Dagblaðið - 13.11.1979, Side 6

Dagblaðið - 13.11.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979. Joan Baez, þjóðlagasöngkonan bandariska, brá sér nýverið til Thailands og heimsótti þar búðir flóttamanna frá Kampútseu. Henni ofbauð hryllingur hungurvofunnar eins og öllum öðrum sem henni kynnast. Enn er ekki að fullu frágengið hvernig dreifa á mat meðal þess mikla fjölda sem býr við neyð innan landamæra Kampútseu. Ráðandi stjórn þar vill annast það á eigin spýtur en alþjóðlegar hjálparstofnanir telja að þá sé ekki tryggt að matnum verði dreift meðal allra þurfandi, sem margir hverjir eru andvigir stjórninni. Myndin er af Joan Baez meðal barna I flóttamannabúðum I Thailandi. Fyrirlestur þriðjudaginn 13. nóv. kl. 20.30: Norski bókmenntafræðingurinn Willy Dahl heldur fyrirlestur: „Nidelven stille og vakker du er ... En slagertekst fra 40árene í literatursocio- logisk perspektiv”. Allir velkomnir NORRÆNA HÚSIÐ Tilkynning frá landskjörstjórn um Ustabókstafi í kjördæmum. Samkvæmt tilkynningum yfirkjörstjórna verða þessir listar í kjöri í öllum kjördæmum landsins við alþingiskosningarnar sunnudaginn 2. des. og mánudaginn 3. des. nk.: A. - LISTI ALÞÝÐUFLOKKSINS. B. - LISTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS. D. - LISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. G. - LISTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS. í fjórum kjördæmum verða auk jjess eftirfarandi listar í kjöri: / Reykjavíkurkjördæmi: H. - LISTI HINS FLOKKSINS. R. — LISTIFYLKINGARINNAR. / Reykjaneskjördæmi: Q. — LISTISÓLSKINSFLOKKSINS. / SUDURLANDSKJÖRDÆMI: L. - LISTI UTAN FLOKKA. / Nor&urlartdskjördæmi eystra: S. - LISTI UTAN FLOKKA. Landskjtirstjórn, 9. nóv. 1979 Gunnar Möller. Arnmundur Backman. Baldvin Jónsson. Vilhjálmur Jónsson. Björgvin Sigurðsson. Stöðvun olíukaupa frá íran: Ákvörðun Carters alls staðar fagnað —bæði í Bandaríkjunum og í íran en þar segjast menn ekki verða í neinum vandræðum með sölu olíunnar Tilkynningu Jimmy Carters Bandaríkjaforseta um að algjörlega yrði hætt að kaupa olíu frá íran hefur verið fagnað mjög í Bandaríkjunum. Edward Kennedy, helzti keppinautur Carters um útnefningu sem forseta- efni Demókrataflokksins, sagði í morgun að hann styddi þessa ákvörð- un forsetans allshugar. Carter sagði í tilkynningu sinni að pmeð þessu vildi Bandaríkjastjórn sýna svart á hvítu að hún léti engin efnahagsleg atriði þvinga sig til að semja um gíslana í sendiráðinu. Fyrr hafði stjórn Khomeinis í íran tilkynnt að oliusala til Bandaríkj- anna yrði stöðvuð. I morgun var haft eftir ráðamönnum í Teheran að þeir fögnuðu ákvörðun Bandaríkjastjórn- ar. Þangað hefði farið um það bil 20% af allri olíu sem unnin hefði verið í íran. Það magn yrði nú selt á öðrum mörkuðum sem ekki væri skorturá. Ljóst er að verulegir erfiðleikar steðja nú að stjórn írans. Atvinnu- leysingjar gerast nú háværir og Kúrd- ar hafa aftur farið á kreik og hafa ráðizt á búðir stjórnarhersins i héruð- um sínum. