Dagblaðið - 11.12.1979, Page 24

Dagblaðið - 11.12.1979, Page 24
*........ "■ Tillögur Framsóknar lagðar fram í gær: UM 2 PROSENT KAUP- SKERÐING1. MARZ —láglaunahópum bætt upp með félagsmála„pakka”—5 prósent gengissig í kjölfar f iskverðshækkunar í nýjustu útfærslunni á tillögum Framsóknarflokksins i efnahags- málum felst um 2% kaupskerðing 1. marz, en reynt verður að bæta lág- launahópum hana upp með félags- legum umbótum og jafnvel fjölskyldubótum. Framsóknarmenn báru þessar hugmyndir fram á viðræðufundinum um vinstri stjórn i gær. Þá kom einnig fram, að eftir fisk- verðshækkun um áramótin megi gera ráð fyrir um 5% gengissigi fram til 1. marz. Framsóknarmenn endurskoðuðu nokkuð efnahagstillögur sínar frá þvi fyrir kosningar en héldu aðaltölum „niðurtalningarinnar” óbreyttum. Verðlag hækkar meira en þeir höfðu gert ráð fyrir áður. Þeir töldu, að vísitala framfærslukostnaðar gæti hækkað um nálægt 10—12 prósent fram til 1. marz, en kaupgjalds- vísitalan um 9—10%. Kaup skyldi þó aðeins hækka um 8% 1. marz, þannig að um 2% skerðing yrði. Framsóknarmenn miða áfram við að kauphækkanir verði ekki meiri en 7% 1. júní, 6% 1. september og 5% 1. desember. Veröhækkunum verði haldið niðri í samræmi við þetta. Verðbólgan verði þá 30% 1980 og síðan fari hún í 18% 1981, segja framsóknarmenn. Gert er ráö fyrir að búvöruverð hækki nú að sama skapi og kaup hækkaði 1. desember. Fisk- verðshækkun um áramót miðist við að sjómenn fái samsvarandi kaup- hækkanir og fólk í landi fékk 1. des. Þá lendir fiskvinnslan i vanda, sem mætt verði með um 5% gengissigi. Alþýðubandalags- og alþýðu- flokksmenn hlýddu á fundinum í gær á dllögur Framsóknar og fengu þær skriflegar. Fundurinn var aðeins í um klukkustund, þvi að alþýðuflokks- menn þurftu að fara á þingflokks- fund. Nýr viðræðufundur verður klukkan tvö í dag. Alþýðubanda- lagið mun þar leggja fram skrá um helztu stefnuatriði sín í viðræðunum. -HH. Teitur Þorleifsson, bókavörður í Breiðholtsskóla, útskýrir fyrir nemendum að ekki sé hægt fyrir þau að nálgast yfirhafnir sinar, enda séu slökkviliðsmenn enn að störfum. A minni myndinni er hópur nemenda—greinilega allt að þvi í sjöunda himni yfir frlinu, sem hlauzt af eldinum. DB-myndir: Hörður. FJORIR REYKKAFARAR TIL ATLÖGU í BREIÐHOLTSSKÓLA Húsið fylltist af reyk frá kraumandi eldi í sýningartjaldi Á tólfta tímanum í gærmorgun var slökkviliðið kallað að Breiðholtsskóla, sem var að fyllast af reyk frá kraumandi eldi í sýningartjaldi í sal á neðstu hæð skólahússins. Lagði mikinn reyk upp um tvær efri hæðir skólans og salurinn þar sem sýningartjaldið stóð á leiksviði var fullur af reyk. Enginn var í salnum og enginn hlaut meiðsl af óhappinu. Fjórir reykkafarar fóru inn í húsið, tveir til að opna glugga á efri hæðum og tveir lögðu til atlögu í salnum á neðstu hæð. Sýningartjaldið eyðilagðist að sjálf- sögðu og einnig komst eldur í tré-i tröppur við leiksvæðið. Annars staðarj urðu reykskemmdir. Talið er að eldurinn í tjaldinu hafil verið búinn að malla lengi er hans varð' vart. -A.St.