Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.11.1979, Qupperneq 9

Dagblaðið - 21.11.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. 9 Sendinefnd frá Fleet- wood ræðir við LÍÚ og íslenzka útgerðarmenn — Fleetwoodmenn óska eftir jafnari löndunum íslenzkra skipa milli Hull, Grimsby og Fleetwood Löndun úr fslenzkum báti, Sigurbáru VE, f Fleetwood f sl. mánuði. DB-mynd JH. Hér á landi eru nú staddir þrír menn frá Fleetwood i Bretlandi og ræða þeir við ráðamenn í útgerð um landanir íslenzkra báta i Fleetwood. Þeir ræða m.a. við Kristján Ragnarsson formann LÍÚ og útgerðarmenn i Vestmanna- eyjum. Eins og fram hefur komið i fréttum í DB óska ráðamenn í Fleetwood mjög eindregið eftir fiski frá íslandi, en þeir hafa ekki flota sjáifir tii þess að sjá sinum markaði fyrir þeim fiski, sem veiðist á íslandsmiðum. íslenzkir bátar landa á þremur stöðum á Bretlandi, í Grimsby, Hull og Fleetwood. Fleetwoodbúar telja sig bera skarðan hlut frá borði, sérstak- lega með tilliti tii þess að þeirra höfn er opin íslenzkum bátum allt árið um kring en Grimsby lokar fyrir löndun islenzkra skipa á sumrin vegna landana eigin skipa. Útgerðarmenn velja sjálfir hvert þeir sigla með afla en Kristján Ragnarsson hefur lýst þvi yfir að hann telji eðlilegt að íslenzk skip landi aðallega í Hull og Fleetwood þar sem þær hafnir byggi á löndunum íslendinga en Grimsby hafi eigin flota. Þeir þremenningamir frá Fleetwood, Harry Fairbotham, James Cross og A. H. Long, benda á það að þrátt fyrir það að Grimsby hafi verið lokuð i sumar og fyrsta löndun ekki fyrr en 18. september þá sé löndunarhlutfallið Fleetwood mjög óhagstætt. Þau skip sem koma til löndunar með umboði LÍÚ ná hlutfallinu 11 °7o i Fleetwood á móti 31% i Hull og 58% i Grimsby. Við þetta bætast skip sem landa beint hjá útgerðarfyrirtæki J. N. Ward í Fleetwood og verður hlútfallið þá 20% í Fleetwood, 29%, í Hull og 51% i Grimsby. Þeir benda á að þegar verð sé borið saman i þessum þremur höfnum til lengri tíma, sé munur ekki mikill. Þá sé löndunarútbúnaður i Fleetwood nýtizkulegur og styttra sé þangað en á hina staðina tvo svo munar tveimur sólarhringum og minni olíueyðslu. Fleetwoodmenn eru þvi hingað komnir til þess að leita eftir jafnari skiptingu milli hafnanna þriggja og leita skýringa á því af hverju svo er ekki i raun. Þeir benda á að inn á milli komi skip til Fleetwood og geri góðan túren svosjáist þau ekki aftur. -JH. Sjátfstæðisflokkurinn spyr: Vill fólkið skjóta sókn gegn verðbólgu — eða langvarandi aðhaldsaðgerðir sem ekki hafa boríð árangur? segir Geir Hallgrímsson formaður f lokksins Sjálfstæðisflokkurinn telur þörf á gjörbreyttu búskaparlagi í íslenzku efnahagslífi til að stefna flokksins í at- vinnumálum og öðru verði tryggð. Grundvallarstefna flokksins í efna- hagsmálum er: aukin þjóðarfram- leiðsla, bætt lífskjör, næg atvinna, stöðugleiki i atvinnu og efnahagslífi, efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og jöfnuður i utanríkisviðskiptum. Sjálfstæðisflokkurinn spyr fólkið í landinu, hvort það vilji heldur að ráðist verði gegn verðbólgunni með leiftur- sókn og árangurinn komi i ljós innan eins árs með því að hún verði komin niður í 10 til 20%. Eða þá hvort fólk vill aðhaldsaðgerðir miðaðar við tvö til þrjú ár, sem fyrirfram er vitað að bera munu lítinn árangur eins og reynslan sýnir. Þetta kom fram i máli Geirs Hall- grímssonar á