Dagblaðið - 15.11.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979.
t----------
CRUNNSKOLANA
TIL FÓLKSINS
Þann 26. febrúar 1976 skipaði þá-
verandi félagsmálaráðherra, Gunnar
Thoroddsen, nefnd til að fjalla um
skiptingu verkefna og tekjustofna
milli ríkis og sveitarfélaga, svo og um
önnur samskipti þeirra.
í álitsgerð nefndarinnar kemur
skýrt fram að meginstefna varðandi
breytta verkaskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga skuli vera sú að stuðla að
einfaldari og skýrari tengslum rikis
og sveitarfélaga. Nefndin markaði
sér eftirfarandi stefnu:
í fyrsta lagi að endurskoðun
sveitarstjórnarkerfisins samraemist
öðrum markmiðum þjóðarinnar i
efnahags-, félags- og stjórnmálalegu
tilliti.
í öðru lagi að ákvarðanatöku beri
að dreifa eins mikið og sérhvert mál-
efni leyfir. Áhersla er lögð á að
sveitarfélögin uppfylli fjárhagsleg,
stjórnmálaleg og fagleg skilyrði til
þess að dreifing valds og tilfærsla
verkefna til þeirra eigi rétt á sér.
í þriðja lagi að endurskoðun á
stjómsýslukefinu miði að eflingu lýð-
ræðislegra og virkra vinnubragða við
framkvæmd opinberra mála.
Þcssi stefna nefndarinnar er mjög í
anda sjálfstæðisStefnunnar. Því
miður hefur þróunin orðið sú að
niðurstöður nefndarinnar, sem eru
um margt mjög athyglisverðar, hafa
ekki haft þau áhrif á ákvarðanatöku
sem skyldi. Virðist það nokkuð
dæmigert fyrir þá meðferð sem
skýrslur nefnda fá í kerfinu.
Draga ber úr
miðstýringu
Kostnaðarskipting rikis og sveitar-
félaga varðandi grunnskólann er nú
sú að ríkið ákveður kennslumagnið
og þar af leiðandi einnig námsskrár
og greiðir öll kennaralaun. Sveitar-
félögin greiða annan rekstrarkostnað
að mestu leyti. Stofnkostnaður við
byggingu skólamannvirkja skiptist
milli aðila.
Núverandi grunnskólalög tóku
gildi árið 1974. Menn eru án efa ekki
á eitt sáttir varðandi framkvæmd lag-
anna en hitt er Ijóst að miðstýring er
mjög mikil í grunnskólanum. Áhrif
heimamanna á stjórn skóla og skóla-
starf eru mun minni en menn áttu von
á. Fræðslustjórar eru embættismenn
rikisíns en ekki sveitarfélagsins, eins
og áður var. Staða þeirra er því mjög
erfið og minnir um margt á stöðu
landshöfðingjanna á seinni hluta 19.
aldar. Magnús Stephensen, síðasti
landshöfðinginn, sagði um stöðu
þeirra að þeir voru eins og lús milli
tveggja nagla.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur það á
stefnuskrá sinni að sveitarfélögin taki
við rekstri grunnskólans og að þeim
verði séð fyrir tekjustofnum til að
standa undir rekstri hans. Komið
verði á jöfnunargjaldi til styrktar
þeim sveitarfélögum sem við veruleg-
an fjárskort búa.
Minna frumkvæði
heimamanna
Það er staðreynd að á öllum
Norðurlöndunum hafa vinstri menn
ráðið ferðinni í skólamálum. Af-
leiðingin er aukin miðstýring og að
einstaklingnum hefur verið fórnað
vegna heildarinnar. E.t.v. mátti rétt-
læta þessar aðgerðir meðan verið var
að ná þjóðunum upp á ákveðið
menntunarstig, m.a. að vinna bug á
ólæsi. Til þess þurfti mikið skipulag
og fjármagn sem einstaklingar réðu
ekki yfir. Eftir að almenn menntun
er orðin með því besta sem gerist i
heiminum er engin ástæða til þess að
vantreysta fólki og teyma það áfram
eins og lítil börn. Ákvarðanir eru
Kjallarinn
Bessí
Jóhannsdóttir
jafnan umdeildar og i þjóðfélagi sem
tekur örum breytingum hlýtur margt
að orka tvímælis það gert er. í dag er
stjórnkerfi skólanna byggt á pýra-
midaveldi þar sem löng leið er milli
fræðsluyfirvalda og foreldra og nem-
enda. Einstakir grunnskólar hafa
ákaflega litla möguleika til að taka
afgerandi ákvarðanir. Kerfið er
þungt ogseinvirkt.
