Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. 25 hendi með raunsæismóti, þótt það gengi svona ansans ósköp böslulega. Og raunsæisstíll hentar íslenskum leikurum frá fornu fari langbest. Hvernig skyldi annars standa á því að útvarpið nýtur einskis góðs af hinu, nýja raunsæi í bókmenntunum, okkar margumræddu nýju leikritun og öllum leiklistaráhuganum i landinu, vaxandi hóps nýrra leikhús- ■ manna, og ekki einu sinni af neinum Leiklist IVARÐBARA HISSARt I Útvarp: HEILDSALINN, FULLTRÚINN OG KVENMAÐURINN eftir Erlend Jónsson Leikstjóri: Helgi Skúlason. Fyrir hálfum mánuði hlustaði ég á nýtt útvarpsleikrit eftir Jón Dan, og er ekki í frásögur færandi. En ekki var löng stund liðin af þeim leik þeg- ar ljóst var orðið, að hvað sem höfundurinn annars hafði fram að færa var það ekki raunhæf samræða né þá heldur raunsæisleg persónu- sköpun. Þetta gekk enn fljótar fyrir sig i gærkvöldi: varla meira en minúta liðin af leikriti Erlends Jónssonar þegar hið sama ljós var aftur runnið upp fyrir áheyrandanum við út- varpið. Alveg var samtal eins og þeir félagar, heildsali og fulltrúi hans á leið úr veiðitúr, eiga i upphafi leiks, fyrst um veiðiskap, þá viðskipti, loks samvinnuna sín í milli — alveg var það óhugsandi á vörum raunverulegs fólks í raunverulegum bil uppi i Norðurárdal. Eiginlega var áheyr- andi hættur að trúa þvi sem hann heyrði áður en leikritið var al- menniléga komið af stað. Þetta held ég að hafa megi til marks um hvað íslensk útvarpsleikril upp og ofan eru enn i dag undarlega frumstæð bókmenntagrein. Minnsta kosti vil ég hafa fyrir satt að slíkur samtalsstíll, leikmáti sem hér gat að heyra i hverju leikriti af öðru sé með Erlendur Jónsson rllhöfundur öllu óhugsandi á íslensku leiksviði nú til dags. Vel veit ég að þótt einmitt hvers- dags-raunsæi, trúverðugt tal manns við mann, njóti sín svo einkar vel í úl varpi, er margs konar annar skáld- legur stílsháttur altiður í útvarps- leikjum. En það var svo glöggt að báðir höfundar, Jón Dan og Érlendur Jónsson, vildu einmitt og voru að reyna að leysa yrkisefni sín af merkjanlegum starfsmetnaði út- varpsleikara sjálfra fyrir þess hönd? Þegar til kom á dögunum sýndi það sig að Jón Dan brúkaði leikrits- formið til að reifa siðferðisleg álita- efni sem auðvitað má meta án tillits til skáldlegrar úrlausnar þeirra í út- varpinu. Þó hygg ég sönnu nær að einmitt hin siðferðislega umræða leiksins hafi þurft á tilstuðlan raunsæislegrar persónusköpunar að halda til að verða raunverulega virk. að þau hafa víst bæði farið þess á mis í lífi sínu sem mestu skipti. . . Þá kvaddilífiðsérdyra! Ég held að sama gildi um þennan leik og leikrit Jóns Dan á dögunum að til að gæða leiksöguna merkingu, nákvæmlega hver sem hún átli nú að vera, þurfti umfram allt á að halda virkum raunsæislegum rithætli og leikmáta, þess umkomnum að gera þessa skrýtilegu manngervinga að minnsta kosti að mögulegum mann- gerðum eða einstaklingum, gæð'a tilfinningar þeirra máli og fólkið lifi í málinu. Því fór nú svo l'jarri i gær- kvöldi. Og þvi fór sem fór. Maður varð bara hissari því fleira scnt sagi var. Rúrik Haraldsson, Klemcns Jóns- son og Bríel Héðinsdóllir lórti með hlutverkin þrjú i leiknum. Ekki gat ég heyrt að þau hefðu, l'rekar en ég, fesi neina minnstu tiltrú né fengið áhuga á þessu veslings fólki og afdrifum þess. Helgi Skúlason leikstjóri. En hvaða skáldlegi tilbúningur vakti fyrir Erlendi Jónssyni i útvarps- leiknum í gær — með öllum hans bóklegu orðaleppum og undarlega klúðraða tali? Hér var sagt frá heildsala úr Reykjavík — fyrrum hornös og Isprúttsala, nú ríkisbubba sem fyrir ' þrjátíu árum svaf hjá kvenmanni og beið þess aldrei bætur, hittir nú konuna á vegi sínum og rifjast upp hin fornu kynni, kemur þá á daginn, Lögreglukórinn æfir fyrir Norðurlandamót — og efnir til happdrættis um vinninga sem eru rúmlega tveggja milljóna króna virði Lögreglukór Reykjavikur æfir nú af kappi fyrir næsta lögreglukóramót Norðurlanda. sem haldið verður í Stokkhólmi um mánaðamótin maí/júní. Slík mót hafa verið haldin frá þvi 1950 til skiptis á Norður- löndunum. Hér var lögreglukóramót haldið 1966. Til að fjármagna þátttöku í lög- reglukóramótinu efnir lögreglu- kórinn nú til happdrættis. Vinningar éru