Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. Venezuela hækkar olíu um þriöjung — Saudi Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin fylgja á eftir Olíumálaráðherra Venezuela' lilkynnti í morgun að ríki hans hefði ákveðið að hækka grundvallarverð á olíu um þriðjung eða úr 18 dollurum oliufatið i 24 dollara. Tekur hið nýja verð gildi frá og með deginum í dag. Bæði Saudi Arabia og Arabísku furstadæmin hafa ákveðið að fylgja i kjölfarið og hækka olíuverð sitt um sex dollara fatið. Hjá þeim á verðið aftur á móti að gilda frá og með I. nóvember síðastliðnum. Calderdon olíumálaráðherra Venezuela sagði í gær að hið nýja verð yrði þó ekki innheimt við sölur til Mið-Amerikuríkja né ríkjanna i Karabíska hafinu. Væri það gert Ijósi þeirra erfiðleika, sem þróunar- ríkin ættu við að glíma. Mundi nýja verðið í fyrsta lagi taka gildi gagnvart þessum ríkjum um næstu áramót. Tilgangurinn með verðhækkunum Venezuela er sagður sá að ná .ieira jafnvægi á olíumarkaðinum. Vegna óeðlilegrar spákaupmennsku á olíumarkaðinum væri verð á oliufati þar komið upp í 40dollara. Venezuela er sjöunda mesta oliuframleiðsluland í heimi. Dagleg olíuvinnsla úr iðrum jarðar er þar 2,35 milljón föt. Þar eru miklar olíuhreinsunarstöðvar en um það bil helmingur olíunnar er unninn þar en hitt flutt út óunnið. Kampútsea: VÍETNAMAR STRÁ- FELLA ÍBÚANA! Herir Vietnama í Kampútseu stráfella mikinn fjölda ibúa sveitaþorpa þar til að koma í veg fyrir að þeir geti veitt liði Pol Pots lið, segir varnarmála- ráðherra Thailands. Eru slfk fjölda- morð að sögn algeng í norðausturhluta Kampútseu, en þar er fylgi Pol Pots einna mest. Aðfarir Vietnama þykja um sumt minna mjög á baráltu Bandaríkjamanna við skæruliða Vietnama sjálfra á dögum striðsins i Vietnam. Myndin hér að ofan er af úthlutun vatns til flótta- manna frá Kampútseu sem komnir eru til Thailands. Enn eru að sögn verulegir árekstrar milli aðila um hvernig hjálparstarf við fiótta- mennina eigi að vera skipulagt og hver eigi að hafa æðstu stjórn á hendi. Gíslamir í sendiráðinu í Teheran: Ásakanir um áhugaleysi og hugleiðingar um viðskipta- bann Bandaríkjastjórn hugleiðir nú hvort rétt sé að beita sér fyrir viðskiptabanni gegn íran á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, ef gíslarnir í sendiráðinu í Teheran verði ekki látnir lausir. Khomeini trúarleiðtogi í íran hefur sakað Bandaríkjastjórn um að hafa engan raunverulegan áhuga á að fá gíslana lausa. Aðeins væri hugsað um stjórnmálalegar niðurstöður deilu ríkj- anna. George Hansen þingmaður í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings hefur einnig ásakað stjórnina í Washington fyrir áhugaleysi um lausn málsins. Hansen fór til Teheran og fékk þar að ræða við 19 af gíslunum. Hann var gagn- rýndur fyrir þá ferð í Bandarikjunum. Þingmaðurinn segir að enginn fulltrúi Carters forseta Bandarikjanna hafi rætt við sig um ferðina eftir að hann sneri aftur. Hansen vill einnig að kannaðar verði nánar ástæður fyrir því að keisaranum fyrrverandi var leyft að koma til Bandaríkjanna og einnig hvorl viðvaranir um töku sendiráðsins í Teheran hafi verið hundsaðar af stjórn- völdum vestra. lézt fimm ára úr elli Fimm ára gömul stúlka, Pennie Vantine, lézt í Kaliforniu i gær. Dánar- orsökin var elli og hlaupabóla, sem hún hafði ekki mótstöðuafl gegn vegna elli- hrumleika. Pennie var haldin mjög sjaldgæfum sjúkdómi, sem olli því að