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti tilkynnti að Bandaríkin mundu ekki leita eftir kaupum á olíu annars staðar í heiminum til að vinna upp minnkað olíumagn vegna stöðvunar kaupa frá íran. Forsetinn sagðist treysta á að Bandarikjamenn sýndu þegnskap og drægju saman olíunotk- un sína af þessu tilefni. Virðist svo sem þessi orð Carters hafi hlotið mik- inn hljómgrunn vestra. PLO, samtök Palestínuaraba, hafa nú hætt tilraunum til að leysa mál gíslanna i bandaríska sendiráðinu í Teheran. Eru fulltrúar þeirra nú komnir til Kuwait. Stjórnin í Teheran tilkynnti i gær að nú væri verið að kanna hugmyndir til lausnar deilunni um sendiráð Bandaríkjanna og gíslana þar. Ekk- ert hefur verið sagt um efni tillagn- anna. Carter leggur áherzlu á að tranir hafi enga aðstöðu til að þvinga Bandarfkin með hótunum um oliustöðvun. Genf: S-Afríka hugleiðir að mæta í Namibíuviðræður Vestrænar og afrískar sendinefndir bíða þess nú í Genf að Suður-Afríku- stjórn taki ákvörðun hvort hún muni taka upp viðræður um Namibíumálið. Er ákvörðunar vænzt i kjölfar þess að nú hefur tekizt að leysa það mál á vegum Sameinuðu þjóðanna sem Suður-Afríkumenn settu helzt fyrir sig. Kurt Waldheim aðalritari samtak- anna hefur tilkynnt Pieter Botha, for- sætisráðherra Suður-Afríku, að tekið yrði á móti fulltrúum þeirra stjórn- málaflokka sem nú fá að starfa i Namibíu (Suðvestur-Afríku) til viðræðnanna í Genf. Swapo samtökin, sem berjast gegn stjórn Suður-Afríku á Namibíu eru viðurkenndur stjórnaraðili þar af Sam- einuðu þjóðunum. Stjórnin i Pretoríu hafði áður tilkynnt að hún mundi ekki mæta til viðræðna um framtíð Nami- bíu nema aðilar þar sem hún viður- kenndi fengju að mæta á fundinn. anna þar. Nokkur þúsund manns fóru um götur Washington og kröfðust þess að — öll irönsk svin yrðu send heim —. Lá við átökum, þegar göngumenn mættu um eitt þúsund irönskum stúdentum, sem kröfðust framsais keisarans til trans. Á mynd- inni hér að ofan má sjá að einn göngumanna heldur mynd af John heitnum Wayne á lofti. Kannski vegna þess að hann þótti af mörgum ameriskari en allt ameriskt. Spánn: Neita að semja um þingmanmnn — ETA hreyf ing Baska vill láta hann í skiptum fyrír félaga í spænskum fangelsum Stjórnin í Madrid hefur tilkynnt að engir samningar verði gerðir við ETA hreyfingu Baska um að þeir láti, lausan Javier Ruperez, einn áhrifa- mesta þingmann Miðflokkasam- bandsins, sem rænt var í gær. ETA hreyfingin hefur lýst ráninu á hendur sér og krefst þess að allir Baskar i spænskum fangelsum verði látnir lausir gegn því að þingmanninum verði sleppt úr haldi. Ruperez var rænt þar sem hann vaT á ferð i bifreið sinni. Þingmaðurinn, sem er 38 ára að aldri, hefur verið einn helzti aðstoðarmaður Adolfo Suarez, forsætisráðherra Spánar. Vegna þessa máls var kallaður saman fundur helztu leiðtoga Miðflokka- sambandsins, ríkjandi flokksins á Spáni. Þar mun hafa verið samþykkt að til engra samninga skyldi gengið við ETA samtökin. Ránið var kallað tilraun til kúg- unar og framkvæmt af aðilum sem ekki vildu sætta sig við meirihluta- samþykki um heimastjórn í Baska- héruðum á Norður-Spáni.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.