Dagblaðið - 21.11.1979, Síða 14

Dagblaðið - 21.11.1979, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. Iþróttir Iþróttir gþróttir Iþróttir „Við unnum þennan leik á frábærri samvinnu" —sagði Ted Bee eftir stórkostlegan endasprett Njarðvíkinga er þeir unnu KR 100-92 eftir framlengdan leik Garth Crooks, Stoke.skoraði þrennu. Þeirsvörtu skoruðu fjögur mörk — þegarEngland vann Búlgariu Engiand, sem þegar hafði tryggt sér úrslitasæti í Evrópukeppni landsliða, leikmenn 21 árs og yngri, vann auðveldan sigur á Búlgariu i 1. riðli í Leicester i gær. Úrslit 5—0. Miðjutríó Englands var óstöðvandi, Garth Crooks, Stoke, skoraði þrjú mörk, eitt víti, en Garry Birtles, Forest, og Vince Hilaire, C. Palace, eitt mark hvor. Markvörðurinn Chris Woods, QPR, var næstum áhorfandi að lciknum — svo rniklir voru yfirburðirnir. Áhorf- endur 5.758. í sömu keppni sigraði Skotland Belgiu 1—0 í Beveren. George McClusky, Celtic, skoraði eina markið á 40 mín. Þá gerðu Holland og A- Þýzkaland jafntefli 1—1 i Utrecht í 4. riðli. A-Þýzkaland komst með þvi í úrslit í keppninni — leikmanna 21 árs og yngri. Fram-Valur í Hagaskólanum í kvöld klukkan 20 mætast i Haga- skólanum Fram og Valur í úrvalsdeild- inni i körfuknattleik. Valsmenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð en Framarar unnu á laugardag sinn fyrsla sigur i deildinni. John Johnson úr Fram lýsti þvi yfir að Fram ætlaði sér sigur í mótinu og ætti góða möguleika á því. Bæði liðin þurfa því nauðsynlega að sigra í þessum leik ef þau vilja verða áfram með í baráttunni um titilinn. Staðan í úrvalsdeildinni er nú þessi er öll liðin hafa lokið 5 leikjum. KR—Njarðvík 92—100 Njarðvík 5 4 1 430—406 8 KR 5 3 2 406—374 6 Valur 5 3 2 430—414 6 ÍR 5 3 2 389—411 6 Fram 5 1 4 417 —436 2 ÍS 5 1 4 414—445 2 Haukar-ÍR íFirðinum í kvöld kl. 20 fer fram einn leikur i 1. deild íslandsmótsins í handknattlcik. Þá mætast i Hafnarfiröi Haukar og ÍR. Haukar hafa byrjað íslandsmótið heldur brösulega að þessu sinni og er það ekki óvanalegt úr þeim herbúöum. Fyrst jafntefli gegn Fram, þar sem Haukar voru heppnir að ná öðru stiginu og síðan stórt tap fyrir Vikingum. Það er þvi að duga eða drepast fyrir Haukana i kvöld. ÍR-ingar hófu mótið með sigri yfir HK en töpuðu siðan fyrir KR mjög naumlega. Margir hafa spáð ÍR-liðinu fallbaráttu í vetur en með sigri i kvöld hafa þeir sent Hauka í fallbaráttuna í sinn stað. Hver svo sem úrslitin kunna að verða má búast við hörkuleik. Á eftir þessum leik eigast lið FH og Fram við í 1. deild kvenna. „Það var fyrst og fremst liðsheildin og samheldnin, sem skapaði þennan sigur okkar,” sagði Njarðvíkingurinn Ted Bee eftir að Njarðvík hafði sigrað KR 100—92 i úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Laugardalshöllinni í gær- kvöld eftir framlengdan leik. „Fram til þessa hefur liðið viljað brotna niður undir lokin hafi gengiö illa, en nú börðust allir sem einn. Ég hef alltaf verið bjartsýnn á veturinn en er e.t.v. enn bjartsýnni eftir þennan glæsilega sigur okkar,” sagði þessi geðþekki Bandaríkjamaður. Sigur Njarðvikur í gærkvöld var í raun stórkostlegt afrek. Þegar aðeins þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka leiddi KR 82—93—9 stiga munur. Undirritaður, sem reyndar hefur aldrei talizt á meðal meiri háttar spámanna i þessu landi, hafði þá á orði við einn koilegann að nú yrði erfitt fyrir Njarðvíkinga að vinna muninn upp. En það var eins og við manninn mælt. Njarðvíkingar tvíefldust og skoruðu næstu 8 stig. Staðan 82—81 — allt á suðupunkti í Höllinni — og 118 sekúndur til leiksloka. Sigur KR sem fyrir 90 sek. hafði virzt nokkuð öruggur hékk á bláþræði. Jón Sigurðsson kom KR í 84—81 þegar 84 sek. voru til leiksloka. Ted Bee minnk- aði muninn í 84—83 og voru þá 64 sek. eftir. KR-ingar brunuðu upp og brotið var á Jóni. Hann skoraði úr tveimur vítaskotum og munurinn aftur orðinn 3 stig, 