Dagblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. 5 Forystumenn launþega: Mjög ósammála um verðbætumar Mikill ágreiningur er kominn upp meðal forystumanna launþegafélaga um verðbótamálið. Sumir vilja að þœrprósentur, sem lagðar eru ofan á grunnlaun til að bceta fyrir dýrtíðina, nái til allra launa upp úr eða að minnsta kosti til allra launa Alþýðusambandsfólks. Aðrir vilja hafa þak á þessum verðbótum, DB rœddi við þrjá forystumenn iaunþega með mismunandi skoðanir á þessum málum. ■HH „LAUNAJÖFNUN GERIST VIÐ GRUNNKAUPSHÆKKANIR” — segir Guðjón Jónsson, forni. Málm- og skipasmiðasambandsins „Ég tel ekki eðlilegt að nota verð- bætur til launajöfnunar,” sagði Guð- jón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins. „Verðbólgan er gífurleg og verð- bæturnar eru fyrst og fremst til að bæta mönnum dýrtíðina. Eðlilegra er að launajöfnun gerist við grunnkaupshækkanir. Við höfum lagt til að tveir lægstu taxtar Verka- mannasambandsins verði lagðir niður og fólk í 3. taxta færist upp í fjórða,” sagði Guðjón. ,,Með því fengist fram nokkur launajöfnun. Á undanförnum árum hefur orðið veruleg launajöfnun innan Alþýðu- sambandsins.” Guðjón sagði að hæstu laun innan Málm- og skipasmiðasambandsins væru nú um 280 þúsund á mánuði. Ofan á þau gætu menn fengið óþrifa- Misræmið er ekki innan Alþýðusam- bandsins. Ég gæti hugsað mér eitt- hvert þak á verðbætur, kannski við 400 þúsund krónur, þegar hugsað er til launa í landinu almennt.” -HH „REIKNA A VERD- BÆTUR AF MK)L UNGSLAUNUM” — og hafa sömu krónutölu upp úr og niður úr — segir Bjöm Bjamason ílðju ,,Ég hef haft þá skoðun að verð- bætur ætti að reikna af miðlungs- launum og greiða svo sömu krónu- tölu upp úr og niður úr en ekki sömu prósentur,” sagði Björn Bjarnason, starfsmaður Iðju í Reykjavík. „Þetta yrði gert til launajöfnunar. Verðbólgan beinlínis knýr okkur til jöfnunar,” sagði Björn Bjarnason. „Það er erfitt að svara hvað séu miðl- ungslaun en hæstu taxtar Iðjufólks gefa um 270 þúsund á mánuði. Hugsanlega eru það miðlungslaun innan Alþýðubandalagsinsí heild,.” Björn sagði að samþykkt Verka- mannasambandsins fyrir nokkrum vikum um þak á verðbætur hefði verið mjög eindregin. Því hefði verið afar skiljanlegt að fulltrúar Verka- mannasambandsins hefðu á kjara- málaráðstefnu Alþýðusambandsins ekki verið tilbúnir að breyta þeirri stefnu. Þótt Björn segðist fylgja þaki á verðbætur sagði hann að eitt yrði auðvitað yfir alla að ganga og skcra yrði allt yfir einn kant. Ekki gengi til dæmis að ríkisstarfsmenn semdu um prósentur upp úr i veröbótum nieðan ASÍ-fólk semdi um krónutölu. - HH eða erfiðisálag sem næmi 5%. „Ég get ekki tekið þátt í aö skerða verð- bætur til þessara manna,” sagði Guðjón. „Nauðsynleg laun liggja nú milli 300 og 400 þúsunda á mánuði. „VERÐBOLGAN VITLAUST TÆKITIL VERÐJÖFNUNAR” —segir Benedikt Davíðsson, form. Sambands byggingaverkamanna „Ég tel að verðbólgan sé, ekki sízt meðan hún er svona mikil, vitlaus- asta tækið sem við gætum notað til launajöfnunar,” sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingaverkamanna. Benedikt kvaðst telja rétt að öll 'laun innan Alþýðusambandsins fengju fullar verðbætur. Hæstu laun í ASÍ væru nú um tvöfalt hærri en lægstu laun. Launin hefðu jafnazt að undanförnu. Því væri rangt að ætla að skerða verðbætur á slík laun. Hins vegar kvaðst Benedikt geta tekið undir það sjónarmið að „laun langt fyrir ofan það, sem visitölufjöl- skyldan er talin þurfa til framfærslu” yrðu eitthvað skert á þessa leið. Þar gæti verðbólgan farið að færa fólki beinar launahækkanir. Þetta gæti tekið til hæstu skala hjá Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja. - HH Móðir mín — Húsfreyjan, 3. bindi. Sextán nýir þættir um mæður, skráðir af börnum þeirra. I öllum þrem bindunum eru samtals 46 þættir um hús- freyjur, jafnt úr sveit sem bæ og frá víðum starfsvettvangi. — Óskabók allra kvenna. Tryggva saga Ófeigssonar, skráð af Ásgeiri Jakobssyni. Tvímælalaust ein merkasta ævisaga síðari tíma og efa- lítið ein mesta sjómannabók, sem gefin hefur verið út á ís- landi. Samfelld saga togara- útgerðar frá fyrstu tíð. Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands eftir Hendrik Ottósson Stórskemmtileg minningabók, létt og leikandi frásögn af viðburðarríkri ævi manns, sem jafn opnum huga skynjarhug- hrif gamalla granna sem bernskubrek æskufélaganna og stórpólitíska atburði sam- tíðarinnar. Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar Þetta er án efa ein þjóðleg- asta bókin í ár. Þeir fjársjóðir, sem Gísli lét eftir sig, verða skemmtiefni margra kyn- slóða, rannsóknarefni margra alda. Umleikin ölduföldum eftir Játvarð J. Júliusson Mikilfenglegt ágrip ættar- sagna Hergilseyinga, þarsem veruleikinn er stundum meiri harmleikur en mannshugur- inn fær upphugsað. Sú þjóð- lífsmynd, sem hér er dregin upp, má aldrei mást út né falla í gleymsku. Undir merki lífsins eftir dr. Vilhjálm G. Skúlason Fjallað er á skemmtilegan hátt um líf og störf heims- kunnra vísindamanna, sem með afrekum sínum ruddu brautina að stórstígum fram- förum Lyfja- og læknisfræði og bægðu þannig hungri, sjúkdómum og fátækt frádyr- um fjöldans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.