Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 31
35 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGÚR 14. DESEMBER 1979. ð Útvarp Sjónvarp Jólastundin okkar verður á dagskrá sjónvarpsins á jóladag kl. 18.00. Efnið var meðal annars tekið upp f Glæsibæ þar sem Ragnar Th. Ijósmyndari tók þessa mynd. Jóladagskrá sjónvarpsins: Fjölbreytt en þó með sama sniði og undanfarin jól Jóladagskrá sjónvarpsins hefst á að fangadag kl. 14.00. Þá verður stuttur fréttatími og síðan barnaefni til kl. 16.00. Sýndar verða norrænar teikni- mýndir. Sýnd verður mynd sem nefnist Tobbi túba og er byggð á kunnu ævin- týri. Fyrsta mynd af þrettán um Múminálfana verður sýnd og Prúðu leikararnir skemmta ásamt Roy Rogers. Sjónvarp hefst síðan aftur kl. 22.00 með guðsþjónustu i sjónvarpssal. Biskupinn yfir íslandi, hr. Sigurbjörn Einarsson, predikar. Dagskrá sjón- varpsins á aðfangadag endar á tón- listarprógrammi frá sænska sjónvarp- inu. Sjónvarp hefst kl. 16.30 á jóladag með því að sýndur verður ballettinn Hnotubrjóturinn í útfærslu Bolshoi leikhússins. Kl. 18.00 verður Jóla- stundin okkar með hefðbundnu sniði. Eftir fréttir syngur kór Langholtssókn- ar og dagskráin endar með bandarísku bíómyndinni Konungur konunganna. Sjónvarp hefst kl. 18.00 á annan í‘ jólum með Barbapapa og Höfuðpaurn- um. Síðan verður endursýnd mynd um Grímsey sem áður var á dagskrá 1. janúar 1974. Að loknum fréttum verður sýnd heimildarmynd um jóla- hald í nokkrum löndum. Þar á eftir verður frumsýnt leikrit Guðlaugs Ara- sonar, Drottinn blessi heimilið. Og síðast á dagskrá er skemmtiþáttur með söngkonunni Marciu Hines. - EI.A „Ef hann fær að sprengja dálítið verður hann mjög friðarsinnaður á eftir" Áttunda getraunin sýnir mann, Norðurlandabúa, sem frægur varð fyrir þrumandi uppfinningar sínar en þar að auki fyrir framiög sín tH menningar og friðar í heiminum. Strikið undir nafn hans, klippið myndina út og geymið hana þangað tH tvær eru komrtar í viðbót Þá skuluð þið senda ailar myndirnar tíu í einu umslagi tH DB. Glæsileg verðlaun eru í boði — 980 þúsund króna myndsegulbandstæki af gerðinni Fisher — og um það verður dregið úr róttum lausnum, sem berast ekki síðar en 21. desember næstkomandi. Hvað heitírlitli sprengimeistarinn? a) Alfred Nobel b) Winston Churchill c)Yasser Arafat SK0NR0KK—sjónvarp kl. 20.50: SÍBASTA SK0NR0KKH) —að minnsta kosti á þessu ári „Þar sem þetta er síðasta Skonrokk- ið mitt á árinu finnst mér sjálfsagt að enda það með því að vinza úr þau lög sem öðrum fremur hafa heyrzt á ár- inu,” sagði Þorgeir Ástvaldsson, um- sjónarmaður Skonrokks, í samtali við DB. „Það verða því vinsælustu popplög- in 1979 eða eitthvað í þá áttina,” sagði Þorgeir ennfremur, „lög sem flestir þekkja. Þættirnir eru nú orðnir 22 með þeim sem verður í kvöld. Ég hef haft mjög gaman af að sjá um Skonrokkið, hvort það verður áfram eftir áramótin er enn óráðið. Það er eitt sem ég vil að komi fram, það er að ekki er alltaf unnt að fá fílm- ur,” sagði Þorgeir. „Ég er oft beðinn að sýna þennan eða hinn listamanninn, en það erbara ekki svo auðvelt.” — Af hverju eru aldrei íslenzkir hljómlistarmenn í þættinum? „Já, það er nú það, ég hef oft beðið Þorgeir Ástvaldsson. um það. Það er því ekki mér að kenna. en það stafar m.a. af fáránlegri reglu- gerð,” sagði Þorgeir að lokum. - EI.A POSTSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 OPIÐ í KVÖLD TIL KL. 10 HAGSTÆTT VERÐ BASTLAMPAR HOLLENZKIR LEÐURSKERMAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.