Dagblaðið - 11.12.1979, Síða 10

Dagblaðið - 11.12.1979, Síða 10
10 BIAÐIÐ 'Útgefandi: Dagblaflið hf. frfálst, úháð dagblað FramkvasmdastJÓH: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. RKstjómarfuNtrúi: Haukur Heigason. Fréttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrtfstofustjórí rítstjómar: Jóhannes Reykdal. fþróttir: Haltur Simonarson. Manning: Aflalatalnn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjórí: Jónas Haraidsson. Handrit: Asgrfmur Póisson. Blaflamann: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, AtJi Rúnar HaNdórsson, Atli Stainarsson, Bragi Sig urflsson, Dóra Stafénsdóttir, EUn Afcartsdóttlr, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Svarrísson. Hönnun: Hilm<v Karisson. Ljósmyndir: Ami PáN Jóhannsson, Bjamlalfur Bjamlelfsson, Hörflur VHhjéknsson, Ragnar Th. Sig- urflsson, Svainn Þormóflason. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkarí: Þréinn Þorielfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Draifing- arstjóri: Mér E. M. Haddórsson. RKstjóm Sfflumúla 12. Afgraiflsla, éskriftadaHd, auglýsingar og skrifstofur Þverhotti 11. AAaisfmi blaflains ar 27022110 línur) Setning og umbrot: Dagblaflið hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: HHmir )if., Siöumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skaifunni 10. Askrifta;varfl é ménufli kr. 4000. Verfl í lausasölu kr. 200 ekitakiA. Alft kemur tilgreina Ógerlegt er að sjá fyrir, hvaða flokkar munu mynda nýja ríkisstjórn að lokinni stjórnarkreppu, hugsanlega í lok janúar, en sennilega í febrúar og jafnvel síðar. Steingrími Hermannssyni verður ekki að þeirri frómu ósk, að ný vinstri stjórn líti dagsins ljós fyrir jól, hvað þá vinstri stjórn á nákvæmlega umsömdum málefnagrundvelli. Sú samstaða verður ekki búin til í hvelli, sem ekki náðist í rúmlega eins árs stjórnarsamstarfi. Aftursætis- bílstjórarnir eru enn sama sinnis og þeir voru þá. Framsóknarflokkurinn vill herða Ólafslög með hinni svokölluðu norsku aðferð, sem felur í sér tölu- verða kjaraskerðingu. Slík lækning er ábyrgðarlitlum flokkum erfíður biti í hálsi. Enn eru á lofti í Alþýðubandalaginu gamlar hug- myndir um, að flokkurinn þurfi að vera í stjórnarand- stöðu á erfiðum tímum og safna fylgi til sóknar í næstu koslíiflgjgLm. Að vísfl tfr Þj$5viljinn farinn að fjölyrða um, hve nauðsynlegt sé að ttfgreiða og framkvæma frumvarp um öryggi, aðbúnað^og hollustu á vinnustöðum og koma á fót opinberu vinnueftirliti. Þessi áherzla á sérmál bendir syeigjanleika gagn- vart kjaraskerðingu. Með þessu er öbémt verið að bjóða upp á skipti á kjaraskerðingu og vinnueftirliti. Þá gefur frestun kjararáðstefnu Alþýðusambandsins til 11. janúar Steingrími aukið svigrúm til að þrúkka um vinstri stjórn fram yfir jól og áramót. Þessi kjararáðstefna fór út um þúfur um síðustu helgi vegna ágreinings milli fulltrúa verkamanna annars vegar og uppmælingaraðals hins vegar um verð- bætur í prósentum eða krónutölum. Alþýðuflokkurinn var svo hugulsamur að sam- þykkja vinstri viðræður án skilyrða. En undir niðri sýður óánægjan frá síðustu vinstri stjórn, magnaðri en nokkru sinni fyrr. Steingrími Hermannssyni er vafalaust ljóst, að fyrsta tilraun hans til myndunar vinstri stjórnar er fyrirfram dauðadæmd. Samt verður hann að reyna til þrautar. Hann er fyrir og eftir kosningar búinn að gefa slikar yfirlýsingar, að hann getur ekki staðið upp frá vinstri viðræðum, nema sagt verði, að hann hafi gert sitt ítrasta. í næstu atrennu, sem hugsanlega gæti orðið um miðjan janúar, er ekki fráleitt, að reynt verði að koma saman minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Sjónarmið þessara flokka í efnahagsmálum