86—83, og 53 sek. til leiksloka. Stemningin í Höllinni var einstök og fylgismenn Njarðvíkinga, sem höfðu verið nokkuð daprir að vonum fram til þessa, létu heyra í sér svo um munaði. Þegar 40 sek. voru eftir var brotið á Guðsteini Ingimarssyni, sem átti stór- góðan leik, i skoti. Þrjú vítaskot. Guð- steini, sem hafði hitt úr ólíklegustu færum í leiknum, brást hins vegar illa bogalistin því hann hitti aðeins úr einu vítinu. Það var þó lán í óláni fyrir Njarðvík að Ted Bee náði frákastinu úr síðasta víti Guðsteins og sendi knöttinn í körfuna. Jafnt, 86—86, og aðeins 36 sek. eftir af leiktímanum. KR hóf sókn og ætlaði greinilega að láta klukkuna vinna með sér. En leikmenn KR gættu sín ekki sem skyldi og misstu knöttinn eftir 30 sekúndur. Hvernig sem á stóð voru aðeins 2 sek. eftir á klukkunni þegar Njarðvikingar fengu boltann í hendurnar. Virtust flestir sammála um að sókn KR hefði staðið í rúmar 30 sek. en ágætir dómarar leiksins ekki tekið eftir þvi strax að 30. sek. merkið var komið á ljósatöfluna. Brynjar Sigmundsson reyndi skot langt utan af velli og minnstu munaði að knötturinn hafnaði í körfunni. Ekki hafðist það og þvi varð að framlengja um 5 mínútur. Ekki minnkaði spennan við það. Það var svo Marvin Jackson, sem opnaði stigareikning KR í framlenging- unni er hann kom KR enn yfir 88—86. Gunnar Þorvarðarson, sem átti nær lýtalausan leik í gærkvöld, reyndist KR erfiður í framlengingunni. Hann jafnaði metin með góðri körfu og fékk vítaskot að auki, sem hann skoraði örugglega úr. Njarðvík var yfir, 89— 88, í fyrsta sinn síðan rétt fyrir hálfleik. Jackson kom KR aftur yfir, 90—89, og voru þá rétt tæpar þrjár mínútur eftir. Gunnar var ekki hættur og hann átti tvær næstu körfur og kom Njarðvík í 93—90. Ted Bee bætti um betur — skoraði körfu, fékk vítaskot að auki og skoraði örugglega úr þvi. Sex stiga forysta Njarðvíkur, %—90 og 110 sekúndur eftir af framlengingunni. Já, á skammri stund skipast veður í lofti í körfunni. Birgir Guðbjörnsson minnkaði muninn í 92—96 og viti menn — Njarðvíkurvélin virtist vera að hiksta eitthvað. KR-ingar fengu boltann fljótt aftur. Jón Sigurðsson „dripplaði” upp völlinn en Brynjar Sigmundsson fylgdist náið með honum. Um leið og færi gafst stal hann knettinum af Jóni, brunaði upp og skoraði. í stað þess að KR minnkaði muninn í 2 stig var forysta Njarðvíkur aftur orðin 6 stig, 98—92 og aðeins 55 sek. eftir. Leikur KR riðlaðist undir lokin og Jónas Jóhannesson kórónaði glæsi- legan endasprett Suðurnesjamanna með fallegri körfu rétt fyrir leikslok. Lokatölur 100—92 Njarðvík í vil. Sigur Njarðvíkinga í gærkvöld var fyllilega sanngjarn og þeir sigruðu Caen sigraði íSvíþjóð Franska liðið Caen, sem KR lék við í Evrópukeppninni, sigraði í gær sænska liðið KFM Uppsala 86—73 (44—41) i fyrri leik liðanna i 2. umferð keppn- innar i Uppsala. í sömu keppni vann CSKA Sofia, Búlgaríu, Panathinaikos, Grikklandi, 96—93(47—50). einfaldlega á meira baráttuþreki og dæmalausri seiglu. Þegar allt virtist um seinan settu þeir undir sig hausinn og neituðu að gefast upp. Varla verður á nokkurn hallað þótt Gunnar Þorvarðarson sé fyrstur nefndur. Þótt hraði hans sé e.t.v. ekki eins mikill og áður er hittni hans oft á tíðum með ólíkindum góð. Yfirvegunin er aðalsmerki Gunnars og það er hverju liði ómetanlegt að hafa slíkan mann innan sinna raða. Guðsteinn Ingimars- son átti ennfremur stórleik og virtist geta hitt hvar og hvenær sem var. Sjalan leikið betur í sókninni. Þá átti Ted Bee mjög góðan leik og skoraði drjúgt. Það er ekki látunum fyrir að fara hjá honum, en hann skilar sínu á öruggan hátt. Þeir Jónas, Júlíus, Jón Viðar og Brynjar falla óumflýjanlega nokkuð í skugga þeirra þriggja áður- nefndra. Jónas var geysigrimmur í frá köstunum að vanda og Brynjar vann leikinn að öllum líkindum fyrir Njarð- vík er hann stal knettinum listilega af Jóni Sigurðssyni. KR-ingar