sérlega glæsilegir og verði og miðafjölda stillt i hóf. Vinningarnir eru nú til sýnis í sjónvarpsbúðinni Borgartúni 18. Er þar um að ræða Fischer vidcotæki, sem kostar %5 þúsund krónur, Fischer sjónvarpstæki, sem er 735 þúsund krónur að vcrðmæti, og Fischer hljómflutningstæki, sem nú kosta um 650 þúsund krónur. Heilir lögreglukórinn á alla sina vclunnara að taka nú þátt i happdrætti kórsins. -A.St. Þær eru stoltar lögreglukonurnar sem standa hér við vinnninga I happdrætti lögreglukórsins. Vinningarnir eru rúmlega tveggja milljón króna viröi. DB-mynd S. Vi 1 16 MANNA LEIK- FLOKKUR FAST- URÍSKAFLIA FAGRADAL Stutt er á milli þess að Esk- Magnus Björnsson lór mcð aðul- firðingar sjái lcikrit frá leikflokkum hlulvcrkiðóg náði hann scrlcgn vcl til nágrannabyggðanna. l.eikfélag barnanna scnt höfðu mikið gnman al Reyðarfjarðar sýndi nýlega Sjö lcikritinu. stelpur við hrifningu og ánægju cnda l.eikllokkurinn frá Scyðisfirði. vel æft og undirbúið af Krisiipu alls 16 manns, l'ór eugn sældarfcrð til Önnu Þórarinsdóttur leikstjóra. sýninganna. Var l'yrirhugað að s; na u Leikfélag Seyðisfjarðar sýndi á Eskifirði kl. 3.30á sunimdag cn kl.9 sunnudagskvöld l.eifur Ijónsöskur á Reyðarfirði. Bill lcikflokksins s.u eftir T. Jenlmark. Þótti ýmsum lcik- hins vegar lengi fastur í snjó á I agrti ritið vitlaust og innihaldslitið, cins og dal og komst ckki til I skifjarðnr f\n svo margt í þjóðfélaginu i dag. en kl. 8 um kvöldið. Flokkurinn gistí Margar góðar sneiðar flugu þar til svo hcr og liclt licini á inámidag. ráðamanna, sem vilja aðcins hugsa Sýningu á Reyðarlirði iarð að fclla um að hafa sjálfir gotl kaup og niður. Svona geta vcðurgúðirnir ol!n önnur hlunnindi en þeir sem niiniia brevtt þó þcir liafi vcrið hliðlioliir mega síti mega vcra úti á köldum kjördagana. Fn hafi lcikflokkarnii klaka. þakkir fyrir komuna. -Regina. Nýr söngstjóri í Skagafirði — kariakórinn Heimir starfar af krafti Karlakórinn Heimir i Skagafirði er nú byrjaður vetrarstarfscmi sína. Nýr söngstjóri tók við kórnum í haust. Norðmaður að nafni Sven Arne Koshamn. Hann tekur við al' Ingimar Pálssyni, sem stjórnað hel'ur kórnum undanfarna þrjá vetur. Svcn Arnc kennir cinnig við tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu. Karlakórinn Hcimii licfin nú starl'að i rúmlcga liálfa öld og allan þann tima verið einn virkasti mcnningarhópur i sýslunni. Kór- félagareru nú um fjörutiu. Kórinn lieldur söngskcmniiun a þrcttándanum cins og uiidanlariii ái og vcrður hún i Miðgarði i ið Variua hlíð. -SSIIIII. --- Neikvæður tónlistarflutningur Það var mikið á mig lagt að þurfa að hlusta á útvarpið í gærkvöldi. Það var í rauninni aðeins einn dagskrár- liður sem vakti áhuga minn fyrir- fram. Það var nýtt islenzkt leikrit; Heildsalinn, fulltrúinn og kven- maðurinn eftir Erlend Jónsson. Ekki mun ég fara nánar út i það hér i þessum dálki, enda er það gert af leiklistargagnrýnanda Dagblaðsins hér á síðunni. Það er tónlistin sem flutt var i gær- kvöldi sem ég mun gera að umtals- efni hér. íslenzkir einsöngvarar og kórar var fyrsti tónlistarliðurinn um kvöldið. Söngurinn var það skársta við þann lið en lögin að mínum dómi bæði of einhæf i flulningi og litlausar útsetningar. Næst komu tónleikar frá Stuttgart. Ekki lifnaði yfir mér við að hlusta á þann flutning. Sökk bara dýpra niður i hægindastólinn og augnalokin fóru að síga, en ég héll það samt út og ákvað að bíða og sjá hvort tónleikar númer 2 það kvöldið vektu ekki meiri hrifningu í brjósti mér. Ekki varð mér að þeirri ósk og eftir 20 mínútur gafst ég upp og slökkti á útvarpinu mér og konu minni til mikils léttis. Nú er mér spurn: Hvað kemur tón- listardeild ríkisútvarpsins til að setja þessa þrjá tónlistarþætti á dagskrá sama kvöldið og það eina kvöldið i vikunni sem ekki er sjónvarp. Það hlýtur að fæla meirihluta almennings frá útvarpinu alla daga vikunnar. Nú er ég ekki alveg tilfinningalaus gagn- vart klássískri músik. Þar er mörg stórkostleg verk að finna. En músíkin sem boðið var upp á í gærkvöldi fannst mér lilþrifalitil. Nú þegar jólin nálgast hefði verið nær að flytja létt jólalög og létta músik fyrir fjölskyld- una sem er heima fyrir að undirbúa jólin. I GÆRKVÚLDI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.