Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 18
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. Flcira , FOLK BRAGI SIGURÐSSON Sinnsiöurí landi hverju Aðstoðarfjármálaráðherra Kenya og kona hans sluppu með smá- skrámur þegar bíll þeirra rakst á fíl skammt fyrir austan borgina Nairobi i síðustu viku. Hér á landi hefði slikur ráðherra í hæsta lagi getað rekizt á kind, og þá hefði af því risiö sannkallað f jármál. 250 sýningar á 10 dögum á Kvikmyndahátíð ífebrúar: „Fáum í heimsókn frœgustu filmara Spánar og Póllands” Kona ein í bílakaupahugleiðingum er sögð hafa hringt til Ómars Ragnarssonar um daginn. Að kveðjum loknum spurði hún hreint út hvaða tegund hún ætti nú að fjár- festa i. — Tja, svaraði Ómar, Bronco er ágætis bill. Konan keypti Bronco, ók honum í nokkra daga og velti svo. Hún hringir aftur i Ómar i öngum sínum og spyr hann um einhvern öruggari og betri bíl. Hann mælti með Volvo að þessu sinni. Konan hringir þegar í umboðið en er allri lokið er sima- stúlkan svarar: Volvo Veltir, góðan dag....... Það var að hefjast stjórnar- myndunarfundur hjá pólitíkusunum eftir síðustu helgi, þegar Steingrímur Hermannsson bankaði í borðið og spurði hvort hægt væri að byrja fundinn. Ekki strax, sagði Sighvatur Björgvinsson, það vantar tvo krata til viðbótar. Það gerir ekkert til, gall í Svavari Gestssyni, Vilmundur talar fyrir þá báða! Djammað í Nýttgallerí Djúpinu Siðastliðinn laugardag var opnað nýtt gallerí, Djúpið, í kjallara veit- ingastaðarins Hornið við Hafnar- stræti og var það gert með lifandi tónlist og jólaglöggi. Aðstandendur eru þeir sömu sem reka matstaðinn og vilja þeir með þessu framtaki glæða miðbæinn enn frekara lífi og styðja við myndlistir. Opnað var með samsýningu grafíklistamanna og sá Richard Valtingojer um valið og mun hann hafa umsjón með sýningum á staðnum á næstunni. Sjálft húsnæðið er snoturt og sýningaraðstaðan ágæt, opnað við glaum oggleði. en gengið er niður i salinn gegnum matstaðinn uppi. Á myndinni sjáum við tónlistar- mennina á fullu, — Áskel Másson, Pálma Gunnarsson og Guðmund Steingrímsson en Guðmundur Ingólfsson er í hvarfi. Áætlað er að spila þarna jass tvisvar í viku. Meðal áhorfenda má þekkja Braga Ásgeirs- son myndlistarmann, Gísla Sigurðs- son ritstjóra, Gest Þorgrimsson leir- kerasmið og Richard Hördal í Torfu- samtökunum. -AI. „Tökum ofan gleraugun eins og Lúðvík” — /Vú tökum við ofan gleraugun og leggjum áherzlu á alvöru málsins, eins og Lúðvik okkar gerir, sögðu þingmennirnir og nafnarnir Stefán Valgeirsson og Stefán Jónsson þegar Ijósmyndari DB tók þessa mynd. Lúðvlk er nú horfinn af þingi — og munu vœntanlega einhverjir sakna þessa frœga kœks foringjans að austan. Nafnarnir þessir ætla að halda merkinu á lofti — jafnvel þótt aðeins Stefán Jónsson sé flokksbróðir L úð vlks. DB-mynd Hörður. Næst verður það annar en Geir— og ekki Óli Jól Ólafiir heima Ólafur Jóhannesson lét ekki deigan síga i kosningabaráttunni og hlaut umbun erfiðis síns, svo sem mönnum er í fersku minni. Reis hann árla og kom marga daga ekki fyrr en síðla heim aftur. Sagt er að umhyggjusöm kona hans hafi haft nokkrar áhyggjur af því að hann ofgerði sér. Einhvern morgun á Ólafur að hafa farið út snemma eins og vant var. Bjóst hann ekki við að koma fyrr en um kvöldmat. Einhverju átti hann ólokið heima. Kom hann því svo að segja um hæl aftur. Brá konu hans er hún sá hann kominn og sagði sem kvenna er stundum siður: ,,Ó, guð.” ,,Nei, góða mín,” sagði Ólafur, ,,þú kallar mig áfram Ólaf hérna heima.” Og einn léttur.... Gerirminna tilþótt tvo krata vanti segir Örnólfur Árnason Jramkvœmdastjóri