áttu margir hverjir mjög góðan leik þótt ekki hafi þeim tekizt að vinna sigur að þessu sinni. KR hafði undirtökin í leiknum lengst af ef undan er skilinn upphafskafli hans. Staðan í hálfleik var 37—36 KR í vil og í síðari hálfleik sáust tölur eins og 53 —46, 61—54 , 69—61 og 82—73 á ljósatöfl- unni, KR alltaf yfir. Það var hins vegar hinn kraftmikli endasprettur Njarðvík- inga, sem setti þá út af laginu. Hins vegar máauðvitað alltaf segja sem svo, að KR hefði aldrei átt að missa leikinn út úr höndunum á sér, en það er önnur saga og höfuðverkur Gunnars Gunnarssonar þjálfara. Marvin Jackson átt sinn bezta leik með KR til þessa og skoraði alls 40 stig. Hins vegar heldur hann uppteknum hætti og fær á sig óþarflega klaufalegar villur. Aftur á móti er leikur KR allur annar og betri eftir að hann tók stöðu Dakarsta Webster í liðinu. Jón Sigurðs- son átti að vanda stórleik og varla kemur sá leikur hjá KR að Jón sé ekki allt i öllu hjá liðinu. þá átti Garðar Jóhannsson mjög góðan leik og skoraði grimmt í síðari hálfleiknum. Geir Þorsteinsson átti fremur rólegan dag gegn sínum gömlu félögum og það tók hann 6 mín. og 30 sek. að finna leiðina í körfuna. Fyrsta karfa hans gegn sinu gamla félagi. Stig KR: Marvin Jackson 40, Jón Sigurðsson 20, Garðar Jóhannsson 14, Birgir Guðjömsson 6, Geir Þorsteins- son 4, Árni Guðmundsson 4, Ágúst Líndal 2 og Þröstur Guðmunmdsson 2. Stig Njarðvíkur: Ted Bee 27, Gunnar Þorvarðarson 24, Guðsteinn Ingimars- son 21, Jónas Jóhannesson 12, Brynjar Sigmundsson 10, Júlíus Valgeirsson 4 og Jón Viðar Matthíasson 2. Dómarar voru þeir Guðbrandur Sigurðsson og Sigurður Valur Halldórsson og dæmdu mjög vel. Það eina, sem e.t.v. mætti finna að var dálítil smámunasemi Guðbrandar á köflum. -SSv. Skíðalyftumar komnar í gagnið —Nægur sn jór í Bláfjöllum og vetrarstarfið hafið—Brekkumar flóðlýstar Skiflalyftumar i Bláfjöllum hafa nú veríð opnaöar og vetrarstarfiö er hafiö. Nægur snjór er i Bláfjöllum, eins og stendur. t sumar hefur veríð unnið að endurbótum á veginum. Hefur hann veríð hækkaður verulega allt niður að Rauðuhnúkum. Einnig hefur verið boríð ofan i hann allan. Tvö ný bílastæði voru gerð í sumar. Annað þeirra er suður af gömlu bíla- stæðunum viö Kóngsgil og ætti að henta göngufólki vel, en hitt er austan vegarins skammt innan við Eldborg. Brekkurnar beggja vegna stólalyftu hafa nú verið flóðlýstar upp á brún og þær verið jafnaðar nokkuð og lagaðar. Fram að áramótum verður, eftir því sem veður leyfir, haft opið frá kl. 10— 18 á laugardögum og sunnudögum, svo og frá 13—22 á þriðjudögum og fimmtudögum. Upplýsingar um Bláfjöll eru gefnar 1 símsvara 25582. Frá áramótum verða lyftur opnar kl. 10—18 laugardaga og sunnudaga, kl. 13—22 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og kl. 13—18 mánudaga og föstudaga. Verð aðgöngumiða er: 1. ferð fyrir fullorðna kr. 200.- 1. ferð fyrir böm kr. 100.- 8 miða kort fyrir fullorðna kr. 1.000.- 8 miða kort fyrir börn kr. 500.- Verð í stólalyftu er tvöfalt, þ.e. að skila þarf tveimur miðum við upphaf ferðarí henni. Dagkort verða seld virka daga og gilda tU kl. 18 mánudaga og föstudaga, en aðra daga tU kl. 18.30. Dagkort fyrir fuUorðna er kr. 2.800,- Dagkort fyrir börn er kr. 1.400.- Kvöldkort verða seld þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og gilda frákl. 18—22. Verð fyrir fuliorðna er kr. 2.000,- Verð fyrir börn er kr. 1.000.- Árskort, sem gilda að fuUu í allar lyftur Bláfjallanefndar þ.á m. stóla- lyftu kosta kr. 40.000,- fyrir fullorðna og kr. 20.000,- fyrir böm. Árskort eru tU sölu á skrifstofu íþróttaráðs Reykjavíkur, Tjarnargötu 20, simi 28544. Bláfiallanefnd hvetur aUt skíðafólk í BláfjöUum, til þess að sýna varúð og tiUitssemi bæði í brekkum og í biðröð- um og stuðla þannig að fækkun slysa og meiri ánægju þeirra sem ski'ða- svæðið sækja.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.