í Engmn mælti með viðreisnarstjóm Enginn mælti með viðreisnar- stjóm en nokkrir á móii á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins, sem haldinnvarigær. Jón H. Guðmundsson, skólastjóri i Kópavogi, mælti með að rcynt yröi að mynda minnihlutastjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks. Fleiri urðu ekki til þess. Meginstefnan á fundinum var að reyna skyldi til þrautar að mynda vinstri stjórn en tryggja yTði að stefna Alþýðuflokksins næði þar fram að ganga i féiagsmálum, réttarfars- málum og efnahagsmálum. Björgvin Guðmundsson borgar- fulltrúi lagði til að Karl Steinar Guðnason þingmaður og Magnús H. Magnússon ráðherra tækju sæti í viðræðunefndinni um vinstri stjórn. Tillögunni var vísað til þingflokksins að ósk Kjatans Jóhannssonar ráöherra. Talsverð gagnrýni kom fram á fundinum á brotthiaup Alþýðu- flokksins úr vinstri stjórninni, með þeimhættisemþaðgerðist. -HH. <■........... m. Forystumenn úr Alþýðuflokki hittast i gær. Frá vinstri eru Fínnur Torfi Stefánsson, Bragi Sigurjónsson og Bjarni Guðnason.DB-mynd: Hörður. irjálst, úháð daghlað ÞRIÐJUDAGUR 11. DES. 1979. Dalvík: Lá meðvitund- arlítill á frysti- húsgólfinu næturlangt Ungur maður var hætt kominn í frystihúsi Dalvíkur fyrir nokkru er hann fékk aðsvif að kvöldi dags og lá meðvitundarlítill í vinnusal frystihúss- ins þar til fólk kom til vinnu morguninn eftír. Akureyrarblaðið Dagur greinir frá því, að ungi maðurinn hafi verið að vinna einn á lyftara í frystihúsinu um kvöldið og hafi hann orðið veikur þeg- ar hann hafði lokið vinnu og var búinn að ganga frá. Hann fékk aðsvif og lá á gólfinu alla nóttina. Þegar starfsfólk kom til vinnu um morguninn var maðurinn orðinn mjög kaldur. Hann var fluttur á sjúkrahús á Akureyri. Hann fékk snert af lungna- bólgu og liggur enn á sjúkrahúsi. -JH. stafanirvið komu Fokker-vélar Sérstakar varúðarráðstafanir voru gerðar í gærkvöldi er ein af Fokker-vél- um Flugleiða var að koma inn til lend- ingar á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega níu. Töldu flugmenn sig heyra eitthvert sérkennilegt hljóð er hjó! vélarinnar voru sett niður. öll ljós lendingar- búnaðar gáfu til kynna að allt væri með felldu. En allur er varinn góður. Slökkvilið og sjúkrabílar voru kvaddir á vettvang. Lending gekk hins vegar eðlilega og engum varð meint af. -A.St. Hækkun bú- vöruverðs í dag Ákvörðun um hækkun búvöruverðs verður tekin á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, að sögn Braga Sigurjónssonar landbúnaðarráðherra í gær. Mestar lík- ur eru á um 13% hækkun á búvörum. Umræður og athugun í ríkisstjórn og 6 manna nefnd hafa einkum snúizt um það, hvort öll hækkun samkvæmt kostnaðarútreikningum eigi að koma til framkvæmda í einu. Rædd hefur verið sú hugmynd að hækka nú til samræmis við hækkun á launalið bænda og þá um 6%, og þá um ca. 7% síðar eftir nánari ákvörðun. Sem fyrr segir eru mestar líkur taldar á að ákveðin verði um 13% hækkun á öllum búvörum og þá að hugmyndum um áfangahækkun verði hafnað. -BS/HH. Ósamið um „Nei, það eru engar nýjar tillögur frá okkur,” sagði Kjartan Jóhanns- son ráðherra í morgun um ágreining- inn um kjör þingforseta. Málið var tekið fyrir á fundi þingflokks Alþýðuflokksins í gær og verður enn tekið fyrir á þingflokksfundi í dag. -HH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.