Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. Kosygin er sá af núverandi valda- mönnum er lengst hefur setið í háu embætti. Hann er sá síðasti, sem þegar á fjórða og fimmta áratugnum var kominn í hátt embætti. Hann var þegar árið 1938 orðinn yfirborgarstjóri i fæðingarborg sinni Leningrad, þá aðeins 34 ára gamall. Strax árið eftic kallaði Stalín hann til Moskvu og gerði hann að ráðherra yfir vefjariðnaðinum. Ári síðar var hann orðinn fyrsti aðstoðarforsætis- ráðherra. Sama ár var hann kjörinn í miðstjórn Kommúnistaflokksins. Fjörutíu og fjögurra ára að aldri, árið 1948, var Kosygin orðinn fulltrúi í æðstaráðinu, mestu valdastofnun í Sovétríkjunum. Hann hraktist þaðan eftir dauða Stalíns árið 1953. Hann var þó til- tölulega stutt úti i kuldanum. Hann var dyggur stuðningsmaður Krust- sjovs i valdabaráttunni árið 1957. Árið 1960 endurheimti Kosygin aftur sæti sitt í æðstaráðinu og var þar með kominn í miðdepi! valdakerfis flokksins. Á sviði embættiskerfisins var Kosygin ekki heldur fjarri höfuð- stöðvunum. Strax árið 1955 var hann orðinn höfuðpaurinn i heildaráætl- anagerð Sovétrikjanna og árið 1960 varð hann varaforsætisráðherra. Þrátt fyrir fyrri stuðning við Krustsj'ov var þáð Kosygin, er tók hans stöðu sem forsætisráðherra við hið skyndilega fall þess fyrrnefnda árið 1964. Þá urðu mikil umskipti. Hinn lífs- glaði og háværi forsætisráðherra, Krustsjov, sem kunni bezt við sig í sviðsljósinu, hvarf á braut en í staðinn kom hinn fremur kuldalegi og sviplitli Kosygin í sæti forsætis- ráðherra. Þar með var vefjartæknifræðing- urinn frá Leningrad kominn i eitt æðsta embætti i Sovétríkjunum og orðinn langur vegur frá því hann var verkstjóri og aðalsölustjóri i vefjar- fyrirtæki í fæðingarborg sinni á árunum 1935 til 1937. Og enn lengra síðan hann starfaði við samvinnu- verksmiðju í Síberíu en þar var hann frá tvítugsaldri, árin 1924 til 1930. Samvinna Kosygins og Leóníds Brésnefs, núverandi forseta Sovét- rikjanna, virðist ávallt hafa verið áfallalaus. Brésnef varð formaður Kommúnistaflokksins árið 1964, Nikolaj Tikhono. aðstoðarforsætisráð- herra er talinn sá sem setjast muni i sæti forsætisráðherra ef Kosygin segir af sér vegna heilsubrests. þegar þeir báðir voru i forustu þeirra afla sem steyptu Krustsjov frá völd- um. Völd þeirra voru talin svipuð framan af árum en á seinni árum hefur borið mun meira á Brésnef. Völd hans innan Kommúnistaflokks- ins hafa verið mun meiri og þar með á hinum pólitíska vígvelli. Brésnef undirstrikaði síðan yfirburði sína þegar hann hrakti Podgorny úr for- setaembættinu í fyrra og var sjálfur valinn forseti Sovétríkjanna. Sumir segja til þess að geta sjálfur undir- ritað Salt II samkomulagið við Bandaríkin ásamt Jimmy Carter for- seta Bandarikjanna. Engar fregnir hafa borizt um valdabaráttu milli þeirra Kosygins og Brésnefs og styður það kenninguna um að hinn fyrrnefndi hafi fullkom- lega sætt sig við annað sætið i valda- röðinni innan múra Kremlar í Moskvu. Auðlindaskattskenn- ingin er fædd andvana —svar við framhaldsbréf um Kristjáns Friðrikssonar Mikið er nú gaman að fá bréf. En að fá framhaldsbréf i dagblaði er