Grunnskólalögin eru nú i endur-
skoðun og Irumvarp tiliagaum fram-
haldsskóla fékkst ekki algreitt á sein-
asta þingi. Þessi mál eru nátengd og
þurfa að ræðast í samhengi. Það
varðar mestu fyrir framhaldsskólann
hver gæði menntunar eru í grunn-
15
skólanum. Kostnaðarskipting er stór
liður i þessari endurskoðun. Ríkið
ætti alfarið að sjá um framhalds-
menntun enda er þar um mál að ræða
sem sum sveitarfélaganna vilja ekki
bera ábyrgð á. Þeim stendur ntun
nær að annast alla grunnskólamennt-
unina.
Miðstýring í skólakerfinu felur i
sér að allar ákvarðanir og stjórnun
kemur ofan frá og boðleiðir eru allar
niður á við i gegnum marga milliliði.
Þannig verða fræðsluráðin ekkert
annað en afgreiðslustofnanir, i stað
þess að rétt kjörnir fulltrúar fólksins
móti stefnu og framfylgi henni. Emb-
ættismenn fá of mikil völd, þeir ráða
í raun ferðinni.
%
Valddreifing eða dreifstýring felur
i sér að ákvarðanataka er færð niður
á við og kerfið verður allt mun ein-
faldara. Þannig er tryggt að valdið
liggur næst þeim sem hlutina eiga að
framkvæma. Miðstýrða kerfið er
e.t.v. auðveldari lausn enda felur það
í sér mötun og forsjá á öllum sviðum.
Hætta er á að frumkvæði verði
minna hjá heimamönnum, þeir leggi
upp laupana fyrir embættismönnum.
Slíkt býður upp á stöðnun og and-
varaleysi sem segir fljótt til sin í
gæðum menntunar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
átt menntamálaráðherra síðan Bjarni
Benediktsson lét af þvi embætti árið
1956 eða fyrir 23 árum. Það er þvi
tímabært að fiokkurinn snúi sér að
þessum málaflokki enda er innan
hans lagður grunnurinn að framtið-
arstefnu á nær öllum sviðunt þjóð-
lífsins.
Bessí Jóhannsdóttir
kennari.
Goð, garpar, menn og meinvættir
Ég held að flest treystum við okkur
til að velja bækur fyrir börn, 8—9
ára og yngri. Til þeirra bóka gerum
við (eða ættum að gera) ákveðnar
kröfur. Þar á texti að vera skýr og
auðlæsilegur, þrykktur á aðgengi-
legan hátt, frásögnin á að vera
lærdómsrík eða ævintýraleg, helst
hvorttveggja, og myndskreytingar
eiga að vera vandaðar og hugmynda-
ríkar. Siðast en ekki síst eiga slíkar
bækur að vera í traustu og endingar-
góðu bandi því um þær fara margar
litlar hendur.
En jvegar kemur að því að velja
bækur fyrir aldurshópinn 10—15
ára, táningana svokölluðu, þá vand-
ast málið heldur betur. Táningar eru
mitt á milli barna og fullorðinna og
þroski jteirra eftir því misjafn. Því
má reikna með því að fólk á þeim
aldri lesi allt frá Tinnabókunum upp
í sígildar bókmenntir.
Með örþrifa-
ráðum
Þess vegna sýnist mér sem tómt
mál sé að tala um „táningabók-
menntir” eins og sumir gera. Á
mínum táningaárum höfðum við, ég
og mínir jafnaldrar, yfirleitt megn-
ustu skömm á bókum sem féllu undir
það samheiti, ég tala ekki um ef þær
nefndust Dórubækur, Mummabæk-
ur eða Heiðubækur og reynt var að
halda þeim að okkur með einhverjum
örþrifaráðum. En engum datt í hug
að kanna hvers konar bækur við
vildum lesa og að því ég best veit
hefur ekki enn verið gerð marktæk
könnun á lestrarvenjum táninga. En
hefði slík könnun verið gerð á mér og
mínum i þá tið, þá er ég ekki viss um
að skólayfirvöld hefðu /agnað út-
komunni. Við lásum allt sem við
komumst yfir: hasarbækur, létt
klám, sígildar bókmenntir, ferðasög-
ur, hasarblöð, — allt nema opinberar
„táningabækur” viðurkenndra höf-
unda. Þó kann að vera að „Fimm
fræknu” hafi slæðst með stöku
sinnum. En af þessu bókaglundri er
mér sjálfum aðeins nokkrar bækur
minnistæðar frá þessum tíma.
Góður frágangur
Ein þeirra var Þúsund og ein nótt
og var sú útgáfa þó ekki eins „djörf”
og efni stóðu til. En úr því mun Mál
& Menning hafa bætt í nýrri útgáfu á
síðastliðnum árum. Man ég einnig
hve ég sótti í allar þær bækur sem ég
vissi að innihéldu greina góðar og
jafnframt sæmilega kryddaðar upp-
lýsingar um mannkynssögu og goða-
fræði en þá var ekki um margt annað
að ræða en Will Durant. Enda var
hann lesinn upp til agna á mínum bæ
og jafnvel Caligúla var heimilisvinur.