hún sýndi öll einkenni aldraðrar manneskju. Heyrnin skertist, hárvöxtur tregaðist, blóðþfýstingur hækkaði o.s.frv. Stúlkan vó aðeins fjögur kilógrömm og var 73 cm á hæð. Læknar töldu ekki vönir tjl. að hún lifði lengur en til sjö ára aldurs. Hún varð veik af hlaupa- bólu á laugardaginn og lézt í gær ein's og áður sagði af afleiðingum hennar. Pennie Vantine talaði nær ekkert en uppáhaldssaga hennar var um Bangsímon. Kaupmannahöfn: Bráðdrepandi sápublandað heróínselt Vitað er að heróínneytendur í Kaup- mannahöfn hafa látizt vegna bráðdrepandi heróínblöndu, sem þar er boðin til sölu á markaði undir- heimanna. Efnið er blandað sápu og er að sögn lækna lífshættulegt. Sá er neytir þess lætur lífið samstundis sé efninu sprautað í æð. Veldur það því að rauðu blóðkornin eyðast upp. Ekki er vitað hve mikið af þessu sápublandaða heróini er á markaði í Kaupmannahöfn en að sögn lög- reglunnar þar eru tveir karlmenn, danskur plötusnúður og erlendur félagi hans taldir hafa dreift því. Eru þeir nú báðir í gæzluvarðhaldi. Óttazt er að nokkru af þessu eitur- efni hafi verið dreift til Noregs. CLARK FALL- INN í KANADA Minnihlutastjórn Framsækna íhaldsflokksins í Kanada beið ósigur við vantraustsatkvæðagreiðslu í þingi landsins í gærkvöldi og mun Joe Clark forsætisráðherra flokksins þar með segja af sér. Var atkvæðagreiðslan í tengslum við afgreiðslu fjárlaga. Talið er að boðað verði til nýrra kosninga i Kanada innan tiðar en þó ekki fyrr en eftir áramót. Joe Clark var kjörinn á þing árið 1972 og valinn formaður Framsækna ihaldsflokksins fjórum árum síðar. Hann er fertugur að aldri. Ekki er Ijóst hver verður forustumaður Frjálslynda flokksins í kosningabaráttunni er Trudeau núver- andi formaður og fyrrverandi forsætis- ráðherra hættir. Gíslað æfa sig Tvennum sögum fer af meðferðinni á gislunum i sendiráði Bandarikjanna í Teheran. Myndin hér til hliðar sýnir einn þeirra gera morgunæfingarnar við erfiðaraðstæður. IMadrid: Mestu óeirðir frá endurreisn týðræðis Tveir féllu i gærkvöldi og margir slösuðust í mestu óeirðum sem orðið hafa í Madrid, höfuðborg Spánar, siðan lýðræðisskipulag komst þar á eftir dauða Francos. Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem var að koma úr mótmælagöngu, sem haldin hafði verið að frumkvæði verka- lýðsfélaga. Tilefni göngunnar, þar sem mtira en eitt hundrað þúsund söfnuðust saman, muo vera tillögur á þingi landsins um ný verkalýðsfélög. Ekki er ljóst hvernig eða hvers vegna skothríð hófst. Samkvæmt fyrstu fregnum voru það stúdentar sem ruddust inn í götuna og veltu bif- reiðum og settu fyrir umferðar- strauminn. Lögreglan svaraði með að skjóta reyksprengjum og gúmkúlum að mannfjöldanum en ekki er Ijóst hver hóf skothríð. Hinir tveir föllnu voru nítján ára stúlka og piltur. Nokkrir sjónarvott- ar sögðu að stúdentarnir, sem sumir hefðu verið búnir sérsmiðuðum skjöldum, hefðu ráðizt að lögreglu með grjóthríð og teppt umferð með garðbekkjum, bifreiðum og bygging- arefni. í einu tilviki umkringdi hópur fólks lögreglujeppa og hóf þá lög- reglumaðurinn sem í honum var skot- hrið til að dreifa hópnum. Adolfo Suarez forsætisráðherra Spánar frétti af óeirðunum þar sem hann var við umræður í þinghúsinu. Hann sagði síðar að rétt væri að tveir hefðu fallið i átökunum en hann hélt þvi hins vegar fram að lögreglan hefði ekki beitt skotvopnum sínum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.