Dagblaðið - 13.11.1979, Side 4

Dagblaðið - 13.11.1979, Side 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Nú í haustskammdeginu er kjörið að hafa gott lambakjöt á borðum. Neytendasíðan er með fimm góðar og gildar uppskriftir sem birtast í dag og næstu daga. Lambasmásteik Mar- engo Rúmt kíló af lambakjöti er höggv- ið úr framparti í 4—5 cm bita og kryddað vel með salti og pipar. Bitarnir eru síðan brúnaðir i oliu á vel heitri pönnu. Einn vænn laukur er saxaður smátt og látinn krauma í smjörlíki. Síðan er kjötið ásamt lauknum sett í pott og hvítvíni hellt út í og soðið niður. Þá er kjötið stráð hveiti og soðið í kjötsoði eða vatni með einum hvítlauksgeira og 2 dl af tómatpúrri. Þegar kjötið er um það bil soðið er það fært upp úr soðinu og soðið jafnað ef með þarf. Síðan er sósan sigtuð yfir kjötið. 250 grömm af brúnuðum sveppasneiðum eru sett/ út í og soðið áfram í 10 mínútur. Saxaðri steinselju er stráð yfir við framreiðslu. Borið fram með eggjum, steiktum í djúpri feiti og ristuðum brauðsnittum. Uppskriftin er ætluð fjórum. Kálfa- og hænsnakjöt má matreiða á sama hátt. Einnig má nota rauðvín í stað hvítvíns en þá kallast rétturinn ) Mattlock. Hráefni: 1 kg lambakjöt úr framparti 1 stk. laukur 1 glas hvitvín 2 dl tómatpúrri 1 hvítlauksgeiri 250 grömm sveppir 4egg 4 brauðsneiðar LAMBASMASTEIK MARENGO IH dagsins Salt, pipar, hveiti, steinselja eftir þörfum. Hráefniskostnaður er mjög nálægt 3530 kr. eða um 883 kr. á mann, þvi uppskriftin á að duga fyrir fjóra. Hafragrautur og lýsi ekki lengur nógu fínt — íslendingar hinar mestu eyðsluklær og snobbarar „íslendingar eru trúlega heimsins mestu eyðsluklær í mat og drykk, hermikrákur og snobb,” segir m.a. i einu af septemberbréfunum okkar, frá konu sem býr suður með sjó. Hún bað sérstaklega um að nafns hennar væri ekki getið. „Við hljótum að geta þrifizt sæmi- lega af því sem landið gefur af sér eins og fyrri kynslóðir. T.d. spyr ég hvort íslendingur sem kyndir hús sitt með olíu hafi efni á að lifa eins hátt og þeir sem selja okkur oliuna? Nú þykir ekki nógu gott eða fínt að borða hafragraut með lýsi í morgun- mat, sem yljar þó i kroppinn á við tugþúsundir i olíukostnað. Það skapar þar að auki vellíðan og minni þörf fyrir mat seinni hluta dags. Sumum er þannig farið að þeir þurfa fóður í annarri mynd en áti, þ.e. andlegt fóður (bækur). Einhvers staðar verður að spara við sig, vilji fólk eignast annað en spik og óheil- brigði. Og síðar í bréfi þessarar Suður- nesjakonu segir: ,,Það er hægt að fylla frystikistuna með fieiru nýtilegu en kjöti, slátri og rjómatertum. Má nefna nýjan fisk, brauð, kálmeti og jafnvel gulrófur. Þær eru að sjálf- sögðu afhýddar, þvegnar, þurrkaðar og skammtað í pakka, sem er hæfi- lega stór i eina máltið. Mér hefur einnig reynzt góð búbót að baka sjálf brauð úr grófu mjöli. Þannig brauð eru miklu betri en úr bakaríi og eng- inn vill álegg með þeim. Þakka fyrir góðan þátt í blaði ykkar.” Þetta er sennilega alveg laukrétt hjá þessari Suðurnesjahúsmóður. Við íslendingar erum óttalega miklir snobbarar og eyðsluklær. En við megum þó eiga að við erum dugleg að vinna okkur inn peninga. Því miður hugsum við minna um hvernig við eyðum þeim aftur. Einu megum við þó ekki gleyma. Islenzk heimili þurfa að vera betur búin að húsmunum og alls kyns „græjum” heldur en