Dagblaðið - 15.11.1979, Side 11

Dagblaðið - 15.11.1979, Side 11
 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. /■" ----————^ Frjáls gjald- eyrisverzlun Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt stefnu sína i efnahagsmálum. Hún skiptist i skammtimamarkmið, „Leiftursókn gegn verðbólgu”, og í langtímamarkmið, „Leið til bættra lífskjara”. Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú til kosninga með skelegg- ari og ákveðnari stefnu en oftast áður og ætlar sér að ráða niðurlögum verðbólgunnar með skjótvirkum hætti og bæta lífskjörin annars vegar með auknu athafnafrelsi, valddreif- ingu, skattalækkun og hagkvæmari fjárfestin^u og hins vegar með nýt- ingu orkulinda þjóðarinnar í hálaunaiðnaði. Í kosningastefnuskránni segir m.a. orðrétt: „I.osað verði um þau innflutnings- og gjaldeyrishöft, sem enn gilda, svo sem í ferðamannagjaldeyri, og allir bankar fái rétt til að verzla með erlendan gjaldeyri.” íslendingum ekki treyst Hér er tekið af skarið, en eins og allir vita er farið með íslendinga eins og fáráðlinga í gjaldeyrismálum sem og i mörgum öðrum málum. Þeim er ekki treyst fyrir þvi að taka ákvarð- anir, sem snerta þá sjálfa. Ástæðan fyrir þessu ástandi er sú þjóðsaga, að með auknu frelsi fólksins streymi fjármagnið úr landinu, ef stjórnvöld grípi ekki til sinna ráða með boðum og bönnum í gjaldeyris- og viðskipta- málum. Á árunum fyrir 1%0 gátu lands- menn keypt tékkneska og rússneska bíla vegna viðskiptasamninga, sem gerðir höfðu verið við þessar þjóðir. En aðeins útvaldir fengu leyfi til að flytja inn bifreiðir frá öðrum þjóðum. Þegar viðreisnarstjórnin ákvað að leyfa frjálsan innflutning, æptu kommúnistar og framsóknar- menn í kór, að landið mundi fara á hausinn. í Ijós kom, að í kjölfar viðskiptafrelsis komu mestu fram- faraár þjóðarinnar. Gjaldeyrir geymdur undir koddanum Til skamms tíma var talið óheimilt fyrir íslendinga að eiga erlendan gjaldeyri. (Sumir nefna aðeins er- lenda peninga gjaldeyri til aðgrein- ingar frá islenzku krónunni og er það táknrænt um það álit sem menn hafa á íslenzkum gjaldeyri). Með breytt- um skilningi á lögum og reglum var þó talið heimilt að eiga erlenda pen- inga á sérstökum reikningum. Á rúmu einu og hálfu ári eru slíkir reikningar orðnir á milli 4 og 5 þúsund talsins og inneignin nemur samtals um 2,5 rhilljörðum eða jafn- gildi um það bil 500 nýrra fólksbif- reiða. Allar líkur eru á því, að þetta fjármagn hefði ekki skilað sér i bank- ana nema að hluta, heldur verið geymt i bankahólfum, skrifborðs- skúffum eða undir koddanum. Það eru engin rök, sem mæla með því að íslendingar séu i háttum svo ólíkir öðrum þjóðum, að þeim sé ekki treystandi fyrir því að ráða gerð- um sínum í gjaldeyrismálum. Á Kjallarinn Friðrik Sophusson íslandi gilda engin séríslenzk efna- hagslögmál. Þeir sem hins vegar trúa því að hér gildi séríslenzk lögmál og vjlja loka landinu til að koma í veg fyrir landflótta verða þá að viður- kenna jafnframt, að þeir vilji sér- islenzk lífskjör, sem eru önnur og lakari en nágrannaþjóðanna. Flótti f ólks og fjármagns stöðvað- ur með auknu f relsi Forsenda frjálsrar