blaðamannafundi í gær. Hann sagði ennfremur, að hann tryði þvi, að fólk vildi nýjar leiðir til varnar verðbólgunni. — Við verðum að grípa í taumana, því við blasir enn aukin verðbólga og atvinnuleysi ef ekki verðurspyrnt við fótum. Geir Hallgrimsson sagði aðspurður að hann óttaðist ekki afleiðingar svo mikils niðurskurðar verðbólgu á skömmum tíma. Hann sagðist þvert á móti telja, að með minnkandi verð- bólgu með svo skjótum hætti mundu hjól atvinnulífsins fara að snúast með eðlilegri hætti og til dæmis mundi vafa- laust draga úr allskyns verðbólgufjár- festingu, sem tíðkaðist. Formaður Sjálfstæðisflokksins út- skýrði nánar fyrri yfirlýsingar um 35 milljarða samdrátt í ríkisútgjöldum. Væri þar um að ræða 20 milljón króna lækkun skatta sem fráfarandi vinstri stjórn hefði lagt á auk þess sem lántök- ur erlendis yrðu 15 milljónum lægri en fyrri stjórn hefði ráðgert. Er þar gert ráð fyrir lækkun niðurgreiðslna á land- búnaðarvörum, lækkuðum framlögum til fjárfestingalánasjóða, s.midrætti opinberra framkvæn’da og hag- ræðingu í opinberum rekstri. Á fundinum var kynnt stefna flokksins sem sjá á fyrir 15 þúsund nýjum atvinnutækifærum. Einnig var kynnt stefna flokksins í fjölmörgum málaflokkum. Er það undir fyrirsögn- inni Frelsi til framfara. Geir Hallgrímsson lagði sérstaka á- herzlu á það að nú væri meginmálið að vinna bug á verðbólgunni. Sjálfstæðis- flokkurinn vildi gera það með skjótum hætti — eða niður í 10—20%. Engin dul væri dregin á að til þess að ná þvi marki þyrftu allir að láta eitthvað af hendi. Ekki væri hægt að tryggja neinum óbreytt kjör nema þá hinum lægstlaunuðu. Formaðurinn sagði að á árangri baráttunnar gegn verðbólgunni byggðust allar frekari áætlanir um framfarir og bætt kjör. -ÓG. 'LJÓÐA TÓNLEIKAR Flutt veróa 24 sönglög eftir Sigfús Halldórsson Rytjendur: Anna Júliana Sveinsdóttir Ásdis Stross Crystyna Cortes Garöar Cortes Guðmundur Guðjónsson Helga Hauksdóttir Ingveldur Hjaltested tvar Helgason Kristinn Hallsson, Kristinn Bergþórsson Lára Rafnsdóttir Lovfsa Fjeldsted Mágnús Ingimarsson Ólöf K. Harðardóttir Sigfús Halldórsson Sesselja Halldórsdóttir Sigurveig Hjaltested Sigrfður Maggý Magnúsdóttir Snæbjörg Snæbjarnardóttir Tónleikar: fimmtudaginn 22. nóvember, kl. 7 í Austurbœjarbíói. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói. Óvelkomnir gest- ir í gróðrarstöð Líklega hafa aldrei komið eins innilega óvelkomnir gestir i Alaska í Breiðholti og þokkapiltar — eða stúlkur — sem komu þar um eða eftir helgina og eyðilögðu fyrir u.þ.b. hálfa milljón króna. Einhverjir hafa gengið um gler- kassasvæðið rétt ofan við gamla Breiðholtsbæinn, þar sem Alaska er til húsa i fjósinu, og brotið tugi glcrja í gróðurkössunum. Svæðið er vcl girt og er því talið liklcgt að stálpaðir krakkar eða jnfnvel fullorðnir hal'i prilað yfir girðinguna og svalað fýsnum sinum mcð skcmmdar- verkum. -l)B-mynd: Hörflur. Tveir róttækir íRéttó Kennarar og starfsfólk i Réttar- holtsskóla gerðu með sér skoðana- könnun um fylgi flokkanna fyrir síðustu helgi. Alls greiddi 31 atkvæði, sem féllu þannig: A-listi: 7 atkvæði B-listi: 5 atkvæði D-listi: 4 atkvæði G-listi: 6 atkvæði R-listi: 2 atkvæði H-listi: 1 atkvæði Auðir seðlar voru scx. -<)\ . ■e tegundir af rúmum sem ekki fást annars staðar. JWvMLú WSl ^ Jt ,W// Bíldshöfða 20 - Sv81410-81199 Sýningahöllin- Ártúnshöfða

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.