Dagblaðið - 21.11.1979, Qupperneq 27
VÉUVBRÖGD ÍWASHINGTON - sjónvarp kl. 21,45:
ÍTALSKUR USTMALARI
í STAÐ VÉLABRAGÐA
ENDURSYNDUR TEIKNIMYNDA-
FLOKKUR—sjónvarp kl. 18,05:
Höfuðpaurinn
á nýjan leik
Yngstu áhorfendur sjónvarpsins
ættu að gleðjst yfir þeirri frétt að
Höfuðpaurinn hefur göngu sína að
nýjuídagkl. 18.05. Höfuðpaurinn er
bandarískur teiknimyndaflokkur sem
fjallar um kattahöfðingja í stórborg
og fylgiketti hans. Að vísu er þessi
myndaflokkur endursýndur.
Þeir sem eldri eru muna eflaust
eftir Höfuðpaurnum' enda sýndi
Gamla bíó biómynd með honum ekki
alls fyrir löngu. Þátturinn var áður
sýndur árið 1975. Hann er tuttugu og
fimm mínútna langur og þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
- ELA
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1979, hafi
hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%,
en síðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern
byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar
eftir eindaga. Fjármálaróðuneytið,
19. növwnbar 1979.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979.
BARNALÆKNIR TALAR - útvaip kl. 22,35:
LYSTARLEYSIBARNA
ALGENGT VANDAMÁL
„Ég ætla að ræða um lystarleysi
barna,” sagði Ólafur Stephensen
barnalæknir í samtali við DB. Ólafur
er með erindi sitt á dagskrá kl. 22.35 í
útvarpi í kvöld.
„Lystarleysi er töluvert algengt
vandamál hjá velmegunarþjóðum.
Það kemur fyrir hjá flestum yngri
börnum og hættir oftast á skólaaldr-
inum. Þetta fyrirbrigði er oft erfitt
við að eiga en hægt er að koma í veg
fyrir það ef beitt er réttum ráðum,”
sagði Ólafur.
,,Ég bendi í erindi mínu á orsakir
lystarleysis og leið til úrbóta. Lystar-
leysi getur verið uppeldislegt vanda-
mál. Það getur verið auðvelt að lenda
í því og það getur líka verið auðvelt
að leysa það ef rétt er haldið á málun-
um.”
Erindi Ólafs Stephensens barna-
læknis er tuttugu og fimm mínútna
langt.
- ELA
Á meðan börn velmegunarþjóðanna
eiga við lystarleysisvandamál að
striða svelta börn í þróunarlöndun-
HALLAR UNDAN FÆTI
FYRIR FORSETANUM
Næstsíðasti þáttur Vélabragða er á
dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl.
21.45. í síðasta þætti gerðist það
einna helzt að Bennett Lowman
hóteleigandinn er kvaddur fyrir þing-
nefnd þar sem Atherton öldunga-
deildarþingmaður sakar hann um
skatt- oggjaldeyrissvik.
Hann styðst við upplýsingar sem
hann hafði fengið hjá ástkonu
Martins, Sally Wahlén. Vegna uppiýs-
inga CIA er dregin til baka sendi-
herraembættisveiting konu Lowmans
og hætt er við að halda þing flokksins
á Hawaii.
Forsetinn, Monckton, kemst fljót-
lega að þætti Martins og þá jafn-
framt CIA í máli þessu og hugsar
honum þegjandi þörfina.
Monckton ákveður að auka stríðs-
reksturinn í Suðaustur-Asíu og kynn-
ir hann þessa ákvörðun sína í sjón-
varpsræðu. Hann lætur Hank Ferris
blaðafulltrúa falsa jákvæðar undir-
tektir við ræðunni. Hank sendir því
forsetanum skeyti og stuðnignsbréf á
meðan hann les.ræðuna.
Herferð Moncktons heppnast vel
að öðru leyti en því að háskólanem-
um gremst og fjölmenna þeir til
Washington til að mótmæla styrjöld-
inni.
Heldur er farið að síga á seinni
hluta myndaflokksins og ætti því
spenningurinn að aukast að mun í
þættinum í kvöld. Þýðandi er Ellert
Sigurbjörnsson og er myndin einn og
hálfurtímiaðlengd. -ELA
m—------------------------►
Cliff Robertsson fer með hlutverk
Williams Martins í Vélabrögðunum.
Cliff er frægur leikari og hefur m.a.
hlotið óskarsverðlaun einu sinni. Það
var fyrir leik sinn i myndinni Charly.
Myndin er úr þeirri kvikmynd og með
honum er leikkonan Claire Bloom.
í stað Vélabragða í Washington
mun sjónvarpið sýna ítalskan mynda-
flokk í þremur þáttum Hann nefnist
Vita Di Ligaeue. Að sögn Björns
Baldurssonar dagskrárritara hjá sjón-
varpinu fjallar þessi myndaflokkur um
listmálara. Ekki er þó vitað meira um
þennan þátt ennþá. Hann verður nánar
kynntur hér á síðunni þegar hann hefst.
- ELA
SETIÐ FYRIR SVORUM
—sjónvarp M. 20,35:
EINVÍGI-útvarpM. 19,40:
PÓLITÍK í FYRIRRUMI í
RÍKISFJÖLMIÐLUNUM
Stjórnmálaeinvígi rikisfjölmiðlanna
heldur áfram í kvöld. í sjónvarpi kl.
20.35 sitja fyrir svörum talsmenn
Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins. Þeir munu svara spurningum
fulltrúa andstöðuflokkanna. Ómar
Ragnarsson er fundarstjóri.
í útvarpi verður einvíginu haldið
áfram undirstjórn Hjartar Pálssonar. í
kvöld eru það Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðubandalag sem heyja bardagann.
Þ ir munu kIjást í tuttugu mínútur, eða
liá 19.40 til 20.00.
- ELA
HREYCTÍi
Slmi 8 55 22