Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. 4 Gleymið ekki að gef a þeim að drekka í fótinn Sjö lítrar app- elsínumarmel- aði á 2.355 kr. Góðar fréttir fyrir þá sem hrifnir eru af marmelaði Þcgar við vorum á heimleið i fyrra- dag lögðum við leið okkar í Spari- markaðinn í Austurveri. Það er eins konar „heildsöluverzlun” þar sem viðskiptavinirnir kaupa vörurnar i magninnkaupi. Þar er stundum hægt að gera rífandi góð kaup. — Á ntið- vikudaginn voru t.d. á boðstólum Ijómandi fallegar appelsínur, 5 kg í poka á 1500 kr.! Við fengum þær upplýsingar að appelsínurnar væru dálítið súrar, komnar væru sætari appelsinur á markaðinn og því hefði verið ákveðið að selja þessar súru á þessu afbragðsgóða verði. Við skelltum okkur á einn poka og bjuggum til marmelaði um kvöldið. í öllum venjulegum uppskriftum af marmelaði eru ýmist sítrónur eða greip auk appelsína. Við slepptum því og notuðum aðeins appelsínurnar og þreifuðum okkur áfram. Uppskriftin varð endanlega á þessa' leið: Tæp 5 kg appelsinur 3 kg sykur 2 lilrar vatn Við notuðum börkinn, — skárum aðeins „blómið” af, síðan appelsín- urnar í bita og létum í „blender”. Ef slikt tæki er ekki fyrir hendi má alveg eins nota hakkavél. Við tókum steinana frá og létum í grisjupoka,' sem við suðum svo með appelsínu- maukinu. Það sauð með vatninu i um það bil 1 1/2 klst. við mjög vægan hita. Tvisvar tókum við pottinn af eldinum og hrærðum 1 1/2 kg sykri tvisvar sinnum út í. Létum suðuna koma vel upp i pottinum á milli. Úr þessu magni fengust um það bil 7 lítrar af marmelaði, sem er alveg reið- innar býsn. Við létum einnig rot- varnarefni út í, samkvæmt leiðarvisi á glasinu. Skammturinn kostaði allur ekki ncma 2.355 kr. Benda má á að smá- glas af „búðarmarmelaði” kostar 7—800 kr. Þetta eru þvi góðar fréttir fyrir þá sem hrifnir eru af appelsinu- marmelaði. -A.Bj., Hreinsið jólatrén áður en þau eru tekin inn — Meters grenitré kostar 9.800 krv furan á 13,700 Dæmigerður jólatrésfótur, sem Kristrún heldur á. Skrúfurnar á „fætinum” eru skrúfaðar utan um stofn trésins scm stungið er ofan 1 „fótinn”. Gætið þess að hafa jafnan nóg vatn f skálinni. Það er ótrúlegt hve tré þarf mikið „að drekka” á meðan það stendur inni i hlýrri jólastofunni. DB-mynd Ragnar Th. eru toppar af hærri trjám sem seldir eru á 2.500 kr. Sautján ára fura úr Vifilsstaðahliðinni. Tréð er 250 cm á hæð og kostar 18.200 kr. Reynir heldur i tréð en með honum á myndinni er Kristrún Egilsdóttir, sem vann hjá Skógræktinni sl. sumar. „Það er ekki nokkur vafi á því að við getum verið sjálfum okkur nógir með jólatré. Það cru svo margir blett- ir til á landinu sem eru kjörnir til skógræktar, en hafa enn ekki vcrið notaðir,” sagði Reynir Sveinsson, sem verið hefur starfsmaður Skóg- ræktarinnar í Fossvogi sl. þrjátiu og þrjú ár. Hann ætti að vita hvað hann eraðtalaum. Skógræktin hefur eingöngu á boðstólum islcnzk tré, rauðgreni og furu. „Þelta cr ekki nrikið sem við erum mcð, fólk verður að hafa það hugfast að þctta eru nærri eingöngu tré sem fallið hafa til við grisjun,” sagði Rcynir. Trén islenzku cru úr Skorradal, Haukadal, Þjórsárdal, Norðtungu og Hallormsstað. Eins og jal'nan áður er trjánum skipt niður i serðllokka cftir stærð. Minnstu rauðgrenifrén cru 75 cm — 1 m og kosta 9.8UU kr„ 2,5 m —3 m kosta 14.000 kr. Fururnar njóta meiri vinsælda en grcnið, enda fella þær ekki nálarnar eins og grenið. Fururnar cru einnig dýrari i innkaupi. 75 cm — I m fura kosta 13.700 1,5 m — 1,75, m fura kosta 15.800 kr. og stærsta furan, sem var 3 m á hæð, kostaði 18.200 kr. Rcynir sýndi okkur einnig furu-1 toppa, mjög fallega, á 2.500 kr. Þá er vel hægt að hafa í vasa, skreyta grein- arnar og láta vasann t.d. standa úti i horni. Þá voru á boðstólum furu- búnt með 1 1/2 kg á 1.500 kr. Loks var hægt að fá lífvið og tuju í plast- pottum á 2.500 kr. Reynir sagði að þessar tvær tegundir væru vinsælar sem inni- plöntur i svartasta skammdeginu, þær má setja út i garð þegar vorið er komið og taka síðan inn aftur á haustin og lífga upp á stofur sínar í skammdeginu. Jólatrén verður að geyma á köldum stað þar til tréð er tekið inn rétt fyrir jól. Þá á að þvo þau vel, helzt með þvi að spúla þau með köldu vatni í þvottahúsinu, eða i baðkerinu ef þvottahús er ekki fyrir hendi. Erlendu trén geta verið grútskítug, —p höfum hugfast allt sem þau hafa gengið i gegnum síðan þau voru höggvin á józku hciðunum fyrir mörgum vikum. íslenzku trén hafa einnig gott af þvi að fá smábað áður en þeim er komið fyrir i hlýrri og jólaskreyttri stofunni. Jólatrén eiga að standa í þar til gerðum jólatrésfæti og gætið að hafa jafnan nóg vatn i fætinum. Það er ótrúlega mikið sem trén þurfa að „drekka” þessa daga sem þau standa uppi. „Fyrstu dagana sem jólatrésalan stendur cr ekki spurt um neitt nema furu,” sagði Reynir. „Égspái því að eftir svona 15—20 ár verði ekki nokkur maður meðgreni sem jólatré. Það verða allir komnir með furuna.” sagði Reynir. Jólatré kosta það sama alls staðar, samkvæmt upplýsingum Reynis. -A.Bj. } DB á ne ytendamarkaðí ANNA BJARNASON SMAKKAÐ Á HEITUM OG KÖLDUM RÉTTUM í KVÖLD Gestum i Súlnasal verður boðið að smakka ú ýmsum réttum I kvöld frá kl. 10.30—11.30. Réttirnir eru frá Kjötiðnaðarstöð Sambandsins. Verður boðið upp á heita pottrétti og ýmislegt kalt „smakk ” auk þess sem framleiðsla Goða verður til sýnis. — Hótel Saga býður upp á diskótek fram að matarkynningunni. Þorgeir Ástvaldsson kynnir nýjustu plöturnar. Slðan leikur hljómsveitRagnarsBjarnasonarfyrirdansitilkl. 2. Myndin var tekin á „smakk kvöldi”ISúlnasalsl. föstudag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.