eru hliðstæð og fara ekki saman við sjónarmið Alþýðu- bandalagsins. Slík minnihlutastjórn yrði samstæðari en vinstri stjórn. Á móti kæmu svo erfiðleikarnir við að koma málum í gegn á alþingi, ýmist með hlutleysi frá hægri eða vinstri að danskri fyrirmynd. Og ekki hafa Danir góða reynslu af slíku. En tíminn líður og fjölgar væntanlega möguleikum. Verðlagning búvöru og Fisks er í aðsigi og allir kjara- samningar eru lausir. Vandamálin eru að hvolfast yfir þjóðina. Um síðir kemur að því, að þjóðin verður orðin svo þreytt á stjórnarkreppunni og stjórnleysinu, að hún lofar landsfeðrunum að mynda hverja þá stjórn, sem þeim hentar. Það gæti alveg eins verið helmingaskiptastjórn, viðreisnarstjórn eða nýsköpunarstjórn eða einhver annar möguleiki, sem nú er talinn óhugsandi. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. Kjallarinn Bréftil Knud Frydenlund —frá verdunarmanniíReykjavík Um hlutskipti ölmusufólks Kæri herra Frydenlund. Árum saman hefur ríkt vinátta á milli flokks yðar, Norska Verka- mannaflokksins, og Alþýðuflokksins á íslandi. Vafalaust hafa samskiptin auðgað hag beggja flokka og treyst böndin á milli þjóðanna. Alþýðu- flokksmenn meta fyrr og síðar pen- ingaframlög frá norskum jafnaðar- mönnum og sjóðum tengdum norska Alþýðusambandinu ásamt pappírs- gjöfum til útgáfu Alþýðublaðsins. Þá launaði flokkur yðar einnig fastan starfsmann Alþýðuflokksins. Þessar bjargir hafa vissulega lyft undir flokksstarfið á íslandi. Kjósendur Alþýðuflokksins líta á yður sem sér- stakan velgjörðarmann fyrir bragðið. Það hljóta því að vera heiðarlegum stjórnmálamanni sár vonbrigði þegar ekki eru allir á eitt sáttir um upp- hæðir sem flokkur yðar hefur látið af hendi rakna til Alþýðuflokksins á Islandi. Hr. Hans Peter Nielsen blaðamaður við norska blaðið Aften- posten segir í júnímánuði 1978 að flokkur yðar hafi sent samtals norskar krónur 575 þúsund tvö síðustu árin á undan eða íslenzkar krónur 45 milljónir á nýju gengi. Norska útvarpið nefnir sömu fjár- hæð i fréttalestri. Benedikt Gröndal, formaður íslenzka Alþýðuflokksins, segir flokkinn hinsvegar aðeins hafa fengið um 320 þúsund norskar inn er nú hluti af ríkiskerfinu og kerfið stærsti hluti flokksins. Vígorð jafnaðarmanna liggur sundrað fyrir hunda og manna fótum: Frelsið hefur vikið fyrir ríkinu, jafnréttið fyrir bitlingum og bræðralagið fyrir ábatakrónum. Ég þykist vita að döpur örlög Alþýðuflokksins á íslandi hafi valdið öllu jafnaðarfólki á Norðurlöndum bitrum sársauka. Mér er hinsvegar ekki kunnugt um hvort þér hafið heyrt um píslargöngu flokksformanns Benedikts Gröndal forsætisráðherra eftir öldum ljósvak- ans i íslenzka ríkisútvarpinu fyrir skömmu. Þar kallaði forsætisráð- herrann á þjóð sína með grátstaf í kverkum og bað um styrk sér til handa. Ráðherranum var þá efst í huga ótti við mótframbjóðanda í prófkjöri Alþýðuflokksins um þing- sæti i Reykjavík. Formaður Alþýðu- flokksins og forsætisráðherra íslenzku þjóðarinnar hræddist þá mest að sitja uppi atvinnulaus eftir þingkosningarnar i desembermánuði. Já, ég veit þér hváið, herra Fryden- lund! En atvinnulaus sagði maðurinn og endurtók margoft í íslenzkum dagblöðum. Það svíður Islendingum sárt að á óvissutímum i þjóðmálum og efna- hag landsins varpar forsætisráðherr- ann þörfum lands og þjóðar fyrir róða vegna hræðslu um eigin launa- kjör. Á örlagastundu gleymir for- maður Alþýðuflokksins hugsjónum þeim sem jafnaðarmenn eru kjörnir á þjóðþing til að berjast fyrir um allan heim. Á ögurstundu á maður þessi ekkert annað takmark en hanga sjálfur á launaskrá Alþingis tslend- inga. Benedikt Gröndal og hans fólk hefur því miður gert stjórnmál lands- ins að ofur venjulegum atvinnuvegi. Þér