekjuskattur félaga: 5.300 milljón-
ir.
5. Eignaskattur einstaklinga: 900
milljónir.
6. Eignaskattur félaga: 1.800 millj-
ónir.
7. Flugvallargjald: öOOmilljónir.
8. Verðjöfnunargjald á raforku: 900
milljónir.
9. Vörugjald: 5.600 milljónir.
10. Gjöld á ferðalög til útlanda,
gjaldeyrir á sérstöku ferðamanna-
gengi: 1.900 milljónir.
Samtals eru þetta 21.400 milljónir
króna.
í sambandi við síðasta liðinn er
stefna flokksins að gefa ferðamanna-
gjaldeyri frjálsan og leyfa öllum
bönkum að verzla með gjaldeyri.
Til að mæta niðurfellingu ofan-
greindra tekna fyrir ríkissjóð verður
dregið úr útgjöldum með ýmsum
hætti, sem síðar verður gerð nánari
grein fyrir. Stefnumál er að niður-
greiðslur verði lækkaðar, dregið
verði úr ríkisumsvifum og sjálfvirkni
framlaga samkvæmt fjárlögum verði
afnumin.
,,Nema þarf úr gildi í heild sinni,
lög vinstri stjórnarinnar um stjórn
efnahagsmála,” sagði Geir
Hallgrímsson, er hann kynnti stefnu
Sjálfstæðisflokksins fyrir helgina.
- B&
Skelveiöi og vinnsla í óleyfi í Grundarfirði:
Ólafur Jóh.íóvæntri
heimsókn á ritstjóm DB:
„Þið hafið gert blaðamennskuna
opnari. Hin blöðin drattast á eftir,”
sagði Ólafur Jóhannesson fyrrum
forsætisráðherra þegar hann birtist í
heimsókn á ritstjórn Dagblaðsins í
morgun.
Jónas Kristjánsson ritstjóri gekk
með Ólafi um húsakynni ritstjórnar
og afhenti honum að skilnaði traust-
an ferðaáttavita að gjöf. Áttavitinn á
að hjálpa Ólafi að rata um refilstigu
stjórnmálanna. „Það er nauðsynlegt
að þekkja áttirnar,” sagði Ólafur.
„Ég fer í gufu á laugardagsmorgn-
um. Þar er líká kompásasmiður borg-
arinnar. Hann er vís til að líta á grip--
inn fyrir mig gerist þess þörf!”
Ólafur Jóhannesson hefur heim-
sótt marga vinnustaði að undanförnu
og heldur því áfram næstu daga.
„Maður heyrir alltaf eitthvað sem
kemur að gagni. Ég hef gaman af því
að hitta fólk.” -ARH
„Það er alltafgotl að þekkja áttimar, ” sagði Ólafiirþegar hann tók við áttavitanum úr hendi ritstjóra Dagblaðsins. A ttavit-
inn er I bandi og Ólafurgeturþví haft hann um hálsinn hvar sem hann er staddur á refilstigum stjórnmálanna.
DB-mynd Hörður.
blöðin
drattast
áeftir
BYÐ RAÐHERRA HEIMI
KAFFl FARl f HART
—segir framkvæmdastjórinn, sem óttast að báturinn verði stöðvaður
Báturinn er á sjó i dag og verður
næstu daga. Það er nóg að gera í
vinnslunni, unnið úr svo sem 4 tonn-
um á dag síðan við byrjuðum á
fimmtudag,” sagði Soffanías Cecils-
son, framkvæmdastjóri fiskv-rrkunar
SC í Grundarfirði i viðtali DB í
morgun.
Fyrirtækið sem á bátinn Grund-
firðing 2. hefur ekki veiðileyfi og er
Soffanías var spurður hvort hann ótt-
aðist ekki aðgerðir hins opinbera eins
og liggur í loftinu, sagði hann: „Ef
báturinn verður tekinn byrjum við
bara aftur þegar honum verður
sleppt, því siðferðilega eigum við all-
nær horfin og hóf Soffanias aftur
skelvinnslu sem allmargir hafa nú at-
vinnu af.