ennþá skemmtilegra. Kærar þakkir fyrir bréfin, Kristján. Ég skemmti mér vel við lestur þeirra. Þrfliður og keðjur Það er mín skoðun á þessari auð- lindaskattskenningu að hún sé ekki framkvæmanleg. Það er ekki hægt að telja mér trú um það að verði ákveðnum hluta veiðiskipa lagt þá fiski skipin sem eftir eru fiskana sem þau skip hefðu veitt sem lagt var. Þetta er spaugileg þríliða hjá þér, Kristján. Kenningar þinar um hag- keðju eru ennþá verri. En þar sem þú þolir ekki að heyra á það minnst þá er best að hafa ekki orð á því. „Kúkkaði ísaltið" „Fiskiskipastóllinn er allt of stór.” „Geysilegar offjárfestingar í fiski- skipum”. Svo hlaupa menn upp til handa og fóta og byrja að reikna fiskiskipaflotann svona margar brúttórúmlestir. En hvað er þessi tala, brúttórúmlestir? Svo langt nær þankagangurinn ekki. Inni i tölunni brúttórúmlestir eru nefnilega ein káeta á mann í sumum tilfellum. íbúð handa skipstjóra og 1. vélstjóra í öðrum. Yfirbyggt dekk. Stórir vatns- og olíutankar. Aukið lestarrými vegna fiskikassa. Matsalir, kæli- og frystigeymslur. Stórt vélar- rúm og verkstæði: Já, jafnvel WC og sturtur. Það er liðin tíð, Kristján, þegar Þórbergur Þórðarson „kúkk- aði i saltið”. Auðvitað er það rétt að fiskiskipa- flotinn sé orðinn of stór en hversu mikið of stór? Það er stóra spurning- in. Stór floti hefur líka kosti þótt ókostirnir séu eflaust fleiri. Það er kostur að hafa nóg pláss fyrir fiskinn og fá hærra verð fyrir hann af því að farið er almennilega með hráefnið. Hvaða skip eiga að veiða kolmunn- ann? Hann er vannýttur. Við ættum að ihuga það að það eru aðeins þrjú ár síðan það uppgötvaðist að hægt var að veiða loðnu á sumrin og Kjallarinn Kristinn Pétursson haustin. Sannleikurinn er sá að við vitum allt of lítið um fiskstofnana og lífkeðjuna í sjónum. Ein stór Últíma Kristjáni list ekki á „eina stóra Úl- tímu við Laugaveginn”. Honum líst heldnr ekki á auðlindaskatt á verslun. Ég er alveg hissa, Kristján. Þetta var ekkert verri þríliða með verslunina en fiskiskipin. Ég setti þetta i greinina sem hliðstæðu við kenningu þína um' auðlindaskatt og hagkeðju. Auðvitað er hvorugt framkvæmanlegt. Þú segir að engu sé likara en ég hafi drukkið í mig eitthvað af meng- aðri auðhringahagfræðikennslu í Há- skóla íslands. Ég minnist þess ekki að hafa drukkið neitt slíkt. Hitt er svo annað mál að einhver hefur einhvern tímann drukkið einhverslags ólyfjan. Veiflum stóra fiskinn Það er alveg rétt hjá þér, Kristján, að það ber að veiða fiskinn sem stærstan. Það verður samt aldrei hægt í bókstaflegri merkingu að „slátra aðeins fiski yfir 4 kg”. Við erum á réttri leið. Stórkostlegar að- gerðir hafa verið gerðar til þess að friða smáfisk. Lokun svæða, stækkun möskva og friðun ákveð- inna svæða er spor i rétta átt. Verk- smiðjuskip ryksuga ekki lengur hvert kvikt kvikindi. 