erlend vegna þess að hér á landi verðufn við að eyða mestum frítíma okkar inni á heimilunum. Erlendis geta menn verið eins mikið utanhúss, í það minnsta hálft árið eða meir. Það sem við kaupum ,,til heimilisins” er heldur ekki beinlínis eyðsla, heldur fjárfesting. Auðvitað gengur þessi fjárfesting út í öfgar hjá sumum, sem virðast seint eða aldrei vera búnir að uppfylla þörfina fyrir að safna að sér hlutum. - A.Bj. Vestmannaeyjar: Fer með 9.400 krónur á viku í mjólkurvörur Við eigum enn óbirt nokkuð af bréfum sem við fengum með septem- berseðlinum. í bréfi frá A.A. í Vest- mannaeyjum sagði m.a.: „Ég er bara anzi ánægð með út- komuna á septemberseðlinum (þó sumir væru það eflaust ekki). Hún var 143.439 kr. (þ.e. nærri 36 þúsund á mann). Það er rúmum 40 þúsund kr. lægra en í ágúst í heildina séð. Ég tók að gamni mínu saman hvað ég fer með í mjólkurvörur á viku, eftir nýjustu landbúnaðarvöruverðs- hækkuninaogútkomaner 9.401 kr.l Liðurinn „annað” er geysihár að vanda eða rúm ein milljón. Þar af er kostnaður við húsbyggingu nærri 700 þúsund, útsvar og þinggjald á mig nærri 67 þúsund, fasteignagjald, húsaleiga, olía, brunabótagj., raf- magn, dagblöðin (við kaupum tvö) og bensín. Einnig var keypt göngu- grind á 17.800 handa yngsta fjöl- skyldumeðlimnum og skólavörur og fatnaður á þann eldri fyrir dágóða upphæð. í liðinn „annað” er allt skrifað nema matur og hreinlætisvörur og heldur ekki opinber gjöld og meðlög sem tekin eru af manninum mínum áður en hann fær laun sín greidd. Auðvitað ættu þau útgjöld einnig heima þar, því það er staðið í skilum á þeim greiðslum og við fáum aldrei þá peninga í hendur. Kær kveðja, A.A. Vestmannaeyjum." ELDHÚSKRÓKURINIM Dilkakjöt er metið í gæðaflokka eftir útliti og gæðum. Mat á dilkakjöti Allt dilkakjöt, hvort sem það er nýtt, fryst eða saltað, skal metið í eftirfarandi gæðaflokka: Fyrsti flokkur plús (I. fl. +). Þangað fara allir sérlega vel vaxnir skrokkar og holdfylltir. Hæfilega feitir og með jafnri og hvítri fitudreifingu. Þeir eru merktir með DI stjörnu. Kr. 1.670.- pr. kg.* Fyrsti flokkur (I. fl.). Þar lenda vel holdfylltir skrokkar með miðlungs- fitu og gallalausir í útliti. Merking: DI. Kr. 1.579. pr. kg. Annar flokkur (II. fl.). Hér hafna vöðvarýrir og útlitsljótir skrokkar og einnig skrokkar með mar og minni- háttar verkunargalla. Þeir eru merktir með DIIX. Kr. 1.478,- pr. kg- Annar flokkur 0 (II. fl. 0) er fyrir skrokka með mikilti fitu og einnig skrokka með blóðlitaðri fitu eða fitu sem stirðnar ekki. Mikil fita telst ef fitulagið er að meðaltali yfir 10 mm á baki. Merkt með: DII0. Kr. 1.478.- Pr • kg. Þriðji flokkur (III. fl.). Hér eru allir vöðvarýrir og magrir skrokkar. Einnig marðir skrokkar og limhöggn- ir ásamt skrokkum með verulega verkunargalla. Merkt: DIII XX. Kr. 1.290.-pr. kg. I næsta þætti verður fjallað um merkingu á dilkakjöti. * Verð á öllum flokkum er miðað við heila skrokka, ósundurtekna. Upplýsingaseðill til samanburóar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldió? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi I upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von i að fá frfa mánaðarúttekt fyrír fjölskyldu yðar. Kostnaður í októbermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m i iriv Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.