Af þeim ástæðum er ég handviss um
að ég hefði tekið feginshendi bókum
þeim sem bókaforlagið Saga var að
senda á markað um norræna goða-
fræði, gríska goðafræði og siðan
dæmisögur Esóps. Ég efa heldur ekki
að bókhneigðir táningar jafnt sem
fullorðnir eigi eftir að hafa bæði
gagn og gaman af þessum bókum,
svo vel sem frá þeim er gengið á allan
hátt.
Það er undarlegt til þess að hugsa
að ekki skuli áður hafa verið gefin út
yfirgripsmikil, myndskreytt bók um
norræna goðafræði fyrir íslenska
æsku, svo nákomin sem þau fræði
eru okkur.
öðruvísi mynd-
ræn túlkun
Bók Söguútgáfunnar nefnist Goð
og garpar, höfundur er breskur kvik-
myndagerðarmaður og ferðalangur,
Brian Branston, myndir gerði Gio-
vanni Caselli, en Sigurður A.
Magnússon þýddi.
Höfundur beitir því skemmtilega
bragði að láta för Gylfa konungs í
Ásgarð vera tilefni frásagnarinnar og
Gylfi er í senn staðgengill lesenda og
þátttakandi. Frásögnin sjálf er frísk-
leg og lifandi, en þó hvergi gerð
ómerkileg. Ekki er atburðum eða at-
burðarás heldur hnikað, enda skilst
mér að Sigurður A. hafi endurskrif-
að suma kafla og leiðrétt.
Myndskreytingarnar munu
kannski koma einna mest á óvart.
Við erum vön talsvert grófri, express-
jóniskri túlkun á fornsögum og
goðum, en Caselli sá sem hér heldur á
penna túlkar þau i anda Pre-
Rafaelita. Blær allur á myndunum er
rómantískur og mikið lagt upp úr
smámunum i teikningunni, en þó mér
þyki sumar myndir í sætara lagi hvað
litina snertir, þá er túlkunin í heild
vel heppnuð.
Prýðileg
lesning
Caselli er einnig höfundur mynd-
skreytinga í Goð, menn og meinvætt-
ir, þar sem rakin er saga grisku guð-
anna, og hafi einhverjar efasemdir
blundað í brjósti mér varðandi teikn-
ingarnar í Goð og garpa, þá er ég
fyllilega sáttur við þátt hans í grísku
bókinni. Stíll Casellis minnir nefni-
lega mjög á leirkeraskreytingar Forn-
grikkja og fellur því mjög vel að text-
anum, þótt litir séu stundum í
rómantískara lagi. Bók þessi er eftir
Michael nokkurn Gibson, en hann er
barnabókahöfundur. Sigurður A.
þýddi, en hann veit manna mest um
Grikkland og gríska menningu. Hér
er ekki fyrir að fara óslitnum sögu-
þræði, enda bregður höfundur á það
ráð að skipta bókinni niður i smærri
sögur, sem þó gætu verið i tímaröð,
og um þessa bók er sama að segja og
þá norrænu: prýðileg lesning.
2500 ára
heilræði
Esóp las ég i æsku sem önnur
ævintýri og var þá sjálfsagt ekki með-
vitaður um boðskapinn i hinum ýmsu
sögum hins samverska þræls. En þær
eru uppfullar af þekkingu á mann-
legu eðli og heilræðum sem ættu að
duga okkur nokkur ár í viðbót en nú
hafa þær verið við lýði i hartnær
2500 ár. Ég held að ég hafi lesið
þýðingu Steingrims Thorsteinssonar
og ég man ekki betur en á henni sé
gott mál. En ný kynslóð með nýjar
þarfir þarf að fá nýja útgáfu með
myndum og það var vel til fundið að
fela Þorsteini skáldi frá Hamri þýð-
inguna í þetta sinn. Þaðer ekki að þvi
að spyrja, — hann vinnur verk sitt
með prýði og verða sögur Esóps
sprelllifandi i meðförum hans. Frank
Baber teiknari er einnig afbragðs
starfskraftur, hvort sem hann leggur
til litmyndir við meginsögurnar eða
rissar svart/hvítt með styttri sögum
þar á milli og er teiknistíll hans i senn
agaður og frjálslegur.
Ekki veit ég hve margar þær eru,
bækurnar sem gefnar eru út fyrir
börn og unglinga hver jól, og mér
segir svo hugur að í ár verði flóð
þeirra meira en endranær. En mér
kæmi það á óvart ef margar þeirra
hefðu menningarlegra inntak en þær
þrjár bækur sem Saga gefur út í ár.
Erum f luttir meö
allt okkar haíurtask!
prautun
cku 53. Sími 44250
Box180. Kópavogi
^ ;V/ J