4rangur siðustu ára í stjórnun fiskveiða er verulegur. Fn það vantar löggjöf um stjórnun vcið- anna. Slika löggjöf þarf Alþingi að setja. En að sljórna með skatthcimtu er alveg úlilokað. I il'gunartilraiinii þínar, Kristján, á þessari auðlinda- skattskenningu eru því miður von- lausar. Aukin skatthcimta á útgerð- ina myndi bara hafa i för með sér gengisfellingu eða hratt gengissig og magna þannig blessaða verðbólguna. Þar á ofan myndi þessi aðferð leiða af sér mýmörg vandamál sem scint yrði séð fyrir endann á. Staðan í dag er eins og hún er. Það þýðir ckkert að tala um það sem er búið og gert. Skuttogarakaupum vcrður nú að fresta um tíma. Við þurfurn að stórefla vinnslustigið og bæta nýtingu í vinnsluhúsum. Full- vinna allar afurðir hér heima á íslandi eins og mögulegt er. Við Kristján erum alla vega sammála um eitt. lsland er farsældarriki l'ram- tiðarinnar. Kristinn Pétursson, Bakkafirði. V £ „Við Kristján erum alla vega sammála um eitt: ísland er farsældarríki framtíðar- innar.” rök efnahagssérfræðinga. Annað- hvort eru þeir of miklir sérfræðingar og skynja ekki tilveruna, eða þeir eru hálaunamenn, sem eru að brugga óbreyttum launamönnum launráð. Þá er alveg eins gott að hlusta á öfga- fulla verkalýðsrekendur, sem hafa meiri trú á vöðvaaflinu en vitinu. Ef menn ganga vitinu á vald, eru þeir umsvifalaust úthrópaðir sem útsend- arar íhaldsins. — Baráttan við verð- bólguna er hér af sama toga og bar- áttan við hungursneyðina í þriðja heiminum. Þetta er spurning um þekkingu. Hluti af vandamálinu er því að útbreiða þekkingu um eðli og afleiðingar verðbólgunnar. Stjórn- málaflokkum ber þvi skylda til að upplýsa almenning um skaðsemi verðbólgunnar. Þetta er eins og barátta við að ná mönnum inn í hlýj- una úr kuldanum. Þeir, sem úti standa, reyna að berja sér til hita og vilja ekki missa af neinum úr hópn- um inn i hlýjuna. Forystusauðum finnst þá, að þeir hafi misst áhrif og völd. Það hlýtur að vera ákaflega erfitt að þurfa að viðurkenna, að það hafi verið ljótur leikur að halda bág- stöddu fólki í útlegð frá skynseminni og úti í kuldanum til þess eins að sinna eigin hégómagirnd og valdafikn og að hafa notað til þess hugtök eins og jafnrétti og bræðralag. Framsóknarflokkurinn getur ekki læknafl verðbólguna Mesti veröbólguforingi á íslandi er Ólafur Jóhannesson. Það er ekki Kjallarinn Jónas Bjarnason bara vegna þess, að hann hefur ekk- ert vit á efnahagsmálum. Það eraðal- lega vegna þess, að Framsóknar- flokkurinn reynir að brúa Ginnunga- gap óbrúanlegra mótsagna. Hann treystir á eignarrétt á landi og hlunn- indum en á þjóðnýtingu á taprekstri þeirrar atvinnustarfsemi, sem fram fer á landinu. Landsmenn eru skatt- lagðir sérstaklega upp á 750 þúsund krónur á hverja 5 manna fjölskyldu til þess að halda áfram brjálaðri land- búnaðarpólitík. Framsóknarmenn ræða um hagkvæmni og arðsemi i sinni marklausu stefnu, en reka byggðapólitík og verðjöfnunar- stefnu, sem er andhverfan af arð- semi. Þá er rætt um félagsleg sjónar- mið. Það eru þokkaleg félagsleg sjónarmið, sem eru um það bil að gera ísland að láglaunasvæði og landfióttaeyju. Þeir ræða um að nýta kosti einkaframtaks og samvinnu- hugsjónar en þó þannig, að einka- framtak fái ekki notið sin. Sam- vinnuhugsjón af þessu tagi er nógu góð til að byggja á pöntunarfélag um gosdrykki eða jólasælgæti á vinnu- stöðum, en er ónothæf til að takast á við iðnþróun og sköpun nýrra og arð- bærra starfa, sem eru ekki hjarð- mennska