gjaldeyrisverzl- unar er markaðsverð gjaldeyrisins, en þannig verður komið í veg fyrir ranga gengisskráningu og áhyggjur af jöfnuði við útlönd. Stöðugt gengi verður hins vegar að tryggja m.a. með verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins, þannig að hann jafni einvörð- ungu erlendar verðsveiflur. Sjálfstæðisflokkurinn vill einfalda gjaldeyrisverzlunarkerfið og gefa þeim viðskiptabönkum, sem telja sér fært, tækifæri til að verzla með erlendan gjaldeyri. Flótti fólks og fjármagns úr land- inu verður ekki stöðvaður með höft- um og bönnum. Aðeins aukið frelsi og sókn í arðsamar atvinnugreinar geta bætt lífskjörin og gert þau sambærileg við kjör annarra þjóða. Frjáls gjaldeyrisverzlun er því eðli- legur áfangi á leið þjóðarinnar út úr efnahagsógöngum. Friðrik Sophusson. IB „Fariö er með íslendinga eins og fáráöl- inga í gjaldeyrismálum...” Boðberí auðhyggju og einokunarstefnu Sjálfstæðisflokkurinn reynir að telja þjóðinni trú um að hann sé boð- beri einkaframtaksins og hvers konar frjálshyggju í landinu. Sami flokkur vill draga úr ríkis-, bæjar- og sam- vinnurekstri. Til að leggja frekari áherslu á þennan boðskap sinn hafa málgögn flokksins viðhaft slagorð eins og „Báknið burt”. Hverjar hafa efndir Sjálfstæðisflokksins verið í þessum efnum í reynd í gegnum árin og hvers konar grundvöll hafa þeir lagt að uppbyggingu einstaklings- frelsisins og í hvaða atvinnugreinum þjóðfélagsins er því ætlað að þróast? í þessu sambandi er rétt að skoða framkvæmd Sjálfstæðisflokksins varðandi stærstu útflutningsgrein landsmanna, sjávarafurðir. Útflutn- ingu. inn er, cins og kunnugt er, ein- ungis i höndum einokunaraðila, þ.e. Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. SÍS, Saltfisk- og skreiðarframleið- enda, sildar- og mjölframleiðenda. Flokkast svona einokunarhringir eða sölusamtök framleiðenda. undir frjálst einkaframtak að mati Sjálf- stæðisflokksins? Hefur flokkurinn i. reynd stutt við frjálst einkaframtak varðandi vöruflutninga til og frá landinu? Hefur eðlileg eða einhver samkeppni skapast i þeirri atvinnu- grein? Allir landsmenn þekkja svarið. Eimskipafélag íslands, ásamt skipa- deild SÍS, hafa samkeppnislaust í áratugi komið sér saman um skipt- ingu vöruflutninga til og frá landinu og ákveðið flutningsgjöldin. Svipað rekstrarform gildir um flugsamgöng- ur til og frá landinu, rekstraraðili er aðeins einn aðili, Flugleiðir hf. Hvernig er hinu frjálsa einstaklings- frelsi varið varðandi olíudreifingu i landinu? Er einhver samkeppni milli olíufélaganna varðandi dreifingar- kostnað og þjónustu? Landsmenn vita að öll oliufélögin selja á sama verði enda um enga samkeppni að ræða. Er þetta það rekstrarform sem sjálfstæðismenn kalla frjálst einstakl- ingsframtak? Öll þekkjum við nokkuð til bifreiðatrygginga þar sem tryggingafélögin hafa bróðurlega og samkeppnislaust komið sér saman um ákveðin gjöld og þjónustu. Hvað kalla sjálfstæðismenn slikan rekstur, kannski nauðsynlega samtryggingu einkaframtaksins? Þessi fáu og aug- ljósu dæmi um einokunarverslun ihaldsins ættu kjósendur að hafa sterklega í huga þegar sjálfstæðis- menn eru með hvers konar lýðskrumi