kunnið vel að spyrja hvað yður, norskan manninn, varðar um þennan innanhúsharm íslendinga. Þessu er til að svara: fslenzka þjóðin er komin af fólki sem undi ekki hag sinum hjá norsku rikisvaldi og auðvaldi. Þess vegna bjó hún um sig í fátækt á norðurslóðum og var lengi vel óháð norskum kóngum og peningum. íslendingar eru og verða sjálfstætt fólk. Þeir líta hornauga þegar norskir menn flytja hingað vald og auð í hendur íslenzk- um ráðherrum. íslendingar þekkja frá fornu fari hvernig ölmusan bindur sífellt lundir þiggjenda. Fram- undan eru samningar um Jan Mayen og norsk oliukaup. Undirritaður þekkir það vel sjálfur að almenningur hlær þegar peningavaldið brosir. Við stöndum strax á fætur þegar banka- stjórinn þarf á sæti að halda. Ég held aðgóður hugur fylgi öllum fégjöfum flokks yðar til íslenzka Alþýðuflokksins. En þær hafa þvi miður reynzt honum hefndargjafir. Þær grafa undan siðferðilegum styrk Alþýðuflokksins til að takast á við verkefni dagsins og draga verulega úr vægi gagnrýni hans á umhverfið. Gjafirnar sveipa fulltrúa flokksins dulu tortryggni í augum íslendinga við samningaborðin og víðar þegar lífið Uggur við. Þær stuðla að fram- gangi manna sem falbjóða jafnaðar- stefnuna á torgi kaupmangsins og ganga ríkisvaldinu á hönd i atvinnu- leit. Mér þykir víst að gjafir flokks yðar séu gefnar til að hlúa að vexti og við- gangi jafnaðarstefnu um heims- byggðina. En það starfa jafnaðar- flokkar um allan heim sem verja fénu betur fyrir hugsjónir yðar en islenzki Alþýðuflokkurinn. Sé það hinsvegar hugmynd yðar, herra Frydenlund, að kaupa verkamannaflokki yðar al- menn itök í íslenzku stjórnmálalífi þá hafa þrjátiu silfurdalir yðar borið nokkurn ávöxt. Virðingarfyllst, Ásgeir Hannes Eiríksson, verzlunarmaður í Reykjavík. r Asgeir Haimes Eiríksson ríkisráðherra, stýrði samninganefnd Islendinga í deilunni um Jan Mayen ásamt Kjartani Jóhannssyni varafor- manni Alþýðuflokksins og sjávarút- vegsráðherra. Fleiri Alþýðuflokks- menn komu þar við sögu. í norsku nefndinni áttuð þér sæti ásamt flokksbróður yðar, hr. Eyvind Bolle sjávarútvegsráðherra. Snemma í samningaviðræðunum þótti íslend- ingum fulltrúar Alþýðuflokksins ekki kveða sterkt að orði yfir áratuga gömlum kröfum þjóðarinnar um Jan krónur eða um 25 milljónir íslenzkar krónur. Fjármál eru hvarvetna gló- andi kvika í sjórnmálum og ekki má þar út af bera til að velta þungu hlassi í dómum kjósenda. Um 255 þúsund norskar krónur ber á milli hjá heim- ildamönnum. Það eru miklir pen- ingar. Jafnvel á milli vina. Um samningamenn Alþýðuflokksins Eyjan Jan Mayen er íslendingum hjartans mál. Framsýnir leiðtogar íslenzku þjóðarinnar gerðu fyrir hálfri öld kröfu til eyjunnar enda er hún á landgrunni íslands. Eldri kröfur hafa verið nefndar.Um Jan Mayen eru nú uppi þrætur á milli frændþjóðanna tveggja. Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins og þáverandi utan- Mayen. Skoðanir Alþýðuflokks- manna gengu víða í berhögg við vilja fólksins í landinu. Allt samninga- þófið laut að undanhaldi og ráðvillu. Islendingar misstu trúna á samninga- mönnum Alþýðuflokksins. Um kulnaðar glæður Islenzki Alþýðuflokkurinn hafði sína jafnaðarmennsku á dagskrá hér áður fyrr. Að vísu eigin afbrigði stefnunnar en jafnaðarstefnu samt. Síðan hefur mikið vatn runnið ti! sjávar og allur jöfnuður horfið af Alþýðuflokknum. Eftir áratuga setu forvígismanna hans í helztu stofnun- um opinberrar stjórnsýslu á íslandi er nú orðið erfitt að henda reiður á hvað flokkurinn telur sína eign og hvað hann telur ríkiseign. Alþýðuflokkur- „Fégjafir flokks yöar til Alþýðuflokksins hafa reynzt honum hefndargjafir.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.