eða auðlindasala. Menn geta gert samvinnuákvörðun um kvóta- skiptingu á þremur milljarðatugum af skattfé almennings, en ef toll- heimtan er aflögð, og hver og einn ber ábyrgð á sínu, er lítið eftir til að sameina menn undir slíkum merkj- ^ „íhaldsstefna Framsóknarflokksins er óhæf til aö leysa nokkur vandamál á seinni helmingi tuttugustu aldarinnar.” um. Þess vegna er Framsóknarflokk- urinn flokkur skattheimtu, óhag- kvæmra miðstýringarákvarðana, þverstæðna í eignarrétti og ábyrgð, misvægis i atkvæðarétti, eyrnamerk- inga á fjármagni og leyfakerfa um hver má hvað. Ein meginskýring á verðbólgu okk- ar litla lands er nú óvissa um framtið- ina og stöðnun í lífskjarasókn. Þess vegna er tollheimtuhugsjón um skatt- lagningu á 90% þjóðarinnar til að reka óhagkvæma atvinnustarfsemi fyrir 10% þjóðarinnar við freðmýrar- mörk ekki annað en milliliða- og rúllugjaldsdekur. Af þessari ástæðu mun hugsanleg ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ekki takast annað en að láta tímann líða, án þess að vanda- mál séu leyst og hugsanlega að sann- færa almenning um að íhaldsstefna Framsóknarflokksins er óhæf til að leysa nokkur vandamál á seinni helm- ing tuttugustu aldarinnar. Hræðslubandalag hifl nýja Það hefur vakið athygli, að Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðubanda- lagið gengu nú til kosninga án stefnu- skrár um helztu vandamál. Þeim tókst þó hin létta iðja að rangtúlka og snúa út úr stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Á tímum óvissu og ótta er miklu auðveldara að ýkja og rangsnúa allar tillögur til úrlausna en að benda á gagnsemi þeirra. Menn sjá fyrir sér þá hluti, sem þeir telja sig missa en ógjörla þá, sem koma í staðinn. Þess vegna er auðveldara að reka hælbila- pólitik en sársaukafulla lækninga- stefnu. Það er miklu einfaldara að gefa verkjatöflur við krabbameini en að skera það burt. Þcss vcgna má Sjálfstæðisflokkurinn ágætlcga vel við una að hafa fengið 1/3 af þcim atkvæðum, sem fóru frá A-flokkun- um og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna að þcssu sinni á sania tima og hann boðaði að mðrgu leyti óvinsælar aðgerðir. Þegar sáð cr að vori vita menn gjörla að biða verður til hausts eftir uppskeru. Steingrimur Hermannsson og lið hans notuðu nú óvenjuósvifinn áróður og tókst að hýsa landfiótta atkvæðalið um sinn. en mikil verða vonbrigðin innan skamms hjá hinu óttaslcgna fólki. sem taldi bros og stefnulcysi Frant- sóknarfiokksins merki um staðfestu og litil vandamál. Fn grælilcgt er það fyrir Alþýðubandalagið að hafa rckið botnlausa hræðslupólitík og hrakið kjósendur yfir i herbúðir Frani- sóknarflokksins. Skyldi Ögmundur Jónasson hafa skynjað það. að hann var að reka lausafylgi i hcndur Fram- sóknarfiokksins, þegar hann mis- notaði sjónvarpið gegn Sjálfstæðis- flokknum? Það er min spá, að kosn- ingabaráttan sé rétt að þyrja og að bjartsýni Steingríms Hermannssona sé af sama toga og hjá þeint, sem er hrósað fyrir aulafyndni. Það kcniur að þvi innan skamms, að fólk mun finna fyrir verðbólgunni og skynja hana. Dr. Jónas Bjarnason cfnaverkfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.