Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. Athugasemd við frétt DB: Raforkumál á Patreksf irði Þriðjudaginn 4. des. sl. birti blaðamaður Dagblaðsins, A.St., grein í Dagblaðinu undir fyrir- sögninni ,,Nú blöskrar rafmagnsnot- endum á Patreksfirði, kílówattstund Ijósarafmans seld á 339, 70 kr.” Þar leggur blaðamaðurinn út af reikningum frá einum raf- orkukaupanda á Patreksfirði.j Orkukaupandi jressi hafði notað 14 kilówattstundir til Ijósa á 92 dögum og komst blaðamaðurinn að þeirri niðurstöðu að meðalverð á hverja kilówattstund væri 339,70 kr. Hins vegar hefði jafnframt þurft að greina frá að þarna er um óvenjulega litla orkunotkun að ræða og því hlýtur* fastur kostnaður að vega afar þungt í þessu tilviki. Hefði viðkomandi orkukaupandi t.d. notað tiu sinnum meiri orku cða 140 kwst. hefði með- alverð á kwst. verið 192,30 kr. lægra cn að framan greinir. Samkvæmt þeim reikningi sem vitnað cr i er orkuverðið 120,00 kr. á kilówattstund og fastagjald 36,50 kr. á dag og eru þá innreiknað söluskattur og verðjöfnunargjald. Áhrif l'astakostnaðarins á eininga- verðið máskýrahieð örlitlu dæmi: Segjum sem svo að blaða- maðurinn leigi sér bilaleigubíl þar scm] fast daggjald er 7.000 kr. og síðan 70 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Hann hefur bílinn á leigu i 92 daga og ekur 14 km á þeim tíma. Hcildar- kostnaður við leiguna á bílnum er 644.980 kr. eða 46.070 kr. á hvern ekinn kílómetra og bcnsinkostnaður að auki. l r þá ekki hér komið tilvalið efni í nýja æsifrétt? Blaðamaðurinn ræðir urn að ral'- orkuverð frá Orkubúi Vestfjarða hafi farið hækkandi. Því er til að svara að raforka frá Orkubúi Vest- fjarða hefur ekki hækkað mcira en hjá hliðstæðum fyrirtækjum i landinu. Ætla má að blaðamaðurinn geri scr ekki grein fyrir að við lifunt í þjóðfélagi með háu verðbólgustigi. i enda greinar sinnar fer blaða- maðurinn með r.okkrar staðhæfu- lausar fullyrðingar, sem ég ætla að rekja hér örlítið nánar. í greininni segir: ,, Allir Patreksfjarðarbúar cru sammála um að með innlimun Raf- veitu Patreksfjarðar hafi ástandið i þeim efnum stórlega versnað.” Hvaðan kemur blaðamanninum þessi upplýsing? Skyldi hún vera niður- staðan úr skoðanakönnunum hjá ein- um íbúa Patrekshrepps. Staðreyndin er hins vegar sú að cftir tilkomu Orkubús Vestfjarða hefur varaafl á Patreksfirði vcrið stórlega bætt og unnið af miklum krafti að lagfæringum á innanbæjar- kerfi staðarins. Orkubú Vestfjarða hefur einnig hafið byggingu fjar- varmaveiluá Patreksfirði. Ennfremur stendur í umræddri grein: „Rafmagnsveitan var einnig aflögufær og seldi rafmagn til Rarik”. Um þessa staðhæfingu er það að segja að á árinu 1977 keypti Rafveita Patrekshrepps 7.547.000 kílówatt- stundir af Rafmagnsveitum ríkisins og eru meðtaldar i þeirri sölu 817.400 kílówattstundir sem Rafveita Pat- rekshrepps framleiddi í eigin dísilvélum en keypti svo aftur á lægra verði. Um gæði og eðlisnáttúru rafmagnsins fyrr og nú sé ég ekki ál stæðu til að fjölyrða. Áður en umrædd frétt var skrifuð og birt hefði blaðamaður átt að hafa samband við hinn aðila málsins, þ.e. Orkubú Vestfjarða, enl ekki byggja frétt sína einvörðungu á viðtali við einn málsaðila. Hefði þá fréttin orðið bæði heiðarlcgri og vandaðri. ísafirði, 7. des., 1979. Krislján Haraldsson. orkubússtjóri. Palreksfjörður. '~7,hfvi V' ' ' I „Þetta fólk er aö veslast upp úr hungri og deyja,” segir bréfritari. Beztajólagjöfiníár? Eitt mannslrf í Kampútseu Gæðin gera tilvenma bjartari Helgi Valberg, Kópavogi, skrífar: Hafa íslenzk stjórnvöld einhverja hugmynd um ástandið í Kampútseu? Ef svo er, hvers vegna i veröldinni hafa þau ekki reynt að vekja athygli á því? Getur það staðizt, að íslending- ar séu svo illa flæktir i hið miskunnarlausa viðhorf heimsvalda- stefnunnar, að úr okkur séu allar til- finningar. Ég held, að Islendingar ættu nú að hrista af sér slenið og sýna fordæmi sem nokkurn veginn sjálfstæð þjóð. Fordæmi, sem byggist á því að skipu- leggja hjálparstarf til handa þessum meðbræðrum okkar, sem svo grimmilega hafa orðið fyrir barðinu á fautaskap mannvonzkunnar og þar eftir orðið að þola í eymd sinni og vanmætti algjört afskipta- og sinnu- leysi vegna þeirrar refskákapólitíkur, sem hinn siðmenntaði heimur er að leika. Þetta fólk er að veslast upp og deyja úr hungri og sjúkdómum þar sem matur og penisilín gætu bjargað flestum þeim sem enn eru lifandi. Ég býst við, að ef náttúruhamfarir eða aðrar ógnir bitnuðu á okkur. íslendingum, ógnir sem við réðum ekkert við, þar sem hjálp skæri úr um, hvort við hétum þjóð eða ekki, þáyrðum við hjálpinni fegnir. Því vil ég nú skora á stjórnvöld okkar, svo og stjórnarandstæðinga, að setja á laggirnar og skipuleggja hjálparstarf til handa þessu fólki án pólitískrar afstöðu. Hungur og sjúk- dómar eiga ekki að vera pólitík. Ef stjórnvöld leiða hjá sér þessa á- skorun vill ég snúa henni til dag- blaðanna. Vel væri að jólagjöfin í ár hétí:,,Eitt mannslíf í Kampútseu”. AUGLYSIÐ VERÐIÐ Málfríður Magnúsdóttir hringdi: Ég vil koma tilmælum á framfæri til auglýsenda að þeir láti jafnan fylgja með verð þeirrar vöru sem veriðer aðauglýsa. Ég er fötluð og kemst ekkert nema í bíl og þvi væri mér það mikið hag- ræði að geta séð í auglýsingunni hvað varan kostar. Þaðgæti sparaðmanni óþarfa ferðir. Dömu- og herraskór í miklu úrvali nýkomnir Opið til kl. 7 í kvöld Laugardagskvöld til kl. 10 PÓSTSENDUM LAUGAVEG/69 S/M116850.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.