að guma af ást sinni og umhyggju fyrir hinu frjálsa einstaklingsfrelsi. Sannleikurinn er sá, að Sjálf- stæðisflokkurinn er fyrst og fremst boðberi auðhyggju og einokunar- stefnu sem enga samleið á með heil- brigðu og heiðarlegu einkaframtaki. Svonefnd almenningshlutafélög hafa i reynd ýtt einkaframtakinu til hliðar eða beinlinis gengið af þvi dauðu í fjölmörgum atvinnugreinum. Léleg fyrirgreiðsla og fjármagnsvöntun við einstaklingsfyrirtæki á sama tíma og ausið hefur verið fé til einokunar- hringanna með dyggilegri aðstoð pólitikusa. Athyglisvert er að engin sam- keppni er milli hins frjálsa einstakl- ingsframtaks og einokunarhring- anna, en það sannar ótvírætt þá póli- tísku vernd framkvæmda- og fjár- veitingavaldsins sem einokunarhring- unum er ve 'l. Linstakhngsfrelsinu er afmarkað þröngl svið, enda er hagvexti ein- staklingsfyrirtækja að mestu stjórn- að í gegnum fjárveitingavaldið en aðalstjórnstöðvar þess eru hjá stjórn- endum einokunarhringanna. Hinn hagnýti tilgangur frjálsrar samkeppni getur ekki þróast við slíkar aðstæður en þess í stað blasir við ömurleg af- skræming af ríkisreknum einkafyrir- tækjum þar sem hagnaðurinn rennur oft í vasa einkaaðilans en skuldirnar greiðast af ríkissjóði. Slík fyrirtæki eru oft svo skuldum vafin að ekki er talið „hagkvæmt” að gera þau gjald- þrota vegna vafasamra lánafyrir- í „Enginn flokkur hefur aukiö eins mikiö við ríkisbáknið og Sjálfstæöisflokkur- ínn. Lashann aðeins Þjóðviljann? Ágætur vinur minn Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins er, sem alþjóð er kunnugt, rithagur mjög og oft á tíðum með snjalla leiðara sem hrista innviði þjóðfélagsins. Þó verða honum á mistök endrum og eins, sem öðrum dauðlegum mönnum, og á stundum slær alvar- lega útí fyrir honum. Slíkt er af- sakanlegt þegar haft er i huga að flestir venjulegir menn mundu vart þola það álag að „skammast út i allt og alla” i leiðaraskrifum hvern einasta virkan dag árið um kring. Þeir sem lesa Dagblaðið að staðaldri hafa orðið þess varir að nokkra undanfarna daga voru leiðaraskrifin í höndum ritstjórnarfulltrúans, enda Jónas þá á ferðalagi erlendis. En kominn er h^nn heim og líklega hafa flugfreyjurnar aðeins rétt honum Þjóðviljannl hendur þáer hannjlaug heint með'Flugleiðum- öðruvisi verða skrif hans í leiðara föstudaginn 9. nóvember ekki túlkuð. í skrifum þessum ræðst hann með óskiljanlegri heift á Geir Hallgrimsson formann Sjálfstæðisflokksins og ber honum á brýn að formaður Sjálfstæðis- flokksins vinni skipulega að klofningi flokksins. Tökum dæmi úr leiðaranum: „Sú herferð náði há- marki i frægri ferð Geirs Hallgríms- sonar um Suðurland til að HINDRA samkomulag um skipun Eggerts Haukdal í eitt efstu sæta listans” — og ennfremur: „Úr þvi að prófkjör fengust ekki, mátti ná samkomulagi á Suðurlandi milli héraða. En Geir gerði sér ferð til að HINDRA slíkt.” Trúir Jónas virkilega sjálfur þessum skrifum? Trúir hann I raun Kjallarinn Magnús Erlendsson að nokkur formaúur nokkurs stjórn- málaflokks vinni sf ipulega að þ\ i að kljúfa flokk sinn? Skrif sem þessi dæma sig sjálf og sá > em þetta skrifar 'vill trúa þvi að Jónas