Listahátíðar ömóffur Arnason i skrifstofu Ustahátíðar i Gimli við Lækjar- götu. DB-mynd: Hörður. sér kvikmyndir fyrir hátíðina miklu í Regnboganum: Ítalía, Kanada, Hol- land, Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Júgóslavia, Danmörk, Sviþjóð, Indland, Tyrkland, Filippseyjar. Þetta eru leiknar myndir, stuttar og langar, heimildamyndir og teikni- myndir. ,,Ekki eru öll kurl komin til grafar ennþá,” sagði Örnólfur. ,,Við eigum eftir að fá staðfestingu á nokkrum pöntunum til viðbótar. Listinn á enn eftir að lengjast.” -ARH. — segir Jörundur Guðmundsson, sem sver og sárt við leggur, að hafa ekki platað þjóðina i sjonvarpinu ,,Jú, blessaður vertu, þetta var allt alveg dagsatt. Við settum ekkert á svið — konan hélt virkilega að ég væri Geir Hallgrímsson,” sagði Jör- undur Guðmundsson eftirherma og grínisti um ágætan skemmtiþátt sinn í sjónvarpi um siðustu helgi. Jörundur þrætir líka fyrir að atriðið á tröppum bankans í Banka- stræti hafi verlð „leikið”. „Það’ gerðist allt saman,” sagði Jörundur. „Það kom þarna fólk og tróð milljónum á milljónir ofan i kassann og svo kom lögreglan og bað mann- inn að láta sig vita ef sæist til grun- samlegra manna!” Jörundur gerði líka mikla lukku á Jólakonsert ’79 á sunnudaginn, þar CAm Kann Irnm fram mpA Koim Ualla og Ladda. ,,Við erum búnir að skemmta talsvert saman þrír að undanförnu,” sagði Jörundur við DB. „Upphaflega átti það bara að vera einu sinni hjá Lionsklúbbnum sem við Halli erum í, en siðan hefur það haldið áfram. Það getur vel verið að við gerum meira saman — það hefur m.a. komið til tals að við sjáum sameiginlega um skemmtikvöld i Þórscafé, en það erallt óráðið.” En hvað með annan skemmtiþátt í sjónvarpi? ,,Jú, það hefur lika verið um það rætt, en varla verður úr þvi fyrr en í janúar-febrúar. Þá verður tekinn fyrir einhver annar stjórnmálamaður en Geir. Og það verður ekki heldur Ai: ia •» nv Jörundur (til hægri) mcð Ladda á jólakonsert sl. sunnudag: Upphaflega átti þetta bara að vera ein skemmtun. DB-mynd Hörður. „Við teljum okkur heppna að geta boðið upp á 3 nýjustu kvikmyndir pólska kvikmyndagerðarmannsins Andrzej Wajda, frægasta leikstjóra Póllands. Þær heita Marmara- maöúrinn, Ungu stúlkurnar i Wilko og Án deyfingar. Og svo kemur Wajda sjálfur til okkar á Kvik- myndahátíðina.” örnólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Listahátíðar, úttalar sig um Kvikmyndahátíð, mikla og glæsilega, iásölum Regnbogansdagana2,—12. febrúar 1980. Alls munu sýningar verða 250 talsins og kvikmynda- áhugafólk getur strax byrjað að sleikja út um. Þarna kennir margra gómsætra grasa. „Hingað kemur líka Carlos Saura, frægasti filmari Spánar í dag,” heldur Örnólfur áfram. „Eftir hann sýnum við Spænska hrafninn (Cria Cuervos) og Með bundið fyrir augun. Geraldine Chaplin fer með aðalhlutverkið í báðum myndunum. Og frá Þýzkalandi er boðið upp á splunkunýja mynd, Þýzkaland að hausti, sem gerð er í sameiningu af mörgum frægustu leikstjórum þar- lendum, þar á meðal Fassbinder. Einnig Woyzeck eftir Werner Herzog. Þetta er nýrri mynd en Nos- Christíne Pascale, ein stærsta, unga kvikmyndastjarna Frakka, fer með aðalk venhlutverkið i Ungu stútkurnar fri Wilko eftir Wajda. Pascale lók m.a. i franska sakamilamyndafktkknum „Hefndin gleymir engum" sem lauk i sjónvarpinu i þriðjudagskvökHð. Hún leikstýrði sinni fyrstu mynd nýlega. Myndin vaktiathygli fyrir persónulegt bersögli. feratu í Nýja Bíói. Byrjað var að sýna I Og svo taldi framkvæmdastjórinn Woyzeck í London fyrir mánuði.” | upp runu af löndum sem alið hafa af

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.