Soffanías var spurður hvað hann
hygðist fyrir ef málið færi i hart af
hálfu sjávarútvegsráðherra: „Þá býð
ég honum heim upp á kaffi, það
hefur oft gefið góða raun að ræða
málin af hreinskilni yfir kaffibolla.”
- GS
< " -m.
Það var mikið að snúast í skel-
vinnslusal Fiskverkunar SC i Grund-
arfirði um helgina.
DB-mynd Bæring Cecilsson
an rétt í þessu máli, lög sem mæla
gegn því eru ólög,” sagði hann.
Skel var unnin í Grundarfirði fyrir
nokkrum árum en þar sem þá barst
einnig mikill rækjuafli var horfið frá
skelinni. Nú er rækjan hins vegar
frjálst, úháð daghJað
MÁNUDAGUR12. NÓV. 1979,
Dagurá Akureyrí
kvartar við útvarpsráð:
Viljafá
báða leið-
arana lesna
— flókið mál, segir
útvarpsstjóri
„Við getum tæplega skilið að
leiðarar blaðsins séu svo sálarlega
háskalegir að ekki megi lesa þá yfir
landslýð. Það er fullkomlega eðlilegt
að báðir leiðarar vikunnar séu lesnir í
útvarpi,” sagði Valur Amþórsson, for-
maður blaðstjórnar blaðsins Dags á
Akureyri.
Dagur kemur út reglulega tvisvar í
viku, á þriðjudögum og fimmtudögum.
Á mánudagsmorgnum er lesið úr
þriðjudagsleiðara Dags i útvarpinu, en
fimmtudagsleiðarinn fær ekki inni i út-
varpinu. Aðstandendur Dags hafa sent
útvarpsráði kvörtunarbréf. Þeir vilja
báða leiðara lesna.
„Við höfum ekki einu sinni verið
virtir svars. Það þykir kannski skipta
litlu máli hvort okkur, sem búum
norður við íshaf, er svarað eða ekki!”
sagði Valur Arnþórsson. „Okkur
finnst broslegt að útvarpið skuli ekki
sjá sóma sinn í að láta Dag njóta rétt-
lætis. Spurningin er bara sú, þurfum
við að gefa út 3 blöð í viku til að hljóta
náð fyrir augum útvarpsmanna, eða 4,
5, 6 blöð í viku? Hvar eru mörkin?”
„Ég kom erindi norðanmanna á
framfæri við útvarpsráð,” sagði
Andrés Björnsson, útvarpsstjóri. „Það
verða engar breytingar gerðar á leiðara-
lestrinum að minnsta kosti fram yfir
kosningar. Þetta er allflókið mál sem
þarf að skoða og endanlegur úrskurður
bíður sins tíma.”
-ARH.
HomstaðiríDölum:
Allt féð skorið
ámorgun
— sauðfjárveikivama-
nefnd óttast
riðuveiki þar
Sauðfjárveikivarnanefnd hefur nú
tekið þá ákvörðun að allt fé á bænum
Hornstöðum í Laxárdalshreppi í Döl-
um skuli skorið niður á morgun, alls á
annað hundrað fjár. Riðuveiki fannst í
tveim kindum frá bænum í fyrravetur
og var þeim lógað að Keldum.
Að sögn fréttaritara DB í Búðardal,
Önnu Flosadóttur, kemur þessi
ákvörðun heimamönnum spánskt fyrir
sjónir þar sem ekkert ber á þessari veiki
í fjárstofninum nú. Einnig undrast
menn hvernig smit hefur borizt í kind-
urnar tvær, þar sem fé frá Hornstöðum
blandast ekki öðru fé, heldur gengur
ávallt innan girðingar.
- GS