Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. 7 hi STEYTTUR VINSTRI HNEFI: Guömundur G. Þórarinsson (F) boðar vinstra samstarf með steyttum vinstri hnefa — en það gekk brösótt. makka. Alþýðuflokksmenn munu ekki hafa viljað fá forsela sjálfir, til að tengjast ekki um of vinstra sam- starfi. Þeir studdu Sverri Hermanns- son (S) í 2. umferðinni, og var hann kjörinn forseti deildarinnar með 22 atkvæðum. Alexander Stefánsson (F) fékk 18 atkvæði. Alexander var svo kosinn 1. varaforseti með atkvæðum flestra „vinstri” manna og Garðar Sigurðsson (AB) 2. varaforseti með atkvæðum vinstri manna, eftir að kjósa hafði þurft tvisvar. Þannig gekk á ýmsu á þinginu, bæði í sölum og utan þeirra. Þing- flokksfundir voru haldnir hvað eftir annað, en vindur slóð úr öllum átl- um. - HH HAUKUR HELGASON Eggert Haukdal virðist samlagast þingflokki sjálfstæðismanna — um þinghússins. a.m.k. á göng- LJOSMYNDIR: BJARNL8IFUR BJARNLEIFSSON Heimsins bezta sement en mengunin stóreykst — 200 milljónum varíð til mengunarvama í Sements- verksmiðjunni Það sement frá Sementsverksmiðju rikisins sem blandað er með fínkorn- uðu kísilryki, sem fellur til i járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga, hefur nú fengið þann gæðastimpil frá bæði innlendum og erlendum rannsóknar- stofnunum, að það sé af bezta gæða- flokki. Er verksmiðjan eina verksmiðj- an í heiminum, að því bezt er vitað, sem nýtir járnblendiryk á þennan hátt i framleiðslu sína. Fínkornaða kísilrykið frá Grundar- tanga hefur reynzt gefa sementinu tvö- falt meiri vörn gegn alkalivirkni en liparít. Að auki hefur sú staðreynd komið í Ijós að kísilrykið eykur styrk- leika sementsins um 20—25%. Með notkun kísilryksins sem íblöndunarefni hafa náðst þau takmörk sem fyrir 12 árum var byrjað að keppa að varðandi alkalivörn og styrkleika sementsins. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu frá Sementsverksmiðjunni en þess jafn- framt getið að notkun kísilryksins hafi skapað ýmis vandamál i verksmiðjunni sjálfri, t.d. vegna mjög aukins finleika sementsins sem veldur mengun og flutningsörðugleikum. „Hér er einvörðungu um vinnu- staðarmengun að ræða,” sagði Guðmundur Guðmundsson, tækni- legur framkvæmdastjóri Sementsverk- smiðjunnar, í samtali við DB. ,,Á framleiðslustigum sements er það flutt til með loftblæstri, en hið kísilryk- blandaða sement hefur ekki reynzt eins flytjanlegt og sementið hefur verið fram til þessa. Hefur þetta reynzt verst við pökkun í poka og i sementsskemm- un,” sagði Guðmundur. Sementsverksmiðjan hefur nú ákveðið að verja samtals 200 milljón- um króna til úrbóta á mengunarvand- anum sem upp er kominn. Verður 100 milljónum varið til hönnunar og kaupa á nauðsynlegum tækjabúnaði við íblöndun kisilryksins og útbúnaðar á loftflutningsleiðslum sem sementið fer um á framleiðslustigum. Öðrum 100 milljónum á að verja til rykvarna við pökkunina. Á í þeim efnum að gera stórátak. Guðmundur sagði að vegna meng- unarvandans væri kisilryki ekki blandað í alla framleiðsluna. Alll sement sem fer til Reykjavikursvæðis- ins er blandað með kísilryki, en það sement sem sett er í poka cr aðeins blandað lipariti. Fjórir menn vinna við pökkunarvél- arnar en alls 10 í sementskemnnim. Hafa þeir að vonum kvartað yfir versn- andi vinnuaðstæðum. ,,En öll tækniþróun skapar vanda," sagði Guðmundur, ,,og við vonumsl lil að geta leyst hann sem fyrst á næsta ári, en erfitt hefur reynzt að.la fjár- magn til mengunarvarna. Semenlið er nú blandað að 5% magni kísilryki. Stel'nt er að því að auka þá iblöndun i 7—10% að magni til. En sú aukning getur ekki orðið fyrr en mengunar- vandinn er leystur og þá verður ekkcrt sement afgreitt nema af be/la gæða- flokki sem náðst hefur með kísilryks- iblönduninni," sagði Guðmundui. - A.S|. MOON BOOTS Stœrðir 30—36 kr. 9.970.- Stœrðir 37—42 kr. 10.660.- Stærðir 43—45 kr. 11.350.- ALPINA SKÍÐASKÓR ÓDÝRIR SKAUTAR Alpina skíðagönguskór Leður. Nr. 37—46 Verðkr. 16.755.- Stœrðir 30—40 kr. 16. Stærðir 41—46

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.