hafi ekki leitað sér nægra upplýsinga fá er hann kom heim úr utanrcisunni þvi hefði hann sjálfur fvlgsi nteð þjóv'málabarátt- unni af heimavigstöðvum þá daga, sem umrædd skrif hans fjalla um hefðu innviðir Dagblaðsins 9. nóv- ember verið réttar uppfærðtr en raun ber vitni. Það er mannlegt að gera mistök — hváð þá ef upplýsingamiðils mistakanna er að letta i Þjóðviljanum á flugi yfir Atlantsála!” Magnús Erlendsson, hæjarfulltrúi Seltjarnarnesi. „Vinnur formaður nokkurs flokks skipu- lega aö því aö kljúfa flokk sinn?” \ Kjallarinn Kristján Pétursson greiðslu pólitikusa og fylgifiska þeirra. Fagurgali um frjálshyggju Nú ákallar ihaldið „Báknið burt” og væntanlega verður sá íhaldskons- ert spilaður til næstu aldamóta. Allir vita þó, að enginn flokkur hefur auk- ið eins mikið við ríkisbáknið og Sjálf- stæðisflokkurinn. Hvaða tiltækar skýringar skyldu vera fyrir því? Svarið er auðfundið. Flokkurinn vill láta einstaklingsfyrirtækin vera á ríkis. penanum, svo að auðvetdara sé að hafa áhrif á umsvif þeirra og sam- keppni við einokunarhringana. Hin gífurlegu fjármálaumsvif einokunar- hringanna og hið nána samstarf þeirra á milli í hvers konar verðlagn- ingu kemur hreinlega í veg fyrir að hægt sé að gera raunhæfar og aðkall- andi aðgerðir í efnahagsmálum. Verðbólguvandinn verður aldrei Ieystur á meðan einokunarhringirnir ráða allri útflutningsverslun okkar og vöruflutningum til og frá landinu, auk þeirrar sterku aðstöðu sern þeir hafa i verslun og þjónustu innan- lands. Kjósendur verða að læra að skilja áróðursaðgerðir Sjálfstæðisflokks- ins. Þær eru i sjálfu sér einfaldar og auðskildar, séu þær vandlega skoð- aðar í réttu samhengi við frant- kvæmda- og stjórnunaraðgerðir flokksins á hverjum tíma. Þvi nieiri og stöðugri sem hinn opinberi áróður þeirra cr fyrir athafnafrelsi einstakl- ingsins og frjálshyggju, þeini nntn meir bersl hagsmunaklíka flokksins með leynd á bak við tjöldin gcgn þessu frelsi eins og dæniin sanna. Þessi áróðursaðferð cr vcl þekkt, sér- staklega hjá einræðisríkjum, sent beita henni miskunnarlaust til að beina athygli almennings l'rá innra stjórn-.kipulagi flokkanna. Fjöl- miðlamáttur Sjálfstæðisflokksins er sterkur og því verða kjósendur að revna að meta sjálfstætt verk stjórn- málaflokka en láta sig ekki berast með straumnum, eins og oft vill verða. Í þessu sambandi er rétt að minna á að 1955 boðaði Sjálfstæðisflokkur- inn að hann væri flokkur allra stétta. Þessi áróður hefur nú staðið samfellt í 24 ár og óneitanlega hefur hann orðið Sjálfstæðisflokknum til fram- dráttar, þótt ósannur sé. „Báknið burt” virðist vera næsta boðorð þeirra. Allir sem leita sannleikans í þeim efnum komast að sjálfsögðu að þeirri niðurstöðu að hér er um hrein- ar íhaldsblekkingar að ræða. í þess- ari grein hef ég leitast við að útskýra hvemig Sjálfstæðisflokkurinn blekk- ir og svíkur kjósendur með fyrirheit- um og fagurgala um frjálshyggju og einstaklingsfrelsi á sama tima sem hann fjötrar frelsið í einokunarhring- um og auðhyggjú. Kjósendur hljóta að hafna svona flokki. Kristján Pétursson deildarstjóri. V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.